Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2014, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2014, Blaðsíða 35
Helgarblað 28.–31. mars 2014 Heimili og hönnun 7 H önnunarMars fer fram í sjötta sinn um helgina en hátíð- in var formlega opnuð á fimmtudaginn og mun hún standa fram á sunnudag. Hátíðin er vettvangur fyrir íslenska hönnuði og arkitekta til að kynna vör- ur sínar og þjónustu. Dagskráin er fjöl- breytt og geta gestir skoðað, smakk- að og upplifað afrakstur íslenskra hönnuða. Greipur Gíslason er verkefnastjóri HönnunarMars og hefur verið það frá upphafi hátíðarinnar. „Hátíðin geng- ur út á það að hönnuðir opna dyr sín- ar fyrir almenningi og sýna það sem þeir eru búnir að vera að gera síð- asta árið. Þetta er svona hálfgerð upp- skeruhátíð og hún hefur heldur betur virkað vegna þess að samkvæmt okkar könnunum mæta 30.000 Íslendingar á HönnunarMars.“ En Greipur segir hátíðina einnig mikilvæga fyrir hönnuði og listamenn til að koma sér á framfæri. „En svo er þetta líka umgjörð utan um kynningu á íslenskri hönnun til útlanda. Á há- tíðina kemur líka fjöldi erlendra gesta, mest fagfólk eins og blaðamenn, kaup- endur, sýningarstjórar safna og svo framvegis til þess að kanna hvað er að gerast hérna. Þannig að fyrir utan að vera bara skemmtileg borgar hátíð og skapa stuð í miðborginni þá er þetta bara ein alls herjar kynningarhátíð á íslenskri hönnun.“ Hátíðin fer fram á 60 mismunandi stöðum víðs vegar um borgina, mest í miðborginni. Greipur segir hátíð- ina að mestu vera með sama sniði og undanfarin ár: „Módelið hefur bara virkað frekar vel þannig að við höf- um ekki breytt neinu en það sem hef- ur gerst er að bæði íslenskir hönnuðir og almenningur, auk blaðamanna að utan, eru svona að læra meira á þetta, þannig að það má kannski segja að hátíðin batni ár frá ári. Það er svona meira „djúsí“ innihald en þetta er alltaf sama hátíðin.“ Aðspurður hvað standi upp úr á hátíðinni segir Greipur að erfitt sé að velja eitthvert eitt en bendir þó á stóra húsgagnasýningu sem verður í Hörpu og sýningu íslenskra hönnuða í Epal í Skeifunni, sem ætti að vera skemmti- legt og aðgengileg fyrir almenning. „En svo er líka bara gaman að láta koma sér á óvart. Eina leiðin til að upplifa þessa hátíð er bara að drífa sig út og fara inn á óvænta staði.“ Það er af mörgu að taka á hátíð- inni og hægt er að fá nánari upplýs- ingar um dagskrá á vef hátíðarinnar, honnunarmars.is. n „Gaman að láta koma sér á óvart“ Stjórnandi HönnunarMars býst við 30.000 gestum um helgina„Eina leiðin til að upplifa þessa hátíð er bara að drífa sig út og fara inn á óvænta staði. Greipur Gíslason Verkefnastjóri HönnunarMars. 27.–30. mars Í slenska fyrirtækið Mulier mun á HönnunarMars kynna fyrstu ís- lensku undirfatalínuna með inn- setningu í versluninni Evu á Lauga- vegi 26. Mulier er nýtt fyrirtæki í eigu þeirra Örnu Sigríðar Haralds- dóttur og Jónínu de la Rosa. Fyrirtækið hyggst hanna undirföt sem eru í senn falleg og þægileg. Krakkarnir fá líka eitthvað við sitt hæfi á hátíðinni. Hönnunarfyrirtækið Tulipop setur upp teiknismiðju fyrir krakka á öllum aldri um helgina þar sem krakkarnir fá skapandi teikni- bækur og leiðsögn við að skapa sínar eigin teikningar. Teiknismiðjan verður haldin á skrifstofu Tulipop á Hverfis- götu 39 á laugardaginn frá kl. 12–16. n Lifandi dagskrá Áhugavert á Hönnunarmars Vörubretti öðlast nýtt líf Gömlu góðu viðarvörubrettin eru til margs nýtileg. Fólk hefur smíðað úr þeim ótrúlegustu hluti; palla, innréttingar, borð, sófa og hillur svo eitthvað sé nefnt. Með- fylgjandi myndir eru fengnar að láni af síðunni Pinterest.com þar sem má sjá fjöldann allan af snið- ugum hugmyndum um hvernig megi nýta vörubrettin. Eldhúseyja Hér má sjá að búið er að nota viðarbretti til að byggja eldhúseyju. Fataskápur Hér eru brettin notuð til þess að búa til þennan fína opna fataskáp. Jón Steinar Sandholt jonsteinar@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.