Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2014, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2014, Blaðsíða 28
Helgarblað 28.–31. mars 201428 Fólk Viðtal Ilmur Kristjánsdóttir hefur tekið sæti á lista Bjartrar framtíðar og lætur kveða að sér á nýjum vettvangi stjórnmálanna. Hún er skemmtilegt og klókt ólíkindatól og gerir það sem hugur hennar stendur til. Að því komst sjálfur forseti Íslands þegar Ilmur hitti hann í röð í apóteki á dögunum. „Ég hitti Ólaf Ragnar í röð í apóteki. Ég heilsaði honum og spjallaði aðeins við hann. Hann spurði mig um nýjan vettvang og ég sagði við hann: - Ég stefni á embættið þitt,“ segir Ilmur og hlær. Þ að rignir eins og hellt sé úr fötu. Ilmur kemur gang­ andi með glimrandi fínan barnavagninn á undan sér til fundar við blaðamann á kaffihúsi í miðborginni. Í vagnin­ um hvílir sonur hennar, nokkurra mánaða gamall. Fæddur 1. janúar. Á settum degi. Kemur í ljós seinna í samtalinu að drengurinn sá, virðist ungur hlynntur formfestu og reglu. Nokkuð sem Ilmur hefur aldrei sett sérstaklega fyrir sig. Hún er dugleg við að sveigja leiðina og gera það sem hún vill. Á meðan hún er ein vinsælasta leik­ kona Íslendinga þá hefur hún oft viljað taka sér leyfi frá leiklistinni til að gera alls ólíka hluti. Eins og að stunda nám í guðfræði og nú að taka þátt í stjórnmálum. Þjóðfélagsþegnar eru pólitíkusar „Ég er svolítið spennt fyrir því að láta til mín taka í ýmsum málum. Æi, nú fer ég að hljóma eins og póli­ tíkus,“ segir hún og hlær. „Mér finnst gaman að breyta til, ég hef alltaf haft gaman af pólitík. Ég er alin upp á vinstri sinnuðu heim­ ili og þar var mikið rætt um pólitík alla tíð. Ég hef alltaf skynjað það sem þjóðfélagsþegn að þá er maður póli­ tíkus í einhverjum skilningi. Ég hef í rauninni aldrei skilið það þegar fólk segist ekki hafa áhuga á pólitík. Hvernig getur þú ekki haft áhuga á pólitík? Þetta er þjóðfélagið sem þú býrð í. Þú hlýtur að hafa áhuga á því hvernig auðæfum er skipt. Hvernig börnunum þínum líður í skóla, hvernig umhverfið þitt er og svo framvegis? Ranghugmyndin er auðvitað sú að pólitík sé fullorðið fólk að rífast við annað fullorðið fólk um eitthvað sem flest fólk skilur ekki. Það var í rauninni ekkert erf­ ið ákvörðun fyrir mig að ákveða að taka þátt í stjórnmálum. Mér var boðið að taka þátt og ég hugsaði með mér, að ég gæti ekki sleppt þessu tækifæri.“ Dreymt um stjórnmálaþátttöku Ilmur hefur engan áhuga á því að verða atvinnupólitíkus og ein ástæða þess að hún gekk til liðs við Bjarta framtíð var sú arfleifð sem Besti flokkurinn skildi eftir sig. Að allir hafi rödd og enginn sérstakur hafi tilkall til valda fram yfir annan. „Ég hef ekki áhuga á því að verða atvinnupólitíkus. Þetta er ekki fram­ tíðardjobb. Ég lít á þetta sem verk­ efni sem ég ætla að gera mitt besta í að leysa. Að Besti flokkurinn skyldi hætta var auðvitað svolítið sorglegt en um leið mjög mikilvægt. Þau gáfu nýjan tón opnuðu vettvang stjórn­ málanna þannig að allir geta átt inn­ komu í stjórnmál, látið til sín taka og svo má maður líka hætta. Pólitík á ekki að snúast um að sanka að sér völdum og ríghalda í þau. Besti flokkurinn breytti öllu landslagi í stjórnmálum á Íslandi, vonandi til frambúðar. Þau eru ekki lengur fjarlægt fyrirbæri sem fáir geta tekið þátt í. Sem fáir skilja. Stjórnmál eru engin geimvísindi. Mig hefur í raun lengi dreymt um að láta til mín taka í stjórnmálum. Ég á mér marga drauma. Sumir þeirra snúa að því að vaxa í leiklistinni og reyna nýja hluti í henni, aðr­ ir að því að mig langar að prófa að búa erlendis. Stjórnmálin eru einn þessara drauma sem mig langar til að framkvæma.“ Skemmti systur sinni á Skype Ilmur fæddist 1978. Hún á tvö syst­ kini, Lísu, sem er fjórum árum eldri og starfar sem aðstoðarmaður Katrínar Jakobsdóttur á Alþingi, og Sverri, sem er tveimur árum yngri og starfar sem kvikmyndaklippari í Noregi. Ilmi líkaði það vel að alast upp í miðbænum. Barnæskan hófst á Óðins götu þar sem Ilmur gekk í Austurbæjarskóla. „Systir hans pabba bjó á neðri hæðinni með dóttur sinni, það var svona blokkarstemning í þessu bláa steinhúsi. Það var rosalega gott að búa þar og ég á góðar æskuminn­ ingar þaðan.