Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2014, Blaðsíða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2014, Blaðsíða 50
Helgarblað 28.–31. mars 201442 Sport E den Hazard, leikmaður Chelsea, er öruggasta víta­ skytta Evrópu ef litið er til þriggja síðustu tímabila í stærstu deildarkeppn­ um Evrópu. DV tók saman upplýs­ ingar um vítaskyttur liða og árangur þeirra undanfarin þrjú tímabil í sex deildum; ensku, ítölsku, spænsku, þýsku, frönsku og hollensku. Hafa ber í huga að hér er aðeins um að ræða deildarkeppnir og því er ekki í þessum tölum árangur í Evrópu­ keppnum eða leikjum með lands­ liðum. Hazard er eini leikmaðurinn í þessum deildum sem hefur tekið fleiri en tíu vítaspyrnur og skor­ að úr þeim öllum. Undanfarin þrjú tímabil, með Lille og Chelsea, hefur hann tekið 15 vítaspyrnur og aldrei brugðist bogalistin. Hazard skoraði úr níu vítaspyrnum í röð tímabil­ ið 2011/2012 með Lille og hefur skorað úr sex í röð með Chelsea. 12 af 14 hjá Gerrard Miðað var við leikmenn sem hafa tekið að lágmarki fimm vítaspyrnur síðustu þrjú tímabil. Á Englandi hef­ ur Steven Gerrard, leikmaður Liver­ pool, tekið flestar spyrnur undan­ farin þrjú tímabil, eða 14 talsins. Fyrirliði Rauða hersins í Liverpool hefur skorað úr 12 spyrnum, sem gerir 85,7 prósenta árangur. Frank Lampard hefur skorað úr 9 af 12 spyrnum og Wayne Roon­ ey 8 af 10. Robin van Persie hefur skorað úr 7 af 9 spyrnum á með­ an Leighton Baines hefur skorað úr 7 af 7. Þá hefur Yaya Toure skor­ að úr öllum fimm spyrnum sínum á þessu tímabili. Messi og Ronaldo öruggir Á Spáni bera Lionel Messi og Crist­ iano Ronaldo höfuð og herðar yfir aðra leikmenn deildarinnar. Messi hefur skorað úr 19 af 20 spyrnum undanfarin þrjú tímabil á meðan Ronaldo hefur skorað úr 24 af síð­ ustu 26 spyrnum sínum í La Liga. Á Ítalíu hefur Antonio Di Natale, leik­ maður Udinese, skorað úr 12 af 13 spyrnum en Arturo Vidal, miðju­ maður Juventus, 8 af 10. Mario Balo­ telli hefur skorað úr 12 af 14 spyrn­ um, þar af 9 af 11 á Ítalíu undanfarin tvö tímabil. Alfreð með þeim bestu Zlatan Ibrahimovic er ein öruggasta vítaskytta Evrópu samkvæmt úttekt DV. Hann hefur skorað úr 21 af 22 spyrnum, þar af úr öllum tíu spyrn­ um sínum með AC Milan tímabilið 2011/2012. Edinson Cavani, fyrr­ verandi leikmaður Napoli og nú­ verandi liðsfélagi Zlatans hjá PSG, kemst ekki með tærnar þar sem ör­ uggustu vítaskyttur Evrópu hafa hælana. Hefur hann klúðrað 6 af 18 síðustu spyrnum sínum. Athyglisvert er að bera saman árangur Alfreðs Finnbogasonar, markahæsta leikmanns hollensku úrvalsdeildarinnar, í samanburði við þá bestu. Alfreð er nú á sínu öðru tímabili með Heerenveen og hefur hann skorað úr 12 af 13 spyrn­ um síðan hann gekk í raðir liðsins, þar af öllum 9 spyrnum sínum í vet­ ur. Er þetta 92,3 prósenta árangur en til samanburðar er Steven Gerrard með 85,7 prósenta árangur, Mario Balotelli 81,8 prósenta, Frank Lampard 75 prósenta og Cristiano Ronaldo 92,3 prósenta, eins og Alfreð. n Einar Þór Sigurðsson einar@dv.is England n Eden Hazard, Chelsea, skorað 15 í 15 spyrnum = 100% n Leighton Baines, Everton, skorað 7 í 7 spyrnum = 100% n Ricky Lambert, Southampton, skorað 5 í 5 spyrnum = 100% n Yaya Toure, Manchester City, skorað 5 í 5 spyrnum = 100% n Mikel Arteta, Arsenal, skorað 7 í 8 spyrnum = 87,5% n Steven Gerrard, Liverpool, skorað 12 í 14 spyrnum = 85,7% n Wayne Rooney, Manchester United, skorað 8 í 10 spyrnum = 80% n Robin van Persie, Manchester United skorað 7 í 9 spyrnum = 77,7% n Frank Lampard, Chelsea, skorað 9 í 12 spyrnum = 75% Ítalía n Antonio Di Natale, Udinese, skorað 12 í 13 spyrnum = 92,3% n Antonio Candreva, Lazio, skorað 8 í 9 spyrnum = 88,9% n Mario Balotelli, Manchester City og AC Milan, skorað 12 í 14 spyrnum = 81,8% n Arturo Vidal, Juventus, skorað 8 í 10 spyrnum = 80% Spánn n Lionel Messi, Barcelona, skorað 19 í 20 spyrnum = 95% n Cristiano Ronaldo, Real Madrid, skorað 24 í 26 spyrnum = 92,3% n Diego Costa, Atletico Madrid, skorað 6 í 8 spyrnum = 75% Frakkland n Zlatan Ibrahimovic, AC Milan og PSG, skorað 21 í 22 spyrnum = 95,5% n Falcao, Atletico Madrid og Monaco, skorað 15 í 17 spyrnum = 88,2% n Edinson Cavani, Napolo og PSG, skorað 12 í 18 spyrnum = 66,6% Þýskaland n Sejad Salihovic, Hoffenheim, skorað 19 í 21 spyrnu = 90,5% n Arjen Robben, Bayern Munchen, skorað 6 í 7 spyrnum = 85,7% n Thomas Muller, Bayern Munchen, skorað 5 í 6 spyrnum = 83,3% n Robert Lewandowski, Dortmund, skorað 5 í 6 spyrnum = 83,3% Holland n Alfreð Finnbogason, Heerenveen, skorað 12 í 13 spyrnum = 92,3% n Aron Jóhannsson, AZ Alkmaar,skorað 4 í 5 spyrnum = 80% n Alfreð með þeim bestu n Eden Hazard með 100 prósenta árangur Öruggastir á vítapunktinum Stórleikir um helgina Enska úrvalsdeildin heldur áfram að rúlla um helgina þegar heil umferð fer fram. Tveir stórleikir eru á dagskránni í toppbarátt­ unni og þá eru einnig athyglis­ verðir leikir á dagskránni hjá botnliðunum. Hér að neðan gef­ ur að líta yfirlit yfir leiki umferð­ arinnar. Manchester United - Aston Villa United þarf á sigri að halda til að halda lífi í voninni um sæti í Evrópu­ keppni. Liðið er í 7. sæti með 51 stig. Á meðan siglir Aston Villa lygnan sjó í 12. sætinu með 34 stig. Southampton - Newcastle Liðin í 8. og 9. sæti. Evrópukeppni er fjar­ lægur draumur hjá þessum liðum og því að­ eins heiðurinn í húfi. Stoke - Hull Stoke (10. sæti) er nán­ ast sloppið við fall en Hull (13. sæti) gæti þurft nokkur stig til við­ bótar. Stoke er ósigrað í síðustu fjórum leikjum í deild. Swansea - Norwich Bæði lið eru í fallbaráttu í 14. og 15. sæti. Swansea hefur ekki unnið í síðustu sex leikjum. WBA - Cardiff Annar fallbaráttuslagur. WBA er í 16. sæti með 28 stig en Cardiff í 19. sæti með 25 stig. Crystal Palace - Chelsea Palace þarf á stigum að halda enda liðið í 17. sæti. Chelsea þarf sömuleið­ is á stigunum að halda, en liðið er sem stendur á toppi deildarinnar með 69 stig, stigi á undan Liverpool. Arsenal - Man. City Arsenal er svo gott sem búið að stimpla sig út úr toppbar­ áttunni, ólíkt City. City er í 3. sæti með 66 stig eftir 29 leiki og á tvo leiki til góða á Liverpool og Chelsea. Arsenal er með 63 stig eftir 31 leik. Fulham - Everton Fulham er á botninum með 24 stig og verður að vinna. Everton getur sett mikla pressu á Arsenal í baráttunni um 4. sætið með sigri. Liðið er með 57 stig og á auk þess leik til góða á Arsenal. Liverpool - Tottenham Liverpool getur haldið áfram að pressa að City og Chelsea með sigri. Möguleik­ ar Tottenham á Meistara­ deildarsæti glæðast heilmikið með sigri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.