Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2014, Blaðsíða 45
Helgarblað 28.–31. mars 2014 Lífsstíll 37
Dásemd á veisluborðið
n Skemmtilegar og öðruvísi kræsingar n Salöt til þess að njóta í góðra vina
Súkkulaðibotn
n 2,5 dl hveiti
n 2,5 dl sykur
n 1,5 dl kakó
n 1 tsk. matarsódi
n 1 tsk. lyftiduft
n 1 msk. vanillusykur
n 1/2 tsk. salt
n 2 egg (við stofuhita)
n 2 dl mjólk (við stofuhita)
n 1 dl olía
n 1,5 dl sterkt kaffi
Aðferð
Hitið ofn í 150°C, setjið bökunarpappír í 23
sentimetra form. Blandið þurrefnum saman,
hrærið saman mjólk, eggjum og olíu, setjið
þurrefnin saman við og hrærið í höndunum
í þykka blöndu, hellið kaffinu út í og hrærið
saman. Setjið í formið og bakið í 50–55 mín-
útur, kælið vel og skerið botninn í tvennt.
Kókosbotn
n 225 gr mjúkt smjör
n 1,5 bolli sykur
n 3 stór egg
n 2 1/4 bolli hveiti
n 1 msk. lyftiduft
n 1/2 tsk. salt
n 1 bolli rjómi
n 1 msk. vanillu-extract
n 1 tsk. kókos-extract
Aðferð
Hitið ofn í 175°C, smyrjið 23 sentimetra form
eða úðið með ólíuúða.
Smjör og sykur þeytt í ca 5–6 mínútur þar til
það er ljóst og létt. Eggjum bætt út í, einu í
einu, skafið niður á milli.
Sigtið saman hveiti, salt og lyftiduft.
Blandið saman rjóma, vanillu- og
kókos-extract í skál.
Setjið hluta af hveitiblöndu út í smjör-
blönduna svo hluta af rjómablöndu, byrjið
og endið á hveitiblöndu.
Hellið í form og bakið í 40–45 mínútur.
Kælið botninn áður en hann er tekinn
úr forminu.
Kókoskrem
n 2,5 bolli rjómi
n 1,5 bolli sykur
n 225 gr smjör
n 1,5 msk. kornsterkja
n 1 tsk vanillu-extract
n 2,5 bolli af sætum kókosflögum
Aðferð
Sykur, smjör og rjómi saman í pott og hitað
að suðu, hrærið í þar til sykur er uppleystur.
Í aðra skál er blandað saman kornsterkju,
vanillu og 2 msk. af vatni, blandið saman
við rjómann og sjóðið í nokkrar mín þar
til blandan er þykk, takið af hitanum og
bætið kókos út í.
Kælið yfir nótt og þeytið rétt áður en kakan
er sett saman.
Létt marsmallow krem
n 125 gr smjör
n 1 dl flórsykur
n 1/2 tsk vanillusykur
n 1 dós af marchmallowfluff-kremi
n Þeytið smjör, flórsykur og vanillu ljóst og
létt, bætið marchmallowfluff saman við.
Súkkulaðikremið sem fer
utan um kökuna
n 300 gr rjómasúkkulaði brætt og kælt
n 5 stórar eggjahvítur við stofuhita
n 250 gr sykur
n 340 gr smjör ósaltað (við stofuhita)
skorið í teninga eða þeytt
n 2 tsk. vanillu-extract
Setjið sykur og eggjahvítur í skál yfir
vatnsbaði og þeytið þar til sykurinn er upp-
leystur (blandan á að vera heit) setjið svo í
hrærivél og þeytið í allavega 10–12 mínútur,
þar til kremið verður þykkt og glansandi,
bætið smjörinu út í í skömmtum.
Vanillu og súkkulaði er síðan blandað út
í og hrært þar til kremið fær fallega silki-
áferð, ef það skilst frá þeytið þá áfram.
Kakan sett saman
Kljúfið súkkulaðibotnana, setjið
kókoskrem ofan á, svo kókoskökuna (kljúf-
ið ef ykkur finnst botninn vera of þykkur
og ef þið viljið gera fleiri hæðir) setjið
marchmallow-krem ofan á kókosbotninn,
svo hinn helminginn af súkkulaðibotn-
inum, smyrjið kökuna með súkkulaði-
kreminu, skreytið með maltesers ef ykkur
hugnast svo. Kakan er best við stofuhita.
Súkkulaði- og kókosundur
n 2 pokar klettasalat
n 3 stk. avókadó
n 1 box kirsuberjatómatar
n ½ poki graskersfræ
n ½ poki furuhnetur
n 2–3 msk. fetaostur
n 1 paprika – skorin í strimla
n rifinn parmesanostur
n 2–3 msk. karrímangó-steikarsósa/
fæst í Hagkaupum
n Ólífuolía
n 1 heill kjúklingur eldaður, einnig er hægt
að nota kjúklingalundir.
n Salt og pipar
Aðferð
Kjúklingur rifinn í litla bita, ólífuolía
sett á pönnu og kjúklingi bætt út í
ásamt karrísósunni, blandið vel saman.
