Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2014, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2014, Blaðsíða 22
Helgarblað 28.–31. mars 201422 Fréttir Erlent 2013 → 14. febrúar Pistorius skaut unnustu sína, fyrirsætuna Reevu Steenkamp, til bana á heimili sínu í Suður-Afríku í gegnum baðherbergis- hurð. Sagðist hann hafa talið hana vera innbrotsþjóf. → 16. febrúar Frændi hlauparans, Arnold Pistorius, las upp yfirlýsingu þar sem því var hafnað að Pistorius hefði myrt Steenkamp að yfirlögðu ráði. → 18. febrúar Móðir Reevu Steenkamp tjáði sig um málið og krafðist svara við því hvað hvað hafi átt sér stað kvöldið örlagaríka. „Af hverju litla stelpan mín? Af hverju gerðist þetta?“ sagði hún meðal annars. → 19. febrúar „Hún dó í örm- um mínum,“ sagði Oscar áður en hann var látinn laus gegn tryggingu. Sagðist hann hafa talið að Reeva væri innbrotsþjófur og hann hafi ekki ætlað að skjóta hana. → 20. febrúar Misvísandi skilaboð bárust frá lögreglumönnum sem rannsökuðu heimili Oscars eftir atvikið. Sögðust þeir hafa fundið testósterón á heimilinu en verjendur Oscars sögðu að um náttúrulækningalyf væri að ræða. → 23. febrúar Barry Steenkamp, faðir Reevu, sagði að hann væri tilbúinn til að fyrirgefa hlauparanum einn daginn ef hann segði sann- leikann. Hann yrði að „eiga við samvisku sína“ ef hann væri að ljúga. → 26. febrúar Oscar Pistorius vildi halda eigin minningar- athöfn um Steenkamp á heimil frænda síns, Arnolds, þar sem hann dvaldi meðan málið var til meðferðar hjá sak- sóknaraembættinu. → 5. mars Verjendur Oscars áfrýjuðu úrskurði dómstóls þess efnis að hann þyrfti að leggja inn vegabréf sitt meðan málið var til meðferðar. → 28. mars Dómari komst að þeirri niðurstöðu að Oscar væri heimilt að yfirgefa Suður-Afríku til að taka þátt í alþjóðlegum mótum. → 4. apríl Suðurafrískt dag- blað birti myndir af Oscar við æfingar á hlaupa- braut í Suður- Afríku. Umboðs- maður hans þvertók fyrir að hann væri farinn að stunda æfingar aftur á fullu. → 25. maí Saksóknaraemb- ættið í Suður-Afríku gaf út að lögreglu- rannsókn á málinu lyki ekki fyrr en í ágúst. → 4. júní Pistorius mætti í dómsal þar sem til stóð að málið gegn honum yrði tekið fyrir. Eins og við var að búast var málinu frestað fram til 19. ágúst þar sem rannsókn var ekki formlega lokið. → 28. júní Myndir birtust af Oscar við æfingar í Suður-Afríku og staðfesti umboðsmaður hans að hann væri byrjaður að æfa á fullu. Pistorius var horaður að sjá og með alskegg. → 19. ágúst Oscar var ákærður fyrir morð og fyrir að hafa ólöglegt skotvopn undir höndum þegar hann kom fyrir dóm í Pretóríu. Hann grét þegar ákæran var lesin upp. Ákveðið var að réttarhöldin hæfust í mars 2014. → 29. október Greint var frá því að saksóknarar myndu bæta við tveimur ákæruliðum í málinu gegn Oscar. Þar á meðal fyrir að skjóta úr byssu á almannafæri. 2014 → 14. febrúar Pistorius sagði að hann væri afar sorgmæddur nú þegar eitt ár væri liðið frá dauða Steenkamp. → 2. mars Réttarhöldin hófust formlega. Fyrsta vitnið í málinu sagðist hafa heyrt öskur áður en það heyrði fjóra skothvelli berast úr húsi Oscars kvöldið sem Steenkamp lést. Við sama tækifæri neitaði Oscar að hafa myrt Steenkamp að yfirlögðu ráði. → 4. mars Annar dagur réttar- haldanna. Gera varð hlé þegar dómari skipaði að rannsókn færi fram á því hvort sjónvarpsstöð í Suður-Afríku hefði