Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2014, Blaðsíða 53

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2014, Blaðsíða 53
Helgarblað 28.–31. mars 2014 Menning 45 mikilli tónlist og hlustaði til að mynda á Nino Rota, sem er hvað þekktastur fyrir kvikmyndatónlistina í The God- father-kvikmyndunum, einnig fyrir tónlistina í Fellini-kvikmyndum sem Steinunn hlustaði mikið á, Martin Denny, föður hins exótíska, Love and Rockets og Ymu Súmac. „Ég hugsaði alltaf að ég yrði ábyggilega söngkona, úti í skógi, eins og Yma Súmac sem var Inka-prinsessa og söng með dýrunum í skóginum. Mig langaði líka að vinna á krana. Það var alltaf draumurinn því þá er maður svo hátt uppi. Þannig að tónlistarmaður í krana er ábyggilega toppurinn.“ Skilur ekki pressuna um val Hún segist þó aldrei hafa verið hrifin af eilífðarspurningunni, hvað maður á að verða þegar maður verður loks- ins fullorðinn. „Ég vildi aldrei ákveða mig en fann þó fyrir þeirri pressu á unglingsaldrinum. Mér var sagt að ég yrði að velja en mig langaði að gera allt sem hugurinn girntist. Ég skildi ekki af hverju allir þurftu að velja hvað þeir vildu gera. Ég skil það ekki enn- þá. Maður lifir mögulega lengi og það er örugglega leiðinlegt til lengdar að vera það sama allt sitt líf, nema mað- ur hafi rosalegan áhuga á því,“ segir Steinunn. Þú sérð þá ekki fyrir þér að vera ennþá dj. flugvél og geimskip þegar þú verður sextug? „Ég hef reyndar ekki hugsað svo langt. En ég fór reyndar í myndlist í Listaháskólanum. Þá átti ég að gera myndlist en þá varð tónlist allt í einu meira spennandi. Það er held ég þess vegna sem ég er tónlistarmaður núna. Ef ég hefði farið í tónlistarskóla kannski, þá væri ég mögulega að gera meiri myndlist. Ég er svolítið í því að gera það sem ég á ekki að vera að gera,“ segir Steinunn. Dj. flugvél og geimskip varð til í Menntaskólanum í Hamrahlíð sem Steinunn sótti. „Þá hringdi ég í ein- hverja vini mína og spurði þá hvort þeir gætu hitt mig en þá voru þeir að fara á hljómsveitaræfingu. Þá hugs- aði ég bara: „Jæja, sama er mér. Ég er bara líka að fara á hljómsveitar- æfingu.“ Síðan fór ég og tók upp fullt af lögum eitt kvöldið. Ég fór síðan með þau á zip-diski í skólann og fékk einn félaga minn til að breyta honum í geisladisk í fyrri frímínútunum sem ég seldi síðan í seinni frímínútunum,“ segir Steinunn. „Það var alveg frábært að hafa tvennar frímínútur.“ Seinna voru haldnir tónleikar í norðurkjallara MH þar sem vant- aði skyndilega atriði á milli laga og var ákveðið fát á tónleikahöldur- um baksviðs. Steinunn stökk þá fram og sagðist vera með atriði. Það var nokkurn veginn byrjunin á ferli dj. flugvélar og geimskips. Hræðileg hugmynd Hún segist þó aldrei hafa haft skýra stefnu hvernig tónlist dj. flugvélar og geimskips ætti að vera. „Ég veit það ekki ennþá. Ég hef ekki hugmynd um hvernig þetta er. En ég er fyrst núna að hugsa hvernig þetta eigi mögulega að vera. Ég hef nefnilega tekið eftir því að fólk er að hreyfa sig í takt við tónlistina á tónleikum og því langar mig að gera Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is mánudaginn 31. mars, kl. 18 í Gallerí Fold, á Rauðarárstíg Valtýr Pétursson Á uppboðinu verður gott úrval verka samtímalistamanna svo og fjöldi frábærra verka gömlu meistaranna. Verkin verða sýnd í dag föstudag kl. 10–18, laugardag kl. 11–17, sunnudag kl. 12–17, mánudag kl. 10–17 Hægt er að skoða uppboðsskrána á myndlist.is Listmunauppboð í Gallerí Fold allavega eitt danslag á nýja disknum sem ég er að gera. Reyndar reyndi ég einu sinni að gera glaðlegt sumarlag. Það var mjög erfitt. Ég gerði 20 vetrar- lög og svo eitt um sólgleraugu. Síðan kom sumarlag,“ segir Steinunn sem virðist vera að fara í gegnum ferli sem margir tónlistarmenn kynnast, að við- brögð tónleikagesta hafa gjarnan áhrif á tónlistarsköpunina. „Ég