Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2014, Blaðsíða 58

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2014, Blaðsíða 58
50 Menning Sjónvarp Helgarblað 28.–31. mars 2014 Hinsta kveðja offitusjúklings S íðast þegar ég skrifaði helgar­ pistil hafði baðvogin heima og BMI­þyngdarstuðulsformúlan greint mig offitusjúkling. Um áramótin vó ég um 109 kíló og hafði ekki stundað líkamsrækt, ef nokkurra mánaða hjólreiðar í vinnuna eru frá­ taldar, í þrjú eða fjögur ár. Ég hafði eiginlega gefist upp. Mér leið illa sem offitusjúklingur því árum saman átti ég bágt með svefn ef ég hafði ekki hreyft mig yfir daginn. Að vera offitusjúklingur sem lifir á fornri „frægð“ sem íþróttamaður er ömurleg sjálfsblekking. Íþróttamenn þurfa ekki að setja fót upp á hné þegar þeir klæða sig í sokk. Ég stefndi hrað­ byri að heilsufarslegri glötun, frómt frá sagt, og var orðinn ónæm­ ur fyrir ömurlegum undir­ hökumyndum á Facebook. Hræddur við að mistakast Í haust, og sérstaklega í desember, fann ég að óþolið fyrir ástandinu fór vaxandi. Ég hafði lengi sagt við sjálf­ an mig að einn daginn myndi ég taka ákvörðun um að hrista af mér spikið – nánast án fyrirhafnar. Ég fann að sú róttæka aðgerð var í uppsiglingu en sagði það ekki upphátt við nokkurn mann. Ég var satt að segja hrædd­ ur. Skíthræddur við að reyna en mis­ takast. Hvað ef ég gæti þetta ekki? Ég hafði, eins og þið öll, lesið ótal frá­ sagnir um fólk sem hefur tekið sér taki og misst tugi kílóa. Mér fannst röðin vera komin að mér. Um áramótin át ég á mig gat. Ég hvolfdi í mig kræsingum af öllu tagi hjá tengdó. Mér leið eins og áfengis fíklinum sem fer á síðasta fylleríið – til að ná botninum. Ég borðaði yfir mig, enn einn hátíðardaginn. Ég var þunnur á nýárs dag vegna óhóflegrar neyslu hvers kyns mat­ væla. Þunnur og berskjaldaður. Frændi minn, 12 árum eldri og 25 kílóum léttari, hafði samband, nán­ ast eins og himnasending. Spari­ skyrturnar hans voru orðnar þröngar. Á núlleinni sannfærði hann mig um að koma í lokaðan hóp á Facebook sem ber heitið „12 meistaramánuð­ ir“ ásamt nokkrum fjölskyldumeð­ limum. Árið 2014 yrði árið sem við kæmum okkur í form. Þó markmið einstaklinga innan hópsins væru ólík voru reglurnar einfaldar. Keppt var í hlutfallslegri breytingu BMI­ þyngdarstuðuls og sex vikur voru undir, í fyrstu lotu. Vigtun einu sinni í viku. Í verðlaun fyrir besta árangur­ inn var 18 þúsunda króna gjafabréf. Þrjú markmið Þetta var sparkið sem ég þurfti og lof­ aði ég mér því að láta þetta ekki renna mér úr greipum. Og þá hófst dans­ inn. Ég viðurkenni að fyrstu dagarn­ ir voru erfiðir. Ég hugsaði látlaust um sælgæti sem ég vissi af víðs vegar um húsið. Ég glímdi auk þess við við­ stöðulausan höfuðverk fyrstu fjóra eða fimm dagana. Líkaminn mót­ mælti kröftuglega og öskraði á sykur. Ég keypti mér kort í Reebok í Holta­ görðum og datt fyrir rælni í tíma í einhverju sem kallaðist Cardiofit. Það small sem flís við rass við mín­ ar þarfir – og nokkurra félaga minna í hópnum. Þrátt fyrir að hafa gubb­ að úr mér lungun í fyrsta tíma fann ég fyrir staðfestu sem ég vissi ekki að ég