Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2014, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2014, Blaðsíða 44
Helgarblað 28.–31. mars 201436 Lífsstíll H ver kannast ekki við að hafa horft á bíómyndir þar sem konan á hárgreiðslustof- unni eða karlinn hjá rakar- anum spjalla við starfsfólk- ið um daginn og veginn, segja frá lífi sínu … Kjaftasögur fylgja stundum með. Spurning hvort svo sé í raun- veruleikanum … Svo eru það þeir sem ræða við barþjóninn sem kemur jafnvel með nokkur góð ráð. Hvað með félagana í sjónvarpsþáttunum Staupasteini, Cheers: „Hi, Norm,“ sagði fólkið þegar Norm kom inn á barinn sem talaði svo stundum um konu sína, Veru … Og hver kannast svo ekki við að hafa farið í litun, klippingu eða hár- greiðslu og farið að spjalla við hár- greiðslukonuna eða rakarann um daginn og veginn, líf sitt … Stóllinn fyrir framan spegilinn er fastur liður í lífi margra og það sama er að segja um spjallið. „Það myndast ákveðin tengsl og hafa sumir kúnnarnir verið hjá mér síðan ég var nemi,“ segir Alda Lár- usdóttir, hárgreiðslumeistari á Salon VEH, en tæp 20 ár eru liðin síðan fyrsti kúnninn settist í stólinn. „Ég er orðin eins og vinur sumra og það myndast oft fallegt samband á milli okkar.“ Kjaftasögur ekki kúl Alda segir að hún hafi í fyrstu haldið að fólkið í stólnum yrði meira í að segja kjaftasögur og viðurkenn- ir að hún hafi orðið hissa í byrjun á því hvað sumir töluðu mikið um persónuleg málefni. „Ég reyni að stoppa það af þegar fólk byrjar að segja kjaftasögur sem eru aldrei af hinu góða; það er samt ekki svo mikið um þær. Ég tek ekki þátt í kjaftasögum; mér finnst það ekki vera fagmannlegt að gera það. Ég lærði að verða fagmaður og sá að það væri ekki kúl að vera með kjafta- sögur heldur vera meira vinur eða persónulegur ráðgjafi varðandi hár. Það er misjafn hvað fólk opnar sig mikið t.d. um persónuleg mál. Sum- ir eru búnir að vera lengi hjá mér en opna sig aldrei sérstaklega mikið. Aðrir opna sig meira.“ Alda hlustar ekki bara á viðskipta- vinina tala um sig og sína. „Kúnnarnir vita oft jafnmikið um mig og ég um þá.“ Slaka á Viðskiptavinirnir í stólnum tala með- al annars um hvað þeir geri í hinu daglega amstri en svo segir einn og einn frá persónulegum málum. „Fólk slakar á þegar það kemur á hárgreiðslustofur, það byrjar að tala og svo vindur það upp á sig þegar maður sýnir viðbrögð. Það var einu sinni virðuleg kona sem sagði mér allt um ástamál sín og hún sagði að ég væri eins og sál- fræðingur. Þetta var ofsalega skrýtið. Henni fannst greinilega gott að tala. Hún hafði verið með manni sem lét hana ekki í friði og það lá greinilega þungt á henni. Hann hringdi í hana dag og nótt. Hún sagðist ekki hafa opnað sig mikið um þetta en svo sagði hún frá þessu þegar hún slak- aði á í hárgreiðslu.“ Jú, mörgum finnst gott að slaka á þegar þeir fara á hárgreiðslu- og rak- arastofu; svo eru náttúrlega sumir sem sofna við vaskinn og tala nú ekki á meðan heldur upplifa jafnvel æv- intýri í draumalandinu. „Ég man eftir konu sem var í hár- þurrku sem fór allt í einu að gráta. Þetta var óþægilegt. Svo kom í ljós að barnabarnið hennar var lagt í einelti í skólanum. Þetta er ótrúlega skrýt- inn staður hvað varðar mannlegar þarfir og samskipti.“ „Var svo sorglegt“ Aldar talar um líf og dauða; segir frá viðskiptavini sem svipti sig lífi. „Ég þekkti hann ekki utan vinnunnar en við töluðum mikið saman. Hann átti sín móment með mér og við töluðum oft um að hitt- ast og fá okkur í glas eftir vinnu. Við vorum mjög náin án þess að vera náin fyrir utan stólinn. Hann sagði til dæmis frá því hvernig maki hans hélt fram hjá honum og hann var alveg í rusli. Þetta var ofsalega góður og fal- legur einstaklingur í alla staði. Þetta er svo sorglegt. Ég fór í jarðarförina hans sem var fallegasta jarðarför sem ég hef farið í. Hann situr alltaf í mér. Þetta var yndisleg persóna.“ Margt leynist í pokanum Alda segist taka margt nærri sér sem fólkið – sálirnar – í stólnum segir henni. „Ég er samt kannski búin að þróa með mér tækni; það má segja að ég skilji þetta eftir í poka sem ég loka fyrir og fer síðan heim og sinni mínum málum. Þetta eru þó oftast skemmtilegar sögur og skemmtileg samskipti sem ég á við kúnnana. Ég tala ekki um persónuleg mál kúnnanna við aðra; nema kannski kollega mína.