Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2014, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2014, Blaðsíða 48
Helgarblað 28.–31. mars 201440 Neytendur Þ etta er ekki herferð til að fá fólk til að segja upp heimasímanum heldur verður hver að skoða sína notkun. Ég sá hins vegar að þetta var bara peningur út um glugg­ ann fyrir okkur,“ segir Nanna Traustadóttir en hún segir frá því í grein í Neytendablaðinu að hún og fjölskylda hennar hafi sagt upp heimasímanum á heimilinu. „Í okkar tilfelli vorum við að borga 32.400 krónur á ári fyrir heimasíma sem við notuðum nán­ ast ekkert. Elsta barnið okkar er í 4. bekk og á sinn eigin farsíma. Mið­ barnið byrjar í skóla í haust,“ segir hún en vegna barnanna hafa þau ákveðið að hafa heima gamlan farsíma til öryggis og kaupa á hann 500 króna inneign á um það bil þriggja mánaða fresti. „Í mörg ár höfum við velt vöng­ um yfir því af hverju danskir vinir okkar og fjölskylda eru hættir að vera með heimasíma,“ segir hún. Þegar Nanna sagði upp heimasím­ anum þurfti hún að gera nýjan internetsamning við fjarskipta­ fyrirtækið sem hún er í viðskiptum við en þurfti ekki að greiða neitt aukalega fyrir það. „Ég finn nákvæmlega engan mun á neinu hvað varðar þægindi í lífi mínu við þessa breytingu, enda 3/5 af heimilisfólkinu nú þegar með sinn eigin síma og ekkert mjög mörg ár í að hlutfallið hækki enn frekar,“ segir hún. n fifa@dv.is Hætti með heimasímann og sparar Er með gamlan farsíma fyrir neyðartilfelli heima Ekki endur- frysta mat Merkja ætti matvæli með skila­ boðum um að þau skuli ekki frysta aftur eftir að þau hafa verið þídd að mati Neytendasamtak­ anna. Þetta kemur fram í grein um matvælalöggjöf í nýjasta tölu­ blaði Neytendablaðsins. Sams konar reglur eru í gildi í Svíþjóð. Alla jafna eru neytendur var­ aðir við að frysta vöru á nýjan leik eftir að hún hefur þiðnað þar sem það hefur áhrif á öryggi, bragð og eðlisræn gæði. Sérstaklega á það við um kjöt­ og fiskmeti. Sam­ kvæmt Evróputilskipun skal upp­ lýsa neytendur á viðeigandi hátt um ástand vörunnar og það hvort hún hafi verið fryst áður. Rúðugler í ísskápinn Margir nýlegir ísskápar eru með glerhillum í stað grinda eins og áður var almennt. Algengt er að endarnir á hillunum séu klæddir plaststykkjum sem passa í raufar á ísskápnum. Ef þetta plast brotn­ ar eru oft góð ráð dýr því nýjar hillur kosta skildinginn. Frekar en að kaupa nýjar hill­ ur í umboðinu er snjallræði að athuga hvað plata af hertu gleri kostar hjá glerframleiðendum. Það er oft miklu ódýrara og hægt að fá það skorið eftir máli. Þetta er líka þjóðráð vilji fólk bæta hill­ um í ísskápinn. Fjármál eru ekki feimnismál „Algengasta ástæða rifrilda í hjónaböndum og sambúð eru fjármál og algengasta orsök skiln­ aða eru fjármál.“ Þetta kemur fram á síðunni skuldlaus.is þar sem mælt er með því að hjón og sambúðarfólk eigi sér „peninga­ stund“ í hverri viku til að tala um fjármálin og fara yfir þau. Þar segir: „Sem hugmynd má nota eitthvert ákveðið kvöld sem fjár­ málakvöld. Veljið ykkur gott te eða kakó og kex, takið til á eld­ húsborðinu og setjist niður með fjármálin. Opnið gluggaumslög, sorterið og forgangsraðið. Skoð­ ið saman hver staðan er og hvernig þið viljið breyta henni. Farið saman yfir hvað er þörf og hvað er lúxus og talið saman um drauma ykkar og þrár. Fjármál eru ekki feimnismál. Fjármál eru verkfæri til að láta drauma okkar rætast.