Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2014, Side 54

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2014, Side 54
Helgarblað 28.–31. mars 201446 Menning Vegabréf Sigmundar Stundum er það svo að innra með manni hljóðnar allt og daprast. Þannig var mér inn- anbrjósts við stóra hótelglugg- ann á Holiday Inn í Sarajevó. Varla var nema áratugur liðinn frá því þessi þekkilega fjalla- borg var vettvangur grimmi- legustu stríðsglæpa seinni tíma; friðsæll sögustaður í dal- verpi sínu inni á milli Dinaric- alpanna hafði í einu vetfangi breyst í aumasta blett á jarðar- kringlunni. Einskær friður vék fyrir algeru blóðbaði. Þarna horfði ég út um gluggann af fimmtu hæð – og reyndi að gera mér í hugar- lund hvernig umhorfs var á þessum tíma þegar Sarajevó var umkringd af leyniskyttum á hæðunum í kring. Þær eirðu engu. Þær þyrsti í blóð. Þær skutu á hvaðeina sem hreyfð- ist, allt frá minnstu kornabörn- um til hrumustu gamalmenna, á konur líkt og menn, í myrkri jafnt sem birtu. Líkin hrönn- uðust upp. Enginn þorði að sækja þau. Og liturinn á Mil- jacka-ánni varð smám saman myrkvarauður. Óvíða hefur grimmd og hatur mannskepn- unnar brotist jafn hastarlega út og apríldag einn í Sarajevó árið 1992. Sjálfstæðisyfirlýsing Bosníu-manna snöggreiddi Serbana í kring, alltént nógu marga þeirra svo úr varð næst- um fjögurra ára umsátur sem kostaði 10 þúsund manns lífið, þar af þrjú þúsund börn og ör- kumlaði margfalt fleiri. Það er líkast því sem maður stirni upp þegar horft er niður á göturnar í Sarajevó – og ímynd- unaraflið dregur upp myndir sínar af skelfingu lostnu fólki sem reynir að skjóta sér leið á milli húsa í leit að lífsnauðsynj- um; eilíflega að hugsa hvort næsta kúla hæfi það, hvort næsti maður drepi það, hverr- ar ættar fólkið sé í aðliggjandi húsum. Og kannski er engin leið að skilja það til fulls hvern- ig það gerðist einn veðurstillt- an vordag í Evrópu nútímans að nágrannar sem höfðu búið í friði og vinsemd við einu og sömu götuna breyttust skyndi- lega í hemjulausa fjandmenn sem óskuðu hver öðrum sárs- auka og dauða. Og það var einmitt þarna, nákvæmlega þarna, eins og gerst hefði í gær, að múslímska stúlkan Admira Ismic skreið yfir til unnusta síns Bosko Brkic þar sem hann lá í blóði sínu á brúnni. Hún faðmaði hann að sér í síðasta sinn og var svo sjálf skotin til bana. Það liggur við að hljóðin heyrist enn. Þau voru á leið yfir víglínuna af því Admira ætlaði að flytja til Bosko, en leyniskytturnar skutu þau auð- vitað eins og hvað annað sem hreyfðist á staðnum. Og líkin lágu í átta daga á brúnni, af því enginn þorði að sækja þau; átta daga í stirðnuðum og óbifan- legum faðmlögum. Stundum stendur maður í eigin þögn og orðleysi. Á ein- hverju hótelherbergi í Evrópu. Stundum er svo óendanlega skrýtið að horfa út um glugg- ann og finna það á sjálfum sér hvað friðurinn og ástin geta verið lítilsvirt og veik í með- förum manna. Skytturnar í Sarajevó Á standið átti sér ekki bara stað á Íslandi, og er reyndar velþekkt fyrirbæri þar sem erlendir herir fara um. Og þar sem þessir herir eru óvinveittir er oftast illa tekið á móti afkvæmum slíkra sambanda. Norð- menn fóru afar illa með sín ástands- börn og hafa gert um það nokkrar myndir, svo sem hina mjög svo sósíal- realísku Liten Ida. Hér eru ástandsbörnin bakgrunn- ur sögunnar, en önnur þemu eru dregin inn, svo sem njósnir Austur- Þjóðverja í Noregi í Kalda stríðinu og fall Berlínarmúrsins. Úr þessu verður ágætis kokkteill. Í bókinni sem myndin er byggð á er söguhetj- an fórnarlambið, en hér er það ger- andinn, sem í raun aðeins vill lifa eðlilegu lífi, sem settur er í miðju sögunnar. Því er erfitt að átta sig á með hverjum maður á að halda, sem gefur myndinni meiri dýpt en þekkist í mörgum Hollywood-tryllum. Það að sagan gerist að mestu í Noregi færir hana líka nær íslensk- um áhorfendum, en Noregur var eina NATO-landið, auk Tyrklands, sem