Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2014, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2014, Blaðsíða 4
Helgarblað 28.–31. mars 20144 Fréttir www.forlagid.is | Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39 Forlagsverð: 2.990 kr. Þ að var aðeins bjartara yfir þessu í dag en í gær,“ sagði Sigríður Ragna Birgisdóttir, sem er í verkfallsstjórn framhaldsskólakennara, í samtali við DV á fimmtudag. Líkt og fram hefur komið leit á miðvikudag allt út fyrir að viðræður kennara við ríkið hefðu siglt í strand. Verkfall framhaldsskólakennara hefur nú staðið í tæpar tvær vik- ur eða tólf daga á föstudag. Á mið- vikudag barst kennurum tilboð frá ríkinu sem talið var óboðlegt. „Við fengum tilboð frá ríkinu 12. mars og svo annað í gær. Það seinna var raunlækkun frá fyrra tilboðinu, ekki mikil en nóg til að við urðum mjög ósátt. Það hefði aldrei þýtt neitt að bjóða félagsmönnum okkar upp á það,“ sagði Stefán Andrésson, fulltrúi samninganefndar fram- haldsskólakennara og stjórnenda, við DV á miðvikudag. Þetta tilboð breyttist á fimmtudag og þótti það vera nýr flötur á kjaraviðræðunum, en kennarar höfðu neitað að ræða vinnutíma eða annað fyrr en fregn- ir af launaliðum kæmu fram. Viðræðurnar hafa þó gengið mjög hægt og oft komið í þær bakslag og á miðvikudag var þungt hljóð í kennurum og þeir voru svartsýnir á framhaldið. Engu síður er mikill baráttuhugur í kennurum sem segjast vera langþreyttir á lág- um launum og mikilli vinnu. „Við stöndum keik og gefum engan af- slátt,“ sagði kennari sem DV ræddi við á fimmtudag. „Þetta er samt erf- ið staða en vonandi er að birta til,“ sagði hún. Funda átti allan daginn á fimmtudag, en kennarar hittast daglega í verkfallsmiðstöðinni í Framheimilinu. n astasigrun@dv.is „Aðeins bjartara yfir þessu“ Bjartsýni, en staðan er þó enn erfið í kennaradeilu M ér var sagt upp af engum sökum,“ segir Sigurður Einarsson sem hefur starf- að sem framkvæmdastjóri Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni um nokkurt skeið. Honum var sagt að félagið bæri það ekki fjárhagslega að hafa hann í vinnu. Það er þrátt fyrir að fé- lagið skilaði hagnaði í fyrra og í hitti- fyrra, samkvæmt ársreikningum þess. Eiginmaður gjaldkera félagsins fær auk þess tæpa hálfa milljón krónur á mánuði fyrir að spila fyrir dansi viku- lega. Facebook-síðu félagsins var lok- að af stjórnarmönnum eftir að um- ræða hófst þar um uppsögn Sigurðar. Ekki í samræmi við lög félagsins „Það var ekkert út á mín störf að setja. Það var talað um áherslubreytingar hjá félaginu,“ segir Sigurður í sam- tali við DV. Í uppsagnarbréfi hans, sem DV hefur undir höndum, segir að verkefni framkvæmdastjóra verði færð til formanns, varaformanns og gjaldkera félagsins. Stingur þessi skýring í stúf við lög félagsins sem segja til um að það skuli vera fram- kvæmdastjóri og hefur staðan verið til frá stofnun félagsins. Sigurður hefur að undanförnu staðið fyrir undirskriftasöfnun meðal félagsmann með það að markmið að haldinn verði félagsfundur þar sem uppsögn hans verði skýrð. Hann hef- ur safnað hundrað og sjötíu undir- skriftum en þrátt fyrir þrjá stjórnar- fundi hefur félagsfundur ekki verið settur á dagskrá. Fjögur hundruð þúsund fyrirböll „Ég þykist vita hvað stendur að baki. Það er persónuleg óvild stjórnar- manns í minn garð. Það er fyrst og fremst Birna Bjarnadóttir, gjaldkeri stjórnar. Hún hefur sýnt það seinasta árið að hún ber einhvern kala til mín. Það hefur fram að þessu ekki komið til neinna átaka en hún heilsar mér ekki og virðir mig ekki viðlits,“ segir Sigurður. Hann telur að rekja megi þennan kala að einhverju leyti til þess að hann hafi verið gagnrýninn á háar greiðslur til eiginmanns Birnu, Hauks Ingibergssonar, en hann hef- ur leikið fyrir dansi vikulega í hart- nær áratug fyrir félagsmenn. Hann fær um fjögur hundruð þúsund krón- ur í verktakagreiðslur á mánuði fyrir að spila á dansiböllunum fjóra daga í mánuði, að jafnaði. „Ég hef þurft að kalla í Hauk og setja út á þetta. Ég var bara í þeirri stöðu að ég gat ekki farið með þetta fyrir stjórn vegna þess að kona hans er gjaldkeri. Eftir á að hyggja tel ég þetta sé eitt af því sem hefur haft áhrif.