hef tekið eftir því að það er skemmtilegra að spila lög sem eru dáleiðandi og dansvæn fyrir áhorf- endur. Þegar ég fer síðan að búa til lög þá ósjálfrátt fer ég að gera lög sem ég hugsa að sé gaman að spila á tón- leikum fyrir fólk, sem eru þá bæði dáleiðandi lög og danslög. En þá verða kannski út undan þeir sem liggja bara heima undir sæng og hlusta á lögin. En þeir verða þá bara að senda mér hug- skeyti,“ segir Steinunn sem lítur þó ekki á sig sem einhvers konar skemmtikraft. „Nei, mér finnst það hræðileg hug- mynd. Skemmtikraftur. Það hljómar eins og hirðfífl. Það er örugglega síð- asta áttin sem ég vil fara í. Þó ég sé alveg til í að skemmta fólki, en ég vil ekki verða skemmtikraftur. Það er eins og munurinn á því að vera fyndinn og segja brandara. Ég er mjög til í skemmta einhverjum, en ég vil ekki vera skemmtikraftur,“ segir Steinunn og gæti mögulega hafa ljóstrað þessari skoðun sinni upp í laginu um Trommuþrælinn sem er að finna á plötunni Glamúr í geimnum. Lagið segir frá trommuþrælnum sem þarf að spila hundrað lög þúsund sinn- um fyrir kónginn langt fram á nótt, nokkurs konar hirðfífl. Steinunn er þó ekki hrifin af því að útskýra innihald textasmíða sinna. „Þetta er svona leyni. Eins og dulin merking í málverkum. Eins og tarot- spil sem eru eins og myndir en geta sýnt hvað gerist í framtíðinni, ef mað- ur hefur þekkinguna,“ segir Steinunn sem hefur ítrekað verið spurð af hlust- endum um meiningarnar á bak við lögin en er þögul sem gröfin. Rugluð eða skemmtileg, ekki bæði Hún hefur fengið töluverða athygli síðastliðna mánuði fyrir tónlist sína og hafa margir sterkar skoðanir á henni, eitthvað sem hefur komið Steinunni á óvart. „Systir mín og kærasti henn- ar hafa sent mér Facebook-umræð- ur sem snúast um hvort ég sé geð- veik eða ekki. Mér finnst það mjög fyndið og skemmtilegt og furðulegt. Bróðir vinar míns sagði mér frá um- ræðu í skólanum sínum þar sem rifist var um hvort ég væri skemmtileg, eða hvort ég væri rugluð, sem er eins og ég sagði áður, mjög fyndið. Að þeirra mati verð ég að vera annað hvort, ég get ekki verið bæði. Ég er samt aðal- lega hissa á fólki sem finnst tónlistin mín leiðinleg, mér finnst það skrýtið,“ segir Steinunn sem vinnur einnig á bar í miðborginni og heyrir jafnan eitthvað pukur um sig þar. „Það gerist gjarnan að fólk vindur sér upp að mér eftir að það er kom- ið í glas og segir: Ert þú hún? Er þú dj. flugvél og geimskip? Ég svara því bara játandi og það verða allir voða glaðir. Mér fannst þetta skrýtið fyrst en er búin að venjast því núna. Líka ef ég geng með bjór á meðal gest- anna þá heyri ég kannski einhvern hvísla: Þetta er dj. flugvél og geimskip. Ég labba bara fram hjá og þykist ekki vera að hlusta. Mér finnst það mjög skemmtilegt. Það hefur enginn enn- þá gengið upp að mér og lýst því yfir að ég hafi skemmt í þeim eyrun eða að ég hafi eyðilagt börnin þeirra,“ seg- ir Steinunn. Ýmsir hafa þó haldið því fram að tónlist hennar sé samin fyrir börn og hugnast henni alls ekki sú líking. Hún segir það þó alveg mögulegt að mörg börn kunni afskaplega vel við tónlistina hennar. „En þau skilja bara helminginn. Þau kunna eflaust að meta hljóðin og textana ofan á en svo eru rætur sem sumir fullorðnir skilja, ef þeir reyna.“ Óendanlegir möguleikar En hvað er það við geiminn sem heillar hana svona mikið? „Ég held að það sé bara af því að við erum á jörðinni, þá er allt sem er ekki á jörðinni mjög spennandi. Hér erum við á jörðinni. Hér eru blóm, hér er blár himinn, ein sól, eitt tungl sem ég þekki voða vel. Tré og venju- leg dýr. Það fær mann til að hugsa til þess hvað sé í geimnum. Skrilljón sól- ir, allt öðruvísi. Endalaust af möguleik- um. Annað líf, kannski, einhvers stað- ar. Þannig að allt sem er óþekkt og er eitthvað nýtt og spennandi, það er möguleiki á því í geimnum. Og enginn veit með fullri vissu hvað hann er stór, kannski er hann endalaus. Ég sé fyrir mér að yst í geimnum, þar sem margir telja endimörk hans vera, sé opið rými fyrir óendanleika og allt. Það er aðal- lega þetta sem er spennandi við geim- inn, hann er óendanlega stór og hlað- inn óendanlegum möguleikum á einhverju nýju.