birt myndir af einu vitni í málinu, Michelle Burger. → 6. mars Boxarinn Kevin Lerena bar vitni í málinu. Hann sagði að Oscar hefði beðið félaga sinn um að taka á sig sökina þegar skot hljóp úr byssu sem hann var með á veitingastað í Jóhannesarborg. → 10. mars Oscar Pistorius kastar upp í dómsal þegar lýsingar eru lesnar upp af áverkunum sem Reeva Steenkamp hlaut þegar hún var skotin. Skömmu áður hafði meinafræðingur, sem framkvæmdi réttarrannsókn, sagt að skot sem Steenkamp fékk í höfuðið hefði að líkindum dregið hana til dauða nær samstundis. → 12. mars Fulltrúi úr tækni- deild lögreglu, sem rannsakaði vett- vang glæpsins, sagði fyrir dómi að krikketkylfa hefði verið notuð til að brjóta hurðina á baðherberginu. → 13. mars Verjandi Oscars birti mynd af blóðugum gervifótum Oscars. Myndin sýndi að Oscar hefði verið á gervifótunum þegar hann braut niður baðherbergishurðina með krikketkylfunni eins og hann hefði ávallt haldið fram. → 14. mars Íslenski stoðtækja- framleiðandinn Össur tilkynnti að fyrir- tækið myndi ekki endurnýja samstarfs- samning við Oscar. Fjármálastjóri Össurar sagði að fyrirtækið tæki ekki afstöðu til þess hvort Oscar væri sekur eða saklaus. → 17. mars Byssusérfræðingur, Sean Rens, bar vitni og sagði að Oscar hefði talið að innbrotsþjófur væri á heimili sínu nokkrum mánuðum áður en hann varð Reevu að bana. Oscar hefði gripið byssu sína en í ljós hefði komið að hávaðinn stafaði frá uppþvottavél á heimili Oscars. Þetta hefði Oscar sagt honum þegar hann lærði að skjóta úr byssu á námskeiði hjá honum. → 18. mars Verjendur Oscars færðu sannanir fyrir því að lögreglumenn sem rannsökuðu vettvanginn hafi fært til sönnunargögn á heimilinu. Það væri ekki í samræmi við starfsreglur. → 19. mars Fulltrúi tæknideild- ar lögreglu, sem sá um skotvopnarann- sókn, sagði að Reeva hefði verið stand- andi í litlum klefa inni á baðherberginu til móts við baðherbergishurðina þegar hún fékk fyrsta skotið í sig sem hafnaði í mjöðm hennar. Í kjölfarið fylgdu þrjú skot. → 24. mars Lögð voru fram smáskilaboð milli Oscars og Reevu. 90% þeirra voru sögð „eðlileg og hjartnæm“ en í nokkrum þeirra sakaði Reeva hann um afbrýðisemi og stjórnsemi. Í einu þeirra, þremur vikum áður en Reevu var banað, sagði hún meðal annars: „Ég er stundum hrædd við þig, hvernig þú snappar á mig.“ Hún bætti að hegðun Oscars væri á köflum „viðbjóðsleg“. „Ég er stundum hrædd við þig“ n Oscar Pistorius fyrir dómi n SMS-skilaboð sýna að Reeva var hrædd við hann R éttarhöld í máli suður­ afríska spretthlauparans Oscars Pistorius, sem hefur verið ákærður fyrir að bana unn ustu sinni, Reevu Steenkamp, hafa staðið yfir í Pretóríu í Suður­Afríku undanfarnar vikur. Pistorius er ákærður fyrir að hafa skotið Reevu til bana á heim­ ili sínu aðfaranótt fimmtudagsins 14. febrúar í fyrra. Pistorius hefur gengist við því að hafa skotið hana, en talið að hún væri innbrotsþjófur og þess vegna hefði hann ekki myrt hana að yfirlögðu ráði. Þó að rétt­ arhöldin hafi staðið yfir frá því í byrj­ un mars er ekki talið að þeim muni ljúka fyrr en í maí næstkomandi. Það munu því einhverjir mánuðir líða áður en endanleg niðurstaða fæst í málið. DV stiklar hér á stóru um það sem gerst hefur í málinu undanfarna tólf mánuði eða svo. n Einar Þór Sigurðsson einar@dv.is „ Hún dó í örmum mínum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.