Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.2010, Page 24

Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.2010, Page 24
Þegar heimilisbókhaldið er í mínus þarf að skera niður eða auka tekjurn-ar. Jógrímur sker nið- ur í útgjöldum fjölskyldunnar, en honum reynist erfitt að auka tekjurnar með sjálfbærum hætti. Hann vill ekki vinna á bar á kvöldin, því hann vill ekki byrla fólki áfengi. Hann vill ekki vinna í sjoppu því sjoppufæði er óhollt. Honum hugnast ekki að stunda sölumennsku, því fólk á að kaupa það sem það vill en ekki að vera blekkt til að kaupa hluti sem það þarf ekki. Jógrímur vann í álveri en sagði upp þegar hann komst að því að álið var bara notað í gosdósir fyrir Ameríkana, sem eyðileggja náttúruna. Jógrímur er atvinnulaus og mengar því ekkert og veldur engum skaða á fólki og fánu. Jógrímur sér heiminn fagr-an. Hann styrkir listamenn í hvívetna. Fjölskyldan hans gagnrýnir hann fyrir að kaupa árskort á Sinfóníuhljóm- sveit Íslands, á sama tíma og hann segir upp Stöð 2, en hvers virði er lífið án okkar djúpstæðu tengsla við mestu menningarafrek liðinna alda? Jógrímur kaupir íslenskar bækur, því honum finnst rétt að styrkja menninguna. Hann les þær reyndar ekki. Hann borgar Ríkisútvarpinu, þótt hann horfi nú ekki mikið á það. Hann borg- ar fyrir listaverk sem hann setur niður í geymslu. Svo kaupir hann hitabeltisblóm, sem eru ræktuð á Íslandi. Því Íslendingar verða að geta ræktað blóm. Í kvöldmatinn er alíslenskt kjötfars. Fjölskyldan hans er skiln-ingslaus og dekruð og er alltaf að kvarta. Jógrím-ur hlustar ekki á kröfu fjölskyldunnar sem heimtar ut- anlandsferðir, sælgæti, bíl og merkjavöru. Ekkert af þessu er hollt! Fjölskyldan kvartar og kvartar. En hún hefur ekki sömu þekkingu og Jógrím-ur á því hvað eflir manns- andann. Við verðum nefnilega að geta verið nógu heilbrigð og frjáls til að velja íslenska menningu umfram allt. Konan hans getur alveg gengið í jogginggalla. Hún þarf ekki snyrtidót – ekki nema hún sé þræll útlitsdýrkunar karlasamfélags- ins. Það væri vont fyrir hana. Hver þarf að fara til útlanda og sækja vatnið yfir lækinn? Hamingjan er ekki peningar. Peningar skipta ekki máli. Þótt hvert barnið á fæt- ur öðru hrökklist að heiman fyrir aldur fram er Jógrímur sáttur. Þess minni er kostnaðurinn við heimilið. Jógrímur er atvinnulaus. Eða hvað? Nú hann er í raun ekki atvinnulaus ef hann er starf-andi heima. Ekkert mæl- ir gegn því að hann taki skerf af launum annarra fjölskyldumeð- lima fyrir umsjónarstarf sitt á heimilinu. Jógrímur gerir það. Og sjá, þarna varð til starf! Enn einum Íslendingnum bjargað úr nauð. Jógrímur gerir rétt „Ég reyndi að biðja þetta í burtu og var á tímapunkti viss um að mér hefði tekist að laga mig. Ég var svo viss um að mér væri batnað að ég gifti mig.“ n Davíð Guðmundsson var lagður í einelti í æsku og hann kallaður hommi og stelpustrákur. Hann kom út úr skápnum 28 ára gamall. - DV „Maður bara horfir upp í himininn.“ n Sigmar Jónsson hafnarvörður í Landeyjahöfn hefur lítið að gera á meðan Herjólfur kemst ekki inn í höfnina. - Fréttablaðið „Mér finnst maðurinn gjör- samlega óþol- andi og vil ekki að nafnið mitt komi neins staðar fram í einhverju sem honum tengist.“ n Hafsteinn Snædal lét fjarlægja nafn sitt úr símaskránni af því að Egill Einarsson er höfundur hennar. - DV „Ég vildi keppa fyrir Ísland en því miður þá er ástandið eins og það er á Íslandi.