Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2014, Blaðsíða 43

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2014, Blaðsíða 43
Helgarblað 28.–31. mars 2014 Skrýtið Sakamál 35 K lukkan 18.52, 4. september 2009, barst neyðarlínunni á Írlandi eftirfarandi sím- tal: „Halló, konan mín er að stinga mig! Hún er að stinga mig – halló, konan mín er að stinga mig, hún er að reyna að drepa mig – hún er að brjóta niður hurðina. […] Ekki drepa mig, ég hef ekki gert þér nokkuð.“ Síðan heyrðist kvenmanns- rödd: „Jú víst, þetta er búið.“ Og aftur karlmannsrödd: „Ég elska þig. Ég er að deyja – ekki gera mér þetta. Tanya, ég bið þig, ekki! Tanya hættu! …“ Síðar kom í ljós að sá sem hafði hr- ingt var Paul Byrne, 48 ára, sem bjó í Tallaght í Dublin. Þegar lögregla kom á heimili Pauls var hann dáinn; hníf- ur stóð út úr líkama hans og innyflin héngu út um heljar skurð á kvið hans. Iðraðist einskis Við eldhúsborðið sat Tanya Doyle, 37 ára eiginkona Pauls, en þau voru þegar þarna var komið sögu skilin að borði og sæng, og voru gólfflísarnar baðaðar blóði. Af fyrstu viðbrögðum hennar að dæma iðraðist hún einskis. „Nei, mér þykir það ekki, í ljósi þess sem hann gerði mér,“ sagði hún að- spurð hvort henni þætti þetta leitt. Að hennar sögn hafði Paul nælt sér í hluta ágóða Tönyu af fylgdar- þjónustu sem hún rak. „Hann ögraði mér – inneign á reikningi mín- um rýrnaði um 900 evrur í hverjum mánuði,“ sagði hún. Að auki upplýsti hún lögregluna um að hún skuldaði ýmsum lánastofnunum um 70.000 evrur: „Allt mitt fé fór í brjósta- og nefaðgerðir; útlitsaðgerðir – bankar geta ekki hirt það af manni.“ Ekki fyrsta hnífstungan Tanya svaraði engu þegar hún var ákærð fyrir morð og úrskurðuð í gæsluvarðhald og réttarhöld yfir henni hófust í Dublin 4. mars 2013. Þar lýsti hún sig saklausa af morði, en játaði á sig manndráp. Í ljós kom að þetta var ekki í fyrsta skipti sem Tanya hafði lagt til eigin- manns síns með hnífi. Árið 2006 hafði hún stungið hann tvisvar, en hann hafði ekki tilkynnt um það og því ekki um neinn eftirmála að ræða. Þremur árum síðar, kvöldið sem hann dó, hafði Tanya stungið hann oftar en 60 sinnum: „Hann fékk það sem hann átti skilið. Ég ætlaði að drepa hann,“ sagði hún við lög- regluna það afdrifaríka kvöld. Við réttarhöldin var hún spurð hvort hún hefði í raun ætlað að stinga eiginmann sinn svo oft, og svar- aði: Já, því ég kærði mig ekki um að verða ákærð fyrir morðtilraun. Ég vildi nýtt upphaf og dágóða fjárupp- hæð – hann neitaði að afsala húsinu til mín.“ Geðræn vandamál eða ekki Ýmislegt kom fram um geðheilsu Tönyu. Einn sérfræðingur verjanda hennar sagðist í byrjun hafa ályktað að hún þjáðist af geðhvarfasýki, en þegar á leið hefði hann skipt um skoðun. Engu að síður taldi hann að sökum andlegs krankleika væri ekki hægt að gera hana að fullu ábyrga fyrir drápinu. Sérfræðingur sækjanda fór ekki í launkofa með sína skoðun; hvort sem Tanya glímdi við geð- ræn vandamál eða ekki hefði það, að hans mati, ekki skipt miklu máli þegar hún banaði Paul Byrne. „Þetta er kona sem gat rekið fylgdarþjónustu. Hún gat funkerað í þeim undirheimum. Hún er fær um að reka fyrirtæki. Og samkvæmt einu sem fram hefur komið þá þénaði hún 50.000 evrur á fyrirtækinu.