byggi yfir. Ég setti mér þrjú mark­ mið. Fyrsta markmið var að komast undir 100 kíló, annað markmiðið var að komast niður úr offituflokknum (97 kíló) og þriðja markmiðið, sem ég er enn að vinna að, var að kom­ ast undir 90 kíló. Óhætt er að segja að mikið vatn – eða kannski mikil fita – hafi runnið til sjávar síðan. Ég mætti fyrst tvisvar til þrisvar í viku en hef undanfarið hef ég alltaf mætt fjórum sinnum. Að auki hjóla ég oftast í vinnuna og stunda körfubolta einu sinni í viku. Á tilteknum tímapunkti, snemma í febrúar, varð innra með mér sú grundvallar­ viðhorfsbreyting að það hætti að skipta mig máli hvort frændi minn kæmist með í ræktina. Hvatinn kom frá mér sjálfum. Í dag er ég tæplega 13 kílóum létt­ ari og félagar mínir í hópnum hafa líka náð frábærum árangri. BMI­ stuðullinn hefur lækkað úr 33,6 í 29,8 frá áramótum. Ég hef misst tugi sentimetra af ummáli og fituprósent­ an hefur hríðfallið. Fötin sem ég á ýmist passa mér eða eru orðin of stór. Í morgun mældist ég 96,6 kíló og hef því kvatt offitusjúklinginn Bald­ ur hinsta sinni. Nú er ég „bara“ í of­ þyngd. Ég ætla aldrei aftur að verða 100 kíló. Ég býð ekki syndinni í kaffi – ekki aftur. Þrjár reglur Mín skoðun er sú að mað­ ur getur hamast eins og hamstur í ræktinni án þess að léttast, ef mað­ ur tekur ekki mataræðið föstum tökum. Ég er oft spurður hvernig ég hafi „far­ ið að þessu“. Ég setti mér því þrjár einfaldar en öfgalausar reglur. 1) Ég hætti alveg að kaupa skyndibita og sætindi. 2) Ég hætti að drekka hitaeiningar. 3) Ég minnkaði skammta og hætti að borða mig pakksaddan. Í fyrstu reglunni felst að ég má þiggja sætindi, ef mér er boðið. Ég kaupi mér ekki svoleiðis sjálf­ ur og gæti þess að smakka – en ekki háma. Á annarri reglunni eru örfá­ ar undantekningar. Ég hef til dæm­ is fengið mér 1–2 litla bjóra í viku. Meginreglan er að drekka vatn eða sódavatn án sykurs. Þriðja reglan er ófrávíkjanleg. Ekkert annað er á bannlista. Ég borða brauð og allan heimilismat. Ég borða bara minna. Sykurlöngunin gerir oft vart við sig en sjaldnar ef ég gæti þess að verða ekki sársvangur. Vatnsmelóna hefur oft gert kraftaverk í þeim efnum. Í dag líður mér á allan hátt betur, þó nokkuð sé í land. Úthaldið hefur tekið stakkaskiptum og ég er hættur að þurfa að setja fótinn upp á hnéð þegar ég klæði mig í sokk. Fleiri undirhökumyndir verða ekki tekn­ ar af mér. n Baldur Guðmundsson baldur@dv.is Helgarpistill Sjónvarpsdagskrá RÚV Stöð 2 SkjárEinn Stöð 2 Sport Sunnudagur 30. mars Stöð 2 Sport 2 Bíóstöðin Gullstöðin Stöð 3 ÍNN 07.00 Morgunstundin okkar 07.01 Smælki (25:26) 07.04 Háværa ljónið Urri (13:52) 07.14 Tillý og vinir (24:52) 07.25 Múmínálfarnir 07.35 Hopp og hí Sessamí 08.00 Ævintýri Berta og Árna 08.05 Sara og önd (26:40) 08.15 Kioka (2:52) 08.22 Kúlugúbbarnir (17:20) 08.45 Hrúturinn Hreinn (6:20) 08.52 Disneystundin (12:52) 08.53 Finnbogi og Felix (11:26) 09.15 Sígildar teiknimyndir 09.22 Herkúles (12:21) 09.45 Skúli skelfir (22:26) 09.55 Undraveröld Gúnda 10.08 Chaplin (38:52) 10.15 Melissa og Joey (3:15) 10.35 Minnisverð máltíð – Sara Blædel (2:7) 10.45 Mótorsystur e 