Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2014, Qupperneq 45

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2014, Qupperneq 45
Helgarblað 28.–31. mars 2014 Lífsstíll 37 Dásemd á veisluborðið n Skemmtilegar og öðruvísi kræsingar n Salöt til þess að njóta í góðra vina Súkkulaðibotn n 2,5 dl hveiti n 2,5 dl sykur n 1,5 dl kakó n 1 tsk. matarsódi n 1 tsk. lyftiduft n 1 msk. vanillusykur n 1/2 tsk. salt n 2 egg (við stofuhita) n 2 dl mjólk (við stofuhita) n 1 dl olía n 1,5 dl sterkt kaffi Aðferð Hitið ofn í 150°C, setjið bökunarpappír í 23 sentimetra form. Blandið þurrefnum saman, hrærið saman mjólk, eggjum og olíu, setjið þurrefnin saman við og hrærið í höndunum í þykka blöndu, hellið kaffinu út í og hrærið saman. Setjið í formið og bakið í 50–55 mín- útur, kælið vel og skerið botninn í tvennt. Kókosbotn n 225 gr mjúkt smjör n 1,5 bolli sykur n 3 stór egg n 2 1/4 bolli hveiti n 1 msk. lyftiduft n 1/2 tsk. salt n 1 bolli rjómi n 1 msk. vanillu-extract n 1 tsk. kókos-extract Aðferð Hitið ofn í 175°C, smyrjið 23 sentimetra form eða úðið með ólíuúða. Smjör og sykur þeytt í ca 5–6 mínútur þar til það er ljóst og létt. Eggjum bætt út í, einu í einu, skafið niður á milli. Sigtið saman hveiti, salt og lyftiduft. Blandið saman rjóma, vanillu- og kókos-extract í skál. Setjið hluta af hveitiblöndu út í smjör- blönduna svo hluta af rjómablöndu, byrjið og endið á hveitiblöndu. Hellið í form og bakið í 40–45 mínútur. Kælið botninn áður en hann er tekinn úr forminu. Kókoskrem n 2,5 bolli rjómi n 1,5 bolli sykur n 225 gr smjör n 1,5 msk. kornsterkja n 1 tsk vanillu-extract n 2,5 bolli af sætum kókosflögum Aðferð Sykur, smjör og rjómi saman í pott og hitað að suðu, hrærið í þar til sykur er uppleystur. Í aðra skál er blandað saman kornsterkju, vanillu og 2 msk. af vatni, blandið saman við rjómann og sjóðið í nokkrar mín þar til blandan er þykk, takið af hitanum og bætið kókos út í. Kælið yfir nótt og þeytið rétt áður en kakan er sett saman. Létt marsmallow krem n 125 gr smjör n 1 dl flórsykur n 1/2 tsk vanillusykur n 1 dós af marchmallowfluff-kremi n Þeytið smjör, flórsykur og vanillu ljóst og létt, bætið marchmallowfluff saman við. Súkkulaðikremið sem fer utan um kökuna n 300 gr rjómasúkkulaði brætt og kælt n 5 stórar eggjahvítur við stofuhita n 250 gr sykur n 340 gr smjör ósaltað (við stofuhita) skorið í teninga eða þeytt n 2 tsk. vanillu-extract Setjið sykur og eggjahvítur í skál yfir vatnsbaði og þeytið þar til sykurinn er upp- leystur (blandan á að vera heit) setjið svo í hrærivél og þeytið í allavega 10–12 mínútur, þar til kremið verður þykkt og glansandi, bætið smjörinu út í í skömmtum. Vanillu og súkkulaði er síðan blandað út í og hrært þar til kremið fær fallega silki- áferð, ef það skilst frá þeytið þá áfram. Kakan sett saman Kljúfið súkkulaðibotnana, setjið kókoskrem ofan á, svo kókoskökuna (kljúf- ið ef ykkur finnst botninn vera of þykkur og ef þið viljið gera fleiri hæðir) setjið marchmallow-krem ofan á kókosbotninn, svo hinn helminginn af súkkulaðibotn- inum, smyrjið kökuna með súkkulaði- kreminu, skreytið með maltesers ef ykkur hugnast svo. Kakan er best við stofuhita. Súkkulaði- og kókosundur n 2 pokar klettasalat n 3 stk. avókadó n 1 box kirsuberjatómatar n ½ poki graskersfræ n ½ poki furuhnetur n 2–3 msk. fetaostur n 1 paprika – skorin í strimla n rifinn parmesanostur n 2–3 msk. karrímangó-steikarsósa/ fæst í Hagkaupum n Ólífuolía n 1 heill kjúklingur eldaður, einnig er hægt að nota kjúklingalundir. n Salt og pipar Aðferð Kjúklingur rifinn í litla bita, ólífuolía sett á pönnu og kjúklingi bætt út í ásamt karrísósunni, blandið