Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.2010, Síða 16
16 fréttir 22. október 2010 föstudagur
Vantraustið Veltir
þjóðfélaginu á hlið
Almenningur ber sáralítið traust til ís-
lenskra banka og fjármálastofnana. Traust
til Alþingis og stjórnvalda er einnig sára-
lítið og nýjustu kannanir benda til þess að
traust sem almenningur ber til annarra
mikilvægra stofnana sé í algeru lágmarki
um þessar mundir. Við slík skilyrði eykst
hættan á ólgu og uppþotum og í versta falli
gæti almenningur hætt að veita stjórn-
völdum sínum nauðsynlegt lögmæti. Van-
traustið er einnig dragbítur á efnahagslega
uppbyggingu og dregur úr vilja manna til
að hætta fé til uppbyggingar.
Aðeins rúm þrjú prósent lands-
manna segjast bera mikið traust til
bankanna samkvæmt nýlegri könn-
un MMR, Markaðs- og miðlarann-
sókna. Þetta jafngildir því að einung-
is um 7.000 kjósendur í landinu beri
mikið traust til bankanna um þessar
mundir. Traust sem landsmenn bera
til Alþingis og ríkisstjórnarinnar hefur
einnig minnkað miðað við eldri kann-
anir MMR. Aldrei fyrr hafa þeir verið
jafn fáir sem bera mikið traust til Al-
þingis. Af um 230 þúsund kjósendum í
landinu bera aðeins liðlega 17 þúsund
mikið traust til Alþingis og fækkaði
um 7 þúsund frá könnun MMR í vor.
Athyglisvert er að lögreglan nýtur
vaxandi trausts á meðan aðrar stofn-
anir samfélagsins, svo sem Hæstirétt-
ur og dómsmálaráðuneytið, eiga æ
erfiðara með að ná tiltrú borgaranna.
Um 80 prósent landsmanna bera mik-
ið traust til lögreglunnar.
Háskólar eiga einnig undir högg að
sækja. Í könnun Capacent árið 2002
báru 87 prósent mikið traust til Há-
skóla Íslands. Í könnun MMR nú hefur
traustið fallið niður í tæp 68 prósent.
Þetta má orða þannig að nærri 45 þús-
und færri kjósendur beri mikið traust
til Háskóla Íslands en árið 2002.
Traust er auðlind
Í skýrslu rannsóknarnefndar Al-
þingis er fjallað um traust og mikil-
vægi þess fyrir samfélagið og gang-
verk þess. Fræðimenn líta enda svo
á að traust borgaranna til yfirvalda
sé mikilvæg auðlind í hverju lýðræð-
isríki. „Þegar yfirvöldum er treyst
geta þau tekið ákvarðanir án þess að
þurfa að beita borgarana þvingun-
um eða leita samþykkis þeirra fyr-
ir öllum ákvörðunum. Þegar íbúar
treysta yfirvöldum sætta þeir sig við
að fórna skammtímahagsmunum
sínum (til dæmis með hærri skött-
um) fyrir langtímahagsmuni þjóðar-
innar (til dæmis lækka verðbólgu).
Traust er þannig mikilvæg forsenda
þess að fulltrúalýðræði virki sem
skyldi. Það má þó færa rök fyrir því
að of mikið traust til yfirvalda sé ekki
heldur æskilegt þar sem það getur
dregið úr nauðsynlegum efasemd-
um og aðhaldi borgaranna að yfir-
völdum,“ segir í greinargerð Huldu
Þórisdóttur í siðfræðikafla rann-
sóknarskýrslu Alþingis.
Bláeygir Íslendingar?
Íslenska þjóðin er lítil, samstæð og
einsleit. Hulda segir í rannsóknar-
skýrslunni að ekki þurfi að koma á
óvart að traust borgaranna hvers til
annars og til ýmissa stofnana sam-
félagsins hafi verið mikið og með því
mesta sem gerist í Evrópu eins og fjöl-
þjóðleg Evrópukönnun leiddi í ljós
árið 2004. Í þeirri könnun voru Íslend-
ingar í þriðja efsta sæti þegar spurt var
um traust til kerfisins; aðeins Danir og
Finnar treystu stofnunum sínum bet-
ur og er þá átt við þing, réttarkerfi og
lögreglu. Íslendingar voru í fjórða efsta
sæti meðal 25 Evrópuþjóða varðandi
traust sem borgararnir sýna stjórn-
málamönnum og stjórnmálaflokk-
um. Þeir treystu einnig bönkum og
tryggingarfélögum sínum afar vel og
voru í þriðja efsta sæti árið 2004. Loks
treystu Íslendingar hver öðrum einnig
mjög vel og höfnuðu í fjórða efsta sæti
með 6,6 stig af 10 mögulegum.
Vert er að endurtaka að traust sem
Íslendingar bera til stofnana sinna er á
hraðri niðurleið ef frá er talin lögregl-
an.
