Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2014, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2014, Blaðsíða 15
Fréttir 15Helgarblað 28.–31. mars 2014 www.fi.is FERÐAFÉLAG ÍSLANDS | Mörkinni 6 | 108 Reykjavík | S: 568 2533 | www.fi.is Skráðu þig inn – drífðu þig út Líf og fjör í starfseminni Ferðafélag Íslands er áhugamannafélag sem hefur það markmið að hvetja landsmenn til að ferðast og fræðast um landið. Áhugi á gönguferðum, fjall- göngum og útiveru hefur aldrei verið meiri og er mikið líf og fjör í starfseminni. Allir finna eitthvað við sitt hæfi Ferðafélagið leggur sig fram við að mæta þörfum breiðs hóps með miklu úrvali ferða. Í ferðaflóru félagsins er að finna allt frá söguferðum um grös- ugar sveitir til erfiðra jöklaferða. Í ferðaáætlun félagsins geta flestir fundið eitthvað við sitt hæfi. Á 86 árum hefur Ferðafélagið efnt til meira en 8.500 ferða með yfir 200.000 þátttakendum. Öflug útgáfustarfsemi Það eru allir velkomnir í Ferðafélagið og njóta félags- menn sérkjara, bæði í ferðum, skálum og í fjölda verslana. Auk þess fá allir félagsmenn árbókina senda heim á hverju ári og er það hluti af árgjaldinu. Árbókin er einstæður bókaflokkur um land og náttúru. Auk árbókanna hefur Ferðafélag Íslands staðið að útgáfu handhægra fræðslu- og upplýsingarita um ferðamál, þjóðfræði og sögu landshluta. Sjálfboðastarf í góðum félagsskap Félagsstarfið hefur í gegnum tíðina einkennst af miklu sjálfboðastarfi. Félagar hafa unnið að byggingaframkvæmdum, farið vinnuferðir í skála eða í frágangsferðir, stikað og unnið að uppbyggingu gönguleiða, unnið við brúargerð og margt fleira. Í staðinn hafa þeir fengið fríar ferðir, fæði og félagsskap. Samgöngubætur og uppbygging svæða Félagið hefur unnið markvisst að samgöngubótum, lagt akvegi og brúað ár. Það hefur haft samstarf við sveitarfélög um landgræðslu, náttúruvernd og uppbyggingu svæða eins og t.d. í Landmanna- laugum, á Þórsmörk og Emstrum. Sæluhúsin standa öllum opin Sæluhús Ferðafélags Íslands og deilda félagsins úti um land eru þægilegir áningarstaðir á ferðalagi um óbyggðir Íslands. Þau eru á 36 stöðum víðsvegar um landið og getur allur almenningur nýtt þau óháð aðild að félaginu. Fjölbreytt starfs emi í yfir 86 árFerðafé lag Íslands Upplifðu náttúru Íslands Aðal samstarfsaðilar FÍ Ræddi áminninguna við umhverfisráðherra Illugi Gunnarsson ræddi málefni eins umsækjanda um framkvæmdastjórastarf LÍN áður en hann fékk það inn á borð til sín I llugi Gunnarsson menntamála­ ráðherra ræddi áminningu sem Hrafnhildur Ásta Þorvaldsdóttir, þáverandi skrifstofustjóri í um­ hverfisráðuneytinu, hafði fengið í starfi sínu við Sigurð Inga Jóhannsson umhverfisráðherra áður en áminn­ ingin var dregin til baka. Þetta herma heimildir DV innan úr stjórnkerfinu. Það var Sigurður Ingi sem dró áminn­ inguna til baka en sú afturköllun var lykilatriði svo Hrafnhildur Ásta gæti fengið starf framkvæmdastjóra Lána­ sjóðs íslenskra námsmanna þann 25. október síðastliðinn. Líkt og komið hefur fram er Hrafnhildur Ásta ná­ frænka Davíðs Oddssonar. Heimildir DV herma að Illugi hafi rætt við Sigurð Inga um áminn­ inguna sem Hrafnhildur Ásta hafði fengið áður en stjórn Lánasjóðs ís­ lenskra námsmanna sendi honum tillögu sína um hvern skyldi skipa í framkvæmdastjórastarfið. Þetta þýðir að Illugi hefur væntanlega fylgst með stöðunni á ráðningarferlinu hjá stjórn LÍN og vitað að Hrafnhildur Ásta hafi verið með áminningu á sínum herð­ um sem draga þyrfti til baka svo hægt væri að ráða hana. Hrafnhildur Ásta var