“ n Kreppan kom í veg fyrir að skíðakappinn Snorri Einarsson gæti keppt fyrir Íslandshönd. Hann er í norska landsliðinu. - Morgunblaðið Rónarnir á netinu Mikil ómenning og ómennska er ríkjandi á netinu. Ákveðnir vefir hafa gert út á að leyfa nafnleys- ingjum að vaða uppi með ásakanir á hendur nafngreindum aðilum sem ekki geta varist. Á vefritinu Eyjunni er þetta sérstaklega áberandi þar sem illmælg- in bókstaflega tröllríður athugasemda- kerfinu. Flestallt virðist vera leyfilegt. Eitt helsta fórnarlamb hinna nafn- lausu er Egill Helgason, sjónvarpsmað- ur og bloggari. Hann hefur þurft að sitja undir svívirðingum frá hýenum sem halda sig í myrkrinu og vega úr laun- sátri. Einn af öðrum hafa hinir nafn- lausu krafist þess að hann verði rekinn úr starfi sínu eða fái áminningu. Fæstir hafa kjark til þess að segja hlutina und- ir eigin nafni en skýla sér á bak við dul- nefni. Sjálfur hefur Egill sagt skoðanir sínar undir nafni og númeri. Hann hef- ur líka upplýst að prófessor við Háskóla Íslands sé ýmist nafnlaus á netinu eða skrifi undir fölsku flaggi. Sá stundar þá iðju sína í skjóli æðstu menntastofnun- ar Íslands. Það er stundum sagt að rónarnir komi óorði á brennivínið. Rónar nets- ins eru nafnleysingjarnir og þeir sem sigla undir fölsku flaggi. Þetta er fólkið sem kemur óorði á alla nafnleysingja. Sérstakur hópur á netinu er grunað- ur um að skrifa í þágu skúrka og vera á launum fyrir. Annar hópur fær lán- uð nöfn vina til að koma höggi á and- stæðinga. Þar er ekki minna siðleysi en í nafnleysinu. Það er í raun sorglegt hvernig kom- ið er fyrir umræðunni á netinu. Nafn- leysi er oft nauðsynlegt skjól fyrir þá sem þurfa að koma málum á framfæri án þess að hljóta alvarlegan skaða af. En nafnleysi má aldrei vera skjól fyrir ómennsku. Það er verðugt verkefni fyr- ir heiðarlega netverja að hefja siðvæð- ingu með því að gera hýenurnar útlæg- ar. reynir traustason ritstJóri skrifar. Nafnleysi má aldrei vera skjól fyrir ómennsku. leiðari svarthöfði 24 umræða 22. október 2010 Föstudagur TreysTir á sægreifa n Árvakur, útgáfufélag Morgun- blaðsins, tapaði 3,7 milljónum króna á dag, hvern einasta dag síðasta árs. Botnlaus taprekstur af útgáfu Moggans hlýtur að valda Óskari Magnús- syni og stórút- gerðarmönn- unum sem eiga blaðið þungum áhyggjum. Hann þarf því að treysta á að kvótaeigend- urnir sem leggja fé í blaðið, hafi nóg á milli handanna. Athyglisvert er að setja það í samhengi við frétt DV í vikunni um að Óskar og félagar í stjórn Samherja hefðu lagt til að rúmlega 870 milljóna króna arður yrði greiddur út til eigendanna fyrir síðasta rekstrarár. Hluti þessa gæti farið í Moggahítina. Olíufélag í gullleiT n Hermann Guðmundsson, forstjóri N-1, er á meðal klókari og virtari bisnessmönnum á Íslandi. Hann er lítt umdeildur. Það er til dæmis um viðskipta- vit Hermanns að hann keypti dreifingarréttinn á ævisögu Jónínu Benediktsdótt- ur en viðbúið er að sú saga muni slá í gegn. Einnig keypti Hermann dreifingarréttinn á bók Björgvins G. Sigurðssonar, fyrrverandi ráðherra. Einhverjir telja að þar sé um lítt sölu- vænlegan hvítþvott að ræða. En Jón- ína gæti malað gull fyrir olíufélagið. Halldór fyrirliTinn n Halldór Ásgrímsson, fyrrverandi ráðherra, er að ná toppsætinu af Davíð Oddssyni og Finni Ingólfssyni sem verst þokkaði stjórnmálamaður landsins. Fréttir um milljarðaaf- skriftir Lands- bankans á skuld- um Skinneyjar hafa stórskaðað ímynd Halldórs sem var þó ekki merkileg fyrir. Hlutur Halldórs í afskriftum Skinneyjar samsvarar um 70 milljónum króna að teknu tilliti til eignahlutar hans. Til að tryggja enn- fremur afkomu hans hafa Katrín Jak- obsdóttir menntamálaráðherra og félagar samþykkt að endurráða hann hjá Norrænu ráðherranefndinni til tveggja ára. Jólasveinn í frambOði n Framboð til stjórnlagaþings eru sum hver áhugaverð. Þar er að finna ýmsa kynlega kvisti og frægðar- menni sem