Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2014, Qupperneq 26

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2014, Qupperneq 26
26 Umræða 1 „Ég iðrast óendanlega fyrir það sem ég hef gert öðrum“ Hjörtur Júlíus Hjartarson, knattspyrnu- og sjónvarpsmaður, sér eftir að hafa ráðist á samstarfsfélaga sinn um helgina. 44.983 hafa lesið 2 Tólf ára drengur hengdi sig eftir skóla í gær Sorg ríkir í Eccles-bæ á Englandi eftir að tólf ára drengur hengdi sig. 31.461 hefur lesið 3 „Hann hefur nokkra daga til að skila þessu“ Verslunarrekandi við Laugaveg lýsti eftir þjófi á samfélagsmiðlinum Facebook. 19.877 hafa lesið 4 Eldra fólk með fordómaSigrún Heiða Pétursdóttir er með þriggja ára barn á brjósti. 11.448 hafa lesið Helgarblað 4.–7. apríl 2014 Land tækifæranna Ó nefndur hippi kallaði forsætis- ráðherra „pólitískan fábjána“. Það er að hluta til rétt. Sig- mundur Davíð Gunnlaugsson er að mati Svarthöfða of hreinskilinn og heiðarlegur til þess að ná löngum frama í pólitík. En hann er alls ekki fá- bjáni; hann skilur grundvallarhugs- un siðmenningarinnar – viðskipti og gagnkvæman ávinning! Alla tíð hefur Svarthöfði hugsaði í sóknarfærum og lausnum, Svarthöfði er nefnilega gífurlega jákvæður einstaklingur. Fæstir vilja til að mynda greiða mikið fyrir vatnsglas, en eftir nokkra daga í eyðimörkinni myndu flestir gefa aleiguna fyrir að svala þorstan- um. „I got him by the balls“ myndi sniðugur kaupsýslumaður hugsa, og myndi að svo búnu nýta frelsi sitt til að selja viðkomandi vatnsglas á verði í samræmi við eftirspurnina. Allir græða! Þess vegna er það rétt hugsun hjá Sigmundi að mikil sóknarfæri séu í loftslagsbreytingum fyrir Íslendinga. Við gætum til dæmis farið að taka skatt af þeim sem vilja sigla um nýja leið norðan við Ísland. Við gætum hafið gjaldtöku í samræmi við fógeta- úrskurð, líkt og við Geysissvæðið. Það er ákveðin neyð í loftslags- breytingum. Suma mun skorta vatn, aðrir munu fá of mikið af því. Sum- um verður of kalt, öðrum of heitt. Enn aðrir munu leita á náðir annarra varð- andi húsaskjól, mat eða vatn. Þannig mun eftirspurnin aukast gífurlega á sumum stöðum og framboð aukast annars staðar. Fyrir snjalla kaupsýslu- menn eru tækifærin á hverju strái. Seltjarnarnesið á kaf? Snilld, það er sóknarfæri! Loksins fá þeir að gjalda fyrir öll þessi ár af lágu útsvari. Setj- um upp tollahlið við Seltjarnarnes og rukkum í samræmi við eftirspurn. Þeir sem vilja enn fá afslátt af útsvarinu geta bara búið á flekum bundnum við Eiðistorg, eða öllu heldur; Eiðissker. Drepst fiskurinn út af því að sjór- inn er orðinn svo súr? Snilld. Sniðug- ur kaupsýslumaður sér sóknarfærið í að selja indverskt kirsuberjakakó í pökkum og mysuprótein með því. Breytir Golfstraumurinn um stefnu og fer til Portúgal? Geðveikt! Svarthöfði á hlutabréf í 66°N og sér fram á fjármagnstekjur! Ísland framtíðarinnar er nefnilega Ísland tækifæranna! n Ný veisla Umsjón: Henry Þór Baldursson Hreinar línur í Reykjavík M ér er stundum sagt að stjórnmálaflokkar séu allir eins. Stefna þeirra sé keimlík, þeir lofi öllu fögru fyrir kosningar en hafi í raun það eina markmið að komast til valda. Svo fæ ég ýmist að heyra að flokkarnir séu sammála um allt eða geti aldrei komið sér saman um neitt. Ég hef svo sem skilning á þessu öllu. Stjórnmálaflokkarnir eru sammála um mjög margt, þó fjöl- miðlar fjalli oftast bara um ágrein- inginn þegar hann er til staðar. Stefn- an getur virkað keimlík, sérstaklega í borgarpólitíkinni, og frambjóðendur einsleitur hópur. Vinstrihreyfingin grænt framboð Vinstri græn eru þó að mörgu leyti frábrugðin öðrum framboðum. Við höfum ögrað samfélaginu og hefð- bundnum stjórnmálum gegnum tíð- ina með framsæknum hugmyndum um hvernig bæta megi samfélagið og við