Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2014, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2014, Blaðsíða 10
10 Fréttir Helgarblað 4.–7. apríl 2014 Tækifæri Ummæli sem Sigmundur Davíð lét falla í kvöldfréttum RÚV á þriðjudag voru tekin upp af elstu og einni virtustu fréttaveitu heims. Mynd SigTryggur Ari Sigmundur í heimspressuna Talaði um tækifæri fyrir Ísland vegna loftslagsbreytinga Þ að er að minnsta kosti einn þjóðarleiðtogi spenntur fyrir loftslagsbreytingunum,“ seg­ ir í fyrirsögn á vefnum Head­ light World sem líkt og margar aðr­ ar erlendar fréttasíður taka upp frétt AFP­fréttaveitunnar þar sem fjallað er um ummæli Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætis­ ráðherra um loftslagsbreytingar. Nýlega kom út afdráttarlaus skýrsla Loftslagsnefndar Sam­ einuðu þjóðanna þar sem kemur meðal annars fram að afleiðingar hnattrænnar hlýnunar verði gríðar­ lega alvarlegar fyrir alla jarðarbúa en sérstaklega þá allra fátækustu. Er talað um uppskerubrest, erfitt aðgengi að drykkjarvatni og aukna tíðni flóða svo eitthvað sé nefnt. „Augljóslega er þetta á heildina litið neikvætt en í því felast þó tæki­ færi til að bregðast við þróuninni og bregðast sem best við henni og það eru ekki hvað síst tækifæri sem Ísland hefur,“ sagði Sigmundur við RÚV á þriðjudag. „Það skortir vatn, orkan verður dýrari, það skortir landrými, þannig að menn gera ráð fyrir því að mat­ vælaverð muni fara hækkandi um fyrirsjáanlega framtíð á sama tíma og það er sífellt meiri þörf fyrir mat­ vælaframleiðslu vegna þess að eft­ irspurnin er að aukast. Þannig að í þessu liggja tvímælalaust mikil tækifæri fyrir Ísland. Við erum að kortleggja þetta.“ Hefur forsætisráðherrann verið gagnrýndur fyrir þessi ummæli, meðal annars af stjórnarandstöð­ unni, og hafa þau nú vakið athygli erlendis. Agence France­Presse, eða AFP­fréttaveitan, tók mál­ ið meðal annars upp en um er að ræða elstu og eina virtustu frétta­ veitu heims. Stærstu fréttastofur og dagblöð veraldar taka upp erlend­ ar fréttir veitunnar og vitna í um margvísleg málefni. Margar erlendar fréttasíður hafa nú birt frétt AFP í heild sinni þar sem fjallað er um ummælin og við­ brögð stjórnarandstöðunnar við þeim. Er þar hægt að nefna frönsku fréttastofuna France 24, Yahoo í Bretlandi og bandarísku fréttasíð­ una Global Post. Nánar er fjallað um loftslagsbreytingarnar á síðu 20 í blaðinu. n mikael@dv.is Þ að hlýtur að vera met að fólk fái meðferð í ára­ mótaskaupinu vegna máls eins og IKEA­málsins, sagði verjandi Sigurjóns Jóns­ sonar, Jóhann Karl Hermannsson, við munnlegan málflutning í sam­ nefndu máli. Hann segir að verði umbjóðandi hans sakfelldur fyr­ ir fjársvik verði að horfa til þess að hann hafi þegar tekið út sína refs­ ingu vegna umfjöllunar um IKEA­ málið í fjölmiðlum. Sveinn Andri Sveinsson, verjandi Arndísar Arnar­ dóttur, tók í sama streng og sagði að fjölmiðlaumfjöllun hefði bæði ver­ ið mikil og óvægin en að auki hefði framkvæmdastjóri IKEA farið mik­ inn í fjölmiðlum. dýr gjöf Líkt og fram hefur komið áður hafa þau Sigurjón og Arndís Arnardóttir verið ákærð fyrir að hafa þann 7. október 2012 blekkt starfsmann við afgreiðslukassa í IKEA til að afgreiða borðgrind að verðmæti 89.950 gegn greiðslu 3.650. Það eru þau sökuð um að hafa gert með því að koma fyrir eða nýta sér að strikamerki af annarri hliðareiningu, að verðmæti 3.650 króna. Nokkru síðar fór Arndís aft­ ur í verslun IKEA með félaga sínum og skipti hann borðgrindinni. Þau skiptu svo inneignarnótu sem þau fengu í staðinn í gjafabréf. Félaginn fékk 8.000 króna gjafabréf, en Arn­ dís gjafabréf fyrir 77 þúsund krónur. Saksóknari málsins sagði framburð þeirra Sigurjóns og Arndísar vera ósannfærandi