Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2014, Qupperneq 50

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2014, Qupperneq 50
50 Menning Sjónvarp Helgarblað 4.–7. apríl 2014 Svo æli ég úr mér iðrunum Þ egar þar að kemur get ég sest niður fyrir framan tölvuna mína, slegið inn vefslóðina á skuldaleið­ réttingarvél ríkisstjórn­ arinnar, fengið mér kaffisopa úr appelsínugula fantinum mínum og sótt um niðurfellingu á verð­ tryggða húsnæðisláninu mínu. Ég á sannarlega rétt á þessu eins og þúsundir annarra Íslendinga. Þetta verður víst eins auðvelt og þægilegt fyrir mig og að „panta pítsu“. Nema í stað pítsunnar mun ég panta mér pening. Í stað þess að borga 20 falt kostnaðar­ verð fyrir hveitisull fæ ég allt fyrir ekkert; skuldaniðurfellingu með tölvustriki fyrir einungis örfáar mínútur af tíma mínum. Hver get­ ur hafnað slíku kostaboði? Ég get svo hallað mér aftur í stólnum þegar ég verð búinn að sækja um aurinn, hugsað um hvað þetta sé nú frábært og tek­ ið til við að hripa niður grein um hvað þessi peningapöntunar­ vél ríkisstjórnarinnar er galin frá upphafi til enda. Allt frá því að Sigmundur Davíð byrjaði að del­ era um hrægamma og 300 millj­ arða eignaupptöku úr þrota­ búum kröfu hafa bankanna við örvæntingarfulla kjósendur, til sögulegs kosningasigurs hans vorið 2013 og hálf fjarstæðu­ kenndrar biðar þjóðarinnar eftir efndum á þessu galna loforði, og loks á endanum til þessarar allt öðruvísi niðurstöðu á kosninga­ loforðinu sem ég var að enda við að nýta mér. Mér finnst þetta í heildina vera fráleit saga; saga sem er ekki síð­ ur absúrd á sinni hátt en það sem gekk á á Íslandi árin fyrir hrunið. Fyrri sagan snýst um misnotkun á bólu en sú seinni um misnotk­ un á neyð. Saga um kosninga­ lygar og brigsl, saga um auðtrúa og örvæntingarfulla kjósendur, saga um taugaspenntan og van­ stilltan framsóknarformann sem er andlit þessara „stærstu svika íslenskrar stjórnmálasögu“ þar sem orðalagið „tilgangurinn helg­ ar meðalið“ hefur öðlast eina sína ógeðfelldustu birtingarmynd. Sigmundur Davíð keypti heil­ ar kosningar með þessu loforði sem endaði sem þessi hortittur í pöntunarvél sem ég var að ljúka við að nota. Og lokakaflinn í þessari sögu er eiginlega einn sá áhugaverðasti því hann snýst um það hvernig ég gat haft geð í mér til að nýta mér eitthvað sem ég er svo mikið á móti. Ég kaus hvorki Framsóknar­ flokkinn né Sjálfstæðisflokkinn þannig að ríkisstjórnin vinnur ekki í mínu pólitíska umboði. Ég bað ekki um þessa skuldaniður­ fellingu, þvert á móti. Skulda­ niðurfellingin sem ég var að panta mér er röng að svo mörgu leyti, og ég veit það, en samt ákvað ég að taka við henni: Hún er siðferði­ lega röng – hvað annað er hægt að segja um það að ljúga að kjósend­ um til að komast til valda; hún er efnahagslega vafasöm – hún er fjármögnuð með skattfé og kann að ýta undir verðbólgu; hún er óþörf og nýtist fólki sem þarf ekki á henni að halda – ég þarf ekki nauðsynlega á henni að halda þó auðvitað sé fínt að fá milljón og ég á vin sem er tekjuhár og barnlaus lögfræðingur sem ætlar að nýta sér skuldaúrræðið þrátt fyrir að vera vel settur fjárhagslega; hún er líka hugsanlega ólögleg – hluti fjármagnsins sem nota á í skulda­ niðurfellinguna er ekki í hendi