Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.2010, Page 29

Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.2010, Page 29
Tónleikaröð óperunnar Vetrartónleikaröð Íslensku óperunnar hefst þriðjudaginn 26. október klukkan 12.15. Mánaðarlega verða haldnir hádegistónleikar þar sem hópur ungra einsöngvara tekur þátt ásamt Antoníu Hevesi, píanóleikara við Íslensku óperuna. Þá munu þekktir gestasöngv- arar einnig koma fram. Nokkrir söngvaranna eru úr Óp-hópnum svokallaða, sem stofnaður var á síðasta ári og Íslenska óperan átti farsælt samstarf við í allan fyrravetur en fleiri söngvarar bætast nú í hópinn. Á þessum fyrstu tónleikum verður leikið atriði úr Così fan tutte, Brottnáminu úr kvennabúrinu og Brúðkaupi Fígarós eftir Mozart, Spaðadrottningunni eftir Tsjaikovsky og Carmen eftir Bizet. VinjeTTuháTíð á hVolsVelli Vinjettuhöfund- urinn og fagurkerinn Ármann Reynisson stendur fyrir Vinjettuhátíð á Hvolsvelli á laugardaginn. Hátíðin fer fram á Kaffi Eldstó milli 15 og 17 á laugardag. Lesið verður upp úr verkum Ármanns auk þess sem tónlistaratriði verða á dagskrá. Ármann les ásamt þeim Guðlaugu Ósk Svansdóttur oddvita, Stefáni Steinssyni lækni, Auði F. Halldórs- dóttur kennara, Bjarna Eiríki Sigurðssyni Njálufræðingi, Önnu Þöll Bjarnadóttur leikkonu og þeim Heiðrúnu Huld Jónsdóttur og Kára Benónýssyni, nemendum við Hvolsskóla. Aðgangur ókeypis. fösTudagur n Páll flytur sín bestu lög Páll Rósinkranz heldur tónleika í Salnum í Kópavogi á föstudagskvöldið þar sem hann flytur sín bestu lög auk nýs efnis. Margir gestir verða á tónleikunum og má þar nefna Magnús Þór Sigmundsson, Margréti Eir, Jökul Jörgensen og Gunnar Bjarna Ragnarsson. Miðinn kostar 3.500 krónur en tónleikarnir hefjast klukkan 20.00. laugardagur n Styrktartónleikar með Kristjáni Á laugardaginn klukkan 17.00 mun hóp- ur listamanna undir forystu hins kynngi- magnaða Kristjáns Jóhannssonar efna til tónleika í Víðistaðakirkju í Hafnarfirði til styrktar MND félaginu á Íslands. Auk Kristjáns syngja stórsöngvarar á borð við Gissur Pál Gissuarson, Önnu Sigríði Helgadóttur, Hallveigu Rúnarsdóttur og Kristján Inga Jóhannesson. Tónleikarnir hefjast klukkan 17 og það kostar 3.500 krónur inn sem renna óskiptar til MND félagsins. n Töfraflautan með Sinfó Sinfóníuhljómsveit Íslands heldur um þessar mundir mikla tónleikaröð fyrir alla aldurshópa. Á laugardaginn er komið að hinu sígilda ævintýri um töfraflautuna og verða tvennir tónleikar í boði. Klukk- an 14 og 17. Það kostar 1.700 krónur á tónleikana sem fara að sjálfsögðu fram á heimavelli Sinfóníuhljómsveitar Íslands, Háskólabíói. Þetta er eitthvað sem ekkert barn má missa af. n Skímó í Sjallanum Það verður heldur betur alvöru ball í Sjallanum á Akureyri um helgina, nánar tiltekið á laugardagskvöldið. Skítamórall ætlar að troða upp en með í för verður plötusnúðurinn Atli skemmtanalögga. Það kostar aðeins 1.000 krónur í forsölu og 1.500 krónur við dyr. n Páll flytur sín bestu lög Páll Rósinkranz verður aftur á ferðinni í Salnum í Kópavogi á laugardagskvöldið þar sem hann flytur sín bestu lög auk nýs efnis. Margir gestir verða á tónleikunum og má þeirra á meðal nefna Magnús Þór Sigmundsson, Margréti Eir, Jökul Jörgensen og Gunnar Bjarna Ragn- arsson. Miðinn kostar 3.500 krónur en tónleikarnir hefjast klukkan 20.00. n A.T.L. á Re-play Í tilefni af nýja mixdisknum Too Cool 4 Skool ætlar DJ A.T.L. að halda rosalegt útgáfupartí á skemmtistaðnum Re-play á Grensásvegi. A.T.L. vann plötusnúða- keppni djkeppni.is um daginn og ætlar að halda upp á það með því að gefa út þetta nýja mix. DJ Exos hitar upp fólkið með alvöru teknó-tónum. Einstök saga einstaks manns Blaðamaðurinn Henry Birgir Gunnarsson skrifar 10.10.10 – At- vinnumannssögu Loga Geirsson- ar. Bókin fjallar um árin fjögur sem landsliðsmaðurinn í handbolta og silfurdrengurinn Logi Geirs- son byggði sig upp hér heima til að komast í atvinnumennsku og svo þau sex ár sem hann var í herbúð- um eins stærsta liðs Þýskalands, TBV Lemgo. Í aðdraganda útgáfu bókarinnar byggði Logi upp mikla spennu þar sem hann lofaði sleggjum og ein- stökum sögum. Óhætt er að segja að staðið sé við allt sem lofað var. Logi dregur hvergi undan og talar afskaplega opinskátt um alla hluti, svertir marga menn og ekki síst sjálfan sig. Logi Geirsson er einstak- ur maður og þar sem hann gefur sig allan