Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2014, Qupperneq 21
Helgarblað 4.–7. apríl 2014 Fréttir Erlent 21
R
obert H. Richards, 47 ára
meðlimur fjölskyldunnar
sem á bandaríska stórfyrir
tækið DuPont, var dæmd
ur til átta ára fangelsis
vistar eftir að hafa nauðgað þriggja
ára dóttur sinni. Dómarinn ákvað
hins vegar að skilorðsbinda allan
refsitímann á þeim forsendum að
Richards myndi ekki farnast vel í
fangelsi.
Dómurinn féll árið 2009 en var
ekki birtur fyrr en nú, að því er The
News Journal greinir frá. Fréttirn
ar hafa vakið áleitnar spurningar
um hvort sú staðreynd að maður
inn tilheyrir efnaðri fjölskyldu hafi
haft áhrif á niðurstöðu dómsins. Til
efni þess að dómurinn hefur verið
gerður opinber nú er sú staðreynd
að fyrrverandi eiginkona manns
ins, Tracy, hefur farið fram á að fá
greiddar bætur vegna misnotkunar
hans á börnum þeirra.
Ekki birtur opinberlega
Fram kemur á vefsíðu Business
insider að ekki sé vitað hvers vegna
yfirvöld í Delaware hafi ekki birt
dóminn opinberlega á sínum tíma.
Lögmaður eiginkonunnar fyrr
verandi segir í samtali við miðil
inn að hann hafi enga skoðun á því
að dómurinn hafi ekki verið birtur
opin berlega. „Ég vil bara að börn
in fái bætur. Engar ráðstafanir hafa
verið gerðar til bæta þeim þetta lífs
tíðartjón.“
Richards játaði á sig nauðgunina,
glæp sem við liggur allt að fimmt
án ára fangelsisrefsing, samkvæmt
News Journal. Dómarinn, Jan Jurden,
dæmdi hann, eins og fyrr segir, til átta
ára fangelsisvistar en ákvað að skil
orðsbinda alla refsinguna. „Ákærða
mun ekki farnast vel í fang
elsi,“ sagði Jurden þegar hún
kvað upp dóminn. Fáheyrt er að
svona langur fangelsisdómur sé
skilorðsbundinn að öllu leyti.
Ákvörðunin hefur vakið furðu
á meðal lögfræðinga á svæðinu
þar sem Jurden hefur það orð
spor á sér að vera hörð í horn
að taka. „Það heyrir til algjörr
ar undantekningar að fangels
isvist reynist föngum vel,“ hefur
News Journal eftir verjandan
um Drendan J. O'Neil. „Fang
elsi er refsing og til þess fallin
að fjarlægja glæpamanninn úr
samfélaginu. Fangelsisvist er
sjaldnast góð fyrir fanga.“
Gróf brot
Langafi Richards var Irenee du
Pont. Richards er sjálfur ekki í vinnu
heldur lifir hann á auðævum fjöl
skyldunnar. Bent hefur verið á að
fjölskylda Richards sé mjög efnuð og
valdamikil. Hún hafi meðal annars
stofnað lögmannsstofuna Richards
Layton & Finger.
Í stefnunni sem Tracy hefur lagt fram
á hendur Richards segir að hann hafi
stungið fingrum í leggöng stúlkunn
ar á meðan hann stundaði sjálfsfró
un. Þá hafi hann einnig misnotað 19
mánaða son þeirra. Richards hefur
ekki játað það brot. n
Baldur Guðmundsson
baldur@dv.is
Nauðgaði þriggja
ára dóttur sinni
Robert H. Richards dæmdur í átta ára fangelsi
Misnotuð Móðir
stúlkunnar vill bætur.
„Ákærða mun
ekki farnast
vel í fangelsi
Dæmdur Maðurinn er ekki í vinnu
en lifir á auði fjölskyldu sinnar.
