Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2014, Page 38

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2014, Page 38
Helgarblað 28.–31. mars 201430 Fólk Viðtal En ég var farin að halda að ég þyrfti að vera alltaf full á barnum. Það var sjálfsímyndin sem byggðist upp eft­ ir menntaskóla. Að ég væri svona partídýr og ég þyrfti áfengi til þess að vera þessi hressa manneskja. Svo var það svolítið farið að bíta í skottið á sér. Það kom að því að ég fór að þurfa á áfengi að halda til að vera í kringum fólk. Ég var búin að mála sjálfa mig út í horn.“ Með skakka sýn á lífið og listina Ilmur bjó að því að eiga að gott fólk í kringum sig. Góðar fyrirmyndir sem hafði tekist að byggja aftur upp eig­ in sjálfsvirðingu. Henni tókst að tak­ ast á við ranghugmyndir sem hún tengdi listinni. „Ég var með skakka sýn á lífið og listina. Að ég þyrfti að nota þenn­ an hráleika sem fylgir vanlíðaninni við að drekka. Sem er raunveru­ legt. Maður upplifir hráleika bæði í ruglinu og í þynnkunni. En málið er bara að það hverfur ekki þótt mað­ ur hætti að drekka. Þegar ég hætti að drekka þá voru það ákveðin von­ brigði. En líka gott. Allt þetta villta inni í manni, það er þarna enn. Þá uppgötvaði ég blekkinguna og að ég var ekki að beisla orkuna sem ég bjó yfir þegar ég drakk. Það sem ég sótti í með áfengi var þetta frelsi og villimennska en svo komst ég að því að ég þurfti ekki áfengið til að virkja hvort tveggja innra með mér.“ „Djöflarnir eru þarna enn. Maður þarf að passa sig á því að fóðra þá með einhverju öðru en áfengi. Maður þarf að hlúa að þeim og virkja þá til góðs. „Ég sæki í fólk sem er á sama stað. Ég er líka að reyna að fá rosa­ lega mikið úr vinnunni minni. Meira en áður. Það reyndar gerðist mjög hratt. Kvíðinn var farinn að há mér á sviðinu. Ég var orðin hrædd við áhorfendur og það vildi ég ekki. Ég var hrædd við lífið og fólkið í lífinu sem var að horfa á mig og „dæma mig“. Þegar ég hætti að drekka þá hvarf hræðslan fljótt og í staðinn fékk ég vellíðunartilfinningu á sviðinu. Ég fann öryggið aftur og gat gefið meira af mér til áhorfenda. Það er góð til­ finning að finna að maður er stjórn­ andi í eigin lífi. Ég get alltaf orðið betri. Það er alltaf verið að rétta mér einhver verkfæri. Ég er aldrei komin á enda­ stöð, það er svo góð tilfinning – að vera á ferðalagi. Þetta er eins og að fara í skóla og finna hvað maður veit lítið og hvað maður á mikið eftir.“ Móðurhlutverkið gjöfult Hún nýtur sín í móðurhlutverkinu. Frumburðurinn, Auður, er fædd árið 2006. Seinna barn hennar, son­ urinn Hringur, fæddist 1. janúar í ár – á settum degi og hún gantast með hvað hann virðist ætla að verða formfastur frá fæðingu. „Hann er skemmtilegur, sonur minn. Mér fannst skemmtilegt að hann skyldi fæðast á settum degi, allt er reglu­ legt við hann. Svefntíminn og matar venjur,“ segir hún og hlær. „Móðurhlutverkið breytti mér. Það hefur reynst mér svo gjöfult og stækkað mig og þroskað á allan hátt – mér finnst ég ríkasta kona í heimi að eiga þessi tvö börn. Þegar ég eignaðist mitt fyrsta barn þá þurfti ég í fyrsta sinn að taka fulla ábyrgð, mér hafði tekist að koma mér hjá því áður.