og verður sóttur sem skattur í þrota­ bú föllnu bankanna og kann sú skattlagning að vera brot á lögum. En ég tek samt þátt í þessu af því ég græði á því og af því ég get það. Að þessu leyti er ég í sömu sporum og þúsundir annarra Ís­ lendinga sem telja skuldaleið­ réttingarnar vera þvætting frá upphafi til enda, allt frá kosninga­ áróðrinum um hrægammana til peningapöntunarmaskínu ríkis­ stjórnarinnar. En við pöntum okkur peninginn með óbragð í munni. Ef ég, og þúsundir annarra Ís­ lendinga, tek þátt í þessu hvaða skilaboð sendir það þá til Fram­ sóknarflokksins? Ekki eingöngu hefur flokkurinn náð að kaupa fjórðung kjósenda til greiða sér at­ kvæði heldur líka fengið meirihluta þjóðarinnar til að nýta sér peninga­ vélina sem þessi sami meirihluti greiddi ekki atkvæði sitt og sem hluti hans hefur gagnrýnt harka­ lega í meira en heilt ár. Hvað kenn­ ir þessi staða stjórnmálamönnum um réttmæti þess að gefa kjós­ endum óraunhæf kosningaloforð? Á endanum gleypir meirihlutinn við því með glýju í augum sem að­ eins minnihlutinn vildi. Endurtek­ ur sagan sig ekki? Er ekki málið að Framsókn lofi næst 120 prósent húsnæðislánum? Ég halla mér fram í stólnum mínum, grúfi mig yfir skrifblokk­ ina og píri augun yfir párinu. Nú ætla ég brátt að setja punkt aftan við þessa grein. Ég er með pennann í hendi en ég fæ mig bara ekki til að skrifa meira því ég get það ekki. Mér líður alls ekki vel. Ég ætla að leggja pennann frá mér, hreiðra um mig á gólfinu í fósturstellingu í smá stund og fara svo inn á klósett og æla úr mér iðrunum. n „Er ekki málið að Framsókn lofi næst 120 prósent húsnæðislánum? Sjónvarpsdagskrá RÚV Stöð 2 SkjárEinn Stöð 2 Sport R eykjavík Film Festival eða Kvik­ myndahátíð í Reykjavík verður haldin í september. Hátíðin mun fara fram í Bíó Paradís og á fleiri stöðum í borginni dagana 12.– 21. september næstkomandi. Það er sjálfseignarstofnunin Heimili kvik­ myndanna, rekstraraðili Bíó Paradís­ ar, sem stendur fyrir hátíðinni. Kvikmyndahátíð í Reykjavík var upphaflega rekin af fagfélögum kvik­ myndagerðarmanna á árunum 1996– 2001. Hún tók við af Kvikmyndahátíð Listahátíðar sem starfrækt var annað hvert ár frá 1978. Skipað hefur verið í stjórn há­ tíðarinnar en í henni sitja Bergsteinn Björgúlfsson (FK), Guðrún Edda Þór­ hannesdóttir (SÍK), Friðrik Þór Frið­ riksson (SKL), Birna Hafstein formað­ ur (FÍL), Dögg Mósesdóttir (WIFT) og Sjón (FLH). Á vefsíðu hátíðarinnar verður innan skamms kynnt dagskrá og fyrir komulag hátíðarinnar, en ljóst er að auk sýninga á því nýjasta úr kvikmyndagerð heimsins verð­ ur sérstök áhersla lögð á tengsla­ myndun íslenskra og erlendra kvik­ myndagerðarmanna. n Haldin í Bíó Paradís og víðar Kvikmyndahátíð Reykjavíkur í september Sunnudagur 6. apríl Stöð 2 Sport 2 Bíóstöðin Gullstöðin Stöð 3 07.00 Morgunstundin okkar 07.04 Háværa ljónið Urri (15:52) 07.14 Tillý og vinir (26:52) 07.25 Múmínálfarnir 07.35 Hopp og hí Sessamí 08.00 Ævintýri Berta og Árna 08.05 Sara og önd (27:40) 08.15 Kioka (3:52) 08.22 Kúlugúbbarnir (18:20) 08.45 Hrúturinn Hreinn (7:20) 08.52 Disneystundin (13:52) 08.53 Finnbogi og Felix (12:26) 09.15 Sígildar teiknimyndir 09.22 Herkúles (13:21) 09.45 Skúli skelfir (23:26) 09.55 Undraveröld Gúnda 10.08 Chaplin (39:52) 