Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2014, Page 15

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2014, Page 15
Helgarblað 4.–7. apríl 2014 Fréttir 15 „Þetta er kristileg sápuópera“ Þ að er erfitt að taka afstöðu gegn föður sínum og í raun allri fjölskyldunni,“ seg­ ir einn þeirra sem DV ræddi við vegna umfjöllunarinnar. „Sigur björg er mjög staðföst, hún er líka staðföst í trú sinni og stendur þess vegna af sér ótrúlegustu hluti,“ segir hann. Sjálf vildi Sigurbjörg ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað. „Fjölskyldan er klofin, það er al­ veg satt. Ég sé ekki að það sé hægt að byggja brú þarna á milli á meðan Gunnar er harður á því að koma til baka sem forstöðumaður og Sigur­ björg er hörð á því að halda sinni stefnu,“ segir hann. „Kannski er bara búið að kveikja í brúnni.“ Ekki hennar ákvörðun „Mér finnst samt mikilvægt að það komi fram að það er ekki Sigur­ björg tekur þessar ákvarðanir. Kross­ götur taka þessa ákvörðun og stjórn Krossins fylgir. Sigurbjörg vék af fund­ inum þegar sú ákvörðun var tekin. Ég held að það sé mikilvægt að halda því til haga – hún tók ekki þessa ákvörðun og er meðvituð um að taka ekki þátt í hlutum sem snerta Gunnar,“ segir hann og segir að með því komist Sigur­ björg undan því að gefa á sér höggstað. „Hún græðir ekkert á því að vera í úti­ stöðum við fjölskyldu sína, nema síður sé. Þetta tekur auðvitað á hana.“ Skilja að Gunnar vill koma aftur „Það skilja það allir að Gunnar vilji koma aftur. Hann byggði upp Kross­ inn og sinnti honum í þrjátíu ár,“ seg­ ir einn viðmælenda DV sem er virk­ ur í Krossinum. „Krossinn eins og hann er núna er bara ekkert líkur því sem hann var og ég held að Gunn­ ar geri sér ekki alveg grein fyrir því. Við höfum farið í aðra átt undir stjórn Sibbu. Kannski höfum við þroskast, fjarlægst það sem söfnuðurinn stóð fyrir. Það hefur orðið mikil þróun og breytingarnar eru miklar.“ Aðspurð­ ur hvort hann myndi halda áfram í Krossinum ef Gunnar yrði forstöðu­ maður segir hann: „Nei.“ Miklar breytingar „Mér þykir vænt um Krossinn og ég hef verið þar lengi, en mér finnst betra að vera þar nú, en nokkru sinni áður,“ segir einn heimildarmanna DV. Margir taka undir það. Krossinn sé nú talsvert breytt trúfélag og hafi tekið miklum og örum breytingum frá því að Sigurbjörg tók við sem forstöðumaður. „Ég er ekki hlutlaus. Ég er harður stuðnings­ maður Sigurbjargar og mér finnst hún vera að standa sig vel. Hún er að koma söfnuðinum á betri stað.“ Öllum sama Stuðningsmenn Gunnars segja að andrúmsloftið sé slæmt í Krossinum, en þeir viðmælendur sem DV ræddi við þvertaka fyrir það. „Í Krossinum er enginn að velta þessu fyrir sér, hver er að deila við hvern eða hvernig fjármálum okkar er háttað. Fólk er þarna til að iðka trú sína og vill fá að gera það í friði. Allt tal um að Krossinn logi í illdeilum er til­ búningur. Hafandi sagt það held ég að ég geti fullyrt að enginn vilji halda aft­ ur aðalfund eins og gert var síðast. Það hefði eiginlega þurft áfallahjálp eftir þann fund,“ segir einn viðmælenda. Viljum vera í friði „Aðalfundur á að vera í apríl eða maí. Það er ekki komin dagsetning á það og eftir því sem ég best veit er enn ekki búið að leysa úr þeim deilum sem komu upp á síðasta fundi. Að segja að þessar rannsóknir séu aðeins til þess gerðar að halda Gunnari úti er bull,“ segir hann og segir að það sé smjör­ klípa af hálfu Gunnars. „Það var engin sérstök tímasetn­ ing á því til þess að klekkja á Gunnari. Það tekur langan tíma að fara í gegn­ um svona bókhald og það var ekki gert á nokkrum dögum. Þetta var niður­ staðan og um leið og hún var ljós varð að leita eftir rannsókn. Þetta snýst ekk­ ert um Gunnar eða stöðu hans inn­ an Krossins heldur snýst þetta um að Krossinn – og Krossgötur þó þær tengist söfnuðinum ekki beint – sé með allt sitt á hreinu. Það er ekki hægt að bjóða safnaðarmeðlimum upp á annað,“ segir hann. Ætti að fagna rannsókn „Við viljum vera í friði. Krossinn þarf ekki á meiri fjölmiðlaumfjöllun að halda, hvers vegna heldur fólk að við viljum fá svona umfjöllun, það væri auðvitað miklu auðveldara að sleppa þessu bara, en það er bara ekki í boði,“ segir einn þeirra sem segist vera alveg sama hver sé forstöðumaður Krossins. Hann kveðst þó ekki ósáttur við nú­ verandi ástand. Viðmælendur DV eru hissa á viðbrögðum Gunnars varð­ andi rannsóknir á fjármálum Krossins og Krossgatna. „Mér finnst athuga­ vert hversu mótfallinn Gunnar er því að rannsókn fari fram. Hafi hann ekk­ ert að fela ætti það að vera sjálfsagður hlutur og styrkja hans málstað í þessu öllu. Þarna