vel saman. Graskersfræ og furuhnetur ristaðar á pönnu við vægan hita, klettasalat sett í skál, tómatar og avókadó skorið niður og bætt við, kjúklingur, fetaostur og fræ sett út í klettasalatið ásamt rifnum parmesanosti. Vinkonusalat Uppskriftir eru eftir Berglindi D. Steingrímsdóttur, blaðamann hjá Home Magazine Hráefni n 400 gr gott nautakjöt n 4 tsk. dijon-sinnep n Kosher-salt og svartur pipar n 3 msk. ólífuolía n 1 msk. hunang n 1 box sveppir – skornir í sneiðar n 1/4 bolli rifinn parmesanostur n 3 msk. sýrður rjómi 10% n 1 poki gott salat n 2–3 stk sellerí – smátt skorið n 4 stk. tómatar – skornir smátt n 1 bolli brauðteningar n 2–3 tsk. piparkorn úr krukku Aðferð Nuddið nautakjötið vel með 1 msk. af dijon-sinnepi og salti og pipar. Hitið 1 msk. af ólífuolíu á pönnu þar til hún er orðin vel heit. Nautakjötið sett á pönnuna og steikt í u.þ.b. 5–6 mínútur á hvorri hlið. Látið kjötið bíða í 10 mínútur áður en það er skorið. Þurrkið af pönnu og bætið 1 msk. af ólífu- olíu, bætið sveppum út í og brúnið, saltið og piprið og steikið í 5 mínútur. Blandið saman sýrðum rjóma og 3 msk. af vatni, 1 msk. af ólífuolíu, hunangi, sinnepi, piparkornum, ásamt salti og pipar. Setjið í sömu skál, sveppi, kál, tómata, sellerí og brauðkubba og blandið vel saman. Skerið kjötið í sneiðar og bætið út í salatblönduna, bætið rifnum parmesanosti yfir í lokin. Steikarsalat T íðni hljóða getur haft áhrif á bragðskyn manna. Þetta kemur fram í nýlegri rann- sókn á vegum háskólans í Oxford, en þar smökkuðu sjálfboðaliðar á karamellu. Á með- an hátíðnihljóð voru spiluð fundu þeir meira fyrir sæta bragðinu af karamellunni, en lágtíðnihljóðið dró fram beiska bragðið. Í kjölfar- ið var þetta prófað á veitingastað, þar sem borinn var fram eftirréttur, súkkulaðihúðuð súrsæt karamella. Með henni fylgdi símanúmer sem neytandinn átti að að hringja í á meðan hann borðaði karamell- una. Til að fá sætt bragð átti að ýta á einn, en til að fá súrt bragð átti að ýta á tvo. „Þetta fær mig til að hlæja því þetta virkar í hvert skipti og fólk segir: Vá, þetta er skrýtið!“ sagði matarlistarmaðurinn Caroline Hobkinson, sem vann með rann- sóknarteyminu. Hún framkvæmdi tilraun- ina einnig á The Royal Institute í London, en í stað þess að spila hljóð í gegnum hljóðgervil sá hljómsveit um að spila hljómana á staðnum. Þá kom í ljós að þetta virkaði með kaffi líka, og Caroline sér fyrir sér að hljóð geti komið í stað þess að setja sykur út í morgunkaffið. Önnur rannsókn, frá 2011, sýndi að hávær bakgrunnshljóð draga úr saltbragði, sætu bragði og heildar ánægju af því að borða mat. Þess vegna er matur um borð í flugvélum ekki eins góður. Þá þurfa eigendur veitingastaða einnig að hafa þetta í huga, því oft mælist desibelstyrkur á veitingastöðum mjög mikill, jafn- vel meiri en í flugvélum. Veitinga- menn sem hafa einblínt á matseðla, húsgögn og lýsingu en spila síð- an tónlist án þess að hugsa mikið út í það, þurfa nú að gefa tónlist og tíðni hljóða meiri gaum svo upplif- un gesta af mat verði betri.“ n rognvaldur@dv.is Tíðni hljóða breytir bragðskyni Tónlist getur haft áhrif á matarupplifun Sætt eða súrt? Há- eða lágtíðni getur haft áhrif á bragðskynið, þannig að sætt eða beiskt bragð verður meira áberandi.Ekki henda lina kálinu Margir lenda í því að gleyma sal- atinu eða kálinu í ísskápnum og þegar kemur að því að nota það er það orðið lint. Gott hús- ráð við þessu er að leggja græn- metið í bleyti í klakavatni. Látið það liggja í fimm mínútur, takið úr skálinni og þerrið. Þetta ætti að hressa upp á kálið og gera það stökkt á ný.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.