11.00 Sunnudagsmorgunn 12.10 Grínistinn (4:4) (Laddi eins og hann leggur sig) 888 e 12.55 Heimur orðanna – Hver erum við? (2:5) (Fry ś Planet Word) Breski leikarinn Stephen Fry segir frá tungumálum heimsins, fjölbreytileika þeirra og töfrum. e 13.55 Dagfinnur dýralæknir (Doctor Dolittle) e 15.20 Getur skordýraát bjarg- að heiminum? e 16.20 Mótorsystur (Motor- systarna) e 16.40 Leiðin á HM í Brasilíu (4:16) e 17.10 Táknmálsfréttir 17.21 Stella og Steinn (6:10) 17.33 Friðþjófur forvitni (6:9) 17.56 Skrípin (4:52) 18.00 Stundin okkar 888 18.25 Hvolpafjör (1:6) 19.00 Fréttir 19.20 Veðurfréttir 19.25 Íþróttir 19.40 Englar alheimsins B Bein útsending frá lokasýningu verðlaunaupp- setningar Þjóðleikhússins á Englum alheimsins. Sagan lýsir árekstri tveggja heima, brjálseminnar og hvers- dagsleikans og greinir frá lífi listamannsins Páls sem ungur að árum er orðinn illa haldinn af geðveiki og missir tökin á lífinu. Með aðalhlutverk fer Atli Rafn Sigurðarson, leikstjóri er Þorleifur Örn Arnarsson og leikgerðin er eftir Þorleif Örn og Símon Birgisson. Stjórn upptöku Egill Eð- varðsson. Dagskrárgerð Egill Eðvarðsson og Brynja Þorgeirsdóttir. 22.25 Afturgöngurnar (7:8) (Les Revenants) Dulmagnaðir spennuþættir sem hlutu al- þjóðlegu Emmy-verðlaunin sem besti leikni mynda- flokkurinn í nóvember á síðasta ári. Einstaklingar sem hafa verið taldir látnir til nokkurs tíma, fara að dúkka upp í litlu fjallaþorpi eins og ekkert hafi í skorist. 23.15 Sunnudagsmorgunn Gísli Marteinn Baldursson fær til sín gesti og ræðir við þá um málefni líðandi stundar. e 00.25 Útvarpsfréttir í dag- skrárlok 07:30 Formula 1 2014 (Malasía) B 10:30 Hamburg - Fuchse Berlin 11:50 Espanyol - Barcelona 13:30 Formula 1 2014 (Malasía) 16:10 Meistarad. Evr. - fréttaþ. 16:40 R. Madrid - Rayo Vallecano 18:20 Njarðvík - Haukar 19:50 Formula 1 2014 (Malasía) 22:10 A. Bilbao - Atletico Madrid 23:50 Evrópudeildin (Anzhi - AZ Alkmaar) 01:30 Meistaradeild Evrópu (Real Madrid - Schalke) 09:00 Crystal Palace - Chelsea 10:40 Arsenal - Man. City 12:20 Fulham - Everton B 14:50 Liverpool - Tottenham B 17:00 Man. Utd. - Aston Villa 18:40 Fulham - Everton 20:20 Liverpool - Tottenham 22:00 Swansea - Norwich 23:40 Stoke - Hull 07:40 The Object of My Affection 19:50 In Her Shoes 22:00 Magic MIke 23:50 The Dark Knight Rises 02:30 Brighton Rock 04:20 Magic MIke 16:30 Amazing Race (5:12) 17:15 Lying Game (2:10) 17:55 Men of a Certain Age (6:12) 18:40 The New Normal (19:22) 19:00 Bob's Burgers (8:23) 19:25 American Dad (11:18) 19:45 The Cleveland Show 20:10 Unsupervised (11:13) 20:50 Bored to Death (2:8) 21:10 The League (5:13) 21:35 Deception (4:11) 22:20 The Glades (13:13) 23:00 The Vampire Diaries 23:45 Bob's Burgers (8:23) 00:05 American Dad (11:18) 00:25 The Cleveland Show 00:45 Unsupervised (11:13) 01:30 Bored to Death (2:8) 01:50 The League (5:13) 02:15 Deception (4:11) 02:55 Tónlistarmyndb. Popptíví 18:05 Strákarnir 18:35 Friends (6:25) 19:00 Seinfeld (5:13) 19:25 Modern Family 19:50 Two and a Half Men (1:23) 20:15 Viltu vinna milljón? 