átti bein landamæri að Sovétríkjunum og var Kalda stríðið þar því talsvert kalt. Myndin er samstarfsverkefni Þjóðverja og Norðmanna og er því á báðum tungumálum. Þetta er aðeins í annað sinn sem hin gamalreynda Liv Ullman birtist á hvíta tjaldinu í 20 ár, og eru það kærkomin endurkynni. Sven Nordin, sem margir muna eftir sem hinum dálítið þroskahefta og sígraða sambýlismanni Elling, kemur einnig við sögu. Önnur hlutverk eru í höndum Þjóðverja, sem lærðu norsku sérstaklega fyrir myndina. Í aðalhlutverki er Juliane Köhler, sem lék Íslandsvininn Evu Braun (sem myndaði Ísafjörð fyrir stríð) í Der Untergang. Þjóðverjar hafa undanfarið mikið verið að gera myndir um hið gamla Austur-Þýskaland, enda kannski nógu langt um liðið til að hægt sé að nálgast viðfangsefnið á mismun- andi hátt. Fáar ná ef til vill sömu hæð- um og Das Leben der Anderen, en Zwei Leben er ágætis viðbót og sú fyrsta sem snýr jafnframt að Norður- löndunum. n Illa farið með ástandsbörn Í annað sinn sem Liv Ullman birtist á hvíta tjaldinu í 20 ár Kalda stríðið Það að sagan gerist að mestu í Noregi færir hana líka nær íslenskum áhorfendum, en Noregur var eina NATO-landið, auk Tyrklands, sem átti bein landamæri að Sovétríkjunum og var Kalda stríðið þar því talsvert kalt. Mynd TOM TRAMBOW Síðasta kynlífsleikhúsið n Bítlabærinn Hamborg n Reeperbahn er alræmdasta gata Evrópu R eeperbahn er einhver al- ræmdasta gata Evrópu. Í hafnarborginni Hamborg var það hingað sem sjóararnir komu til að skemmta sér og rauða hverfið þótti gefa því í hafnarborginni Amsterdam lítið eft- ir. Nafnið hefur dúkkað upp í lögum eftir Elvis Costello, Van Morrison og Tom Waits, og sænsk hljómsveit á 9. áratugnum nefndi sig í höfuðið á henni. Frægust er hún þó í poppsögunni fyrir að hafa sinnt tónlistarlegu upp- eldi Bítlana, en í rúm tvö ár spiluðu þeir sex tíma á dag í þessu skugga- hverfi fyrir áhorfendur sem saman- stóðu oft af drukknum sjómönnum, dragdrottningum og vændiskonum. Þetta voru aðrir Bítlar en þeir sem heimurinn átti eftir að kynnast síð- ar, leðurklæddir töffarar, fimm í hóp, sem minntu meira á Rolling Stones en hina brosandi fjölskylduskemmti- krafta sem slógu í gegn með Love Me Do árið 1962. Ekki aðeins æfðu þeir sig í spila- mennskunni heldur í sviðsframkom- unni líka, og kom Lennon meðal annars fram með klósettsetu um háls- inn til að fanga athygli áhorfenda. Hið gamansama nafn þeirra vakti einnig kátínu í Þýskalandi, þar sem það þótti minna á „Peedles,“ sem þýðir víst „lítið tippi.“ Margar sögur hafa spunnist um tímabil þetta, en George Harrison var á endanum rekinn úr landi fyrir að vera undir lögaldri og Paul McCartney og trommarinn Pete Best hlutu sömu örlög fyrir íkveikju, eftir að hafa kveikt í smokk í íbúð sinni. Konum bannaður aðgangur Bítlunum tókst að lokum að hafa lifi- brauð af tónlist sinni á heimavelli, en ekki fyrr en þeir skiptu út trommar- anum Best fyrir Ringo Starr, sem þeir höfðu kynnst í Hamborg. Best myndi alla tíð lifa í skugga Bítlanna, en ekki bassaleikarinn Stu Sutcliffe, sem yfir- gaf hljómsveitina til að fara í nám árið 1961 og lést úr heilablóðfalli ári síðar. Klúbbarnir sem Bítlarnir spil- uðu á eru flestir horfnir, en í stað- inn er komið Bítlatorg, Beatles-Platz, sem er í laginu eins og hljómplata og þar sem styttur með útlínum fimm- menningana standa. Stu er á sínum stað og trommarinn er á diplómat- ískan hátt tileinkaður bæði Pete Best og Ringo Starr. Bítlasafnið hér er því miður lokað, maður verður víst að fara til Liverpool til að komast á slíkt. Sú Hamborg sem Bítlarnir komu til árið 1960 var að rísa upp úr ösku- stó seinni heimsstyrjaldar eftir að hafa nánast verið jöfnuð við jörðu. Hún varð þekkt sem miðstöð alls konar glæpa og lasta og Reeper bahn var kölluð „Míla syndanna.