Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2014, Page 23

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2014, Page 23
Helgarblað 4.–7. apríl 2014 Fréttir Erlent 23 www.fi.is Vorferðir Apríl 12.04. Eyjafjallajökull 12.04. Kræklingaferð 17.04. Páskaskíðaferð í Tindfjöllum Maí 01.05. Söguganga. Gunnlaugssaga Ormstungu 03.05. Birnudalstindur 03.05. Fuglaskoðun 05.05. Barnavagnavika 05.05. Morgungöngur 08.05. Eldfjalla- og gjótukönnun 08.05. Í fótspor eldklerksins 10.05. Hrútsfjallstindar 10.05. Þverártindsegg 14.05. Örgöngur um Breiðholtið 17.05. Heinabergsfjöll 18.05. Gengið í náttúrunni 24.05. Sveinstindur 24.05. Vorganga Hornstrandafara 25.05. Söguferð um Fljótshlíð og Eyjafjöll 31.05. Sveinstindur Sjá nánar um allar ferðir á www.fi.is Nánari upplýsingar og skráning er í síma 568 2533 eða í netpóst fi@fi.is Skráðu þig inn – drífðu þig út Mörkinni 6 | 108 Reykjavík | S: 568 2533 | www.fi.is FERÐAFÉLAG ÍSLANDS Ferðaáætlun FÍ 2 014Náðu þé r í Upplifðu náttúru ÍslandsTímamóT í sögu afganisTan n Afganir ganga til kosninga á laugardaginn n Hamid Karzai stígur til hliðar n Þingkona segir kosningarnar þær miklvægustu í sögu landsins með Fabrizio Foschini. Hann segir erfitt að spá fyrir um hvað kosningarnar muni hafa í för með sér. Of margir aðilar séu í spilinu og átökin sem geisi ennþá afar flókin. „En það er ljóst að eftir tíu ár af ríkis- stjórn Karzai munum við sjá nýtt and- lit. Þetta veldur mörgum Afgönum áhyggjum enda vita þeir að friðsöm valdaskipti hafa ekki átt sér stað síð- an konungnum var steypt af stóli árið 1978. Margir búast við því að þeir sem eru við völd núna muni vilja viðhalda þeim völdum.“ Fólk bendi með- al annars á að fjölskylda Karzai hafi komið sér vel fyrir í valdastöðum og sé innvikluð í flókna valdabaráttu stjórn- mála og viðskipta. Fabrizio bendir á að Karzai hafi til að byrja með verið kallaður borgar- stjóri Kabúl. Það hafi verið gert grín að honum vegna þess að ítök hans náðu lítið sem ekkert út fyrir höfuð- borgina. Honum hafi hins vegar með tíð og tíma tekist að auka ítök sín í öllu landinu með því að veita þeim sem sýndu honum hollustu embætti og stöður víðs vegar um landið. Tal- ar Fabrizio um „net bandamanna“ í þessu samhengi sem hafi á endan- um orðið til þess að Karzai tókst að verða það sem honum var ætlað: For- seti Afganistan. „Margir sjá þetta hins vegar þannig í dag að fjölskylda hans sé allt of innvikluð í stjórnmál lands- ins til þess hann geti stigið frá í friði.“ Hætta á átökum Málið snúist ekki einungis um að þessir aðilar vilji halda völdum. Þeir hafi nefnilega ágætis ástæðu til þess að óttast að ef þeir sleppi valdatau- munum alveg geti þeir orðið skot- mörk uppreisnarmanna sem og póli- tískra andstæðinga. „Við skulum ekki gleyma því að þetta er land þar sem mikið af vopnum skipta um hendur, pólitískar aftökur eiga sér stað, mest- megnis af hálfu uppreisnarmanna en stundum standa pólitískir and- stæðingar á bak við slíkt og kenna kannski uppreisnarmönnum um það.“ Hann segir þó ljóst að Karzai muni styðja við friðsöm valdaskipti, enda ekki maður vopna. Spurningin sé hins vegar sú hvort aðrir geri það. Fabrizio segir ýmislegt fleira við kosningar í Afganistan valda áhyggj- um. Nefnir hann að dæmi séu um víð- tækt kosningasvindl í fyrri kosningum. Fáir búist við sanngjörnum kosning- um lausum við kosningasvindl en spurningin snúist hins vegar um það í hve miklum mæli það verði. Afganir hafi áhyggjur af því að ef kosningarnar verði eins jafnar og þær voru árið 2009 þegar tveir framjóðendur töldu sig eiga tilkall til kosningasigurs, sé hætta á því að stuðningsmenn þessara fram- bjóðenda grípi til vopna. „Í slíkri stöðu gæti ofbeldi brotist út. Vopnaðir hóp- ar sem pössuðu sig ef til vill áður á því að beita ofbeldi sem pólitísku vopni vegna viðveru alþjóðaherliðsins gætu litið til slíkra aðferða núna.“ Fabrizio segir stjórnmálaflokka landsins þurfa að átta sig á því að þeir verði að vinna saman, sérstaklega í ljósi þess að al- þjóðlega herliðið er að yfirgefa landið. Hvað sem öðru líður munu Afganir sjálfir ganga að kjörborðinu á laugar- dag. Tíminn einn leiðir í ljós hvern- ig fer en þeir íbúar höfuðborgarinn- ar sem blaðamaður hefur rætt við síðustu daga eru sammála um að al- mennt líti fólk kosningarnar jákvæð- um augum. „Afganir eru ánægðir með að ganga að kjörborðinu til þess að kjósa næsta forseta,“ segir Sayed Ali Aqa Amiri, 23 ára hagfræðinemi við Háskólann í Kabúl, í samtali við DV. „Við vonumst til þess að kosningarnar verði gagnsæjar og til þess fallnar að afskipti erlendra ríkja af okkur verði minni, sérstaklega Bandaríkjanna. Ég sem afganskur ríkisborgari mun nýta mér kosningarétt minn á laugar- daginn.“ n Þáttaskil Farkhunda Zahra Naderi, 32 ára þingkona sem starfar á þjóðþingi landsins fyrir National Unity Party of Afghanistan, segir að kosningarnar muni marka þáttaskil í sögu landsins. Í dagsins önn Ávaxtasalar fyrirfinnast á hverju götuhorni í Kabúl en þeir renna vögnum sínum oftar en ekki yfir umferðarþungar götur. Mynd Jón BJarki óljós framtíð Stjórnmálaskýrandinn Fabrizio Foschini segir erfitt að spá fyrir um hvað kosningarnar muni bera í skauti sér en ljóst sé að Afganir standi á tímamótum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.