Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.2010, Síða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.2010, Síða 32
32 Viðtal 22. október 2010 föstudagur Kynbunndinn launamunur, kynbund-ið ofbeldi og annað misrétti eru ástæður þess að konur eru hvattar til þess að rísa upp úr sætum sínum og ganga út af vinnustaðnum á mánudaginn klukk- an 14.25. Tímasetningin er þessi af því að konur hafa að meðaltali 65,65% af heildarlaunum karla. Á sunnudaginn eru þrjátíu og fimm ár liðin frá fyrsta kvennaverkfallinu þegar um 25.000 kon- ur fjölmenntu í miðbæinn með það að marki að störf kvenna yrðu metin til jafns við karla. Vegna kvennafrídagsins langaði okkur að vera með sterka konu á forsíðunni, konu sem er öðr- um fyrirmynd. Af því tilefni óskuðum við eftir við- tali við Björk sem ruddi brautina, ekki bara fyrir íslenskar konur heldur íslenska listamenn. Er hin fullkomna kona í hlutverkið. Nokkrum mínútum seinna barst svarið: „Takk. Ég er bara mjög heiðr- uð. Hlýja, Björk.“ Næsta verkefNi Hún er reyndar stödd í New York og ekki væntanleg heim fyrr en í næstu viku þannig að við ákveð- um að spjalla saman í síma og kasta á milli okkar spurningum á netinu. Klukkan er langt geng- in í átta þegar við náum sam- an í síma. Hún er búin að funda stöðugt í dag og er nú á leið út á flugvöll. Ferðinni er heitið til San Francisco. „Það er alveg brjálað að gera hjá mér,“ segir hún og hlær létt. „Ég er að vinna að verkefni sem ég hef verið í síðan ég kláraði síðustu plötu. Ég fór út fyrir nokkra fundi og er að vinna í praktískum málum. Svo kem ég aftur heim á miðvikudaginn. Ég er bara að nýta vetrarfrí Ísadóru. Hún er í Melaskóla og er núna í vikufríi.“ vill veNjulegt líf Björk býr hálft árið á Íslandi og hefur gert það frá því að hún var í Sykurmolunum. „Ég hef bara alltaf látið frekar lítið fyrir mér fara því mér finnst alveg nóg leka heim frá útlöndunum. Þannig að ég veiti yfirleitt aldrei viðtöl þegar ég er heima og fólk veit voða lítið af mér. Það er bara út af þessum náttúrumálum að ég er meira í fjölmiðlum núna en áður.“ Í viðtali sem ég tók um árið sagði Björk að það væri bæði vegna þess að hún vildi ekki að fólk fengi nóg af henni og eins til að geta verið heima í friði. „Það skiptir líka mjög miklu máli að geta komið til Íslands og gengið um göturnar án þess að fólk sé að stoppa mann, bara verið venjuleg. Ég vil ekki vera á forsíðunni á blaðinu í Melabúð- inni, það er svolítið sjokk. Þannig að mér finnst best að vera ekkert í umræðunni á meðan ég er hér á landi. Því hef ég neitað flestum viðtölum hér heima.“ Ólíkir foreldrar Yfirleitt ver hún hálfu ári hér heima og hinum helmingi ársins ver hún í New York. Ísadóra er hálft ár í skóla á Íslandi og hálft ár í New York. „Þetta eru ólíkir heimar. En hún á líka ólíka for- eldra,“ segir Björk og hlær en hún er í sambúð með myndlistarmanninum Matthew Barney. „Þannig að með því að gera þetta svona tekst okkur að líma þetta saman. Mun betur en ef við værum aðeins í öðru landinu. Mér skilst að þetta sé ekki eins óalgengt og halda mætti hér í New York. Þar búa margir sem eiga maka frá öðrum heimsálfum sem geta ekki hugsað sér að vera þar allt árið um kring því hún er náttúrulega brjáluð þessi borg. Það virkar betur svona og veitir meiri stöðugleika að vera alltaf á sama árshluta í sama skólanum þó að börn þurfi að fara á milli skóla á hverju ári en að vera kannski þrjú ár í öðru land- inu og flytja svo á milli landa. Það er víst betri reynsla af þessu. Nú er bara komin svona ryþmi á þetta,“ segir hún og hlær létt. YfirþYrmaNdi borg Síðast þegar ég talaði við Björk talaði hún líka um það hversu yfirþyrmandi New York gæti verið. Til að ná andanum dvaldi hún oft í húsbátnum sín- um og var meira að segja búin að fara á honum yfir Atlantshafið, til Mexíkó og Túnis. „Ég fæ auð- veldlega innilokunarkennd þegar ég er í borgum. Með þessu móti get ég verið ná- lægt einhverju náttúruafli. Þá verð ég venjuleg, sting mér aftur í samband.