Athyglisvert er að í Frakklandi, þar
sem allt logar í verkföllum og mótmæl-
um gegn áformum ríkisstjórnarinn-
ar um að hækka eftirlaunaaldur, ríkir
ekki mikið traust til fjármálastofnana
eða kerfisins. Frakkar halda sig í 15.
til 24. sæti í Evrópukönnuninni sem
hér er vitnað til. Minnsta traustið bera
Frakkar til banka og tryggingarfélaga.
Vantraustið slekkur á kerfinu
Traust sem almenningur ber til Al-
þingis, stjórnmálamanna og yfirleitt
stjórnmálastéttarinnar hefur hrun-
ið. Varla getur það talist viðunandi að
aðeins 7,5 prósent beri mikið traust til
Alþingis, en það jafngildir um 17 þús-
und kjósendum eins og áður segir.
Baldur Þórhallsson stjórnmála-
fræðiprófessor segir að þverrandi
traust til stjórnmálanna sé í eðli sínu
grafalvarlegt. „Þetta dregur úr getu
stjórnmálamanna til að hrinda brýn-
um málum í framkvæmd. Þegar fólk
treystir engan veginn ríkisstjórn og
Alþingi setur það spurningamerki við
lögmæti þeirra ákvarðana sem þessir
aðilar taka.“
Baldur segir að þegar fjöldinn hætti
að veita kjörnum fulltrúum lögmæti
megi tala um stjórnmálakreppu sem
bætist ofan á efnahags- og skulda-
kreppuna. „Þetta er ekki einfalt sam-
spil en afleiðingarnar eru augljósar.
Reiðin og ólgan í samfélaginu er mik-
il. Óróleiki og óstöðugleiki í stjórnmál-
unum er einnig áberandi. Þingmönn-
um hefur ekki tekist að vinna saman
að lausnum. Nú fyrir helgi sagði for-
maður Alþýðusambands Íslands
að ríkisstjórnin stæði ekki við gerða
samninga. Engu væri að treysta um
að samingar héldu og það væri alveg
nýtt. Það er einnig ný staða að stöð-
ugur ágreiningur innan stjórnarliðs-
ins verði í sífellu til þess að enginn veit
hvort og þá hvaða mál hafi meirihluta-
stuðning á þingi. Þetta endurspeglast
svo í könnunum sem sýna að 70 pró-
sent kjósenda eru reiðubúin til þess að
kjósa nýtt afl til þings og vísa þar með
fjórflokknum á dyr ef svo má segja.“
Ekki traustvekjandi Alþingi
Baldur bendir einnig á að vinnubrögð-
in innan þingsins séu allt annað en
traustvekjandi á stundum og engu sé
líkara en að þingheimur telji kjósend-
ur illa gefna eða tómláta. „Fyrir fáein-
um dögum lögðu sjö þingmenn fram
tillögu um þjóðaratkvæðagreiðslu
6,7%
6,8%
18,8%
15,5%
31,6%
39,8%
53,5%
58,1%
41,9%
48,3%
3,1%
6,0%
6,8%
7,5%
10,9%
13,1%
14,7%
14,8%
16,6%
17,8%
17,9%
24,4%
24,7%
48,9%
52,1%
67,7%
80,9%
56,6%
60,7%
75,3%
73,5%
68,3%
75,2%
81,6%
MiKiÐ trAUSt LÍtiÐ trAUSt
Lögreglan
Háskóli Íslands
Ríkisútvarpið
Háskólinn í Reykjavík
Landsvirkjun
Stéttarfélögin
Evrópusambandið
Stjórnarandstaðan
VR
Fjölmiðlarnir
Lífeyrirssjóðirnir
Seðlabankinn
Ríkisstjórnin
Alþingi
AGS
Fjármálaeftirlitið
Bankakerfið
Spurt var: Hversu mikið eða lítið traust berð þú til eftirfarandi aðila? Svarmöguleikar
voru: Mjög lítið traust, frekar lítið traust, hvorki mikið né lítið traust, frekar mikið
traust og veit ekki/vil ekki svara. Niðurstöður sýna fjölda þeirra sem svöruðu annað
hvort mjög/frekar mikið eða lítið traust. 99,6% tóku afstöðu til spurningarinnar.
BANKAKERFIÐ SKRAPAR BOTNINN
Könnun MMR þann 15. október 2010.
jóHAnn HAukSSon
blaðamaður skrifar: johannh@dv.is
Fjármálakerfi rúið trausti „Eftrúnað-
urinnogtraustiðerekkifyrirhenditekur
fyririnnlánogútlánogefnahagsstarf-
seminlognastútaf,“segirGöranLind,
ráðgjafiyfirstjórnarsænskaseðlabankans.
Ekki traustvekjandi stjórnmál „Þarna
erviðflokkakerfiðaðsakastogþá
stjórnmálasiðmennigusemþaðhefur
leittafsér,“segirBaldurÞórhallsson
stjórnmálafræðiprófessor.
Traust lagt á lögregluna Veramáað
hófstilltframgangalögreglunnargagn-
vartmótmælendumundanfarinmisseri
hafiaukiðtiltrúogtrausttilhennar.