Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2014, Síða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2014, Síða 37
Lífsstíll 37Helgarblað 4.–7. apríl 2014 Of mikið skokk getur verið slæmt Þeir sem hlaupa of mikið geti dáið fyrir aldur fram F lestum líður vel eftir að hafa farið út að hlaupa. Ný rann­ sókn bendir hins vegar til þess of mikil hlaup geti verið slæm fyrir okkur og jafnvel leitt til þess að fólk deyi fyrir aldur fram. Rannsóknin, sem gerð var í rannsóknarstöðinni í Lehigh Valley heilsumiðstöðinni í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum, leiddi í ljós að þeir sem færu milliveginn lifðu lengst. Það er, þeir sem hvorki hreyfa sig og mikið né of lítið. Þá kynnu margir að spyrja hver sé hinn gullni meðal­ vegur? Rannsakendur vilja meina að um 2–3 tíma skokk eða hlaup á viku sé gott fyrir mann. Sé farið yfir það þá sé það orðið of mikið. Þeir sem eru undir þeim tíma í hreyfingu yfir vikuna eiga jafnmikið á hættu að deyja fyrir aldur fram og þeir sem fara yfir tímann. Rannsakendur vita þó ekki af hverju þetta stafar en það virðist ekki tengjast hjartaheilsu. Um 3.800 hlauparar tóku þátt í rannsókninni, bæði karlar og konur og meðalaldur þeirra var 46 ár. 70 prósent þátttakenda hlupu yfir 30 kílómetra á viku. Tekið var inn í rannsóknina hvort fólk tæki, hvort það væri með háan blóð­ þrýsting, hátt kólesteról eða hefði reykt. Doktor Martin Marsumura, sem stjórnaði rannsókninni, segist ekki segja fólki að hætta að hlaupa vegna niðurstaðna rannsóknarinn­ ar. Hann hins vegar bendir fólki sem hleypur mikið á að fylgjast með gangi slíkra rannsókna og hafa þetta í huga. „Það sem við skiljum ekki ennþá er hve nákvæmlega má hlaupa mikið áður en það bitnar á heilsunni,“ sagði hann í samtali við Health Day­tímaritið. Hann ráð­ leggur fólki að hlaupa ekki meira en í 2–3 tíma á viku og ekki of mikið. n Of mikil hlaup slæm? Rann- sóknin bendir til þess að það geti verið slæmt að hlaupa of mikið. Takk fyrir okkur! Smiðjuvegur 9 • 200 Kópavogur • Sími 535 4300 • Fax 535 4301 Netfang axis@axis.is • Heimasíða www.axis.is Þökkum frábærar viðtökur gesta á Hönnunarmars síðastliðna helgi. Þar kynntum við meðal annars Einrúm hljóðsófa, Lauf leikskólastóla, Stemmu skólahúsgögn, Strending fjölnota húsgagn og símaklefa. Hönnuður: Sturla Már Jónsson Húsgagna og innanhúsarkitekt m ag gi os ka rs .c om Þ að eru til ótal ráðleggingar um hvernig á að ná sem bestum svefni. Ef þú vilt lækka líkur á heilablóðfalli, offitu, sykursýki og krabba­ meini, þá skaltu passa að gera ekki eftirfarandi hluti. 16.30 Þambaðu kaffibollaEf þú þarft að klára verkefni fyrir lok vinnudagsins eða þrauka síðstu klukkutímana sem eftir eru af vaktinni getur verið freist­ andi að þamba einn eða tvo kaffibolla. En áður en þú skellir í þig espressobolla skaltu hafa í huga að það tekur líkamann um það bil 10 klukkustundir að vinna úr koffíninu, þannig að koff­ ínið er líklegt til að halda fyrir þér vöku löngu eftir að vinnu deginum lýkur. 21.00 Borðaðu stóra próteinríka máltíð Það er mikilvægt að borða næringar­ ríka máltíð á hverjum degi en ekki fresta kvöldmatnum of lengi, því þá fer líkaminn að melta máltíðina þegar hann á að vera í hvíld. Það fer mikil orka í að brjóta niður prótein í fæðu, sem getur haldið þér vakandi lengur. 21.30 Stressaðu þig uppÞegar þú ert að ganga frá eftir matinn, passaðu þig á því að stressast ekki upp yfir því hvað þú átt eftir að gera mikið fyrir svefninn. Það er auðvelt að stressa sig á hlutunum en svefnkannanir sýna að ef þú stressast mikið upp fyrir svefninn getur það haldið þér vakandi enn lengur. 22.00 Einn fyrir svefninn Þó að einn drykkur hafi róandi áhrif á þig fyrst um sinn hefur drykkurinn þau áhrif að draum­ svefn minnkar en djúpsvefn eykst, sem setur svefn­ ferlið úr skorðum. Þetta endar með því að þú færð ekki eins góða hvíld um nóttina. 22.05 Kveiktu á sjónvarpinuTylltu þér í sófann og settu á einhverja spennumynd með nóg af sprengingum, skothljóðum og sírenum til að koma náttúrulegu streituviðbrögðunum af stað. Ljósið frá sjónvarpinu hjálpar líka til við að halda þér vakandi. 23.00 Skrúfaðu frá ofnunumFlestum finnst óþægi­ legt að skríða undan sænginni á morgnana og fara í ísköld fötin en sér­ fræðingar segja að maður hvílist betur í köldu herbergi og mæla með að hafa hitastigið í svefnher­ berginu í kringum 15–19 gráður. 23.05 Leggstu í rúmið með fartölvu eða iPad Skært ljósið frá tækinu mun tryggja að heilinn minnki framleiðslu serótóníns, en það er hormón sem eykur syfju­ tilfinningu. 23.35 Kvíddu fyrir fundinum sem þú þarft að mæta á daginn eftir Passaðu að byggja upp mikinn kvíða vegna kynn­ ingarinnar sem þú þarft að halda á morgun eða hvernig þú átt að ná endum saman út mánuðinn. Rannsóknir sýna að ef maður fer í rúm­ ið áður en maður nær að róa niður hugann skilar það sér í verri svefni. Til að auka áhrifin er gott að liggja sem fastast áfram og reyna að sofna. Oft er best að standa aðeins upp og gera eitthvað róandi, til dæmis að lesa. 07.00 Notaðu „snooze“-ið oftÞað er voða freistandi að fá þessar auka fimm mínútur af svefni en sannleikurinn er sá að ef þú notar takkann oft á morgnana ertu að fá slæman brotakenndan svefn og sérfræðingar telja að mikil notkun hans geti stafað af undirliggjandi svefnvandamáli. Svona nærðu versta svefni lífs þíns Nokkur ráð til að vakna örugglega dauðþreyttur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.