Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.2010, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.2010, Qupperneq 12
12 fréttir 22. október 2010 föstudagur ÁHYGGJUFULL YFIR AFSTÖÐU VALTÝS „Það er merkilegt hversu ólík áhyggjuefni okkar Valtýs eru. Hann virðist hafa mestar áhyggjur af um- ræðunni. Ég hef mestar áhyggjur af stöðunni í málaflokknum,“ segir Guðrún Jónsdóttir, talskona Stíga- móta, um efni svarbréfs Valtýs Sig- urðssonar sem hann sendi dóms- og mannréttindaráðuneytinu. „En Valtýr sýnist mér hafa mestar áhyggjur af gagnrýnni umræðu.“ Forsaga málsins er sú að ríkis- saksóknari reifaði skoðanir sínar á nauðgunarmálum í tveimur við- tölum í DV. Í framhaldinu barst dómsmála- og mannréttindaráð- herra fjöldi athugasemda vegna þeirra viðhorfa sem komu fram í viðtölunum. Samkvæmt dóms- málaráðuneytinu bárust athuga- semdir frá breiðum hópi fólks. Ekki síst frá þolendum kynferðisbrota. Í framhaldinu fundaði ráðherra með ríkissaksóknara og greindi honum frá viðbrögðunum og óskaði eftir greinargerð frá embættinu. Ríkis- saksóknari skilaði greinargerð sinni í liðinni viku. Ómakleg ummæli og umræða í ógöngum Í svarbréfinu segir Valtýr það há- alvarlegt mál að því sé haldið fram að embættismenn ríkissaksókn- ara vinni markvisst gegn fram- gangi kynferðisbrota og að þol- endum kynferðisbrota sé ekki trúað í réttarkerfinu. Hann gagn- rýnir framgöngu Guðrúnar Jóns- dóttur, talskonu Stígamóta, og seg- ir framsetningu gagnrýni hennar á embættið ekki hvetjandi fyrir þol- endur kynferðisbrota og draga úr tiltrú þeirra á réttlátri málsmeð- ferð. Hann tekur sérstaklega fram að í fjölmiðlaumfjöllun um ráð- stefnu um nauðganir og viðbrögð samfélagsins hafi verið vitnað í orð Guðrúnar Jónsdóttur sem kvaðst upplifa réttarkerfið sem „svika- myllu“. Svikamylla Guðrún segir Valtýr taka ummæli hennar úr samhengi og greinilega ekki hafa heyrt eða skilið hvað hún átti við. Með svikamyllu hafi hún vísað í barnaspilið myllu sem flest fólk á hennar aldri þekki. Nái ein- hver að búa til svikamyllu eigi aðr- ir ekki möguleika á að vinna, samt fara allir eftir reglunum. Hún hafi tekið sérstaklega fram að hún væri ekki að gagnrýna einstakar persón- ur innan þessa sviðs, heldur væri mikið brottfall á þekktum málum á öllum stigum meðferðar. Það gerðist hjá Stígamótum, hjá Neyð- armóttöku, lögreglu, saksóknara- embættinu og fyrir dómstólum. „Það sem ég átti við er að þegar það hefur orðið ákveðin framþró- un í meðferð kynferðisbrotamála breytist eitthvað annað til mótvæg- is svo framþróunin verður í raun lítil sem engin. Ég get nefnt dæmi. Þegar Neyðarmóttakan var stofn- uð voru miklar væntingar til þess að fleiri mál enduðu með dómi. Það gerðist hins vegar ekki. Það sem gerðist var að ofbeldismenn tóku til þess mótleiks að breyta framburði sínum á þann veg að þeir neituðu því ekki að samræði hefði átt sér stað nú þegar hægt var að sanna það heldur staðhæfðu að það hefði verið með vilja kvenn- anna.“ Réttarkerfið þarf að vera trúverðugt Guðrún telur að það sé ansi margt sem fæli konur frá því að kæra. „Í fyrsta lagi er fjöldi kvenna sem leit- ar sér aldrei hjálpar. Flestar bregð- ast við með því að leitast við að halda áfram lífi sínu eins og ekk- ert sé. Þegar þær svo komast að því að það gengur ekki vel, þá leita þær til okkar hjá Stígamótum oft árum og áratugum eftir ofbeldið. Hluti kvenna leitar til neyðarmót- töku stuttu eftir nauðgun og stærri hluti þess hóps kærir. Lítil rann- sókn á Stígamótum sýndi að 75 prósentum kvenna sem kæra ekki finnst þær ekki hafa neitt að kæra því þeim finnst ofbeldið vera þeim sjálfum að kenna. Besta leiðin til þess að konur kæri er að þær geti treyst lögreglu, saksóknurum og dómurum til þess að höndla málin fordómalaust og af virðingu. Við- tölin í DV við ríkissaksóknara, fyrr- verandi yfirmann kynferðisbrota- deildar og þær tölur sem koma frá embætti ríkissaksóknara eru ekki hvatning til kvenna um að leita réttar síns. Réttarkerfið þarf að sýna fram á að það geti tekið á móti þessum konum þannig að þær fái að halda reisn sinni.