dúkkuðu upp á gamla Íslandi. Þeirra á meðal er Sigríður Dögg Auðunsdóttir, fyrrverandi ritstjóri Krónikunnar sálugu, sem vill að fólk kjósi sig. Svo er Ástþór Magnússon einnig í framboði. Hann er þekktastur í gervi jólasveins fyrir undirrétti þar sem hann sprautaði tómatsósu á fólk í mótmælaskyni. Ástþór er þaulreyndur framboðs- maður sem fram að þessu hefur ekki uppskorið fylgi. sandkorn tryggvagötu 11, 101 reykjavík Útgáfufélag: Dv ehf. Stjórnarformaður: Lilja Skaftadóttir ritStjórar: jón trausti reynisson, jontrausti@dv.is og reynir traustason, rt@dv.is fréttaStjóri: Ingi Freyr vilhjálmsson, ingi@dv.is umSjón helgarblaðS: Ingibjörg Dögg kjartansdóttir, ingibjorg@dv.is umSjón innblaðS: Ásgeir jónsson, asgeir@dv.is dv á netinu: Dv.IS aðalnÚmer: 512 7000, ritStjórn: 512 7010, áSkriftarSími: 512 7080, auglýSingar: 512 7050. SmáauglýSingar: 515 5550. umbrot: Dv. Prentvinnsla: Landsprent. dreifing: Árvakur. Dv áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Það er skemmtileg kaldhæðni fólg- in í því að fagna, með kynjagleraugu á nefi: kvennabyltingunni, femínism- anum, jafnréttinu og öllum þeim sætu sigrum sem unnist hafa á umliðnum áratugum. Staðreyndin er nefnilega sú að þessi skemmtilega barátta hefur öll orðið okkur að fjandsamlegu fótakefli; einkum vegna þess að yfirvöld, bank- ar og fjármálakerfi hafa snúið vopn- um í höndum þeirra sem til byltingar gengu með bros á vör. En allt er þetta byggt á þeirri lygi, að sérhver fjölskylda verði að eignast þak yfir höfuðið – að allir verði að vera á hinum svokallaða vinnumarkaði o.s.frv. Afleiðing þeirr- ar lífslygi sem við trúum öll, er þessi: Kvenfrelsisbaráttan er mesta kjara- skerðing sem fundin hefur verið upp í okkar ágæta vestræna heimi. Á meðan fyrirvinnan var ein þá tók það mannsæfi að eignast þak yfir höfuðið. Og þeg- ar tveir einstakl- ingar sjá um fyrir- vinnuna þá tekur meira en manns- æfi að þræla fyrir þessu sama þaki. Þetta segir okkur að kjaraskerðing- in hafi orðið meira en 100% í þeirri yndislegu lífslygi sem að okkur er haldið. Já-já, auðvit- að kemur svo inní þennan pakka all- ur hroðinn sem á rætur í vísitölubind- ingu, lífeyrissjóðasukki, braski, hruni og öðru því sem fólk nennir að tína til. Hitt skal þó uppúr standa; að þessi stórkostlega þjóð hefur látið ljúga sig blindfulla. Okkur hefur markvisst ver- ið kennt að trúa því að aðalatriðið sé, að við þrælum alla æfi fyrir svokall- aðri húseign. En ef við borgum ekki þá er aukaatriði (hjá þeim sem peninga- veldinu stjórna), hvort við höfum bú- stað eður ei. Ég bið ykkur því, kæru vinir, að taka nú vel eftir: Það skiptir engu máli hver á húsið sem er okkar skjól. Aðalatriðið er að við fáum stað til að búa á. Réttur okkar á að vera tryggður. Við megum ekki láta sjálfsögð mannréttindi, eins- og húsaskjól eða rétt til vinnu verða að byrði sem gerir ekkert annað en þyngj- ast. Við megum ekki láta það yfir okkur ganga öllu lengur, að græningjadeild- ir bankanna festi lífslygina í sessi. Við verðum að losna undan oki ánauðar og gera þá sjálfsögðu kröfu að trygging okkar fyrir mannsæmandi húsnæði kosti aldrei meira en eitthvert ákveðið hlutfall af launum. Það væri t.d. eðli- legt að ætla sem svo, að u.þ.b. 25% af innkomu fjölskyldunnar gæti farið í að greiða fyrir húsaskjól. Og þá gildir einu hvort um er að ræða kaup eða leigu. Að eignast þak vill þjóðin sljó og það er mikil byrði, við andlátið er eignin þó ekki nokkurs virði. Lengi lifi lygin skáldið skrifar kristJán hreinsson skáld skrifar Á meðan fyrir-vinnan var ein þá tók það mannsæfi að eignast þak yfir höfuð- ið. bókstaflega

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.