“ Hún segir að það sé mun auð- veldara að vera í borginni þeg- ar hún veit að það er aðeins til skamms tíma. „Þetta er náttúru- lega miklu betra þegar ég veit að ég ætla bara að vera þar frá því í janúar fram í maí. Þá kann ég mikið betur á það. Það verður viðráðanlegra. Síðast þegar við töluðum saman vorum við byrj- uð á þessu en við vorum ekki komin lengra með það. Núna gengur það betur, það er komið lengra. Þannig að það er viðráðanlegra að vera úti.“ stÓr spurNiNg Á þessum tíma var Björk að fylgja Volta eftir með heimsreisu og berjast fyrir auðlindum Íslands með náttúrutónleikum sem var varpað út um all- an heim. Ég spyr hvernig líf hennar hafi breyst síð- an þá. Hún svarar ekki, þegir lengi og dæsir annað slagið, ahm, uhm, ehm og hlær. „Þetta er svo stór spurning. Ég veit það ekki. Ég gæti ekki einu sinni sagt besta vini mínum það. Ég veit ekki hvar ég er stödd í lífinu í dag. Ég verð að fá að hugsa um það í flugvélinni og segja þér það síðan.“ Eftir flugferðina fæ ég tölvupóst með ýmsum svörum en ekki svar við þessari spurningu. En líf Bjarkar breytist ört og list hennar um leið. Enda hefur oft verið sagt að það sem einkenni Björk einna helst sé að hún komi stöðugt á óvart, sé allt- af að smíða nýja tóna, þróast og þroskast. Björk segir samt að sumt breytist aldrei. „Það er ákveð- in hryggjarsúla í því sem ég geri sem heldur öllu uppi og breytist aldrei.“ Hún hlær þegar hún seg- ir að hún sé alltaf með sömu röddina, hún semji alltaf eigin lög og hún sé alltaf íslensk. „Ég er líka alltaf kona,“ segir hún og hlær enn. „Það er svo margt sem breytist aldrei. Aðrir hlutir breytast alltaf. Eins og lífið sem breytist hvort sem mér lík- ar það betur eða verr. Þannig að sumir hlutir eru allt öðruvísi núna en þegar ég var að semja síð- ustu plötu.“ má ekki tala um það Hún vill samt ekki tala um það að hvaða leyti þessi plata verður ólík þeirri síðustu. „Það er erf- itt að tala um það núna. Ég hef brennt mig á því áður að eyðileggja hluti sem ég ætla að gera með því að tala um þá. Það er svo erfitt að ætla að gera eitthvað sem ég er búin að tala um. Það er miklu betra að gera það fyrst og tala svo um það,“ seg- ir hún og hlær þessum létta og dillandi hlátri sín- um. Heima með börNuNum Björk vinnur alla daga en starfið er fjölbreytt. Suma daga semur hún tónlist, aðra daga útset- ur hún hana, byggir hljóðfæri, æfir með tónlist- armönnum, pælir í sjónrænu þáttunum, skipu- leggur tónleikaferðir, fer á tónleika, í plötubúðir, upptökur, söngtíma og Guð má vita hvað. „Þetta er mjög fjöl- breytt starf. Engir tveir dagar eru eins. Þeir eru allir mjög ólíkir. Það veltur allt á því hvað ég er að gera hverju sinni. Það er allt önnur orka í gangi í upphafi plötu þeg- ar ég er að semja tónlistina og í lok plötu þegar ég er að taka hana upp. Þegar ég er á tónleikaferð er það líka ólíkt öllu öðru. Þetta er mjög gott því þetta er mjög fjöl- breytt. Það hentar mér. Ég vinn líka mikið heima og er þar af leiðandi mikið heima með börnun- um. Síðustu sextán ár hef ég meira og minna unnið í stúdíóum heima hjá mér. Þannig að þegar börnin koma heim úr skólanum er ég heima. Það hefur virkað vel og er mér mikilvægt.“ sjálfstæð í æsku Sjálf ólst hún upp hjá móður sem vann úti. „Ég kom heim eftir skóla og var ein heima þar til hún kom heim úr vinnunni.