og ekki trúverðugan. Borguðu kröfu iKEA Málið vakti mikla athygli þegar það kom upp, en þegar hafa tveir einstaklingar, þau Snorri Steinn Vidal og Sigurbjörg Þorvaldsdóttir, verið dæmdir til tveggja mánaða skilorðsbundins fangelsis fyrir að hafa stolið vörum úr IKEA með því að færa á milli strikamerki, af ódýr­ ari vörum á dýrari. Arndís og Sig­ urjón hafa hins vegar neitað sök. Eins og áður hefur verið sagt frá fór IKEA í einkamál við hópinn sem telur fimm manns og vildi IKEA fá 650 þúsund krónur greiddar. Kraf­ an var að fullu greidd. Þrátt fyrir að hafa greitt kröfugerð neita Sigurjón og Arndís sök. Mál á hendur einni konunni var fellt niður hjá lögreglu. Arndís og Sigurjón segjast hafa borgað IKEA í þeirri von að losna við frekari kröfur og málaferli. Þau vildu „slútta“ málinu að sögn lög­ fræðinga þeirra. Spæjarskýrsla „Að lögreglunni skuli detta í hug að leggja þetta fram,“ sagði Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður Sigur­ jóns Jónssonar, og átti þá við skýrslu sem lögregla fékk afhenta frá IKEA. Í skýrslunni mátti finna upplýsingar um einstaklinga sem IKEA hafði grunaða um að hafa stundað þjófn­ að í versluninni á löngu tímabili. Skýrslan var gerð sjö mánuðum áður en brotið sem Sigurjón og Arndís voru ákærð fyrir átti sér stað og sagð­ ist Sveinn Andri undrandi yfir því að hún væri hluti af gögnum málsins. Það væri óviðeigandi. Jóhann Karl sagði skýrsluna vera „spæjaraskýrslu“ sem innihéldi bæði persónunjósnir og aðdróttanir. Með henni hefði IKEA gerst sjálfskipað lögregluvald sem vildi negla ákærðu. Minnisleysi Líkt og DV hefur áður greint frá segj­ ast þau Sigurjón og Arndís hafa keypt borðgrindina í afmælisgjöf handa vini sínum. Þeim fannst það ekki óeðlilegt að svo stórt húsgagn kost­ aði 3.650 krónur. Vininum fannst þó gjöfin helst til of rausnarleg. En fram kom að hann vildi skila henni og að­ eins viljað þiggja 8.000 króna gjafa­ bréf og fékk Arndís hins vegar af­ ganginn. Sigurjón og Arndís neita því sök að öllu og segjast ekki hafa beitt blekkingum eða stundað fjársvik. Arndís bar við minnisleysi og sagðist hafa verið ólétt á þessum tíma, hún hefði því ekki áttað sig á því að verð­ munurinn hefði verið svo mikill. Sjálfur sagðist Sveinn Andri ekki vera hissa á því að Arndís og Sigur­ jón bæru við minnisleysi. „Ég versla sjaldan í IKEA og reyni að gleyma heimsóknunum sem fyrst,“ sagði Sveinn Andri og bætti því við að við­ skiptavinir kæmu gjarnan þaðan út sem andleg eyðimörk. Týpískur karl Bæði Sveinn Andri og Jóhann sögðu að umbjóðendur sínir hefðu ekki sýnt ásetning og bentu á að ekki væri hægt að sanna að þau hefðu skipt um strikamerki og ekki hægt að bendla annað þeirra við það frekar en hitt. Að auki benti Jóhann á að Sigurjón hefði farið með Arn­ dísi í verslunina þann 7. október en að hann hefði ekki greitt fyrir vör­ una né verið með í för þegar henni var skilað. „Hann var týpískur karl­ maður í verslunarferð með konunni sinni,“ sagði Jóhann og sagði Sig­ urjón því ekki hafa vitað hvað var keypt, eða hvers vegna. Þá var bent á að starfsmenn þekktu ekki mun á strikamerkjum eða umbúðum í IKEA og væri ekki uppálagt að gera það og þess vegna ættu viðskipta­ vinir verslunarinnar ekki heldur að gera það. Málið hefur nú verið dómtekið og má vænta dóms innan fjögurra vikna. n „Týpískur karl í verslunarferð“ n Angi IKEA-málsins dómtekinn n Segjast saklaus af því að hafa stundað fjársvik Ásta Sigrún Magnúsdóttir astasigrun@dv.is iKEA Saksóknari málsins sagði framburð þeirra Sigurjóns og Arndísar vera ósannfærandi og ótrúverð- ugan. Mynd SigTryggur Ari „Ég versla sjaldan í IKEA og reyni að gleyma heimsóknun- um sem fyrst
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.