er verið að fara fram á að óháður rannsóknaraðili skoði þetta. Það má alveg deila um það hvort það hefði átt að bera það strax undir Gunnar og sjá hvort það ætti sér eðli­ legar skýringar, en hann hefur ekkert útskýrt þetta í fjölmiðlum heldur, til dæmis í þessari grein sinni,“ segir einn þeirra sem DV ræddi við. „Þetta tekur auðvitað á hana“ Krossinn aldrei betri, segja stuðningsmenn Sigurbjargar Gunnar hættir sem for- stöðumaður – 2010 Gunnar ákveður að stíga til hliðar sem forstöðumaður Krossins í kjölfar ásakana um kynferðisbrot. Sigurbjörg Gunnarsdóttir tekur við – 2010 Dóttir Gunnars, Sigurbjörg, tekur við sem forstöðumaður af föður sínum. Sigurbjörg kosin – 2012 Á aðalfundi bjóða þau feðgin sig bæði fram. Athygli vekur þegar Sigurbjörg talar gegn föður sínum og hvetur til þess að hann verði ekki kosinn. Aðalfundur fer úr böndunum – 2013 Kalla þarf til lögreglu til að róa niður fundarmenn á aðalfundi Krossins um sumarið. Fundurinn fer úr böndunum en lýkur ekki með réttum hætti og því þarf þarf að funda að nýju. Gunnari rekinn frá Krossgöt- um – 2012 Gunnar er rekinn úr stöðu framkvæmdastjóra Krossgatna í kjölfar ósættis á milli hans og Sigurbjargar. Guðmundur St. Ragnarsson segir þá að gagnkvæmt traust hafi ekki ríkt á milli Gunnars og stjórnarinnar. Ásakanir um fjármálamisfærslu – 2014 Fréttaskýringaþátturinn Kastljós greinir frá því að stjórn Krossgatna hafi beðið um rannsókn á meintri fjármálaóreiðu á þeim tíma sem Gunnar var framkvæmdastjóri. Gunnar segir þetta vera hluta af safnaðarpólitík til að veikja hans stöðu. Steig til hliðar Gunnar steig til hliðar sem forstöðu­ maður árið 2010 vegna ásakananna og Sigurbjörg tók við stjórnartau­ munum. Sama ár giftu Gunnar og Jónína sig á laun. Árið 2012 varð svo ljóst að Gunnar vildi taka aftur við Krossinum og verða á ný forstöðumaður safnaðar­ ins sem hann stofnaði. Við tók grimm safnaðarpólitík og fljótlega varð ljóst að söfnuðurinn sem og fjölskylda Gunnars, myndi skipa sér í fylkingar; með og á móti Gunnari. Erfiðir aðalfundir Á aðalfundi árið 2012 bauð Gunnar sig fram til forstöðumanns, en hlaut ekki brautargengi og dræma kosn­ ingu. Rétt áður en atkvæði voru greidd kvaddi dóttir hans, Sigurbjörg, sér til hljóðs og hvatti fundarmenn til þess að kjósa Gunnar ekki. Fund­ urinn þótti hafa verið erfiður öllum sem hann sátu, en hann komst þó hvergi nærri aðalfundi sem haldinn var sumarið 2013. Þá þurfti að kalla til lögreglu til að skakka leikinn. Á þeim fundi vildu bæði Sigurbjörg og Gunnar veita Krossinum forystu. Engin niðurstaða Enginn niðurstaða fékkst í málið, heiftin var gríðarleg á fundinum og voru þar einstaklingar sem sýndu af sér ógnandi tilburði gagnvart Sigur­ björgu. „Fólk var bara á öskrinu. Þess vegna þurfti að kalla til lögreglu til að skakka leikinn. Hún var fljót á svæð­ ið og gat róað mannskapinn. Þá var ákveðið að fresta honum og skipu­ leggja þetta betur, en þetta er náttúr­ lega í annað sinn sem þarf að fresta þessu,“ sagði einn viðmælenda DV sumarið 2013. Allt hafði farið úr böndunum áður en hægt var að ganga til kosn­ inga. Hatrammar deilur um fundar­ stjórn og umboð vegna kosninganna reyndust erfiðar viðfangs og en sam­ kvæmt heimildum DV hefur enn ekki verið gengið frá þeim málum. Erfið valdabarátta Camilla Rut Arnardóttir, barnabarn Gunnars Þorsteinssonar, hefur greint frá því hversu erfið þessi valdabarátta hefur verið fyrir fjölskylduna. Í við­ tali við DV árið 2013 sagðist hún upp­ lifa sem margir teldu afa hennar vera nánast réttdræpan í samfélaginu vegna alls þess sem hefði gengið á. Hún sagði það vera sárt að sjá hann missa tökin í trúfélaginu sem hann stofnaði og byggði upp. „Þegar afi var tilbúinn til þess að snúa aftur var hins vegar tekið fyrir það og honum meinuð endurkoma,“ sagði Camilla. Svindl og bellibrögð Ásakanir um svindl og bellibrögð ganga nú að nýju milli herbúða Gunnars og Sigurbjargar enda var aðalfundur síðasta árs aldrei endur­ tekinn. Búist er við því að aðalfund­ ur verði haldinn á næstu vikum, en hann á að halda í apríl eða maí. „Það er varla að maður treysti sér í annan svona fund,“ segir einn viðmælenda DV. „Það væri nánast betra að sleppa þessu. Fólkið hegðar sér svo fárán­ lega.“ n n Enn magnast deilurnar í Krossinum n Ásakanir um fjármálaóreiðu valda titringi n Gunnar segir þær tilhæfulausar „Hafi hann ekkert að fela ætti það að vera sjálfsagður hlutur Standa með Sibbu Sigurbjörg á greinilega marga vini og stuðnings- menn innan Krossins. „Fólk var bara á öskrinu. „Við viljum vera í friði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.