Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2014, Side 22

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2014, Side 22
Helgarblað 4.–7. apríl 201422 Fréttir Erlent TímamóT í sögu afganisTan n Afganir ganga til kosninga á laugardaginn n Hamid Karzai stígur til hliðar n Þingkona segir kosningarnar þær miklvægustu í sögu landsins E inhver mikilvægustu tímamót í seinni tíma sögu Afganistan eru á næsta leiti. Laugardaginn 5. apríl munu íbúar lands- ins kjósa um það hver tek- ur við stjórnartaumunum af Hamid Karzai, núverandi forseta. Áfanginn er sérstaklega mikilvægur í ljósi þess að þetta verður í fyrsta skipti í sögu landsins sem lýðræðislega kjörinn leiðtogi tekur við keflinu af öðrum sem var lýðræðislega kjörinn. Karzai hefur setið á stól forseta síðustu tólf ár en hann hefur verið sakaður um spill- ingu og að koma sínu fólki að í valda- stöðum. Stuðningsmenn hans benda hins vegar á að honum hafi tekist að halda hinum ýmsu þjóðarbrotum sameinuðum í gegnum mjög erfitt tímabil í sögu landsins. Kosningarnar á laugardag eru ekki síður áhugaverðar í ljósi þess að önn- ur merk tímamót eru fram undan í sögu landsins. Alþjóðlega herliðið sem hefur verið þar frá því talíbanar voru hraktir frá völdum árið 2001 mun yfirgefa Afganistan fyrir lok ársins. Hvernig tekst til á laugardaginn mun óneitanlega hafa mikil áhrif á fram- vindu mála í þessu landi þar sem stríðsástand hefur geisað nær óslitið í þrjátíu ár. Blaðamaður DV var staddur í Kabúl, höfuðborg Afganistan, í sum- ar. Farkhunda Zahra Naderi, 32 ára gömul þingkona sem starfar á þjóð- þingi landsins fyrir National Unity Party of Afghanistan, var á meðal þeirra sem hann ræddi við. Eins og flestir sem blaðamaður ræddi við var hún upptekinn af tímamótunum fram undan, árinu 2014: „Það er alveg ljóst að það eru mikil þáttaskil fram undan í sögu okkar.“ Blaðamaður hitti einnig við Fabrizio Foschini stjórnmálaskýranda sem hefur starfað hjá rannsóknar- stofnuninni Afghanistan Analyst Network frá því árið 2009. „Kosn- ingarnar eru að mínu mati langmikil- vægasta augnablikið árið 2014. Vegna þess að þær ættu samkvæmt öllu að hafa í för með sér umskipti á pólitísku valdi og það á friðsaman hátt, og ekki einungis friðsamlega heldur einnig lýðræðislega.“ „Beita öllu afli“ Rétt rúmlega þrjátíu milljónir manna búa í Afganistan. Höfuðborgin Kabúl er á meðal þeirra höfuðborga í heim- inum þar sem íbúum fjölgar hvað hraðast en það má meðal annars rekja til flótta fólks úr öðrum héruð- um landsins í kjölfar ótryggs stjórn- málaástands. Þrátt fyrir að talíban- ar hafi misst stjórnartaumana stuttu eftir að bandarískt herlið réðst inn í landið árið 2001 hafa þeir ennþá sterk ítök í ákveðnum héruðum, sér- staklega í suðurhluta landsins. Þá eru fleiri hópar uppreisnarmanna í landinu. Litlar eða engar líkur eru á því að nokkrum þeirra takist að kom- ast til valda en með sífelldum árásum hefur þeim hins vegar tekist að veikja stöðu Karzai-stjórnarinnar verulega. Kosningarnar á laugardag eru einmitt þyrnir í augum margra þeirra sem berjast gegn stjórnvöldum. Talí- banar lýstu því yfir í upphafi síðasta mánaðar að þeir myndu „beita öllu afli“ til þess að trufla framgang kosn- inganna. Sjálfsvígsárásum í borginni og öðrum mikilvægum héruðum landsins hefur fjölgað og öryggisráð- stafanir hafa verið auknar til muna. Þeir íbúar Kabúl sem blaðamaður DV hefur rætt við á síðustu dögum segjast verða varir við aukna viðveru öryggis- sveita og hermanna á götum borg- arinnar. Samkvæmt nýlegri könnun Free and Fair Election Foundation of Afghanistan (FEFA) styður 91 prósent Afgana kosningarnar og þá hyggjast um 74 prósent þeirra taka þátt. Ell- efu eru í framboði til forseta en sam- kvæmt skoðanakönnunum eru þeir Abdullah Abdullah, leiðtogi stjórn- arandstöðunnar, og Ashraf Ghani, fyrrverandi fjármálaráðherra Karzai- stjórnarinnar, helstu keppinautarnir með hvað mest fylgi. Þýðing lýðræðis Blaðamaður hitti þingkonuna Naderi á skrifstofu hennar í Kabúl í júlí síð- astliðnum. Hún er ekki lengi að hefja máls á kosningunum fram undan sem hún segir þær mikilvægustu í sögu landsins: „Við þurfum að hafa kosningar. Þær eru á meðal mikil- vægustu atriðanna við lýðræðið og sýna hið raunverulega vald fólksins.“ Þótt ýmislegt hafi farið úrskeiðis í síð- ustu kosningum, þar á meðal víðtækt kosningasvindl, hafi kosningar síð- asta áratuginn þó vakið von í brjósti margra. „Fyrstu kosningarnar voru mjög áhugaverðar fyrir mig sem Afgana. Frambjóðendur áttuðu sig þarna á mikilvægi fólksins sem hafði loksins val til þess að velja leiðtoga sína. Það voru skilaboð lýðræðisins til leiðtoga Afganistan þá, en 2014 er árið sem getur tryggt lýðræðinu áframhaldandi sess í landinu og það verður einungis gert með kosningum.