“ Tabú að tala um drykkju Hún segist enn finna fyrir því að það sé tabú að tala um að hætta að drekka. Fólk skynji ekki sigurinn sem í því felst. „Það er svo mikið tabú að tala um þetta. Margir fá viðbrögðin: Æi, aumingja þú. En það eru ekki réttu viðbrögðin. Því þetta er ekki skip­ brot. Það er eins og manni sé vor­ kennt á meðan það er algjört frelsi að komast frá áfengisneyslu. Það er engin vorkunn fólgin í því að geta hætt að drekka. Ég held reyndar ad fólk beri alltaf virdingu fyrir því, það er bara oft erfitt fyrir fólk að höndla þegar það neyðist ef til vill að líta í eigin barm. “ Ilmur vildi gera sitt í að hjálpa öðrum eftir að hún náði styrk. Hún ásamt fleiri konum stofnaði Rótina, félag kvenna sem glíma við áfengis­ vanda. „Rótin verður til þannig að við stofnum kvenfélag uppi í SÁÁ. Gunnar Smári Egilsson hafði frum­ kvæði að því að stofna þetta kven­ félag. Okkur fannst þurfa að kynja­ skipta meðferðinni. Okkur fannst ungar stelpur sem komu þarna inn berskjaldaðar. Í meðferð koma auðvitað líka karlmenn sem eru berskjaldaðir. Oft verða til óæskileg ástarsambönd og fólk yfirfærir fíkn sína á sambandið í stað þess að ein­ beita sér að eigin bata. Við vildum opna á þessa umræðu. Það var ekki hljómgrunnur fyrir því innan SÁÁ og það sættum við okkur ekki við. Tölur sýna að um 80 prósent kvenna sem koma í meðferð hafa orðið fyrir einhvers konar ofbeldi og áföllum. Ofbeldi er svo vítt hugtak og áföll líka. Ef þú lendir í áfalli þá þarf það ekki að þýða nauðgun eða alvarlegt ofbeldi, það getur gert það en það getur líka þýtt niðurlægingu eða dauðsfall eða eitthvað allt ann­ að. Þetta er svo persónulegt. Áfall er líffræðilegt og áfallastreiturösk­ un er alvarlegt ástand sem þarf að hjálpa fólki að takast á við. Annars getur það haft alvarlegar afleiðingar á heilsu fólks til langtíma. Allt þetta vildum við grandskoða og í leiðinni þá staðreynd að konur eru gjarnari á að falla en karlmenn. Í ljósi alls þessa bentum við á að konur þyrftu öðruvísi og heildrænni lausnir en voru í boði.“ Létu ekki stöðva sig Þær létu ekki stöðva sig og fóru því út úr SÁÁ og stofnuðu eigið félag sem enn er í uppbyggingu. Ilmur hefur reyndar tekið sér hlé frá störf­ um vegna fæðingar sonar síns og anna við undirbúning framboðs í borginni. „Það var kominn svo mik­ ill eldmóður í okkur með þetta mál. Við fórum að skoða meðferðar­ úrræðin sem eru í boði og bera þau saman við það sem er í boði til dæmis í Bandaríkjunum og víðar og fannst svigrúm fyrir miklu fleira. Ég er reyndar búin að vera í hléi frá stjórnarstörfum, búin að vera í fæðingarorlofi. En þetta er svolítið sem ég myndi vilja beita mér fyrir í borginni. Velferðarmálin eru mín hjartans mál. Ég hef bara þá trú, og sérstaklega í svona litlu samfélagi að það sé pláss fyrir alla og allir geti látið drauma sína rætast. Það er ekki sjálfsagt að fólk leiti sér aðstoðar, þegar það gerir það þá eigum við að gera allt til að hjálpa þessu fólki. Annað er alltof dýrt, fyrir fólkið sjálft, fjölskyldur þeirra og samfélagið allt.