“ Ekki náðist í Birnu við vinnslu fréttarinnar en Haukur staðfestir í samtali við DV að hann hafi haldið dansiböll fyrir félagið frá árinu 2005. Hann neitar þó að tjá sig um hve mik- ið hann fær fyrir. Tilraun til þöggunar Sigurður segir að lokun Facebook- síðu félagsins sé tilraun til þöggunar. Hann hafði rætt við umsjónarmann vefsíðu- og tölvumála félagsins sem hafi sagt honum að Bryndís Hagan Torfadóttir hafi krafist þess að síð- unni yrði lokað. „Síðan var ekki á veg- um Félags eldri borgara í Reykjavík og þar af leiðandi enginn til að upp- færa hana með sérstökum fréttum. Konan hans Sigurðar hafði sett upp Facebook-síðuna. Við vissum ekki af henni. Það hefði svo sem ekkert gert til ef hann hefði ekki verið að nota þessa síðu til að skrifa bréf. Síðan var merkt eins og hún kæmi frá Félagi eldri borgara svo við lokuðum henni bara,“ segir Bryndís. Sigurður segir að vissulega hafi hann staðið fyrir að koma Facebook- síðu laggirnar. „Þetta var Facebook- síða félagsins, ég er með mitt eigið Facebook. Það hefði vel verið hægt að taka mig út sem stjórnanda,“ segir Sig- urður. Hann telur að það sé ekki nægi- leg góð skýring. „Það þarf ekki að gefa nein rök“ Bryndís Hagan, stjórnarmaður félags- ins, segir að ástæðan fyrir uppsögn Sigurðar hafi verið slæm fjárhags- staða félagsins. Þórunn Sveinbjarnar- dóttir, formaður félagsins, vildi hins vegar sem minnst tjá sig um uppsögn Sigurðar sem og greiðslur til Hauks í samtali við DV. Spurð um hvers vegna Facebook-síðu félagsins hafi verið lokað eftir að umræða fór þar á stað um uppsögn Sigurðar segir Þórunn: „Ég skulda þér enga skýringu á því.“ Þórunn telur ekkert athugavert við uppsögn Sigurðar. „Þetta mál er bara venjuleg uppsögn og löglega að henni staðið. Það þarf ekki að gefa nein rök fyrir henni. Þetta er heimilt, það eru lög á bak við þetta. Ég held að þetta sé bara ekkert sem á erindi í blöðin,“ segir Þórunn áður en hún skellti á blaðamann. n Hjálmar Friðriksson hjalmar@dv.is Fyrrverandi framkvæmdastjóri Sigurður Einarsson segir að sér hafi verið sagt upp vegna þess að hann gagnrýndi háar verk- takagreiðslur til eigin- manns gjaldkera Félags eldri borgara Reykjavíkur og nágrennis. mynd sigTryggur ari „Ég var bara í þeirri stöðu að ég gat ekki farið með þetta fyr- ir stjórn vegna þess að kona hans er gjaldkeri. Gagnrýndi greiðslur til eiginmanns gjaldkera n Spilar fyrir dansi einu sinni í viku n Kvartaði og var látinn fara Snjóflóð í Bláfjöllum „Þetta er bara eitthvað sem verður lagað í sumar. Lyftan er í fínu lagi,“ segir Einar Bjarna- son, rekstrarstjóri í Bláfjöllum, um snjóflóð sem féll á suður- svæðinu í Bláfjöllum aðfara- nótt fimmtudags. Lýsingarstaur skekktist í flóðinu, en að öðru leyti virðist ekki hafa orðið tjón vegna sjóflóðsins, að sögn Einars. Hægt er að fylgjast með framgangi mála á vefsíðu Blá- fjalla, skidasvaedi.is. Fjölmenni Kennarar hittast daglega í verkfallsmiðstöðinni. mynd sigTryggur ari Borga fyrir eigin bleyjur Kjaranefnd Félags eldri borgara í Reykjavík skorar, í tilkynningu til fjölmiðla, á heilbrigðisráð- herra að afturkalla hækkanir á komugjöldum í heilbrigðis- þjónustu. Þar segir að ýmsar hækkanir stjórnvalda á þjón- ustu komi öldruðum og ör- yrkjum mjög illa. „Dregið var svo mikið úr niðurgreiðslum á stoðtækjum og hjálpartækj- um, að verð á þeim hefur stór- hækkað. Sjúklingar sem þurfa á bleyjum að halda, þurfa nú að greiða 4–5.000 kr. á mánuði fyr- ir þær, en áður voru þær ókeyp- is. Með þessum hækkunum er ríkisstjórnin að taka að mestu til baka þær kjarabætur, sem hún hafði áður veitt öldruðum og öryrkjum,“ segir í tilkynn- ingunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.