“ Systkinin eru náin og spurð hvernig þau myndu lýsa henni leik­ ur enginn vafi þar á. „Ég held að þau hafi ótrúlega oft hrist hausinn yfir mér bæði tvö. En ég veit líka alveg að þau eru mjög stolt af mér líka. Ég er gleymin og utan við mig, þau myndu örugglega taka undir það.“ Hún er nýkomin frá Ósló með kæruleysissögu í farteskinu. Systir hennar Lísa fagnaði fertugsafmæli sínu nýlega. Veislan var stór, haldin í Tin Can Factory í Borgartúni en Ilmi vantaði. Hún hafði pantað sér miða til Óslóar á sama tíma og gat ekki fengið því breytt. Hún tók því upp á því að skemmta systur sinni í gegn­ um Skype, veislugestum til mikillar gleði. „Það er til dæmis alveg týpískt. Ég pantaði ferð til Óslóar. Sverrir bróðir minn er í fæðingarorlofi og ég líka. Ég stökk á einhverja ferð í 10 daga. „Systkini saman í fæðingar­ orlofi“, mér fannst það alveg kjörið og hringdi svo í Lísu og ætlaði að segja henni þetta. Í sömu andrá og ég var að fara að segja henni frétt­ irnar mundi ég eftir því að hún ætti fertugsafmæli og hikstaði upp úr mér: Já, hmmm … hvenær ætlarðu aftur að halda upp á fertugsafmæl­ ið þitt?“ Ilmur hlær. „Þetta var ekki gott. Svo gat ég ekki breytt flugmið­ anum.“ Áhugasöm út lífið Foreldrar Ilmar eru Kristján Guð­ mundsson félagsfræðikennari og Margrét Sigurðardóttir ferðamála­ fræðingur. Ilmur sækir margt til þeirra og er bæði alin upp við að ganga gegn hefðum og því að öryggi felist ekki í kyrrstöðu. „Pabbi er svona alfræðirit og áhugasamur út lífið. Árið áður en hann fór á eftirlaun fór hann í námsleyfi til Berlínar að læra um styrkjakerfi Evrópusambandsins,“ segir hún frá. Móðir Ilmar fór til­ tölulega seint á æviskeiðinu í sitt nám. „Þau hafa bæði verið í því í Ilmur í framboði gegnum tíðina að brjóta hefðir og munstur. Öryggi felst ekki í því að sitja fastur. Það er óhætt að hreyfa sig og taka áhættu.“ Tók strætó í bæinn Fjölskyldan flutti til Danmerkur og bjó þar um tveggja ára skeið. „Pabbi var að læra markaðsfræði. Hann hefur alltaf ætlað að verða ríkur svona inn á milli,“ segir hún og hlær. Ljóst er að því skammtímamarkmiði var ekki endilega náð. „Að eiga nóg, það er best,“ segir Ilmur. „Pabbi er svo skemmtilegur, hann fær svona hugdettur á milli þess sem hann er vinstri róttæklingur.“ Ilmur var níu ára þegar fjöl­ skyldan fluttist aftur til Íslands eftir tveggja ára dvöl og hóf aft­ ur skólagöngu í Austurbæjarskóla. Þegar hún var um fermingaraldur settist fjölskyldan að í Grafarvogi um tíma. Það leist miðbæjarbarninu ekki sérlega vel á. „Þar bjó ég um skamma hríð þegar ég var um fermingaraldurinn. Ég tók alltaf strætó niður í bæ þegar skólinn var búinn til að hitta gömlu félagana. Svo endaði það á því að ég skipti bara um skóla og fór aftur í Austurbæjarskóla.“ Æskuár sín var Ilmur ekki ákveðin í því hvað hún vildi gera við líf sitt. Þó var leiklistin sterkur þráð­ ur allt frá barnæsku. Tólf ára skrifaði hún sitt fyrsta leikrit með vinkonu sinni. „Ég var alls ekkert ákveðin og ég er ekkert enn ákveðin. Einhvern tímann ætlaði ég að eiga og reka hótel. Svona sveitahótel í fjöllunum. Kannski á ég eftir að gera það ein­ hvern tímann í framtíðinni. Ég man í Austurbæjarskóla að ég skrifaði leikrit með vinkonu minni þegar ég var tólf ára, á gamla makkann hans pabba. Og vorum að gera alls konar. Þetta var mjög frjór tími.“ Fékk gott veganesti í MH Þegar Ilmur mætti til leiks í MH vann leiklistin hjarta hennar. Hún naut góðs af kennslu Rúnars Guð­ brandssonar sem gaf henni gott veganesti í leikhúsið. „Það var gaman að koma í MH. Ég fór á kaf í félagslífið. Ég er svo þakklát fyrir þennan tíma. Ef ég er spurð hvað hafi mótað mig mest í lífinu þá svara ég því til að leiklistin hafi gert það. Þó ég hafi alltaf átt í eins konar ástar­haturs sambandi við þess listgrein. Rúnar Guðbrandsson var fyrsti Kristjana Guðbrandsdóttir kristjana@dv.is „Að fara með þessu fólki í sturtu er bara pís of keik „
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.