“ Naderi talar um að valdaskipti í landinu hafi nær eingöngu átt sér stað í skugga ofbeldis. Þess vegna séu kosningarnar nú svo mikilvægar. Möguleiki sé á friðsamlegum valda- skiptum í fyrsta skipti. „Valdið hefur hingað til einungis verið hjá einum forseta. Nú er kominn tími til þess að hann sýni fram á það hvað lýðræðið þýðir í raun og veru. Þannig getur nýtt skeið í sögu landsins loksins hafist.“ Hún segir ástandið vissulega þrungið spennu enda óvissutímar fram und- an, bæði hvað varðar kosningarnar og brottflutning alþjóðlega herliðsins. Föst á fimmtu öld „Sem Afgani sem býr í Afganistan segi ég alltaf; að á sama tíma og ég álít mig vera uppi á 21. öldinni eru málin flóknari en svo vegna þess að ég upp- lifi miklu frekar eins og ég sé uppi á fimmtu öldinni.“ Hún tekur dæmi af stjórnmálaflokkum landsins sem hún segir hafa allt of lítil völd. Landinu sé stýrt af nokkrum smákóngum og eina leiðin til þess að auka raunverulegt lýðræði sé sú að flokkarnir sem starfi á þingi fái meiri völd. Blaðamaður nefnir að á Íslandi séu margir komn- ir með óþol gagnvart stjórnmálaflokk- um. Naderi grípur inn í og segir það vel skiljanlegt fyrir fólk sem lifir á 21. öldinni, en annað sé uppi á teningn- um þegar þú upplifir þig eins og þú sért fastur á miðöldum þar sem eigi eftir að byggja upp allar grunnstoðir. „Á Vesturlöndum hafið þið tekið tuttugu skref fram á við á meðan við erum að byrja frá grunni. Ég tilheyri yngri kynslóð landsmanna og vil auð- vitað hoppa beint yfir á 21. öldina en við getum það ekki. Það tekur tíma og við þurfum að byggja á sterkum stoð- um.“ Hingað til hafi stjórnmálamenn hugsað í dögum í stað ára og þess vegna þjáist almenningur í Afganistan ennþá eftir ellefu ár. Það sé ekki nóg að „klippa og líma“ bara það sem fyr- irfinnst í öðrum löndum og vonast til þess að það virki líka í Afganistan. Þá sé hálf fyndið að á meðan all- ur heimurinn tekur þátt í því að reyna að leysa vandamál landsins í samein- ingu séu ennþá nokkrir valdamenn í landinu sem geta ekki komist að samkomulagi um eitt eða neitt. „Við tölum um lýðræði og hugmyndin er sú að valdið sé hjá fólkinu en í raun- veruleikanum skilgreindum við það þannig að valdið er að mestu hjá nokkrum einstaklingum. Það er ein- ræði á vissan hátt. Þarna sjáum við muninn á því sem við hugsum og því sem við gerum.“ Berst við íhaldskarla Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrr- verandi utanríkisráðherra Íslands, starfaði sem yfirmaður UN Women í Afganistan allt fram á lok síðasta árs. Blaðamaður ræddi meðal annars við hana um stöðu kvenna á afg- anska þinginu: „Þær verða fyrir mikl- um árásum. Það er ráðist á þær með svívirðingum í þingsalnum og það setur þær í varnarstöðu. Þær þurfa heilmikinn stuðning og við þurfum að gera meira en við höfum gert.“ Naderi hefur barist fyrir réttindum kvenna innan sem utan þings. Hún viðurkennir að það geti verið erfitt fyr- ir unga konu að eiga við íhaldssama karlmenn á þinginu en lætur þó engan bilbug á sér finna. „Konur í Afganistan hafa auðvitað verið kúgaðar öldum saman. Við eigum ennþá langt í land en mörg réttindi hafa áunnist á síð- ustu ellefu árum sem við viljum auð- vitað alls ekki missa.“ Margt af þessu hafi gerst fyrir tilstilli alþjóðasamfé- lagsins og því hafi margir áhyggjur af því hvað gerist á næstu árum þegar þrýstingur að utan minnkar. Hún segir að breytingarnar sem hafi orðið sjáist glögglega í því að í dag sitji konur á þingi, sinni ráðherraemb- ættum og taki þátt í viðskiptum. Him- inn og haf skilji núverandi stjórnmála- ástand og valdatíma talíbana að: „Við lifðum tíma þar sem konur sáust vart úti á götu. Ef kona var með bróður eiginmanns síns eða einhverjum ná- komnum úti við var henni refsað fyr- ir það. Hún var jafnvel lamin. En svo kom lýðræðið og konur fengu loksins tækifæri,“ segir Naderi en ítrekar að enn sé mjög langt í land á öllum víg- stöðvum. Fjölskylda Karzai Dagarnir í júlí og ágúst í fyrra voru almennt friðsamir í Kabúl. Ólíkt sprengjuhljóðunum sem heyrast iðu- lega í sjónvarpsfréttum um Afganistan voru bænaköll, hanagal, fuglasöngur, umferðarniður og barnshlátur það helsta sem blaðamaður heyrði á ferð- um sínum um borgina. Á einum slík- um degi settist blaðamaður niður Jón Bjarki Magnússon jonbjarki@dv.is Á fuglamarkaði Eldri maður gengur um fuglamarkaðinn svokallaða í Kabúl en þar má finna allar gerðir fugla, finkur, hvers kyns páfagauka og kjúklinga. Mynd Jón BJarKi „Á Vesturlöndum hafið þið tekið tuttugu skref fram á við á meðan við erum að byrja frá grunni

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.