Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2014, Page 11

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2014, Page 11
Fréttir 11Helgarblað 28.–31. mars 2014 Segir skýrslu sanna ofbeldið Lögmaður Hjördísar Svan Aðalheiðardóttur grét þegar hann las nýja sálfræðiskýrslu L ögmaður Hjördísar Svan Aðalheiðardóttur segir að lestur á nýrri sálfræðiskýr- slu um upplifun dætra Hjör- dísar af meintu ofbeldi föður þeirra, Kims Grams Laursen, hafi komið honum til að gráta. „Þetta er óþægileg lesning; ég var með tárin í augunum. Ritarinn minn hætti að lesa hana af því hún gat það ekki,“ segir lögmaðurinn, Thomas Berg, en að hans sögn er komist að því í skýrsl unni að stúlkurnar hafi upp- lifað meint líkamlegt, kynferðislegt og andlegt ofbeldi. Að sögn Tómas- ar er niðurstaða skýrslunnar skýr að þessu leyti. Höfundur sálfræðiskýrslunnar, sem byggir á viðtölum við stúlkurn- ar sem tekin voru á Íslandi á síð- ustu mánuðum, er sálfræðingurinn Jóhanna Kristín Jónsdóttir. Thom- as segir að skýrslan verði notuð í dómsmálum sem nú eru höfðuð í forræðismálinu í Danmörku og á Íslandi. Lögmaðurinn segir að skýrslan hafi verið unnin út frá við- talstækni Barnahúss. Thomas Berg segist ekki geta látið skýrsluna af hendir sökum þess að hún verði notuð sem gagn í dómsmálunum sem standa fyrir dyrum. Málflutningur í dag Hjördís Svan dvelur nú í fangelsi í Horsens á Jótlandi vegna gruns um meint mannrán eftir að hún flutti dætur sínar með ólöglegum hætti frá Danmörku. Kim Gram Laur- sen fer með forræði stúlknanna en Hjördís Svan hafði umgengn- isrétt þegar hún stakk af frá Dan- mörku með stelpurnar. Thomas Berg segir að nú styttist í að mál- flutningur hefjist í málinu. Thomas mun reyna að sýna fram á að Hjör- dís hafi beitt neyðarrétti þegar hún flutti stúlkurnar frá Danmörku þar sem þeim hafi stafað hætta af föð- ur sínum. Kim Gram reynir nú að fá stúlk- urnar aftur til sín til Danmerkur en þær dvelja um þessar mundir hjá móðurfjölskyldu sinni á Íslandi. Stúlkurnar eru því hvorki hjá móð- ur sinni né föður um þessar mund- ir. Í dag, föstudag, hefst málflutn- ingur í dómsmálinu sem Kim Gram þurfti að höfða til að fá stúlkurnar sendar aftur til sín. Lögum sam- kvæmt má Kim Gram ekki bara koma hingað til lands og sækja stúlkurnar. Thomas segir að Kim Gram hafi gert þá kröfu að stúlkun- um yrði komið fyrir hjá fósturfor- eldrum þar til niðurstaða fæst í af- hendingarmálinu. Í báðum þessum málum verður umrædd sálfræðiskýrsla notuð til að færa sönnur á að Kim Gram sé meintur ofbeldismaður að sögn Thomasar. Telur rannsókn hefjast Thomas segir lesturinn á skýrslunni vera átakanlegan og les hann upp úr henni fyrir blaðamenn þar sem stúlkurnar eru sagðar lýsa meint- um samskiptum við föður sinn. Þar er að finna lýsingar á meintu lík- amlegu ofbeldi og kynferðisofbeldi, meðal annars meintri snertingu á kynfærum, að sögn Thomasar. Thomas segir að hann telji, raunar segist hann vera alveg viss um, að lögreglan í Danmörku muni hefja rannsókn á meintu ofbeldi Kims Grams þegar upplýsingarn- ar úr skýrsl unni munu liggja fyrir í Danmörku. Hingað til hafa yfirvöld á Íslandi og í Danmörku ekki séð tilefni til að hefja sérstaka rannsókn á meintu ofbeldi Kims Grams. n Ingi Freyr Vilhjálmsson ingi@dv.is „Ég var með tárin í augunum 28. mars til 6. apríl 2014 Leyndardómar SuðurlandsF ormleg opnun við Litlu Kaffistofu na þann 28. m ars kl. 14:00 Ráðherrarnir Sigurður Ingi Jóhannsson og Ragnheiður Elín Árnadóttir ásamt Gunnari Þorgeirssyni, formanni SASS, munu opna Leyndardóma Suðurlands. Alla viðburði má finna inni á www.sudurland.is Frítt í Strætó á Suðurlandi Samtök sunnlenskra sveitarfélaga bjóða frítt í Strætó alla leyndardómsdagana. Sjá áætlunarferðir á www.straeto.is og upplýsingar eru gefnar í þjónustuveri Strætó í síma 540-2700 frá 06:00 til 22:00. Telur skýrsluna sanna ofbeldi Lögmaður Hjördísar Svan Aðalheiðardóttur segir nýja sálfræðiskýrslu sanna meint ofbeldi föður dætra þeirra.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.