Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2014, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2014, Blaðsíða 30
Helgarblað 28.–31. mars 20142 Heimili og hönnun Á HönnunarMars koma í sölu á Íslandi kertin Pyro Pet, eða Kisa, sem eru hugarfóstur og framleiðsla hönnuðarins Þórunnar Árnadóttur. Um er að ræða kerti sem líta út eins og sakleysislegar kisur, gráar eða bleikar, en koma svo sannarlega á óvart. Þegar kertið hefur fengið að loga um stund og vaxið hefur bráðnað, kemur í ljós beinagrind kattarins, jafnvel ör- lítið ógnvænleg. Ljósið frá logan- um verður eins og eldur í augum kattarins. Kertin voru seld í forsölu á fjáröflunarsíðunni Kickstarter í nóvember í fyrra en koma nú í al- menna sölu á HönnunarMars. Þórunn hefur getið sér gott orð sem hönnuður og fengið alþjóð- lega viðurkenningu. Má sem dæmi nefna að klukka sem hún hannaði, Sasa klukkan sem mælir tímann í perlum, við Listaháskóla Íslands hefur verið gríðarlega vinsæl. Þá var hún tilnefnd til Menningar- verðlauna DV í ár, meðal annars fyrir hönnun sína á Kisum. Hönnunarbloggið, Svart á hvítu, greindi svo frá því fyrir skemmstu að Þórunn hefði hannað aðra línu af kertum, í þetta sinn fugla. Þeir byggja á sömu hugmynd, það er að inni í fuglinum er beinagrind sem kemur í ljós þegar kertið er brennt. Fuglarnir verða gulir með sítrónuilm, en slíkur ilmur fælir burtu flugur og önnur skordýr svo hægt er að nota kertið til dæmis þegar setið er úti að sumri til eða í garðveislu. n astasigrun@dv.is Krúttleg en ógnvænleg kerti Kisa verður til sölu á HönnunarMars Feng Shui á heimilið Það er einhver óútskýrður kraft- ur sem stjórnar þeirri veröld sem við lifum í og væri ekki best að leyfa þeirri orku að flæða frjálsri í gegnum heimilið þitt? Gæti það mögulega verið að eitthvað af því sem þú heldur á heimilinu þínu aftri frjálsu flæði þessarar orku? Athugum mál- ið því í versta falli færðu út úr þessu eilitla upplyftingu á heim- ilinu þínu. Við erum að tala um Feng Shui en fylgjendur þeirrar stefnu segja þetta viðhorf geta aukið friðsemd á heimili þínu, heilsu og velferð. Hugmyndin að baki Feng Shui er að losa um þann kraft sem býr í heimili þínu. Byrjaðu á því að losa þig við allt „rusl“ og þá er í raun og veru átt við að losa sig við alla hluti á heimilinu sem þú kemst af án eða „elskar“ ekki. Gættu að lýs- ingu og andrúmslofti á heim- ilinu þínu. Þessi tvö atriði eru afar mikilvæg til að kalla fram góða orku. Opnaðu glugga oftar og fáðu inn góðar plöntur til að hreinsa loftið. Reyndu að fá sem mest af náttúrulega birtu inn á heimilið þitt og mögulegt er. Þegar húsgögnum er raðað upp á heimili þínu þá er nauðsynlegt að þau loki ekki á orkuflæðið. Ekki reyna að troða húsgögnum eða aukahlutum á þrönga staði, það hamlar frjálsu flæði. Trikkið er að reyna að komast af með sem fæsta hluti inni á heimilinu. Notaðu inn- ganginn á heimilinu til að sjá fyrir þér orkuflæðið. Þetta á við sófa, skrifborð, stóla og rúm. Ef það er ekki hægt að koma því við að húsgögnin bjóði upp á útsýni að innganginn þá er hægt að koma spegli fyrir þannig að inngangurinn sjáist. Tæpur metri ætti að vera á milli allra húsgagna. Það er svo sem ekki hægt að fjalla um alla þætti þessar- ar hugmyndafræði í stuttri grein en endilega leitið frekari upplýsinga á netinu. Þetta eru skemmtilegar pælingar sem geta lífgað upp á heimilið. Flagð undir fögru skinni Þegar vaxið brennur kemur í ljós beinagrind. Höfðagaflar aftur í tísku n Framleiddu fimm þúsund rúm í fyrra n Ljósir litir vinsælastir Í fyrra framleiddum við um fimm þúsund rúm og ég reikna með því að þau verði fleiri núna,“ segir Birna Ragnarsdóttir hjá RB rúm- um. Fyrirtækið framleiðir rúm, bæði botna og dýnur auk höfuðgafla, náttborða og svo mætti lengi telja. „Í dag er mjög vinsælt að hafa áklæði á rúmbotninum og höfðagaflinum. Auk þess eru bólstruð náttborð í stíl við rúmið mjög vinsæl. Áklæðin eru í alls konar litum, mikið er keypt af ljósum litum eins og grænum, app- elsínugulum og fjólubláum,“ seg- ir Birna en í þessu eru tískusveiflur eins og í öðru. Þannig duttu höfuð- gaflar úr tísku um 2008 en eru aftur orðnir vinsælir nú. „Við höfum allt í svefnherbergið, og ég var einhvern tímann spurð hvort ég ætti maka líka til að selja með. Ætli það sé ekki það eina sem við bjóðum ekki upp á,“ segir Birna hlæjandi. RB rúm tók þátt í HönnunarMars í fyrra en nú gefst ekki tími til þess. „Í fyrra vorum við í Hörpu með öðrum húsgagnafram- leiðendum en nú getum við það ein- faldlega ekki. Það er mikið að gera og það er gaman að fylgjast með hversu mikil vakning er fyrir íslenskri hönnun. Hún er inn í dag, eins og krakkarnir segja. Við erum í harðri samkeppni við fyrirtæki sem flytja inn rúm en við tökum þátt í henni af fullum krafti,“ segir Birna. Fyrirtækið framleiðir dýnur fyrir skip og selur einnig rúm til hótela, sem þurfa að vera af ákveðinni gerð. „Það er allur gangur á því hvaða dýn- ur hótelin kaupa. Í hóteldýnum er sérstakur sængurdúkur og þær eiga að þola meira álag en venjulegar dýnur. Í slíkum dýnum þarf einnig að vera eldtefjandi efni og ryk- mauravörn, slík öryggisatriði verða að vera til staðar. Þessar dýnur má svo endurnýta, það má laga þær og skipta um ýmislegt. Ef áklæðið er hreint og fínt, þá margborgar það sig að láta okkur yfirfara dýnurnar,“ segir Birna. n Rögnvaldur Már Helgason rognvaldur@dv.is Framleiðslan Fyrirtækið er í Hafnarfirði og þar eru rúmin framleidd. Birna Ragnarsdóttir RB rúm tók þátt í Hönnunar- Mars í fyrra en nú gefst ekki tími til þess, vegna anna. Boðskorta- veisla Í boðskortaveislunni, sem haldin er af Reykjavík Letter- press, býðst gestum tækifæri til að bjóða til alls konar persónu- legra viðburða með persónuleg- um boðskortum sem búin verða til á staðnum, auk frímerkja og jafnvel póstkassa! „Bjóðum ömmu í mat, vinum í bústað eða höldum langþráð partý. Bjóðum og bjóðum!“ segir í til- kynningu um viðburðinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.