10.15 Alla leið (1:5) 888 e 11.00 Sunnudagsmorgunn 12.10 Skólahreysti (1:6) 888 e 12.55 Söngkeppni framhalds- skólanna 2014 (Úrslit) e 14.25 Fum og fát 14.30 Svipmyndir frá Noregi e (Norge Rundt) 14.40 Meistaramót Íslands í badminton 16.40 Leiðin á HM í Brasilíu (5:16) e 17.10 Táknmálsfréttir 17.20 Stella og Steinn (7:10) 17.33 Friðþjófur forvitni (7:9) 17.56 Skrípin (5:52) 888 18.00 Stundin okkar 18.25 Hvolpafjör (2:6) (Hvalpek- uller) 19.00 Fréttir 19.20 Veðurfréttir 19.25 Íþróttir 19.40 Landinn 888 20.10 Brautryðjendur 888 (8:8) (Auður Eir Vilhjálmsdóttir) 20.40 Stundin 7,9 (3:6) (The Hour II) Stundin er spennandi bresk verð- launaþáttaröð sem gerist á sjónvarpstöð BBC árið 1956. Á dögum kalda stríðsins var bilið milli þess að segja sannleikann og svíkja föðurlandið stutt. Aðal- hlutverk: Romola Garai, Ben Whishaw og Dominic West. 21.35 Afturgöngurnar (8:8) (Les Revenants) Loka- þáttur þessara dulmögn- uðu verðlaunaþátta þar sem einstaklingar sem talið var að væru látnir, dúkka upp í litlu fjallaþorpi eins og ekkert hafi í skorist. Leikarar: Anne Consigny, Frédéric Pierrot og Clotilde Hesme. Atriði í þáttunum eru ekki við hæfi barna. 22.30 Ástarsorgir (Kære- stesorger) Ungt fólk fótar sig í tilhugalífinu. Ástir, afbrýðisemi, sakleysi og framhjáhald á umbrota- tímum sjöunda áratugarins. Atriði í myndinni eru ekki við hæfi ungra barna. 00.25 Sunnudagsmorgunn e 01.35 Útvarpsfréttir 08:30 Evrópudeildin 10:10 Evrópudeildarmörkin 11:00 NBA 2013/2014 12:50 Spænski boltinn 2013-14 14:30 Formula 1 2014 17:30 Spænski boltinn 2013-14 19:10 NBA 19:35 Meistaradeild Evrópu 21:15 Meistaradeildin 21:45 Formula 1 2014 00:05 Meistaradeild Evrópu 09:00 -20:20 Premier League 20:20 Premier League 2013/14 (West Ham - Liverpool) 22:00 Premier League 2013/14 (Chelsea - Stoke) 23:40 Premier League 2013/14 (Cardiff - Crystal Palace) 01:20 Premier League 2013/14 09:50 Office Space 11:20 The Marc Pease Experience 12:45 Try Seventeen 14:20 Good Night, and Good Luck 15:55 Office Space 17:25 The Marc Pease Experience 18:50 Try Seventeen 20:25 Good Night, and Good Luck 22:00 Source Code 23:35 The Vow 01:20 James Dean 02:55 Source Code 10:45 Simpson (19:22) 11:05 Friends 11:30 Mindy Project (19:24) 11:50 Suburgatory (19:22) 12:10 Glee (19:22) 12:55 Hart of Dixie (19:22) 13:35 Gossip Girl (19:24) 14:20 The Carrie Diaries (6:13) 15:00 Pretty Little Liars (19:22) 15:45 Top 20 Funniest (11:18) 16:30 Amazing Race (6:12) 17:15 Lying Game (3:10) 17:55 Men of a Certain Age (7:12) 18:40 The New Normal (20:22) 19:00 Bob's Burgers (9:23) 19:25 American Dad (12:18) 19:45 The Cleveland Show (10:22) 20:05 Unsupervised (12:13) 20:45 Bored to Death (3:8) 21:10 The League (6:13) 21:30 Deception (5:11) 22:10 Glee 5 (9:22) 22:50 The Vampire Diaries (8:22) 23:30 Bob's Burgers (9:23) 23:50 American Dad (12:18) 00:10 The Cleveland Show 00:30 Unsupervised (12:13) 01:10 Bored to Death (3:8) 18:10 Strákarnir 18:35 Friends (24:25) 19:00 Seinfeld (12:13) 19:25 Modern Family (4:24) 19:50 Two and a Half Men (8:23) 20:15 Viltu vinna milljón? 21:00 Twenty Four (6:24) 21:40 Twenty Four (7:24) 22:25 Krøniken (22:22) 23:30 Ørnen (22:24) 00:30 Ally McBeal (23:23) 01:15 Viltu vinna milljón? 