21:00 Game of Thrones (810) 21:55 Krøniken (21:22) 23:00 Ørnen (21:24) 00:00 Ally McBeal (22:23) 00:45 Viltu vinna milljón? 01:25 Game of Thrones (8:0) 02:20 Krøniken (21:22) 03:20 Ørnen (21:24) 04:20 Ally McBeal (22:23) 05:05 Tónlistarmyndb.Popptíví 14:00 Frumkvöðlar 14:30 Eldhús meistaranna 15:00 Vafrað um Vesturland 15:30 Stormað um Hafnarfjörð 16:00 Hrafnaþing 17:00 Stjórnarráðið 17:30 Skuggaráðuneytið 18:00 Björn Bjarnason 18:30 Tölvur,tækni og kennsla. 19:00 Fasteignaflóran 19:30 Á ferð og flugi 20:00 Hrafnaþing 21:00 Auðlindakistan 21:30 Suðurnesjamagasín 22:00 Hrafnaþing 23:00 Reykjavíkurrölt 23:30 Eldað með Holta 07:00 Barnatími Stöðvar 2 07:01 Waybuloo 07:21 Strumparnir 07:45 Ævintýraferðin 08:00 Algjör Sveppi 09:35 Ben 10 09:55 Tom and Jerry 10:05 Victorious 10:30 Nágrannar 10:50 Nágrannar 11:10 Nágrannar 11:30 Nágrannar 11:50 Nágrannar 12:15 60 mínútur (25:52) 13:00 Mikael Torfason - mín skoðun 13:50 Spaugstofan 14:15 Spurningabomban 15:05 Heimsókn 15:30 The Big Bang Theory 16:05 Um land allt 16:40 Léttir sprettir 17:10 Geggjaðar græjur 17:30 Ísland Got Talent 18:23 Veður 18:30 Fréttir Stöðvar 2 18:55 Sportpakkinn (31:50) 19:10 Steindinn okkar - brot af því besta 19:45 Ísland Got Talent 21:00 Mr. Selfridge (7:10) Önnur þáttaröðin auðmanninn Harry Selfridge, stofnanda stórverslunarinnar Selfridges og hún gerist á róstursömum tímum í Bretlandi þegar fyrri heims- styrjöldin setti lífið í Evrópu á annan endann. 21:45 Shameless (2:12) Bráð- skemmtileg þáttaröð um skrautlega fjölskyldu. Fjöl- skyldufaðirinn er forfallinn alkóhólisti, mamman löngu flúin að heiman og uppátækjasamir krakkarnir sjá um sig sjálfir. 22:40 The Following 8,8 (10:15) Önnur þáttaröðin af þessum spennandi þáttum en síðasta þáttaröð endaði í mikilli óvissu um afdrif fjöldamorðingjans Carroll einnig hvað varðar sögu- hetjuna Ryan Hardy. Eitt er víst að nýtt illmenni verður kynnt til leiks í þessari þáttaröð en það er ekki þar með sagt að Joe Carroll hafi sungið sitt síðasta. Nýr sértrúarsöfnuður er að myndast og leiðtogi hóps- ins er jafnvel hættulegri en Carroll. 23:25 60 mínútur (26:52) 00:10 Mikael Torfason - mín skoðun 00:55 Nashville (12:22) 01:35 The Politician's Husband 02:35 The Americans (3:13) 03:20 American Horror Story: Asylum (11:13) 04:05 Mad Men (13:13) 04:55 Platoon 8,2 Mögnuð mynd sem hlaut 4 Óskarsverð- laun í leikstjórn Olivers Stone og fjallar um ungan hermann í Víetnam sem lendir í siðferðislegri kreppu þegar hann upplifir hryllinginn í stríðinu. Með aðalhlutverk fara Charlie Sheen og Johnny Depp. 06:00 Pepsi MAX tónlist 12:30 Dr. Phil 13:10 Dr. Phil 13:50 Dr. Phil 14:30 Once Upon a Time (12:22) 15:15 7th Heaven (12:22) 15:55 90210 (12:22) 16:40 Parenthood (12:15) 17:25 Friday Night Lights (11:13) 18:05 Ice Cream Girls (1:3) 18:50 The Good Wife (7:22) 19:40 Judging Amy (9:23) 20:25 Top Gear (3:6) 21:15 Law & Order (8:22) Spennandi þættir um störf lögreglu og saksóknara í New York borg. Skilnað- arlögfræðingar finnast myrtir í íbúð sinni og þegar líður á rannsóknina virðast þau hafa haldið hlífiskildi yfir hræðilegum glæpa- manni. 