“ Nanna Traustadóttir Borgaði 32.400 kr. á ári fyrir nánast ónýttan heimasíma. É g stofnaði þessa síðu, „Bylting gegn umbúðum“, bara til að fá vitundarvakningu. Fólk get­ ur sett þarna inn myndir af vörum og umbúðum sem því blöskrar og það myndast þá kannski einhver þrýstingur á framleiðend­ ur og söluaðila ef það er vitund um að neytendur vilja þetta ekki,“ seg­ ir Margrét Gauja Magnúsdóttir, bæjarfulltrúi í Hafnarfirði og vara­ þingmaður Samfylkingarinnar, en Facebook­síðan hefur yfir 5.500 fylgjendur. Skammtaðar stærðir „Fólk er miklu meðvitaðra um um­ hverfisvitund, sjálfbærni og áhrif sín sem neytendur,“ segir hún, „fólki bara blöskrar.“ Á síðunni má sjá fjöld­ ann allan af matvörum sem pakkað er inn í óþarfa plast eins og til dæmis tvö eggaldin sem hverju og einu hef­ ur verið pakkað inn í sérstaka plast­ poka og eins rófur sem eru plastað­ ar og á plastbakka. Í athugasemd við rófurnar segir: „Rófur koma í fínum náttúrulegum umbúðum“. Margrét bendir á að með for­ pökkun eins og þessari séu neyt­ endum einnig skammtaðar stærðir. „Ég get til dæmis ekki farið út í búð ef ég ætla að kaupa kjúklingabring­ ur nema í frauðplastbakka og plast­ umbúðum. Íslenskar fjölskyldur hafa mikið að gera í dag og við höf­ um ekkert allan daginn til að vera að keyra til fisksalans eða í litlar kjöt­ búðir sem bjóða upp á þessa þjón­ ustu.“ Einn dag í einu Heimasíðan plastpokalaus.com hef­ ur lagt til að fólk hætti notkun plast­ poka, til dæmis væri hægt að hugsa sér að hafa einn plastpokalausan dag í viku. Þannig var efnt til plast­ pokalauss laugardags síðastliðið haust. Þar segir: „[H]efðbundnir plast­ pokar brotna ekki niður og eyðast lífrænt, heldur molna þeir á mjög löngum tíma niður í smærri plast­ einingar sem að endingu verða að svokölluðu plastryki. Þetta plastryk endar í sjónum […] og blandast að lokum við fæðu fugla og fiska. Oftast deyja dýrin vegna plastátsins, en ef ekki, menga þau alla fæðukeðjuna.“ Þá segir að það þurfi um 800.000 lítra af olíu til að framleiða þá plast­ poka sem Íslendingar nota árlega en hérlendis eru notaðar um 50 millj­ ónir plastpoka að talið er. Skilja umbúðir eftir Margrét Gauja nefnir að víða er­ lendis tíðkist að viðskiptavinir skilji óþarfa umbúðir eftir í verslunum um leið og varan er keypt. „Þegar það fer að hrannast upp þá verða búðirnar náttúrlega að bjóða upp á einhvern farveg fyrir umbúðirnar sem eru skildar eftir. Það myndar vonandi þrýsting á framleiðsluaðila og söluaðila og þeir hætti að bjóða okkur upp á þessar ofboðslegu um­ búðir. Fólk nennir ekki að vera að kaupa rusl og fara með það allt heim til sín, vitandi að það þarf síðan að borga fyrir að losa sig við það,“ segir hún og bætir við: „Mér finnst þetta bara fara vaxandi, ruslatunnurnar hjá mér báðar, þær anna þessu ekki.“ Fleiri vilja banna plast Fyrir Alþingi liggur nú þings­ ályktunartillaga þess efnis að skoðuð verði hagkvæmni þess að draga úr notkun plastpoka en Margrét Gauja er fyrsti flutnings­ maður hennar. Þá hefur Evrópu­ þingið lagt til að bannað verði að gefa plastpoka í verslunum og að eftir 2019 verði einungis heimilt að nota poka sem búnir eru til úr endurnýttum pappír eða niður­ brjótanlegum efnum. Ljóst er að fleiri sýna þessu áhuga því á vefnum Betri Reykja­ vík liggur frammi tillaga um að sett verði bann við sölu plastpoka í stórmörkuðum borgarinnar. Þar segir: „Með því að koma plastpokum út úr stórmörkuðum hlýtur notkun plasts að minnka til muna. Taupoka, bréfpoka og aðra margnota poka er svo auðvelt að nálgast.“ n Plastpokarnir fara út í fæðukeðjuna n Brotna niður og verða að plastryki n Fólk hætti að nota plastpokana Auður Alfífa Ketilsdóttir fifa@dv.is Margrét Gauja Vill draga úr umbúðanotkun. MyNd SiGTryGGur Ari Plast Þessu grænmeti hefur verið pakkað inn. „Ruslatunnurnar hjá mér báðar, þær anna þessu ekki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.