“ Að sama skapi veitti móðir hennar henni mikið frelsi til þess að gera það sem hana langaði til, eins og kom fram í áð- urnefndu viðtali. Reglulega fór hún ein í Elliðaár- dalinn með tjald og svefnpoka þar sem hún gerði sig heimakomna í nokkra daga og upplifði hálf- gerða einbúafantasíu. Síðar fór hún að ferðast á puttanum um landið með tjaldið á bakinu. „Ég er þakklát henni fyrir að treysta á að ég vissi sjálf hvað væri mér fyrir bestu. Ég fékk sjálf að ráða mjög miklu í mínu lífi. Mamma hlustaði á mig og það hvað ég vildi og leyfði mér að fylgja eðlisávísuninni. Á sama hátt reyni ég að hlusta á börnin mín. Láta þau setja upp aðstæður og ákveða fyrir sig sjálf, þannig að þau læri að axla ábyrgð og læri af mistökunum án þess að ég ráðs- kist með þau.“ muNuriNN á siNdra og ísadÓru Hún segir að þau systkinin, Ísadóra og Sindri, séu mjög ólík og því nálgast hún þau með ólíkum hætti. „Það er ekki bara það að þau séu strákur og stelpa. Þau eru líka ólíkir einstaklingar. Ég verð að fara svolítið eftir þeim. Leyfa þeim að ráða ferð- inni. Þau eru bara eins og þau eru,“ segir hún ein- læg. Hún hefur einnig sagt frá því að það var mik- ill munur á því að eignast Sindra og Ísadóru. Þá sagði hún: „Þegar ég var með Sindra lítinn var ég einstæð. Við ákváðum aftur á móti strax að ala Ísadóru saman upp. Þá var ég sem sagt það sem er kallað einstæð móðir, núna er ég í sambandi. Þá eignaðist ég strák, núna eignaðist ég stelpu. Það er líka mikill munur á því að vera tvítug eða 36 ára þegar þú eignast barn. Þegar Sindri var lít- ill gaf ég honum tíma. Við vorum alltaf saman. Ég var enn í Sykurmolunum og var með honum alla daga fyrstu sex árin í hans lífi, ég rétt fór frá hon- um til að syngja á tónleikum á kvöldin þegar hann svaf hvort sem var. Þegar ég eignaðist Ísadóru var ég búin að gera fullt af plötum og á allt öðr- um stað í þróunar- og þroskaferlinu. Ég var mjög heppin, ég hætti aldrei að vinna en gat samt verið mikið með henni. Ég gat ráðið barnapíu og hljóð- mann sem voru heima hjá mér, þannig að ég gat verið með barn á brjósti en samt stokkið inn í her- bergi til að vinna. Þegar ég var með Sindra var ég einstæð og átti ekki krónu en hafði allan tímann í heiminum. Núna hef ég ekki eins mikinn tíma með Ísadóru en get borgað fólki fyrir að vinna fyr- ir mig.“ alltaf NáiN Þau Sindri eru enn mjög náin og býr hann hjá henni. Hann fer þó ekki alltaf með henni út leng- ur. „Hann hefur stundum komið með mér. Hann er orðinn 24 ára gamall. Hann er ekki barn leng- ur.“ Stundum er sagt að konur eigi erfitt með að sjá á eftir sonum sínum fullorðnast. Björk hlær bara þegar hún er spurð að því hvort henni þyki þetta erfitt. „Að hann sé orðinn fullorðinn? Já, nei, nei. Endilega,“ segir hún og hlær. Henni hefur ekki reynst erfitt að sleppa tökunum. vildi ekki segja þetta við síN börN Eitt af því sem konur eru alltaf að fást við er að sameina starfsferil og móðurhlutverkið. Björk ákvað snemma að láta það ganga. „Ég var alin upp af mömmu sem sagði mér að það hefði ver- ið hellingur af hlutum sem hún hefði getað gert ef ekki hefði verið fyrir mig og okkur börnin. Mér fannst það svolítið skrýtið. Ég tók það til mín og vonaði að mín kynslóð yrði sú kynslóð kvenna sem myndi ekki segja þetta við börnin sín. Ég var nefnilega alveg: „Já, en ef þú hefðir viljað gera eitt- hvað hefði ég bara viljað koma með. Ekki málið.“ Mér fannst þetta afsökun og tók þann pól í hæðina að ég ætl- aði bæði að sinna starfi mínu og eignast börn. Ferðalög reynd- ust síðan hluti af mínu starfi og kannski oftar og meira en mig langaði til. Ég lagaði mig að þeim aðstæðum og sameinaði þetta tvennt, sumt hætti ég reyndar við og gerði ekki en aðra hluti gerði ég. Enginn get- ur nefnilega sest niður og planað líf sitt. Það bara gerist. Það er enginn með eitthvert súperplan, jafnvel þótt það virðist vera þannig, þá er það aldrei þannig. Við erum flest að reyna að impró- visera jafnóðum.