höfum alltaf valið hugsjónir um- fram vinsældir. Við munum áfram gera það. Í Reykjavík snýst málefna- leg sérstaða Vinstri grænna fyrst og fremst um þrennt: Áherslur í skóla- og frístundamálum, umhverfis- og auðlindamálum og trú á opinbera þjónustu. (Fyrir utan að vera eina framboðið sem treystir konu til að leiða lista. Það er ekki lítið.) Grunnþjónusta við börn verði gjaldfrjáls Á næsta kjörtímabili verður að byggja aftur upp traust milli skóla- samfélagsins og borgaryfirvalda eftir harkalegar sameiningar og niður- skurð sem gengið hefur mjög nærri starfseminni. Þá verður að hefjast handa við afnám gjaldheimtu borg- arinnar vegna skóla- og frístunda- mála. Þannig getum við haft raun- veruleg áhrif á ráðstöfunartekjur barnafólks og stuðlað að sanngirni. Flöt gjaldheimta upp á tugi þúsunda á hverjum mánuði umfram útsvarið er ósanngjörn og afnám hennar er fullkomlega raunhæft markmið. Borgin axli ábyrgð í umhverfis- og auðlindamálum Til að sporna við loftslagsbreyting- um af mannavöldum verður Reykja- víkurborg að draga úr útblæstri gróð- urhúsalofttegunda. Við verðum að breyta samgönguháttum, stuðla að orkuskiptum, fjölga hjólastígum, bæta almenningssamgöngur og nærþjónustu í þéttari byggð. Þannig drögum við úr notkun einkabílsins og skaðlegum áhrifum hans. Fram- ganga Orkuveitunnar á Hengils- svæðinu hefur verið óábyrg og nýt- ing auðlindarinnar allt of ágeng. Ábyrg nýting auðlindarinnar krefst þess að við endurskoðum fram- leiðslugetu Hellisheiðarvirkjunar og sláum öllum frekari virkanaáform- um þar á frest. Enga einkavæðingu opinberrar þjónustu Á kjörtímabilinu hafa allir flokkar í borgarstjórn sýnt áhuga á einkavæð- ingu opinberrar þjónustu. Allir nema Vinstri græn. Stefna Sjálfstæðisflokks kemur auðvitað ekkert á óvart, hann vill „leysa krafta einkaframtaks- ins úr læðingi“ hvar sem því verður við komið og leyfa einkaaðilum að græða á almannaþjónustu eins og öllu öðru. Meiri vonbrigðum valda aðgerðir meirihluta Besta flokks og Samfylkingar. Þau hafa nú selt hlut Reykvíkinga í HS-Veitum til einka- aðila og Gagnaveita Reykjavíkur er í söluferli. Ferðaþjónusta fatlaðra hef- ur verið boðin út og gistiskýli fyrir utan garðsmenn er ekki lengur rekið af borginni. Það er skýlaus krafa Vinstri grænna að opinber þjónusta sé á forræði almennings, að enginn geti grætt á grunnþjónustu og að hún verði aðgengileg öllum borgar- búum. Það hefur sýnt sig hvað eftir annað að einkarekstur hentar ekki í grunnþjónustu. Hann leiðir til verri og dýrari þjónustu. Einlæg kosningaloforð Sérstaða Vinstri grænna felst í kjarki og staðfestu. Við höfum og við mun- um áfram standa með hugsjónum okkar og setja mál á dagskrá jafnvel þótt við mætum ekki skilningi til að byrja með. Ég fullyrði að það sé hægt að afnema gjaldheimtu fyrir leik- skóla, grunnskóla og frístundaheim- ili jafnvel þótt aðrir flokkar efist. Ég fullyrði að það sé hægt að koma í veg fyrir ofnýtingu á Hengilssvæðinu og að við getum spornað með öfl- ugri hætti gegn loftslagsbreytingum af mannavöldum jafnvel þótt aðr- ir flokkar efist. Ég fullyrði að það sé betra fyrir fjárhag, þjónustu og sam- félag í Reykjavík ef grunnþjónustan er rekin af hinu opinbera og á for- ræði almennings. Jafnvel þótt aðrir flokkar efist. Við Vinstri græn mun- um standa með þessum áherslum okkar. Um það er engin ástæða til að efast. n „Ég fullyrði að það er hægt að afnema gjaldheimtu fyrir leikskóla, grunnskóla og frístundaheimili Könnun Hljópstu 1. apríl? 8,4% 91,6% n Nei n Já 251 ATKVÆÐI Svarthöfði Land tækifæranna Ísland fram- tíðarinnar er Ísland tækifæranna. Mynd rEUTErs sóley Tómasdóttir oddviti Vinstri-grænna í Reykjavík Kjallari Mynd sIGTryGGUr ArI Mest lesið á DV.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.