ekki efst á þeim lista jafnvel þótt hún væri talin ein af þeim þremur hæfustu í starfið. Stjórn LÍN benti Ill­ uga á þrjá umsækjendur, Hrafnhildi Ástu þar á meðal, en taldi hins vegar að Kristín Egilsdóttir væri hæfust. Af hverju? Spurningin sem eftir stendur er af hverju hann gerði það. Heimildir DV herma að Illugi hafi ekki verið búinn að fá tillöguna um hvaða umsækj­ endur stjórn LÍN taldi hæfasta og málið var því ekki komið inn á hans borð. Líkt og Illugi greindi frá í viðtali við DV á þriðjudaginn þá var búið að afturkalla áminninguna þegar hann fékk tillöguna um ráðningu á fram­ kvæmdastjóranum inn á sitt borð. Þetta þýðir að samskipti Illuga og Sigurðar Inga, sem DV hefur heim­ ildir fyrir að hafi átt sér stað, um áminninguna hafi borið upp áður en áminningin var afturkölluð og þar af leiðandi áður en Illugi fékk mál­ ið inn á sitt borð. Af hverju hafði Ill­ ugi Gunnarsson svona mikinn áhuga á einum umsækjenda um starf fram­ kvæmdastjóra LÍN? Illugi endaði svo á því að ráða ná­ kvæmlega þennan umsækjenda sem svo vill til að er náfrænka fyrrverandi yfirmanns hans og formanns Sjálf­ stæðisflokksins, Davíðs Oddssonar. Til umræðu á Alþingi Líkt og DV greindi frá á mánudaginn þá hefur ráðning Hrafnhildur Ástu verið tekin upp á Alþingi. Helgi Hjörvar, þingflokksformaður Sam­ fylkingarinnar, spurði Illuga út í ráðn­ inguna á Hrafnhildi Ástu í óundirbún­ um fyrirspurnatíma á mánudaginn. Meðal þess sem Helgi spurði út í var rökstuðningur ráðuneytisins fyrir ráðningunni en hann var heldur rýr. Líkt og DV hefur greint þá hefur sá umsækjandi sem metinn var hæf­ astur í starfið og stjórn LÍN benti sér­ staklega á, Kristín Egilsdóttir, leitað réttar síns út af ráðningunni. Lög­ maður Kristínar, Haukur Guðmunds­ son, telur að lög hafi verið brotin í málinu þar sem hæfasti umsækj­ andinn hafi ekki verið valinn. Dóm­ stólar munu á endanum skera úr um það. n Ingi Freyr Vilhjálmsson ingi@dv.is Rætt um áminningu Illugi og samráðherra hans, Sigurður Ingi, ræddu áminninguna sem Hrafn- hildur Ásta fékk áður en hún var dregin til baka. Mynd SIGTRyGGuR ARI „Af hverju hafði Illugi Gunnarsson svona mikinn áhuga á einum umsækjenda um starf framkvæmdastjóra LÍN? Fagna samkeppni Ánægðir með tilkomu sýndargjaldmiðla H eimdallur og Týr, félög ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík og Kópavogi, fagna útgáfu sýndar­ gjaldmiðilsins Auroracoin. Þetta kemur fram í ályktun frá félögun­ um. Þar kemur fram að í áratugi hafi Ís­ lendingar mátt búa við gjaldeyrishöft, verðbólgu, gengisfellingar og fjárhags­ legan óstöðugleika vegna krónunnar. Því sé aukin samkeppni í gjaldmiðla­ málum kærkomin. „Auroracoin veitir neytendum vörn gagnvart peningaprentun krón­ unnar, sem er í raun dulin skattlagn­ ing á sparnað einstaklinga. Enn frem­ ur hefur Seðlabanki Íslands á síðustu árum njósnað um gjaldeyrisfærslur Íslendinga og með því gengið hættu­ lega langt á friðhelgi einkalífs fólks, en Auroracoin býður upp á leynd gagn­ vart slíkum njósnum,“ segir í ályktun­ inni en Auroracoin er íslenskt fyrir­ bæri. Í ályktuninni kemur fram að einstaklingum eigi að sjálfsögðu að vera í sjálfsvald sett hvaða gjaldmiðil þeir nota. Að lokum er tekið fram að Auroracoin sé svar einstaklinga við gjaldeyrishöftum krónunnar, þau þurfi að afnema sem fyrst svo hægt sé að hefja uppbyggingu íslensks efna­ hagslífs af alvöru. n Bitcoin Bitcoin er sýndargjaldmiðill líkt og Auroracoin. Heimdallur og Týr fagna útgáfu gjaldmiðlanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.