22:00 The Walking Dead (13:16) Þættir sem hafa slegið öll fyrri áhorfsmet áskriftarstöðva í Banda- ríkjunum. Rick Grimes og félagar þurfa að glíma við uppvakninga utanfrá og svikara innanfrá í þessum hrollvekjandi þáttum sem eru alls ekki fyrir viðkvæma. 22:45 The Biggest Loser - Ísland (10:11) Stærsta framleiðsla sem SkjárEinn hefur ráðist í frá upphafi. Tólf einstaklingar sem glíma við yfirþyngd ætla nú að snúa við blaðinu og breyta um lífstíl sem felst í hollu mataræði og mikilli hreyfingu. 23:45 Elementary (12:24) Sher- lock Holmes og Dr. Watson leysa flókin sakamál í New York borg nútímans. Síðustu þáttaröð lauk með því að unnusta Sherlocks, Irine Adler var engin önnur en Moriarty prófessor. Moriarty prófessor kemur við sögu í þessum þætti þar sem hann aðstoðar lögregluna við dularfullt mannrán. 00:35 Scandal (11:22) Við höldum áfram að fylgjast með Oliviu og félögum í Scandal. Fyrsta þáttaröðin sló í gegn meðal áskrifenda en hægt var að nálgast hana í heilu lagi í SkjáFrelsi. Olivia heldur áfram að redda ólíklegasta fólki úr ótrú- legum aðstæðum í skugga spillingarstjórnmálanna í Washington. 01:20 The Walking Dead (13:16) 02:05 Beauty and the Beast (1:22) Önnur þáttaröðin um þetta sígilda ævintýri sem fært hefur verið í nýjan búning. Aðalhlutverk eru í höndum Kristin Kreuk og Jay Ryan. Þremur mánuð- um eftir að Vincent var numinn á brott af Muirfield sameinast þau Catherine á ný en Vincent er ekki eins og hann á að sér að vera. Örið er farið, minni hans hefur verið þurrkað út og Caterine líst ekkert á blikuna. 02:50 The Bridge (13:13) 03:30 The Tonight Show 04:20 Pepsi MAX tónlist SkjárGolf 06:00 Motors TV 12:25 AFC Ajax - FC Twente 14:25 AFC Ajax - FC Twente 16:25 FC Bayern Munchen - 1899 Hoffenheim 18:25 Vitesse - Heerenveen 20:25 Borussia Dortmund - FC Schalke 04 22:25 Motors TV É g held að ég geti svarað fyrir okkur bæði þegar ég segi að þetta leggist bara stórvel í okk­ ur. Það eru nýir tíma á RÚV og það á að nýta allt til mergjar sem er hið besta mál enda er okkar annað nafn „multitask“,“ segir Andri Freyr Viðarsson sem ásamt Guðrúnu Dís Emilsdóttur hefur gengið til liðs við Kastljós á RÚV. Þau eru, líkt og kunnugt er, umsjónarmenn Virkra morgna á Rás 2. Þau munu halda áfram að gleðja hlustendur í útvarp­ inu og mun Sólmundur Hólm, sem hefur verið þeirra hægri hönd í þátt­ unum, sjá um að leysa þau af þegar þau taka upp fyrir Kastljós. „Þar sem að Kastljósið hefur rækilega fund­ ið fyrir niðurskurðinum eins og flest annað á RÚV þá þótti það rökrétt að fá okkur Gunnu, sem bæði höf­ um unnið smá í sjónvarpi líka, til að vera með innslög í Kastljósinu,“ segir Andri. „Þessi innslög munu fjalla um allan fjandann,“ svarar Andri aðspurður hver umfjöllunar­ efni þeirra í þættinum verði. Gunna og Andri hafa bæði reynslu úr sjón­ varpi, Andri úr Andralandi og Andri á flandri og Gunna hefur einnig stýrt þáttum og kynnt Eurovision svo eitt­ hvað sé nefnt. n viktoria@dv.is Andri og Gunna Dís í Kastljósið „Hið besta mál enda er okkar annað nafn „multitask““ Á skjáinn Gunna Dís og Andri eru gengin til liðs við Kastljósið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.