Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2014, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2014, Blaðsíða 8
Helgarblað 28.–31. mars 20148 Fréttir Í slenska ríkið borgaði hundrað og áttatíu þúsund krónur fyrir boðsferð Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar til Edmonton í Kanada. Kemur þetta fram í svari forsætisráðuneytisins við fyrir spurn DV. Blaðið greindi frá því á dögunum að ferð Sigmundar hafi verið nær alfarið í boði Iceland air; flugfélagið borgaði bæði flug og gistingu forsætisráðherra. Andvirði ferðarinnar, sem Icelandair stóð straum af, var að minnsta kosti ein milljón króna. Boðsferðin kostaði ríkið um 200 þúsund Líkt og kom fram í umfjöllun DV um boðsferð Sigmundar Davíðs til Edmonton borgaði flugfélag­ ið bæði flug og gistingu forsætis­ ráðherra. Stingur því nokkuð í stúf að samkvæmt svari forsætis­ ráðuneytisins hafi kostnaður for­ sætisráðuneytisins vegna ferðar­ innar verið 185.145 krónur. Í svari við fyrirspurn DV kemur fram að Sigmundur Davíð hafi afsalað sér dagpeningum vegna ferðarinnar. Í svari ráðuneytisins kemur ekki fram í hvað þessi peningur fóru en telja má líklegt að um sé að ræða laun aðstoðarmanna Sigmundar; Jóhannesar Þórs Skúlasonar og Jör­ undar Valtýssonar, sem voru með í för. Þeir borguðu heldur ekki fyrir flug eða gistingu. Fundir með ráðamönnum eftiráskýring Samkvæmt svari forsætisráðu­ neytisins hafði Icelandair að fyrra bragði samband við Sigmund í desember og óskaði eftir því að hann leiddi viðskiptasendinefnd til Edmonton í tilefni af jómfrúar­ flugi flugfélagsins til borgarinn­ ar. Það var eftir að Sigmundur fékk þetta boð að haft var samband við erlenda ráðamenn. Í siðar­ eglum ráðherra segir: „Ráðherra þiggur að jafnaði ekki boðsferð­ ir af einkaaðilum nema opinberar embættisskyldur séu hluti af dag­ skrá ferðarinnar.“ Svo virðist sem samband hafi verið haft við ráða­ menn í Edmonton eftir á til þess að Sigmundur gæti uppfyllt þetta skil­ yrði. „ Eftir að hafa kannað grund­ völl þess að hitta fyrir helstu ráða­ menn í Alberta, í því augnamiði að efla samskipti ríkjanna, staðfesti forsætisráðuneytið þátttöku for­ sætisráðherra þann 20. desember,“ segir í svari ráðuneytisins. Heildarkostnaður Icelandair minnst milljón DV óskaði eftir að fá upplýsingar um í hvaða herbergi Sigmundur gisti er hann dvaldist í boði Icelandair á eina fimm stjörnu hóteli Edmonton, The Fairmont Hotel Macdonald. „Forsætisráðuneytið gefur almennt ekki upp herbergisnúmer á hótel­ um þeim sem forsætisráðherra gistir á hverju sinni. Slík herbergi eru iðu­ lega valin eða vottuð af gistiríki með hliðsjón af öryggi og þægindum,“ segir í svari ráðuneytisins. Þrátt fyrir að herbergisnúmer sé ekki gefið upp má telja líklegt af orðalagi svarsins að um sé að ræða eitt af betri her­ bergjum hótelsins. Svítan á hótelinu kostar hundrað og tuttugu þúsund á nótt. Sig­ mundur gisti þrjár nætur sem gerir heildarkostnað upp á rúmlega þrjú hundruð og sextíu þúsund krónur, miðað við að um svítuna hafi verið að ræða. Icelandair greiddi alfarið þá upphæð auk kostnaðar sem hlaust af herbergjum aðstoðarmanna. Ódýrasta herbergi á hótelinu kostar um þrjátíu þúsund krónur nóttin. Samkvæmt heimasíðu Icelandair kostar ódýrasta flug fram og til baka til Edmonton um hundrað og þrjátíu þúsund krónur, yfirleitt er flugið þó nokkuð dýrara. Voru boðs­ farþegar á vegum forsætisráðuneyt­ isins í það minnsta fjórir; Sigmundur Davíð, eiginkona hans, Anna Stella Pálsdóttir, og aðstoðarmenn, Jó­ hannes Þór Skúlason og Jörund­ ur Valtýsson. Sé allt tekið saman þá borgaði Icelandair að minnsta kosti eina milljón króna fyrir allt föru­ neytið með hótel gistingu og flugi. Telur sig ekki skuldbundinn Sigmundur Davíð var spurður út í boðsferðina í Sprengisandi á dögunum. „Mér fannst eðlilegt að spara skattgreiðendum kostnaðinn við að sinna þessum störfum í Kanada, sem ég tel að hafi verið mjög mikilvæg. Ef að menn vilja á annað borð að Ísland eigi samskipti við útlönd, eru ekki svokallaðir einangrunarsinnar, þá hljóta þeir að vilja að stjórnmálamenn sinni samskiptum við önnur lönd,“ svar­ aði forsætisráðherra. Er Sigur jón M. Egilsson þáttastjórnandi benti á að hádegisverðurinn sé aldrei ókeypis svaraði Sigmundur: „Ertu að segja að það sé svo skemmti­ legt fyrir stjórnmálamann að fara í sjö tíma flug til að vera á fundum frá morgni til kvölds? Ertu að segja að það sé gjöf, að geta verið á fund­ um allan daginn? Þetta gengur ekki upp hjá þér, að maður eigi að vera skuldbundinn fyrir að fá að fara í tuttugu stiga frost.