Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2014, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2014, Qupperneq 14
Helgarblað 4.–7. apríl 201414 Fréttir „Þetta er kristileg sápuópera“ M álefni trúfélagsins Krossins komust aftur í fréttirnar í vikunni í kjöl­ far umfjöllunar Kastljóss. Nú hafa áfangaheimilið Krossgötur og Krossinn óskað eftir því að sérstakur saksóknari fari yfir bókhald beggja stofnananna með tilliti til bókhaldsáranna 2008–2012. „Þetta er kristileg sápuópera,“ segir einn viðmælenda DV. Stjórn Krossins segist hafa óskað eftir rannsókninni eftir ábendingar og upplýsingar frá stjórn Krossgatna. Krossgötur eru sjálfseignarstofnun og er ekki rekin af Krossinum, en þar á milli eru þó sterk tengsl, enda stofnaði Gunnar Þorsteinsson, fyrr­ verandi forstöðumaður Krossins, bæði Krossgötur og Krossinn. Við þessa rannsókn er Gunnar mjög ósáttur og segir hana smjörklípu, helst til þess gerða að halda honum utan við starfsemi Krossins, en þar á að halda aðalfund fljótlega og kjósa um nýjan forstöðumann. Sem kunn­ ugt er gegnir því hlutverki nú Sigur­ björg Gunnarsdóttir, dóttir Gunnars, en milli feðginanna ríkir ósætti og fljúga ásakanir á víxl úr herbúðum stuðningsmanna Gunnars og Sigur­ bjargar. Skylt og rétt „Ég held að stjórninni hafi verið rétt og skylt, um leið og við fengum veð­ ur af því að þarna gæti verið eitthvað misjafnt í gangi, að það færi bara strax til opinberra aðila,“ segir Guð­ mundur St. Ragnarsson, stjórnarfor­ maður Krossgatna. Krossgötur hafa um árabil þegið framlög úr ríkis­ sjóði til reksturs áfangaheimilisins. Stjórn stofnunarinnar ákvað að ræða ekki við Gunnar Þorsteinsson, fyrr­ verandi framkvæmdastjóra, til að fá skýringar á því hvers vegna lausafjár­ munir sem keyptir voru fyrir stofn­ unina skiluðu sér aldrei. Þess í stað óskaði stjórnin eftir því við emb­ ætti sérstaks saksóknara að opin­ ber rannsókn færi fram á fjármálum Krossgatna vegna bókhaldsáranna 2008–2012. Gunnar Þorsteinsson er mjög ósáttur við afgreiðslu Krossins og Krossgatna á málinu öllu og seg­ ir það vera sett fram á þennan hátt til að klekkja á honum. Rekinn Á mánudaginn var Sverri Gauk Ár­ mannssyni sagt upp störfum, en hann hefur starfað sem bókhaldari fyrir Krossgötur. Hann hélt meðal annars utan um bókhald á þeim árum sem stjórn Krossgatna hefur óskað eftir að verði sérstaklega rann­ sökuð. Sverrir Gaukur vildi ekki tjá sig um málið í samtali við DV, en Guðmundur St. Ragnarsson staðfesti þetta í samtali við DV. Vilja rannsókn Meðal þess sem stjórnin fer fram á að verði skoðað eru bifreiðaviðskipti upp á nokkrar milljónir króna og lán til Krossins upp á rúmlega 1,3 millj­ ónir króna. Í bréfinu, sem sent var til sér­ staks saksóknara og DV hefur und­ ir höndum, er sérstaklega „ óskað eftir því að skoðað verði hvort út­ gjöld, sem gjaldfærð voru sem kostn­ aður á Krossgötur í bókhaldi sjálfs­ eignarstofnunarinnar hafi verið vegna persónulegra útgjalda þáver­ andi framkvæmdastjóra Krossgatna. Svo virðist sem margir af þeim lausa­ fjármunum sem keyptir voru af Elko og/eða Byko á umræddu tímabili, t.d. þvottavélar, kæliskápar, þurrk­ ari, sjónvörp og fleiri heimilistæki, hafi ekki skilað sér til sjálfseignar­ stofnunarinnar að því er núverandi stjórn best veit.