Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2014, Qupperneq 60

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2014, Qupperneq 60
Helgarblað 4.–7. apríl 20144 Brúðkaup Hafðu þetta í huga við undirbúninginn Átta algeng mistök sem verðandi brúðhjón eru gjörn á að gera E f brúðkaupsdagurinn á að heppnast fullkomlega þarf að huga að lygilega mörgum hlutum við undirbúninginn. Vitanlega er mikilvægt að skipuleggja brúðkaupið tímanlega, senda boðskortin út snemma og svo framvegis. DV tekur hér saman átta algeng mistök við undirbún­ inginn. Þetta eru hlutir sem verð­ andi brúðhjón verða einfaldlega að hafa í huga. 1 Ekki bjóða of mörgum Að halda brúðkaup kostar stórfé og eftir því sem fleiri gest­ um er boðið, þeim mun meiri verður kostnaðurinn. Auð­ vitað vilja brúð­ hjón bjóða sínum nánustu vinum og ættingjum. Ágætt ráð er að setja ákveðinn há­ marksgestafjölda og ákveða síðan hverjum skal boðið í veisluna. 2 Veldu réttan sal Þetta ráð tengist ráðinu hér að fram­ an. Það er mikilvægt að panta réttan sal, sal sem tekur ekki of marga og ekki of fáa. Eins og allir vita er allra veðra von á Íslandi. Reynið að finna sal með góðri verönd eða svölum svo gestirnir geti skotist út í ferska loftið. 3 Finndu ódýran ljósmyndara Brúðkaupsmyndir er ómetanleg minning frá brúðkaupsdeg­ inum og það skiptir máli að myndirnar séu góðar. Kynntu þér vinnu ljós­ myndarans áður en þú ákveður að kaupa þjónustu hans. Almenna reglan er sú að dýr­ ir ljósmyndarar eru betri en þeir ódýru þótt það sé vissu­ lega ekki algilt. 4 Fjárhagsáætlun Eins og fram kemur í fyrsta lið er dýrt að halda stórt brúðkaup. Stór mis­ tök sem verðandi brúðhjón gera er að gera ekki fjárhagsáætlun. Gerið ykkur í hugarlund hversu miklu þið eru tilbúin að eyða – og umfram allt getið eytt. Gerið það áður en þið farið að leita að ljósmyndara, brúðarkjólum eða öðru. Þetta þarf ekki að taka mikinn tíma. 5 Smáatriðin Að einblína of mikið á smáatriðin getur gert mann brjálaðan. Á Siggi að sitja við hliðina á Hörpu í brúðkaupinu eða á Palli að vera við sama borð og Óli? Líklega er þeim öll­ um alveg sama. Í brúð­ kaupi á gleðin að vera við völd og of ítarlegur undir­ búningur getur sett þig, eða maka þinn, út af sporinu. 6 Láttu hótelið vita Fjölmörg brúðhjón ákveða að fara á hótel eftir veisluna og eiga þar saman yndislega stund. Ekki klikka á að láta hótelið vita að þetta sé brúðkaupsnóttin ykkar. Á Íslandi bjóða mörg hótel upp á brúðkaupspakka sem gott getur verið að nýta sér. Ef þetta gleym­ ist er hætta á að kvöldstundin verði ekki eins einstök og þið höfðuð vonað. 7 Fötin þurfa að passa Alla langar til að líta vel út á brúðkaupsdaginn og vera í góðu formi. Það er í sjálfu sér gott og blessað. Það kann samt ekki góðri lukku að stýra að panta brúðar­ kjól sem þú passar ekki í, tveimur mánuðum fyrir brúðkaupsdaginn. Ef þú ætlar að létta þig þarftu að vera viss um að þú getir það. 8 Haldið tímaáætlun Það er leiðinlegt fyrir gesti að bíða lengi eftir brúðhjónunum – jafnvel þótt allir sýni því skilning. Ekki aug­ lýsa að veislan byrji klukkan 16 ef hætta er á að þið komið ekki í hús fyrr en klukkan 17.30. Ger­ ið alltaf ráð fyrir að hlutirnir taki aðeins lengri tíma en þeir eiga að taka. Myndatakan Það skiptir máli að velja góðan ljósmyndara fyrir brúðkaupið. S íðustu misseri hafa margir reynt fyrir sér í metnaðarfull­ um kökubakstri og er ekkert til sparað í barnaafmælum, ferm­ ingarveislum og jafnvel brúðkaupum. En kapp er best með forsjá, eins og sést á meðfylgjandi mynd­ um og skyldi enginn taka að sér brúðartertubakstur nema að vera nokkuð viss um að valda verkinu. Ekki baka svona kökur Vinsælustu íslensku lögin Lagaval í giftingum skiptir miklu máli. Mörg falleg lög hafa texta sem henta ekki þessu tilefni. DV lék forvitni á að vita hver væru vinsælustu lögin í íslenskum brúðkaupum. Valdimar Kristjóns­ son hljómborðsleikari spilar oft í brúðkaupum en hann segir þessi lög vera vinsælust. Ást Lagið er eft­ ir Magnús Þór Sigmundsson en varð vinsælt í flutningi Ragn­ heiðar Gröndal. Ó, þú Mannakornslagið Ó, þú er fallegt lag um ástina. Undir þínum áhrifum Fallegt lag frá Sálinni hans Jóns míns. Með þér Lagið er eftir Bubba Morthens en hefur líka notið mikilla vinsælda í flutningi Ragn­ heiðar Gröndal. Þú fullkomnar mig Hugljúft ástarlag eftir Sálina hans Jóns míns. Neyðartaska brúðhjóna Á síðunni brudkaup.is er að finna mikið af gagnlegum upplýsing­ um fyrir brúðhjón. Þar er meðal annars bent á að það sé sniðugt fyrir brúð­ hjón að hafa svo­ kallaða neyðartösku með sér á stóra deg­ inum sem geymi hluti sem verðandi brúðhjón gætu þurft að nota. Meðal þess sem talið er upp eru verkjatöflur, húðlitaða plástra, hálsbrjóstsykur, dömu­ bindi eða innlegg, púður, blaut­ klútar, hárspennur, hreinsikrem, fatarúlla, svitalyktareyði, hár­ þurrku, hárvörur, tannbursta og tannkrem, nál og tvinna, auka­ sokkabuxur, öryggisnælur og blettaeyði svo eitthvað sé nefnt.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.