“ Að yfirlögðu ráði Einnig vakti sækjandinn athygli kviðdóms á því að um hefði verið að ræða dráp að yfirlögðu ráði; Tanya hefði daginn áður keypt tvo stóra hnífa. Tanya vilda bara „eiginmann sinn út úr myndinni“, sagði sækj- andinn. Eftir meira en sex klukkustunda yfirlegu tókst kviðdómurum, 15. mars, að komast að einróma niður- stöðu; Tanya var sek um morð og dómarinn kvað upp úrskurð um lífstíðarfangelsi sem Tanya svaraði svipbrigðalaust: Ókei, hæstvirtur dómari.“ Daginn eftir upplýstu ættingjar Pauls að hann hefði í raun óttast um líf sitt undanfarin þrjú ár, allt frá því Tanya hafði stungið hann þar sem hann svaf. Paul hefði aftur á móti ekki vilja leggja fram kæru og sagði að hann bæri ábyrgð á Tönyu, og hún yrði konan hans „þar til dauðinn aðskildi þau“. Tanya var að mati Pauls glötuð sál sem hann yrði að bjarga. n „Hann fékk það sem hann átti skilið. Ég ætlaði að drepa hann. n Eiginkonan stakk Paul Byrne tvisvar n Seinna bætti hún um betur FÉLL FYRIR GLATAÐRI SÁL Við réttarhöldin Tanya iðraðist einskis og taldi Paul hafa fengið það sem hann átti skilið. Eiginmaðurinn Paul Byrne taldi sig þurfa að bjarga Tönyu Doyle. Rak fylgdarþjónustu Tanya hafði að eigin sögn varið háum fjárhæðum í fegrunaraðgerðir. Kenndi rúsínum um Skólabílstjóri í Pennsylvaníu í Bandaríkjanum hefur verið ákærður fyrir ölvunarakstur. Kon- an, Jennifer Watson, sótti börnin í Benton Area-skólann venju sam- kvæmt en nemendurnir tóku eft- ir því að ekki var allt með felldu. Watson bölvaði og blótaði börn- unum og átti erfitt með að halda sig á réttum vegarhelmingi. Í stað þess að aka börnunum heim tók hún lítinn hring í hverfinu og lagði skólabílnum svo aftur fyrir framan skólann. Hún gaf ekkert fyrir athugasemdir barnanna þess efnis að þau væru nýkomin úr skólanum. Lögreglan handtók konuna, sem þvertók fyrir að hafa feng- ið sér neðan í því. Hún minntist reyndar á að hafa neytt rúsína sem legið höfðu í gini. Það hefði hún aðeins gert til að losna við höfuðverk, sem hrjáði hana, sagði Jennifer. Ofbauð kynlífið Sænskur maður hringdi í lög- reglu á dögunum og tilkynnti um par sem stundaði kynlíf af mikl- um móð. Þegar lögreglan spurði frekar út í málið kom í ljós að maðurinn sat við glugga í íbúð sinni og horfði inn um glugga hjá nágrönnunum – sem voru að stunda kynlíf í svefnherberginu heima hjá sér. Lögreglunni þótti ekki ástæða til aðgerða, jafnvel þótt maðurinn segði að honum væri misboðið. „Það er ekki glæp- ur að stunda kynlíf heima hjá sér,“ hefur Blekinge Läns Tidning eftir Johan Berntsson lögreglustjóra. Beikonbrenna Síbrotakonan Cameo Crispi þarf þann 14. apríl næstkomandi að svara til saka fyrir að hafa reynt að kveikja í heimili fyrrverandi sambýlismanns síns. Til verksins, sem reyndar misheppnaðist, not- aði hún meðal annars beikon. Lögreglu í Bandaríkjunum barst fyrr í mánuðinum símtal frá fyrrverandi sambýlingi Crispi. Hann komst ekki inn heima hjá sér því Crispi hafði læst hann úti. Þegar lögreglu bar að garði hafði Crispi sett hálft kíló af beikoni í ofninn og sett á hæsta styrk. Lík- lega vildi hún beikonið krispí. Á gólfið í íbúðinni hafði hún dreift kolum og hafði reynt að kveikja í þeim. Í stuttu samtali við lögreglu sagðist Crispi vlija ná sér niðri á manninum sínum fyrrverandi. Henni varð ekki kápan úr því klæðinu. Hún reyndist ofurölvi, ofan á allt annað, og þarf senn að svara til saka fyrir margvísleg brot sín.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.