“ Gunnar var fram­ kvæmdastjóri Krossgatna á þessum tíma. Ekki allt með felldu Í bréfinu kemur einnig fram að stjórn Krossgatna hafi fengið vísbendingu frá aðilum utan stjórnarinnar seinni­ hluta árs 2013 um að ekki væri allt með felldu varðandi fjármál og bók­ hald Krossgatna fyrir ofangreind bókhaldsár. Í bréfinu segir meðal annars: „Þá telur stjórn Krossgatna að nauðsynlegt sé að skoðað verði hvort mögulegt sé að Krossgötur hafi að einhverju leyti greitt hlut af kostn­ aði þáverandi framkvæmdastjóra vegna skilnaðar hans við þáverandi eiginkonu sína. Fleiri atriði mætti nefna t.d. eldsneytisúttektir fram­ kvæmdastjórans og skyldra aðila, viðskipti með bifreiðar o.fl.“ Langur aðdragandi Átökin í Krossinum eiga sér langan aðdraganda, en segja má að þau hafi hafist um það leyti sem Gunnar Þor­ steinsson og Ingibjörg Guðnadóttir skildu, en vísað er til skilnaðar þeirra í bréfi Krossgatna til sérstaks sak­ sóknara. Nokkru síðar tók Gunnar saman við Jónínu Benediktsdóttur og voru, samkvæmt heimildum DV, margir ósáttir við samband þeirra. Árið 2010 steig fram hópur kvenna, meðal annarra systur Ingi­ bjargar, sem sökuðu Gunnar um að hafa brotið gegn þeim kynferðis lega. Fjölskylda Gunnars, börn hans, Ingi­ björg og Jónína, stóðu þétt við bak­ ið á honum. Fór svo á endanum að lögregla lét málið niður falla og var Gunnar aldrei ákærður fyrir kyn­ ferðisbrot. Hann hefur höfðað mál gegn Pressunni og talsmönnum kvennanna vegna meiðyrða í tengsl­ um við umfjöllun um ásakanirnar. Átök síðustu ára Krossinn stofnaður – 1979 Þau Gunnar og Ingibjörg stofnuðu Krossinn árið 1979. Fyrst um sinn var félagið til húsa í Auðbrekku, en flutti sig síðar í Hlíðarsmára. Trúfélagið löggilt – 1982 Krossinn varð löggilt trúfélag árið 1982. Skilgreina má söfn- uðinn sem afsprengi hvítasunnuvakningarinnar. Ingibjörg og Gunnar skilja – 2009 Hjónin skildu árið 2009 en þá höfðu þau fengist við mismunandi við- fangsefni. Gunnar einbeitti sér að Krossinum og Krossgötum, en Ingibjörg var í verkefnum í Bandaríkjunum. Jónína og Gunnar giftast – 2010 Gunnar giftist Jónínu Benediktsdóttur en brúkaupið fór fram Kópavogskirkju. „Við erum gríðarlega hamingjusöm og þakklát fyrir það gleðiríka líf sem framundan er,“ sagði Jónína. Krossgötur stofnaðar – 1993 Áfangaheimilið Krossgötur rekur 25 vistrými. Dvalartími fólks er á bilinu sex mánuðir til þriggja ára. Heimilið er í samstarfi við opinbera aðila. Kynferðisbrot – 2010 Fimm konur stíga fram og saka Gunnar um kynferðisbrot. Saksóknari hætti rannsókn málsins um sum- arið 2011. Sesselja Engilráð Barðdal og Ásta Knútsdóttir voru talskonur kvennanna. n Enn magnast deilurnar í Krossinum n Ásakanir um fjármálaóreiðu valda titringi n Gunnar segir þær tilhæfulausar Ásta Sigrún Magnúsdóttir Rögnvaldur Már Helgason astasigrun@dv.is/rognvaldur@dv.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.