“ Vill beita sér í borginni Ilmur trúir því að samfélagið geti haft þau áhrif til góðs að fólki takist betur að ná æðsta markmiði sínu í lífinu. Fullri sátt við sjálft sig og aðra og því að vera besta manneskjan sem það getur orðið. Það sem hindrar flesta í að ná þessu ástandi er óttinn við að geta ekki það sem stefnt er að. Ilmur vill beita sér fyrir því að fólk óttist ekki að biðja um hjálp. „Einhvers staðar hefur eitthvað klikkað. Það er á okkar ábyrgð að laga þetta. Það er svo miklu ábata­ samara að hjálpa en gera það ekki. Það er hagkvæmt fyrir samfélagið að öllum líði vel. Að allir elski lífið sitt og það sem þeir eru að gera. Ég held að ef að við opnum á þessa um­ ræðu, dílum við hana, viðurkenn­ um að við erum öll að díla við það sama á jafningjagrundvelli þar sem enginn er betri en annar, náum við strax miklum árangri. Það er líka liður í því að uppfylla getu sína að hjálpa öðrum. Við erum félagsverur, við fæðumst með samkennd. Það er inn í manninn byggt. Það er nokkuð sem við þurfum að hlúa að. Við erum alltaf að ýta því frá okkur í einstaklingshyggjusamfélagi. Í þannig samfélagi þá erum við hætt að leita brestanna. Það má aldrei benda á að mögu­ lega sé eitthvað að í strúktúrnum. Sjálfsábyrgðin er of þung. Við þurf­ um einhvern veginn að virkja þessa samkennd.“ Ráðhúsið alkóhólískt heimili Eftir hverju eru borgarbúar að bíða telur Ilmur? „Það þarf að halda áfram með það sem hefur verið gert, lykillinn að velgengni flokksins er góð samskipti. Ég upplifði ráð­ húsið dálítið sem alkóhólískt heim­ ili, þar sem allt hefur verið í rugli, pabbi og mamma full og allir stút­ fullir af meðvirkni og brengluðum samskiptum. Svo kom Besti flokk­ urinn sem er svona edrú flokkur. Ráðhúsið fór í meðferð og það hófst tiltekt. Það er búið að skapa jarðveg fyrir sköpun og það er mikilvægast að skapa frjóan jarðveg svo hægt sé að rækta garðinn. Ég held að við Reykvíkingar gætum orðið leiðandi í mjög mörgum málum á heims­ vísu, til dæmis myndi ég vilja halda áfram með þessa skýru afstöðu til mannréttinda og jafnréttis sem Besti flokkurinn hefur sýnt og ég myndi líka vilja sjá okkur leiðandi í skólamálum og nýjum kennsluhátt­ um. Reykjavík er „trendí“ borg og við eigum að hlúa að því með ýmiss konar menningarviðburðum og ný­ sköpun. Styrkja grasrótarstarfsemi og vera óhrædd við gera mistök, reyna á þessa ramma, vera frumleg og umfram allt skemmtileg og glöð.“ Vel meinandi klíka En er Björt framtíð klíkuflokkur eins og stundum hefur verið haldið fram? „Hver er skilgreiningin á klíku? – ef skilgreiningin á klíku er hópur af fólki með sameiginleg markmið þá :Já. En ef skilgreiningin á klíku er hópur af fólki sem hefur þekkst lengi og vill hlúa að sérhagsmunum þá er svarið: alls ekki. Ef við erum klíka, þá erum við vel meinandi klíka, við erum alls konar fólk, úr öllum áttum, sem vill það eitt; að gera Reykjavík að betri borg fyrir alla.“ n „Ég upp- lifi ráð- húsið dálítið sem alkóhól- ískt heimili Frakkastíg 10 | Sími 551 3160 | gullkistan@vortex.is | www.thjodbuningasilfur.is Verum þjóðleg til hátíðabrigða „Stjórnmál eru engin geimvísindi“ Ilmur gekk til liðs við Bjarta framtíð og finnst nýr vettvangur stjórn- málanna spennandi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.