Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2014, Side 54

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2014, Side 54
Helgarblað 4.–7. apríl 201454 Fólk Sykurlaus víkingur „Hér í Bandaríkjunum gerast hlutirnir,“ segir næringar- fræðingurinn Þorbjörg Hafsteins- dóttir sem nýlega gaf út bókina The Sugarfree Viking þar ytra. Vel- gengnin ríður ekki við einteym- ing því MGM hefur ákveðið að gera samnefnda kvikmynd um líf hennar. Frá þessu segir Þor- björg á Facebook-síðu sinni og að myndin verði frumsýnt í nóvem- ber. Hún segir einnig frá því að í myndinni leiki hún ekki sjálfa sig, til þess hafi verið valin leikkona sem er 10 árum yngri. „Hjartað er fullt af þakklæti,“ segir Þorbjörg að lokum í upp- hafi útrásar sem virðist ætla að verða hin lukkulegasta og í allt öðrum anda en efnahagsvíking- anna Íslensku. Fetar í fótspor mömmu Sonur Írisar í Buttercup er bassaleikari Ring of Gyges É g næ ekki upp í nefið á mér, ég er svo rosalega stolt af honum,“ segir tónlistarkonan Íris Kristinsdóttir en elsta barn hennar, Kristinn Freyr Óskarsson, spilar á úrslitakvöldi Músíktilrauna sem fram fer í Hörpu á laugardaginn. Hljómsveit Kristins Freys og fé- laga heitir Ring of Gyges. Íris hefur lítið heyrt í bandinu enda upptek- in sex barna móðir ef með er talinn stjúpsonur hennar. „Hljómsveitin er svo nýskriðin fram að ég hef bara heyrt demó. Ég er samt að fara á laugardaginn að horfa á þá og mun þá hlusta í fyrsta skiptið að alvöru. Ég veit samt að þeir eru á góðri siglingu og hafa verið að troða upp í Hafnarf- irði til dæmis.“ Íris tók aldrei sjálf þátt í Músík- tilraunum en hún var virkur í sveita- ballamenningunni hér á árum áður með sveitum á borð við Buttercup og Ber. „Ég hef aldrei tekið þátt í nein- um svona keppnum. Þetta er örugg- lega mjög skemmtilegt,“ segir hún en neitar því aðspurð að hafa ýtt synin- um út í tónlistina. „Ég hef aldrei þrýst á hann eða reynt að hafa áhrif. Þessi tónlistaráhugi kemur algjörlega frá honum sjálfum. Ég bara styð hann og ef þetta er það sem hann vill þá er það bara frábært. Þetta er líka svo frábær drengur. Það er svo hollt að vera í kringum tónlist, ég þekki það sjálf,“ segir Íris sem bíður spennt eftir laugardeginum. „Ég ætla sko ekki að láta mig vanta í salinn. Ég styð strákinn minn alla leið.“ Kristinn Freyr lýsir tónlist Ring of Gyges sem framsæknu þungarokki en hann spilar á bassa í bandinu. Að- spurður segist hann sjálfur hlusta á sveitir á borð við Dream Theatre og Opeth. En hvað með íslenska tónlist? „Það er bara Buttercup,“ segir hann hlæjandi að lokum. n indiana@dv.is Mæðgin Íris er ofsalega stolt af elsta barninu sínu sem er að feta sín fyrstu spor í tónlist- arbransanum. Mynd Úr einkasafni Hleður batteríin í Portúgal Leikarinn atli rafn á eftir að sakna Páls úr Englum alheimsins V ið fjölskyldan erum í sveitinni hjá mömmu að hlaða batteríin,“ segir leik- arinn Atli Rafn Sigurðar- son sem er kominn í frí til Portúgals eftir annasaman tíma í Þjóðleikhúsinu. Atli Rafn hefur farið með hlutverk Páls í Englum alheimsins á fjölum leikhússins síðasta árið en 137 þús- und manns horfðu á síðustu sýn- inguna sem sýnd var í beinni út- sendingu RÚV um síðustu helgi. saknar Páls Atli segir endalokum Engla alheims- ins fylgja blendnar tilfinningar. „Mér fannst ofsalega gaman að leika í þessari sýningu og mun sakna henn- ar og Páls. Ég viðurkenni að það féllu nokkur tár á bak við, eftir að tjaldið var fallið. Ég mun alltaf muna eftir þessari sýningu, hlutverkinu og þessu ferðalagi öllu. Að því leyti mun ég sakna hennar. En svona stóru hlutverki fylgir líka mikið álag; þessi stemming hef- ur verið í lífi mínu í meira en ár og það er líka ákveðinn léttir að losna undan því. Og svo þarf að fara rýma til í höfðinu fyrir ný verkefni. Mín reynsla sem leikari er einmitt að það er skemmtilegast að æfa og frum- sýna en minna skemmtilegt þetta endurtekningarferli, að sýna kvöld eftir kvöld. Þessi sýning hefur hins vegar verið það lifandi að maður hefur haft rými til að uppgötva nýja hluti og halda áfram með sköpun- ina og það hefur verið einstaklega ánægjulegt.