Munu ekki gefast upp á leitinni
Najib Razak, forsætisráðherra Malasíu, finnur til með aðstandendum farþega MH370
É
g veit að fyrr en við finnum flug
vélina geta margar fjölskyld
ur ekki byrjað að syrgja. Ég get
ekki ímyndað mér það sem þau
ganga í gegnum. Ég lofa því að við
munum ekki gefast upp á leitinni,“
sagði Najib Razak, forsætisráð
herra Malasíu, á blaðamannafundi
á fimmtudaginn í Perth í Ástralíu.
Þar er hann staddur til þess að fylgj
ast með leitinni að Boeing 777þotu
Malaysia Airlines sem hvarf þann
8. mars. 239 manns voru um borð í
flugi MH370, sem var á leiðinni til
Peking frá Kúala Lúmpúr, og eru þeir
allir taldir af. Enn hefur ekkert brak
fundist úr vélinni, þrátt fyrir að fjöl
margir hlutir hafi fundist í hafinu.
Orð Najib Razak hafa eflaust
róað aðstandendur farþeganna
en undanfarna daga hefur ver
ið hávær orðrómur um að leit gæti
verið endan lega hætt. Ættingjar
kínverskra farþega, sem voru í
meirihluta í flugvélinni, hafa ítrekað
látið óánægju sína í ljós með stjórn
völd í Malasíu og telja að þau búi yfir
meiri upplýsingum um hvarf vélar
innar en þau hafa gefið upp. Nýjasta
útspil ættingjanna var að hóta því að
fara í hungurverkfall.
Leitin að vélinni er afar umfangs
mikil og keppast flugvélar og skip við
að fínkemba Indlandshaf. Fjölmörg
lönd taka þátt í leitinni og hafa bæði
Ástralar og Bretar sent kafbát til þess
að safna gögnum neðansjávar. Auk
þess hefur verið notast við gervi
tunglamyndir og ratsjár til leitar
innar, sem gæti tekið marga mánuði
samkvæmt yfirvöldum í Ástralíu. n
ingolfur@dv.is Staddur í Perth Razak er á leitarsvæðinu og hélt blaðamannafund. MyND REutERS
Rafbílavæðing
af stað í Noregi
Sala á nýjum rafbílum í Noregi
hefur aukist mikið undanfarin
misseri. Er nú svo komið að
fimmti hver nýr bíll á götunum
í Noregi er rafbíll. Bandaríski
rafbílaframleiðandinn Tesla
virðist eiga upp á pallborðið hjá
Norðmönnum. Í marsmánuði
seldust 1.493 slíkir bílar, af
gerðinni Tesla S, í Noregi en
það samsvarar 10,8 prósentum
af öllum nýjum seldum bílum
í Noregi í mars. Í öðru sæti var
Volkswagen Golf, en 624 slíkir
bílar seldust.
Forsetinn
fyrirskipaði
skotárásina
Viktor Yanukovych, fyrrverandi
forseti Úkraínu, fyrirskipaði
skotárás á mótmælendur í Kænu
garði í febrúar samkvæmt Arsen
Avakov innanríkisráðherra.
Bráðabirgðaríkisstjórnin hefur
rannsakað málið á undanförn
um vikum og komist að þessari
niðurstöðu.
Tólf leyniskyttur skutu á mót
mælendurna og hafa þrjár þeirra
verið handteknar. 76 manns
voru skotnir til bana á dögunum
18.–20. febrúar en alls féllu yfir
100 manns í átökunum. Upphaf
mótmælanna má rekja til þess
þegar Viktor Yanukovych neitaði
að skrifa undir samstarfssamning
við Evrópusambandið.
Legsteinn í
stofunni
Sænsk fjölskylda vissi vart hvað
an á sig stóð veðrið þegar hún
lagðist í endurbætur á húsi sínu í
Fuglie í suðurhluta Svíþjóðar. Ha
fist var handa við að rífa upp gólf
í stofunni, en það sem við blasti
undir stofugólfinu kom heldur
betur á óvart. Stór og mikill leg
steinn, tveir metrar að lengd,
kom í ljós þegar gólfið var rifið
upp. Þrjú nöfn voru grafin í leg
steininn og kom í ljós að fólk
ið sem um ræddi lést á árunum
1843 til 1884. Talið er að fólkið
hafi búið í húsinu sem er alda
gamalt steinhlaðið hús.