Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2014, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2014, Blaðsíða 11
Fréttir 11Helgarblað 28.–31. mars 2014 Segir skýrslu sanna ofbeldið Lögmaður Hjördísar Svan Aðalheiðardóttur grét þegar hann las nýja sálfræðiskýrslu L ögmaður Hjördísar Svan Aðalheiðardóttur segir að lestur á nýrri sálfræðiskýr- slu um upplifun dætra Hjör- dísar af meintu ofbeldi föður þeirra, Kims Grams Laursen, hafi komið honum til að gráta. „Þetta er óþægileg lesning; ég var með tárin í augunum. Ritarinn minn hætti að lesa hana af því hún gat það ekki,“ segir lögmaðurinn, Thomas Berg, en að hans sögn er komist að því í skýrsl unni að stúlkurnar hafi upp- lifað meint líkamlegt, kynferðislegt og andlegt ofbeldi. Að sögn Tómas- ar er niðurstaða skýrslunnar skýr að þessu leyti. Höfundur sálfræðiskýrslunnar, sem byggir á viðtölum við stúlkurn- ar sem tekin voru á Íslandi á síð- ustu mánuðum, er sálfræðingurinn Jóhanna Kristín Jónsdóttir. Thom- as segir að skýrslan verði notuð í dómsmálum sem nú eru höfðuð í forræðismálinu í Danmörku og á Íslandi. Lögmaðurinn segir að skýrslan hafi verið unnin út frá við- talstækni Barnahúss. Thomas Berg segist ekki geta látið skýrsluna af hendir sökum þess að hún verði notuð sem gagn í dómsmálunum sem standa fyrir dyrum. Málflutningur í dag Hjördís Svan dvelur nú í fangelsi í Horsens á Jótlandi vegna gruns um meint mannrán eftir að hún flutti dætur sínar með ólöglegum hætti frá Danmörku. Kim Gram Laur- sen fer með forræði stúlknanna en Hjördís Svan hafði umgengn- isrétt þegar hún stakk af frá Dan- mörku með stelpurnar. Thomas Berg segir að nú styttist í að mál- flutningur hefjist í málinu. Thomas mun reyna að sýna fram á að Hjör- dís hafi beitt neyðarrétti þegar hún flutti stúlkurnar frá Danmörku þar sem þeim hafi stafað hætta af föð- ur sínum. Kim Gram reynir nú að fá stúlk- urnar aftur til sín til Danmerkur en þær dvelja um þessar mundir hjá móðurfjölskyldu sinni á Íslandi. Stúlkurnar eru því hvorki hjá móð- ur sinni né föður um þessar mund- ir. Í dag, föstudag, hefst málflutn- ingur í dómsmálinu sem Kim Gram þurfti að höfða til að fá stúlkurnar sendar aftur til sín. Lögum sam- kvæmt má Kim Gram ekki bara koma hingað til lands og sækja stúlkurnar. Thomas segir að Kim Gram hafi gert þá kröfu að stúlkun- um yrði komið fyrir hjá fósturfor- eldrum þar til niðurstaða fæst í af- hendingarmálinu. Í báðum þessum málum verður umrædd sálfræðiskýrsla notuð til að færa sönnur á að Kim Gram sé meintur ofbeldismaður að sögn Thomasar. Telur rannsókn hefjast Thomas segir lesturinn á skýrslunni vera átakanlegan og les hann upp úr henni fyrir blaðamenn þar sem stúlkurnar eru sagðar lýsa meint- um samskiptum við föður sinn. Þar er að finna lýsingar á meintu lík- amlegu ofbeldi og kynferðisofbeldi, meðal annars meintri snertingu á kynfærum, að sögn Thomasar. Thomas segir að hann telji, raunar segist hann vera alveg viss um, að lögreglan í Danmörku muni hefja rannsókn á meintu ofbeldi Kims Grams þegar upplýsingarn- ar úr skýrsl unni munu liggja fyrir í Danmörku. Hingað til hafa yfirvöld á Íslandi og í Danmörku ekki séð tilefni til að hefja sérstaka rannsókn á meintu ofbeldi Kims Grams. n Ingi Freyr Vilhjálmsson ingi@dv.is „Ég var með tárin í augunum 28. mars til 6. apríl 2014 Leyndardómar SuðurlandsF ormleg opnun við Litlu Kaffistofu na þann 28. m ars kl. 14:00 Ráðherrarnir Sigurður Ingi Jóhannsson og Ragnheiður Elín Árnadóttir ásamt Gunnari Þorgeirssyni, formanni SASS, munu opna Leyndardóma Suðurlands. Alla viðburði má finna inni á www.sudurland.is Frítt í Strætó á Suðurlandi Samtök sunnlenskra sveitarfélaga bjóða frítt í Strætó alla leyndardómsdagana. Sjá áætlunarferðir á www.straeto.is og upplýsingar eru gefnar í þjónustuveri Strætó í síma 540-2700 frá 06:00 til 22:00. Telur skýrsluna sanna ofbeldi Lögmaður Hjördísar Svan Aðalheiðardóttur segir nýja sálfræðiskýrslu sanna meint ofbeldi föður dætra þeirra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.