“ Svört, brún, ljós, grát, jafnvel blátt … Hárið sem Alda hefur klippt, greitt, litað og reynt að hemja í tæp 20 ár er jafnólíkt fólkinu sem skart- ar því. Hún hefur lært mikið á þess- um árum. Myndar tengsl „Ég veit ekki hvað er á bak við hverja manneskju fyrr en ég er búin að þekkja hana í einhvern tíma. Maður á aldrei að dæma fólk fyrirfram. Það er ekki gott. Fólk getur verið ofsa- lega brothætt þótt það virki ofsa- lega töff. Það geta verið miklir erf- iðleikar heima hjá því þótt það virki ekki þannig. Maður veit aldrei hvað er að gerast á bak við hverja sál. Ég hef hitt fólk sem ég hef haldið að sé með allt á hreinu en svo er allt í klessu heima hjá því.“ Hún segist sjálf hafa gengið í gegnum ýmislegt og geti ráðlegt sumum. „Fólk kemur til mín aftur af því að það myndast einhver tengsl,“ segir Alda en auðvitað kemur það líka af því að það er ánægt með klippinguna, litunina, hárgreiðsl- una … „Ég hef ráðlagt viðskiptavin- um og við höfum skipst á upplýs- ingum eða reynslu.“ Á mannlegum og faglegum nótum Hún var 16 ára þegar hún hafði hendur í hári fyrsta viðskiptavinarins og síðan eru sem sé liðin tæp 20 ár. „Þetta starf gefur mér mikið. Ég læri mikið af alls konar flottu fólki og ég tek inn það sem ég vil og skil hitt eftir. Ég er ótrúlega þakklát fyr- ir að vera í þessu starfi. Þetta er mjög skemmtileg vinna af því að hún er svo mannleg; fólk segir mér til dæmis frá skemmtilegum ferð- um sem það fer í … Þetta er þver- skurðurinn af samfélaginu. Þetta er svo skapandi og bæði á mannlegu og faglegu nótunum. Mannlegt eðli er svo margbrotið. Ég fæ svo ólíkar týpur til mín og mér finnst fólk yfir- höfuð vera svo fallegt. Það er ofsa- lega gaman að geta myndað þessi tengsl þegar fólk er svona einlægt og það er í mörgum tilfellum ómet- anlegt.“ Margir sýna í verki að þeir kunni að meta afrakstur heimsóknarinn- ar í stólinn – hvað hárið varðar og kannski líka hvað sálina varðar. „Ég hef fengið jólakort og jólagjafir frá viðskiptavinum og ég hef fengið blóm.“ Þótt Alda stingi því sem hún heyrir í poka, loki fyrir og skilji eftir í vinnunni þegar vinnudegi lýkur þá hefur hún tekið jólakortin, jólagjaf- irnar og blómin heim. Það á ekki heima í lokuðum pokum. n Svava Jónsdóttir Sálin í stólnum „Þetta er ótrúlega skrýtinn staður hvað varðar mannlegar þarfir og samskipti,“ segir Alda Lárusdóttir um samskipti sín við viðskiptavinina í gegnum árin. Oft myndast sérstakt samband á milli hárgreiðslufólks og viðskiptavina þess sem felur í sér að ekki er bara rætt um daginn og veginn á meðan hárið er snyrt og litað heldur er rætt um persónuleg mál og jafnvel gefin ráð.„Það myndast ákveðin tengsl og hafa sumir kúnnarnir verið hjá mér síðan ég var nemi. Hlustar á viðskiptavinina Alda segist mynda tengsl við þá sem koma til hennar í klippingu. Mynd Sigtryggur Ari „Kúnnarnir vita oft jafnmikið um mig og ég um þá „Blauta lúkkið“ í hárið Eitt það heitasta í hártískunni um þessar mundir er hið svokallaða „blauta lúkk“ (e. wet look), en það gengur út á það að láta hárið líta út fyrir að vera blautt, líkt og við- komandi sé nýkominn úr sturtu eða af ströndinni. Blauta hártísk- an hefur sést mikið undanfarið; á tískupöllunum hjá hönnuðum á borð við Alexander Wang og hjá fræga fólkinu, en poppdívan Beyoncé skartar til að mynda slíku í myndbandinu við lagið Drunk in Love. Blauta lúkkinu er tiltölu- lega auðvelt að ná og það má út- færa á marga vegu. Það eina sem þarf til er gel og greiða, en eftir að hafa borið gel í hárið er það greitt aftur eða til hliðar eftir hentisemi og smekk hvers og eins. Einnig er hægt að nota hárlakk til að fá stíf- ari áferð og „krumpa“ hárið til að það fái fallega liði. Gamlir smitast síður af geispa Við erum ólíklegri til að smit- ast af geispum annarra þegar við eldumst. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn. Vísindamenn skoða nú hvort getan til að smitast af geispa gangi í arf í von um að ná árangri í með- höndlun geðsjúkdóma. Í rannsókninni, sem birtist í vísindatímaritinu Plos One, kemur fram að einhverfir einstaklingar og geðklofasjúklingar geispa síður en annað fólk þegar þeir sjá aðra geispa. Vísindamenn vonast því til að með því að skilja genin sem stjórna geispanum verði hægt að skilja einhverfu og geðklofa betur. Fá egg auka líkur á fósturláti Konur sem framleiða fá egg í glasafrjóvgunarmeðferð eru lík- legri til að missa fóstur. Þetta kem- ur fram í nýrri rannsókn. Vísindamenn skoðuðu gögn yfir 100 þúsunda kvenna sem urðu ófrískar eftir glasafrjóvgunarmeð- ferð á árunum 1991 til 2008. Um 20 prósent af þeim konum sem framleiddu færri en fjögur egg við örvun eggjastokka misstu fóstur. Hlutfall fósturláta lækkaði niður í 15,5 prósent hjá konum sem framleiddu milli fjögurra og níu eggja og 13,8 hjá konum sem framleiddu 10 til 14 egg. Rannsóknin var framkvæmd af vísindamönnum við King's Colle- ge-skólann í London og háskólann í Birmingham.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.