01:55 Krøniken (22:22) 07:00 Barnatími 07:01 Strumparnir 07:25 Waybuloo 07:45 Ævintýraferðin 08:00 Algjör Sveppi 09:40 Ben 10 10:05 Victorious 10:30 Nágrannar 10:50 Nágrannar 11:10 Nágrannar 11:30 Nágrannar 11:50 Nágrannar 12:15 60 mínútur (26:52) 13:00 Mikael Torfason - mín skoðun 13:50 Spurningabomban 14:40 Heimsókn 15:05 Modern Family (5:24) 15:35 Léttir sprettir 16:05 Um land allt 16:40 Geggjaðar græjur 17:00 Ísland Got Talent 18:23 Veður 18:30 Fréttir Stöðvar 2 18:55 Sportpakkinn (32:50) 19:10 Steindinn okkar - brot af því besta 19:45 Ísland Got Talent 21:00 Mr. Selfridge (8:10) Önnur þáttaröðin auðmanninn Harry Selfridge, stofnanda stórverslunarinnar Selfridges og hún gerist á róstursömum tímum í Bretlandi þegar fyrri heims- styrjöldin setti lífið í Evrópu á annan endann. 21:50 The Following 7,7 (11:15) Önnur þáttaröðin af þessum spennandi þáttum en síðasta þáttaröð endaði í mikilli óvissu um afdrif fjöldamorðingjans Carroll einnig hvað varðar söguhetj- una Ryan Hardy. Eitt er víst að nýtt illmenni verður kynnt til leiks í þessari þáttaröð en það er ekki þar með sagt að Joe Carroll hafi sungið sitt síðasta. Nýr sértrúarsöfnuð- ur er að myndast og leiðtogi hópsins er jafnvel hættulegri en Carroll. 22:35 Shameless 8,7 (3:12) Bráðskemmtileg þáttaröð um skrautlega fjölskyldu. Fjölskyldufaðirinn er forfallinn alkóhólisti, mamman löngu flúin að heiman og uppátækjasamir krakkarnir sjá um sig sjálfir. 23:30 60 mínútur (27:52) 00:15 Mikael Torfason - mín skoðun 01:00 Daily Show: Global Edition 01:25 Nashville (13:22) 02:10 The Politician's Husband (3:3) 03:10 The Americans (4:13) 03:55 American Horror Story: Asylum (12:13) 04:40 Red Lights 06:00 Pepsi MAX tónlist 11:45 Dr. Phil 12:25 Dr. Phil 13:05 Dr. Phil 13:45 Once Upon a Time (13:22) 14:30 7th Heaven (13:22) 15:10 90210 (13:22) 15:50 Parenthood (13:15) Bandarískir þættir um Braverman fjölskylduna í frábærum þáttum um lífið, tilveruna og fjölskylduna. 16:35 Friday Night Lights (12:13) 17:15 Ice Cream Girls (2:3) Endurfundir Poppy og Serenu reynast afdrifaríkir og vekja upp spurningar um myrka sameiginlega fortíð þeirra. Báðar halda þær fram sakleysi sínu en það er ljóst að einhver er að ljúga. 18:00 The Good Wife (8:22) 18:50 Hawaii Five-0 7,5 (15:22) Steve McGarrett og félagar handsama hættulega glæpamenn í skugga eldfjallanna á Hawaii í þessum vinsælu þáttum. Sérsveitin rannsakar morð á fasteignasala og móðir Dannys mætir óvænt til Hawaii með sláandi fréttir í farteskinu. 19:40 Judging Amy (10:23) 20:25 Top Gear (4:7) 21:15 Law & Order (9:22) Spennandi þættir um störf lögreglu og saksóknara í New York borg. Maður finnst látinn í kjölfar þess að hann stefndi stóru flugfélagi. 22:00 The Walking Dead 8,7 (14:16) Þættir sem hafa slegið öll fyrri áhorfsmet áskriftarstöðva í Banda- ríkjunum. Rick Grimes og félagar þurfa að glíma við uppvakninga utanfrá og svikara innanfrá í þessum hrollvekjandi þáttum sem eru alls ekki fyrir viðkvæma. 22:45 The Biggest Loser - Ísland (11:11) 00:35 Elementary (13:24) 01:25 Scandal (12:22) 02:10 Pig Farm 03:00 Beauty and the Beast (2:22) 03:45 The Walking Dead (14:16) 04:30 The Tonight Show 05:20 Pepsi MAX tónlist Ingi Freyr Vilhjálmsson ingi@dv.is Helgarpistill
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.