“ Mamma sár Hefur þessi geimáhugi fylgt þér alla tíð? „Já, ég var alveg viss um að ég væri utan úr geimnum þegar ég var lítil. Þá gat ég alveg fundið plánetuna sem ég var frá en get það ekki lengur. Þetta var mjög óþægilegt fyrir mömmu þegar ég sagði að hún væri ekki mamma mín. „Þú ert ekki mamma mín,“ sagði ég. „Ég er úr geimnum.“ Ég veit að mömmu fannst þetta mjög leiðinlegt. En ég veit það ekki, kannski er ég utan úr geimi. Ég vona það. Það væri geðveikt ef ég myndi komast að því einn daginn.“ Einn áhrifavaldur Steinunnar hef- ur ekki enn verið nefndur en það er tónlistarmaðurinn Joe Meek sem átti afar örlagaríka ævi. Steinunn segir geimplötu hans, I Hear a New World, lýsa allri nálgun hennar á tónlist. „Það lýsir því hvernig ég sé tónlist fyrir mér. Tónlistin gefur manni möguleika á að vera í öðrum heimi í þessum venju- lega heimi sem mér finnst mjög mikilvægt og er ein ástæðan fyrir því að mér finnst svo gaman að búa til tónlist.“ Steinunn á sér þann draum að komast einn daginn út í geim. Möguleikinn gæti verið til staðar með væntanlegum farþegaferðum í geim- inn í náinni framtíð. „Ef það verða far- þegaferðir og ég á pening þá ætla ég að drífa mig. Kannski verða skemmti- ferðageimskip og þá vantar mögulega tónlistaratriði sem ég gæti tekið að mér gegn fari út í geiminn.“ Braut eigin reglu um fullt tungl Lögin á plötunni Glamúr í geimnum voru öll samin á eða í kringum fullt tungl. „Það er löngu liðin tíð,“ segir Steinunn um þá yfirlýstu stefnu henn- ar að semja bara lög á fullu tungl. „Ég hafði þetta ekkert sérstaklega sem stefnu. Þegar ég gerði diskinn Glamúr í geimnum þá komst ég að því að ég lögin á honum höfðu eiginlega öll orðið til á fullu tungli, eða í kringum það. Þá fannst mér það fínt að halda því áfram á meðan ég var að klára þann disk. Svo finnst mér mjög leiðin- legar svona reglur þannig að ég ákvað að brjóta þær bara og gera bara lög þegar mig langar til. Mér fannst það líka bara mjög kúl að segja það en síð- an nennti ég ekki að festa mig í því,“ segir Steinunn. Biðst afsökunar opinberlega Steinunn býr aðallega til tónlist á nóttinni og er hægt að ímynda sér að nágrannarnir í blokkinni gætu sett eitthvað út á tónlistarsköp- un Steinunnar á þeim tíma sólar- hrings. Hún segist þó ekki hafa nein- ar áhyggjur af því. „Ég er bara ekkert að hlusta. Þeir eru örugglega pirrað- ir. Ég hef einstaka sinnum heyrt ein- hvern banka með kústi. Þegar ég er að gera tónlist þá er ég ekkert að hlusta eftir því hvort einhver sé að banka. En ég biðst afsökunar á þessu núna opin- berlega. Ég er að flytja á laugardaginn þannig að þá losna þeir við mig,“ segir Steinunn og hlær. Því næst liggur leið okkar aftur inn í hljóðverið þar sem Steinunn gefur góðfúslegt leyfi fyrir myndatöku. Hún er þó ekki til í að leyfa okkur að heyra nýjustu lögin sem eru væntanleg á nýrri plötu frá dj. flugvél og geimskipi. Alls ekkert illa meint heldur vill hún koma þessu frá sér fullsköpuðu áður en hún útvarpar nýja efninu til fjöld- ans. Platan verður gefin út af Mengi sem Steinunn segir vera afskaplega þægilegt fyrir sig. Útgáfubransinn er mikið hark og hún rétt náði að koma út á sléttu með plötuna Glamúr í geimn- um sem hún gaf út sjálf. Hvenær þessi nýja plata kemur út er óráðið en henn- ar má vænta á árinu. Það er því ekkert annað að gera fyrir aðdáendur hennar en að bíða spenntir. n „Það er aðallega þetta sem er spennandi við geiminn, hann er óendanlega stór og hlaðinn óendanlegum möguleikum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.