“ n Svarið við spurningu dagsins Fylgiskar - Suðurlandsbraut 10, 108 Rvk - Nýbýlavegi 4, 200 Kóp - Sími 533 1300 - fylgiskar.is tilbúnar í pottinn heima Fiskisúpur í Fylgiskum Verð 1.790 kr/ltr Súpan kemur í fötu en skinum er pakkað sér. Eldunaraðferð þegar heim er komið: Súpan er hituð upp að suðu, skinum er jafnað út milli súpudiska eða settur í pottinn um leið og súpan er borin fram. Hvað þarftu mikið? Súpa sem aðalréttur – 0,5 ltr/mann Súpa sem forréttur – 0,25 ltr/mann Mánudaga - föstudaga 10.30 - 18.30 Laugardaga frá 11.00-16.00 (Kópavogur) M eðalverð á lausasölu­ lyfjum hefur oftar lækk­ að en hækkað síðast­ liðna 10 mánuði. Þetta kemur fram í saman­ burði á könnun sem verðlags­ eftirlit ASÍ gerði í apótekum nú í mars og könnun sem gerð var þann 15. maí 2013. Greint er frá þessum niðurstöðum á vef ASÍ. Þar kemur fram að meðalverð á algengum lausasölulyfjum hafi lækkað um eitt til sex prósenta í um helmingi tilvika milli mælinga, en einnig megi sjá hækkanir á bilinu eitt til fjögurra prósenta í þriðjungi tilvika. „Aðeins hjá Reykjavíkur Apóteki og Garðs Apóteki hefur verð nánast ekkert breyst frá því í fyrra, þrátt fyrir einstöku verð­ breytingar. Flestar vörurnar hækk­ uðu hjá Apóteki Suðurnesja eða í 27 tilvikum af 30 og Lyfjavali Álfta­ mýri í 26 tilvikum af 30,“ segir á vef ASÍ. Af þeim 30 lausasölulyfjum sem borin eru saman á milli ára hafði meðalverð á 17 lækkað. Sem dæmi um vöru þar sem meðalverð hefur lækkað má nefna að Nuro­ fen Apelsin sem er íbúprófen fyrir börn, en meðalverðið í maí 2013 var 937 krónur en er nú 895 krónur sem er fjögurra prósenta lækkun. Meðalverð hefur hækkað í þriðjungi tilvika af þeim vörum sem bornar eru saman. ASÍ bend­ ir á að gengi krónunnar hafi styrkst um ellefu prósent frá upphafi árs 2013 þar til nú og því hefði lyfja­ verð átt að lækka enn frekar. n einar@dv.is Oftar lækkun en hækkun n Verð á lausasölulyfjum kannað n Innistæða fyrir meiri lækkun Hjálmar Friðriksson hjalmar@dv.is Boðsferð Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra klippti á borða vegna jómfrúar­ ferðar Icelandair til Edmonton. Kostnaður Icelandair við þessa kynningu nemur minnst einni milljón króna. Hótelið Um er að ræða fimm stjörnu hótel. „Mér fannst eðlilegt að spara skatt- greiðendum kostnaðinn. Boðsferð ráðherra kostaði yfir milljón Forsætisráðherra var boðið í jómfrúarflug Icelandair áður en hann mælti sér mót við ráðamenn Gjaldþrotum fjölgaði Níutíu og sex fyrirtæki voru tek­ in til gjaldþrotaskipta í febrúar­ mánuði, samkvæmt upplýsing­ um sem Hagstofa Íslands birti á fimmtudag. Til samanburðar voru sjötíu og níu fyrirtæki tek­ in til gjaldþrotaskipta í sama mánuði árið 2013. Er þetta fjölg­ un upp á 22 prósent. Í janúar síðastliðnum voru sextíu og tvö fyrirtæki tekin til gjaldþrota­ skipta og fækkaði um fimm frá sama mánuði árið áður. Þá voru nýskráð 162 einka­ hlutafélög, til samanburðar við 149 í febrúar 2013. Nýskrán­ ingar voru flestar í fjármála­ og vátryggingastarfsemi, eða 29 talsins. Ölvaður í æfingarakstri Lögreglan stöðvaði á miðviku­ dagskvöld sautján ára stúlku sem var akandi á Reykjanes­ braut til móts við IKEA , en hún mældist á 143 kílómetra hraða á klukkustund. Leyfður hámarks­ hraði er 80 kílómetrar. Lög­ reglan hafði afskipti af stúlkunni klukkan 21.17 en málið var að sögn lögreglu leyst með aðkomu foreldris og var það enn fremur tilkynnt til Barnaverndar. Um hálf tvö leytið aðfaranótt fimmtudags stöðvaði lögreglan ellefu ökutæki við hefðbundið eftirlit. Í einu þeirra var 16 ára ökumaður í æfingarakstri, en sá sem sat í bílnum með honum reyndist ölvaður. Þá hafði lögreglan afskipti af tveimur ökumönnum sem óku ölvaðir um Bústaðaveg en tveir voru teknir undir áhrifum fíkni­ efna, einn ók um Stekkjarbakka en hinn á Hringbraut. Krónan styrkist Þó svo að meðalverð lausasölulyfja hafi oftar lækkað en hækkað hefði lyfjaverð átt að lækka enn frekar vegna styrkingar krónunnar, að mati ASÍ.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.