“ sameiNar Ólík Hlutverk „Sem konu þykir mér mjög mikilvægt að horfa á heildina, sambandið við fjölskylduna, ástarsam- bandið, feril minn sem tónlistarkona, vini mína og félagslíf. Öll fyrirhöfnin við að sameina þetta allt er mikilvægur þáttur, ekki bara í praktískum málum heldur snýst þetta líka um viðhorf til lífs- ins. Líkt og sjálfbærni, þar sem þú ert ábyrg fyrir því að endurnýta rusl og nota það aftur, fara vel með náttúruna og skila til baka því sem þú tekur. Það er þetta flæði milli ólíkra þátta í lífinu og lífs- stílnum. Ég trúi mjög sterkt á afl sem ég verð að beygja mig fyrir.“ Aðspurð hvort hún sé að tala um Guð segir hún: „Nei, alls ekki. Ekki Guð. Ég er bara að tala um flæði, að það sé streymi á milli ólíkra þátta í lífi mínu. Að ég geri ekki bara eitthvað eitt núna og slökkvi þá um leið á öllu hinu. Að það séu tengsl á milli allra þátta í mínu lífi.“ frelsið er afstætt Að sama skapi er einkalífið mikilvægt. „Ég fer ennþá ein út í náttúruna. Það þurfa allir sína ein- veru. Líka börn. Þau þurfa líka sitt prívatlíf. For- eldrarnir eiga ekkert alltaf að vera að hnýsast í það sem þau eru að gera,“ segir hún og hlær. Frelsið er afstætt í hennar huga. „Ég set mér takmörk, hef aga og brýt síðan reglurnar. Í mín- um huga snýst þetta um endalausa könnun á sjálfum sér, hvaða reglur ég þarf og hvar þarf að brjóta þær. Svo getur það orðið að reglu að brjóta ákveðnar reglur en síðan kem ég mér á óvart og brýt þær með því að halda þeim og svo framveg- is.“ leitar lausNa Lífið getur verið púsluspil og hvað þá þegar mað- ur býr í tveimur löndum og vinnur starf sem krefst þess að maður fari reglulega heimshorna á milli. Björk gerir þó lítið úr því. „Ég held að þetta sé ekk- ert meira púsl hjá mér en öðrum. Ég held að allir séu alltaf að púsla. Hversu mikið á ég að vera með vinum mínum? Á ég að vera meira með þeim í ár en á síðasta ári? Barnapíur og barnaheimili skipta líka máli. Þetta er jafn flókið hjá mér og öðrum. Svo er það líka þannig að fólk er ánægt og síð- an verður það óánægt. Þá þarf að ræða málin. Ég tek bara einn dag í einu. Um leið og ég hef fund- ið lausn sem virkar kemur á daginn viku seinna að hún virkar ekki lengur. Ég held að þetta sé eitt- hvað sem allir eru alltaf að fást við, alveg enda- laust og í raun finnst mér það mjög heilbrigt.“ tilfiNNiNgar skipta máli Allt í einu slitnar sambandið. Björk keyrði undir brú. Hún hringir strax aftur. Það er óhjákvæmi- legt að spyrja hana út í jafnréttismálin. Hvort hún upplifi sig sterkt sem konu eða hvort hún sé yfirleitt meðvituð um það. „Flesta daga er ég ekkert að pæla í því. Það kem- ur náttúrulega fyrir þegar ég veit að ég er í aðstæðum sem ég væri ekki í ef ég væri karlmaður. Eins og núna. Ef ég væri maður værum við ekki að tala um börn, tilfinning- ar og jafnrétti. Þú sérð mjög sjaldan viðtöl við Baltasar Kormák um börnin hans og tilfinningar. Hvort það sé jafnrétti í kvikmynda- bransanum og hvern- ig hann upplifi það að Lærði margt af mömmu „Ég þori, get og vil!“ er eitt frægasta slagorð kvennabaráttunnar. Það á einnig vel við um eina frægustu konu heims, Björk Guðmundsdóttur, sem hefur ávallt farið eigin leiðir í lífi og list. Hún ræðir um kvenhetjur, barnauppeldi, poppbransann og einkalífið, umræðuna sem er stundum við það að buga hana og óvænta gjöf frá Evu Joly. Móðir Bjarkar sagði stundum að það væri ýmislegt sem hún hefði ekki getað gert vegna barnanna. Björk ákvað að svoleiðis yrði það ekki hjá henni. að henni myndi takast að sameina ferilinn, móðurhlut- verkið, ástarsambandið og félagslífið. fósturlands- ins fegursta freyja sýnir á sér nýja hlið í viðtali við Ingibjörgu Dögg Kjartansdóttur. Mér finnst það hrika- lega leiðinlegt. Stundum tekur það úr mér allan mátt. Þetta eru ólíkir heim- ar. En hún á líka ólíka foreldra.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.