í bókina tekst Henry Birgi Gunnarssyni að rita einstaka bók. Bókin er skrifuð á mannamáli ef svo má að orði komast. Kannski eru helst til of margar slettur og ný- legt slangur fyrir allra hörðustu ís- lenskufræðingana en bók um Loga Geirsson gat svo sem aldrei verið rituð á fornmáli. Það var ósjaldan sem ég skellti upp úr við að lesa sögu Loga enda sumir hlutir sem hann tekur upp á algjörlega án fordæmis. Hann lýs- ir risinu upp á toppinn, hvernig heimurinn svo hrundi í kringum hann eftir eina stund á HM 2007 og allt þar á milli. Talar hann opin- skátt um fjármál sín, samningavið- ræður þar sem hann og bróðir hans lugu að stjórnarmönnum Lemgo og margt annað áhugavert. Bókin er stútfull af skemmti- legum myndum úr einkasafni sem glæða hana miklu lífi. Einnig eru minnismiðar úr samningaviðræð- um Loga við Lemgo og áður óséðir tölvupóstar. Einn þeirra súmmerar Loga vel upp. Hann sendir þá fyrr- verandi landsliðsmanni Þýska- lands, Daniel Stephan, tölvupóst ungur að aldri þar sem hann seg- ir í stuttu máli: „Hæ, ég heiti Logi Geirsson. Ég spila handbolta og þú ert uppáhaldshandboltamaðurinn minn. Einn daginn verðum við samherjar hjá Lemgo.“ Það rættist og úr varð sex ára tímabil sem Henry Birgir Gunn- arsson kemur frábærlega til skila í skemmtilegri bók. Tómas Þór Þórðarson föstudagur 22. október 2010 fókus 29 Hvað er að GERAsT? 10.10.10 ATvinnumAnnssAGA loGA GEiRssonAR eftir Henry Birgi Gunnarsson Útgefandi: Forlagið. 258 blaðsíður bækuR þannig. Því ákváðum við að leita á önnur mið,“ segir Baltasar en vegna samningaviðræðna sem drógust á langinn kom Universal aftur að mynd- inni og mun nú gera Contraband. „Við fórum í viðræður við Relativity media en vorum aldrei búnir að ganga frá samningum við það fyrirtæki. Þetta eru harðir viðskiptamenn sem vildu fækka dögum og Working Title sem er á bak við okkur voru ekki sáttir við það. Working Title vildi tryggja sem flesta tökudaga þannig að gæðin yrðu sem mest. Þá kom Universal aftur inn í þetta og vildi gera myndina með meiri peningum. Það er náttúrulega alveg frábært því Universal er stórt kvik- myndaver.“ Stærsta verkefnið Baltasar flytur nú brátt út til þess að taka upp Contraband en hún verður ekki skotin í stúdíói heldur „on loca- tion“ eins og það heitir, mest í New Orleans og Panama. Þótt Inhale sé stórmynd verður Contraband miklu stærri enda með risann Universal á bak við sig. „Þetta er miklu stærra hvað varðar dreifingu og stærð. In- hale er indí-mynd sem þýðir þó ekki að hún sé ekki góð. Það tekur bara lengri tíma að koma þannig mynd- um á koppinn. Contraband er Holly- wood-stúdíómynd,“ segir Baltasar. En hvernig verður hún frábrugðin hinni upprunalegu mynd eftir Óskar Jón- asson? „Það er til dæmis verið að smygla öðrum hlutum. Þú smyglar ekki brennivíni í Bandaríkjunum. Það er því önnur uppbygging. Það eru önn- ur lögmál þarna sem þarf að vinna út frá. Við höfum breytt ýmsu til að gera hana eins trúlega og hægt er,“ segir Baltasar sem mun leigja gámaskip til þess að taka upp atriðin sem gerast á sjónum. Á bekkinn ef illa tekst til Stærra verkefni fylgir meiri ábyrgð enda peningamenn á bak við mynd- ina sem vilja sjá dollarana sína aftur. Ljóst er að Contraband getur skot- ið Baltasar upp á stjörnuhimininn rétt eins og hún getur aftrað honum frá frekari frama takist illa til. „Það eru ákveðnar kröfur þarna því menn eru náttúrulega ekki að henda pen- ing í þetta nema þeir vilji fá hann til baka. Þetta er harður heimur. Þetta er bara úrvalsdeildin og ef þú stend- ur þig ekki þá ferðu á bekkinn. Svo er náttúrulega alls konar vesen og drulla í kringum þetta á bloggsíðum og því um líkt. Þetta er ormagryfja því mað- ur er að fara út í harðari heim en mað- ur verður bara að standa og falla með því,“ segir Baltasar sem hefur nóg á sinni könnu þessa dagana eins og vanalega. „Það er alveg nóg að gera hjá mér núna. Það er líka fínt því mér finnst gaman að vinna. Ég er samt að reyna eiga eitthvert fjölskyldulíf með þessu,“ segir Baltasar Kormákur. tomas@dv.is sTuTT sTórra högga á milli Þetta er harður heimur. Þetta er bara úrvalsdeildin og ef þú stendur þig ekki þá ferðu á bekkinn. HvERT vERKEfnið Á fæTuR öðRu Baltasar var að klára sitt stærsta verkefni hingað til og ræðst nú í gerð risa Hollywood-myndar. Mynd EggERT JóHAnnESSon

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.