“ Gagnrýni mannréttinda- nefndar Í bréfinu segir ríkissaksókn- ari framsetningu Guð- rúnar hvað varðar ár- angur embættisins í rannsókn og meðferð kynferðisbrotamála til þess fallna að vekja van- traust brotaþola á rétt- arvörslukerfinu. Hann segir enn fremur árang- urinn vera veru- leg- an. Guðrún segist hafa áhyggjur af því að ríkissaksóknari telji árangur í kynferðisbrotamálum verulegan og segir þær tölur sem hann birti í svarbréfi sínu í engum takti við þann veruleika sem birtist á hverj- um degi á Stígamótum. „Valtýr kallaði mig á teppið í vetur, eins og hann segir í bréfinu. Ástæðan var sú að það var viðtal við mig í Mogganum þar sem verið var að fara yfir fjölgun kynferðisbrota og ég spurð út í þá fjölgun. Ég benti á að á undanförnum áratug hefur orðið gífurleg fjölgun á þekktum brotum og það kemur fram hvort sem skoð- aðar eru tölur frá Stíga mótum eða embættinu sjálfu og það sama á sér stað víða í Evrópu og sérstaklega í Norður-Evrópu þar sem staða kvenna er hvað sterkust í jafn- réttismálum og kon- ur sætta sig ekki við nauðgun. Fjölgun dóma er í engu sam- ræmi við aukinn fjölda þekktra brota, hvorki á Íslandi né í löndunum í kringum okkur. Þetta er áhyggjuefni flestra þeirra sem að málum koma. Þess vegna var settur á laggirnar vinnu- hópur á vegum embættis ríkis- saksóknara sem fór yfir meðferð á nauðgunarmálum á tveimur 5 ára tímabilum frá 1997–2006. Tölurn- ar sem ég hef notað í málflutningi mínum koma beint úr skýrslunni sem varð til á skrifborði ríkissak- sóknara sjálfs, ég bjó þær ekki til,“ segir Guðrún. Kveinka sér undan umræðu „Ég sakna þess að hafa ekki heyrt ákæruvaldið deila þessum áhyggj- um, heldur virðist sama yfirvald fyrst og fremst kveinka sér undan umræðunni. Þá vil ég minna á að Ísland fékk á sig gagnrýni mann- réttindanefndar Sameinuðu þjóð- ana sem árið 2005 lýsti áhyggjum yfir miklum fjölda þekktra nauðg- ana samanborið við fjölda lög- sókna á Íslandi. Ísland var áminnt um að tryggja að ekki væri látið hjá líða að refsa fyrir nauðgun. Get- ur verið að ríkissaksóknara finnist nefnd Sameinuðu þjóðanna líka komin út í hættulega umræðu en þar er vitnað í sömu tölur og ég hef notað?“ Konur krefjast afsagnar Í bréfinu segir Valtýr það ekki sann- færandi viðbrögð að krefjast af- sagnar þeirra sem gera tilraun til þess að ræða málefnalega um kyn- ferðisbrot. Í niðurlagi bréfsins seg- ir hann að nauðsynlegt sé að opin og heiðarleg umræða geti farið fram um þessi mál enda snerti úrlausnarefnið samfélagið allt. Þar segir: „Brotaþolar kynferð- isbrota eiga, eins og aðrir þegnar þjóðfélagsins, að telja sig búa í rétt- arríki. Því er afar mikilvægt að þeir skilji hlutverk ákæruvaldsins og að ákvörðun um að hætta rannsókn máls hjá lögreglu eða niðurfelling máls hjá embætti ríkissaksóknara hafi ekkert með þá fullyrðingu að gera að þeim sé ekki trúað.“ „Ég er hjartanlega sammála því að brotaþolar eigi rétt á því,“ segir Guðrún. „Veruleikinn er hins vegar sá að Ísland getur varla talist réttar- ríki þegar að þessum málum kem- ur. Brotaþolar kynferðisbrota mæta of oft óréttmætri tortryggni og for- dómum. Ekki faglegt Guðrún segir opinbera umfjöllum ríkissaksóknara gagnrýniverða. „Það eru ekki fagleg vinnubrögð að ríkissaksóknari skyldi hand- pikka út nokkur niðurfelld mál og afhenda blaðamanni og fjalla um þau opinberlega. Til okkar hringdu konur sem hrylltu sig yfir því ef svona hefði verið farið með þeirra mál. Það hefði verið allt annað ef þarna hefði farið fram fagleg rann- sókn á öllum niðurfelldum málum sem hefði síðan verið hægt að ræða um á faglegum grundvelli. Konur á Íslandi sætta sig ekki við að vera nauðgað. Réttarkerfið þarf að auka á trúverðugleika sinn til þess að taka á móti konum svo þær haldi reisn sinni. Ég hlakka til þess að vera boðuð á fund með dómsmálaráðherra, ríkissaksókn- ara og þeim öðrum sem ráðherra boðar. Ég ætla að leyfa mér að vona að við getum í sameiningu gert Ís- land að fyrirmyndarréttarríki – líka fyrir konur sem er nauðgað.“ KRiStjana GuðbRandSdÓttiR blaðamaður skrifar: kristjana@dv.is ...þá leita þær til okkar hjá Stígamótum oft árum og áratugum eftir ofbeldið. Í greinargerð ríkissaksóknara um ummæli sem hann lét falla um kynferðisbrotamál er sett fram gagnrýni á framsetningu máls Guðrúnar jónsdóttur, talskonu Stígamóta. Guðrún jónsdóttir svarar ávirðingum ríkissaksóknara í hennar garð. Guðrún gagnrýnd Valtýr Sigurðssongagnrýnirtalskonu Stígamótaogtelurframsetn- inguhennarleiðaumræðuum kynferðisbrotamálíógöngur. athugasemdir frá breiðum hópi fólks Dómsmálaráðuneytinu bárustathugasemdir víðaaðvegnaummæla ríkissaksóknara.Ekki sístfráþolendum kynferðisbrota.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.