“ ekki bara íþróttir í beinni Atli segir hópinn á bak við Engla alheimsins stoltan af beinu út- sendingunni. „Maður fann það alveg strax daginn eftir að hvert sem mað- ur fór hafði fólk verið að fylgjast með. Þetta var sögulegur atburður og fyrst áhuginn var svona mikill sýnir það okkur að það eru ekki aðeins beinar útsendingar af íþróttakappleikjum sem höfða til fólks. Auðvitað var þetta vinsæl sýning í leikhúsinu og því var fyrirfram ákveðinn áhugi á þessari tilteknu sýningu en að mínu mati er fjöldi sýninga til þess fallinn að sýna í sjónvarpi,“ segir hann og viðurkennir að fjöldinn sem horfði hafi komið honum á óvart. „Það er einfaldlega stórkostlegt að svona margir hafi horft á og eftir því sem ég best veit þá er þetta enn opið á netinu og því enn hægt að horfa.“ kósí í Portúgal Atli nýtur lífsins í Portúgal. „Við erum bara að borða aspas úr garðin- um og taka því rólega á milli þess sem ég er að vinna í verkefni sem verður í leikhúsinu næsta vetur. Þetta er bara kósí; stærsti höfuðverk- urinn hvern dag er hvað eigi að vera í matinn það kvöldið. Mjög þægilegt sem sagt,“ segir hann og viðurkenn- ir að hann njóti þess í botn að geta eytt tímanum með fjölskyldunni, en sonurinn, Dagur Rafn, er að- eins fimm mánaða. „Það er einfald- lega meiriháttar að geta loksins eytt meiri tíma með barninu og vera heima á kvöldin og um helgar og það úthvíldur.“ n indíana Ása Hreinsdóttir indiana@dv.is „Það er einfald- lega meiriháttar að geta loksins eytt meiri tíma með barninu. Hótel mamma Atli nýtur lífsins í sveitinni hjá mömmu í Portúgal með konunni og Degi Rafni sem er aðeins fimm mánaða. Mynd sigtryggur ari Hleypur í kring- um eldfjall Veðurfréttakonan spræka, Elísa- bet Margeirsdóttir, heldur til Jap- an í lok apríl og ætlar að hlaupa í kringum eldfjallið Fuji. Leiðin er 160 kílómetra löng. Svo sannar- lega löng leið, en Elísabet er þrautreynd hlaupakona og hefur áður tekist á við erfiðar og langar vegalengdir. Árið 2011 hljóp hún 120 kílómetra leið í sjö þúsund metra hækkun. Hún reyndi aft- ur við hlaupið í fyrra en þá gekk henni ekki eins vel. „Ég var með rosalega háan púls og mikla mæði,“ segir hún frá og greinir frá því að hún hafi ekki verið tilbúin að fórna heilsunni til þess að komast í mark. Síminn hringdi í beinni Gissur Sigurðsson fréttamaður hjá 365 fékk óvænta símhringingu þegar hann las upp morgunfréttir á Bylgjunni að morgni miðviku- dags. „Það var þannig að ég vissi ekki að skipverjarnir á Herjólfi hefðu hringt sig inn veika heldur sagði bara frá því sem stóð á heimasíðu Herjólfs að það yrði siglt í dag. Þá var einn hlustandi sem vissi af þessu og hringdi bara strax í mig til að láta mig vita, þó ég væri í beinni að lesa fréttirn- ar,“ segir Gissur hlæjandi. Hann lét símhringinguna ekki á sig fá og hélt áfram að lesa. „Ég kann að meta það vera í svona góðu sam- bandi við hlustendur og er honum þakklátur fyrir að láta mig vita,“ segir Gissur sem hringdi til baka í manninn að fréttatíma loknum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.