Graskersfræ og furuhnetur ristaðar á
pönnu við vægan hita, klettasalat sett
í skál, tómatar og avókadó skorið niður
og bætt við, kjúklingur, fetaostur og
fræ sett út í klettasalatið ásamt rifnum
parmesanosti.
Vinkonusalat
Uppskriftir eru eftir
Berglindi D. Steingrímsdóttur,
blaðamann hjá Home Magazine
Hráefni
n 400 gr gott nautakjöt
n 4 tsk. dijon-sinnep
n Kosher-salt og svartur pipar
n 3 msk. ólífuolía
n 1 msk. hunang
n 1 box sveppir – skornir í sneiðar
n 1/4 bolli rifinn parmesanostur
n 3 msk. sýrður rjómi 10%
n 1 poki gott salat
n 2–3 stk sellerí – smátt skorið
n 4 stk. tómatar – skornir smátt
n 1 bolli brauðteningar
n 2–3 tsk. piparkorn úr krukku
Aðferð
Nuddið nautakjötið vel með 1 msk. af
dijon-sinnepi og salti og pipar. Hitið 1 msk.
af ólífuolíu á pönnu þar til hún er orðin vel
heit. Nautakjötið sett á pönnuna og steikt í
u.þ.b. 5–6 mínútur á hvorri hlið.
Látið kjötið bíða í 10 mínútur áður en það
er skorið.
Þurrkið af pönnu og bætið 1 msk. af ólífu-
olíu, bætið sveppum út í og brúnið, saltið og
piprið og steikið í 5 mínútur.
Blandið saman sýrðum rjóma og 3 msk. af
vatni, 1 msk. af ólífuolíu, hunangi, sinnepi,
piparkornum, ásamt salti og pipar. Setjið
í sömu skál, sveppi, kál, tómata, sellerí og
brauðkubba og blandið vel saman. Skerið
kjötið í sneiðar og bætið út í salatblönduna,
bætið rifnum parmesanosti yfir í lokin.
Steikarsalat
T
íðni hljóða getur haft áhrif
á bragðskyn manna. Þetta
kemur fram í nýlegri rann-
sókn á vegum háskólans í
Oxford, en þar smökkuðu
sjálfboðaliðar á karamellu. Á með-
an hátíðnihljóð voru spiluð fundu
þeir meira fyrir sæta bragðinu af
karamellunni, en lágtíðnihljóðið
dró fram beiska bragðið. Í kjölfar-
ið var þetta prófað á veitingastað,
þar sem borinn var fram eftirréttur,
súkkulaðihúðuð súrsæt karamella.
Með henni fylgdi símanúmer sem
neytandinn átti að að hringja í á
meðan hann borðaði karamell-
una. Til að fá sætt bragð átti að ýta
á einn, en til að fá súrt bragð átti að
ýta á tvo. „Þetta fær mig til að hlæja
því þetta virkar í hvert skipti og fólk
segir: Vá, þetta er skrýtið!“ sagði
matarlistarmaðurinn Caroline
Hobkinson, sem vann með rann-
sóknarteyminu.
Hún framkvæmdi tilraun-
ina einnig á The Royal Institute í
London, en í stað þess að spila hljóð
í gegnum hljóðgervil sá hljómsveit
um að spila hljómana á staðnum.
Þá kom í ljós að þetta virkaði með
kaffi líka, og Caroline sér fyrir sér að
hljóð geti komið í stað þess að setja
sykur út í morgunkaffið.
Önnur rannsókn, frá 2011, sýndi
að hávær bakgrunnshljóð draga úr
saltbragði, sætu bragði og heildar
ánægju af því að borða mat. Þess
vegna er matur um borð í flugvélum
ekki eins góður. Þá þurfa eigendur
veitingastaða einnig að hafa þetta í
huga, því oft mælist desibelstyrkur
á veitingastöðum mjög mikill, jafn-
vel meiri en í flugvélum. Veitinga-
menn sem hafa einblínt á matseðla,
húsgögn og lýsingu en spila síð-
an tónlist án þess að hugsa mikið
út í það, þurfa nú að gefa tónlist og
tíðni hljóða meiri gaum svo upplif-
un gesta af mat verði betri.“ n
rognvaldur@dv.is
Tíðni hljóða breytir bragðskyni
Tónlist getur haft áhrif á matarupplifun
Sætt eða súrt? Há-
eða lágtíðni getur haft
áhrif á bragðskynið,
þannig að sætt eða
beiskt bragð verður
meira áberandi.Ekki henda
lina kálinu
Margir lenda í því að gleyma sal-
atinu eða kálinu í ísskápnum
og þegar kemur að því að nota
það er það orðið lint. Gott hús-
ráð við þessu er að leggja græn-
metið í bleyti í klakavatni. Látið
það liggja í fimm mínútur, takið
úr skálinni og þerrið. Þetta ætti
að hressa upp á kálið og gera það
stökkt á ný.