“ Í dag má enn finna hér ógrynni strippbara og sumar hliðargöturnar eru girtar af. Fyrir aftan hliðið eru gluggar það sem vændiskonur standa og er konum al- mennt og karlmönnum undir 18 ára meinaður aðgangur. Klámbíó og kaþólskar kirkjur „Eru engir strippbarir hér ætlaðir konum?“ spyr kanadísk vinkona mín. Eitthvað skortir á jafnréttið hér, strippstaðir og bíó þjóna bæði samkynhneigðum karlmönnum og gagnkynhneigðum, en enginn konum. Hverfið í heild er óðum að taka á sig breytta mynd. Þetta er eitt helsta skemmtistaðahverfi borgar- innar og stórir hópar fólks í steggja- eða gæsaferðum, oftar en ekki frá Bretlandi, ganga hér um. Lögreglu- þjónar sjást víða og enn fleiri hrað- bankar. Margir kvarta undan því að St. Pauli-hverfið sé óðum að mið- stéttavæðast og hipsterarnir og lista- mennirnir kjósa frekar að fara til Schanzenviertel rétt fyrir norðan. Beint niður af Bítlatorginu er gat- an Grosse Freiheit, þar sem þeir spiluðu á klúbbunum. Lengi vel var þetta eina gata Hamborgar þar sem kaþólikkar máttu tilbiðja guð sinn, hér var allt leyft og handan við stripp- staðina og klámbíóin má enn þann dag í dag finna kaþólska kirkju. Fékk fleiri atkvæði en nýnasistar Hvorki ég né Kanadakonan erum kaþólikkar, sérstaklega ekki svo seint um kvöld. Á Grosse Freiheit er þó ýmislegt annað við að vera. Á 36 er hinn frægi Kaiserkeller, þar sem Bítlarnir einmitt spiluðu og eru enn haldnir tónleikar. Safari er víst eina kynlífsleikhúsið sem eftir er í Þýska- landi og þar sem gengið er alla leið á sviðinu, en líklegast hefur netið farið illa með þennan iðnað sem aðra. Við látum okkur þó nægja að heimsækja Ólivíu Jones, afar há- vaxna transgender-manneskju sem segist vera krónískt 28 ára og rekur þrjá klúbba á götunni. Einn af þeim, Olivia Wilde Jungs, er einmitt fyrsti „Menstrip“-barinn þar sem ein- göngu konur fá inngöngu, og var fagnað af fjölmiðlum sem stóru skrefi í átt til jafnréttis. Hinum megin við götuna er Olivias Show Club og hing- að skal haldið. Olivia sjálf er viðstödd og gestir keppast um að taka mynd- ir með henni, enda hefur hún birst á forsíðum tímarita og er nokkuð þekkt hér í landi. Hún var kosin sem Miss Drag Queen of the World árið 1997 í Flórída og árið 2004 fór hún í fram- boð í nafni umburðarlyndis og gegn hægriöflum í borginni. Þrátt fyrir stuðning aðila eins og strandvarða- gellunnar Pamelu Anderson tókst henni ekki að komast í borgarstjórn, en fékk þó fleiri atkvæði en bæði nýnasistar og flokkur bókstarfstrúar kristinna. Eins og Reykjavík á laugardagskvöldi Olivias er á margan hátt hefðbund- inn næturklúbbur þar sem ung- menni Hamborgar koma til að skemmta sér. Á hálftímafresti er þó boðið upp á sýningu á sviðinu, enda er undirtitill staðarins „Burlesque, Travestie und Comedy.“ Við undir- leik Prúðuleikara lagsins stíga systurnar ólíku Barbie Stupid og Lee Jackson á svið og kynna næsta at- riði. Trommuleikari með sjómanna- hatt spilar á kraftmikinn hátt á bong- ótrommur á dansgólfinu á meðan hin sídrukkna Eve Champagne fer úr fötum á sviðinu (allt í gríni þó og inn- an velsæmismarka). Varla er þverfótað fyrir fólki á göt- um úti í mismunandi ástandi, líklega er þetta eini staðurinn í heiminum sem minnir á Reykjavík á laugardags- kvöldi, en þó er mannmergðin meiri og allt upplýst af björtum neonljós- um. Öllu rólegra er hér morguninn eftir. Slökkt hefur verið á ljósunum og á veitingastöðunum má sjá Breta skófla í sig bökuðum baunum, en þeir virðast leggja undir sig matar- menninguna hvar sem þeir fara um. Margt hefur breyst síðan John og Paul gengu hér um götur, en ýmis- legt minnir enn á þann tíma þar sem þeir lærðu að verða besta hljómsveit í heimi. Eða eins og John Lennon sagði eitt sinn: „Ég fæddist í Liver- pool, en ég ólst upp í Hamborg.“ n Valur Gunnarsson valurgunnars@gmail.com Barbie Stupid og Lee Jackson Við undirleik Prúðuleikara- lagsins stíga systurnar ólíku Barbie Stupid og Lee Jackson á svið og kynna næsta atriði. „Eru engir strippbarir hér ætlaðir konum?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.