Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2009, Qupperneq 24

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2009, Qupperneq 24
24 föstudagur 11. desember 2009 fréttir Um níutíu prósent tekna kylfingsins Tigers Woods má rekja til auglýsinga- samninga sem hann hefur gert við hin ýmsu fyrirtæki. Nú virðist sem síðustu uppljóstranir um kvennamál Tigers séu kornið sem fyllir mælinn hjá styrktaraðilum hans sem einn af öðrum setja hann út af sakrament- inu, þvert á yfirlýsingar um hið gagn- stæða skömmu eftir að frásagnir um hjúskaparbrot hans komust í há- mæli. Samkvæmt bandaríska fjölmiðla- könnunarfyrirtækinu Nielsen þarf að fara aftur til 29. nóvember til að finna auglýsingu með Tiger Woods sem send var út á besta tíma. Um var að ræða 30 sekúndna auglýsingu frá Gillette. Sú auglýsing var sýnd níu sinnum í nóvembermánuði en hvarf með öllu eftir 29. nóvember. Svipaða sögu er að segja af fimmtán öðrum auglýsingum með honum. Brestir í harðviðnum Það varð snemma ljóst að ósætti Tig- ers og Elinar, eiginkonu hans, bíl- slysið og ástarævintýri Woods utan hjónabands drægju dilk á eftir sér. Strax þann þrítugasta nóvember neyddist Tiger Woods, vegna rauna sinna, að tilkynna að hann tæki ekki þátt í sínu eigin góðgerðargolfmóti, Chevron World Challenge. Samfara fjölgun í ástkvennafans Woods hefur þeim fækkað sem vilja binda sitt trúss við hann og liðin er sú tíð, um sinn að minnsta kosti, þeg- ar hann var talinn auglýsingavænsti íþróttamaður heims. Í fyrradag bárust heimsbyggðinni þau tíðindi að orkudrykkjarframleið- andinn Gatorade, sem er í eigu Peps- iCo, hefði ákveðið að rifta samningi sínum við Tiger Woods og má leiða líkur að því að um sé að ræða upphaf þess sem koma skal. „Tekin fyrir mánuðum“ „Við ákváðum fyrir mánuðum að hætta með Gatorade Tiger Focus- herferðina, sem og nokkrar aðrar, til að skapa svigrúm fyrir aðrar nýjung- ar árið 2010,“ sagði í yfirlýsingu Peps- iCo. Tiger Woods gerði fimm ára samn- ing við Gatorade árið 2007, sem hljóð- aði upp á um 100 milljónir banda- ríkjadala og við riftun má ætla að Tiger verði af um 40 milljónum dala. Fróðlegt verður að sjá hvort Ga- torade hefur haft einhver áhrif á Tiger Woods því Gatorade Tiger Focus-her- ferðinni var beint að íþróttamönnum og vefsíðu drykkjarins segir að drykk- urinn sé „hannaður með íþrótta- menn í huga, til að hjálpa þeim að verða jafn sterkir andlega og þeir eru líkamlega.“ Nú er ljóst að gjálífi er Akkilesar- hæll hinnar föllnu hetju og að veru- lega muni reyna á andlegan styrk hans á komandi dögum. Eiginkonan hugði á brottför Til hvaða ráða Elin Nordegren, eigin- kona Tigers, grípur til er of snemmt að segja. Samkvæmt eldri fréttum hugði hún á brottför og hafði fest kaup á húsi heima í Svíþjóð ásamt tvíburasystur sinni. Á vefsíðu Daily Mail er haft eft- ir vinkonum Elinar að hún hafi vit- að af kvensemi Tigers áður en þau gengu í hjónaband. „Elin hafði tal- að við aðra golfara og konur þeirra um villtu partíin hans Tigers. Þegar hún spurði Tiger um þau, sagði hann að hann myndi láta af þeim. Og hún trúði honum. En hann stóð ekki við það,“ hefur Daily Mail eftir einni vin- kvenna Elinar. Einnig hefur blaðið eftir ónafn- greindum vinum Elinar að hún sé eyðilögð manneskja vegna umfangs meintrar ótryggðar hans en hún ætli ekki að fórna hjónabandinu. „Hún er skilnaðarbarn og það er ekki líklegt að hún vilji að Sam og Charlie [börn hjónanna] gangi í gegnum slíkt,“ er haft eftir vini Elinar í bandaríska tímaritinu People. Ástkona verður skúrkur Síðan Tiger setti afsökunarbeiðni á vefsíðu sína fljótlega eftir slysið og fyrstu uppljóstranirnar, hefur ekki heyrst mikið frá honum. Hann hef- ur ekki rætt frekar við lögreglu og var gert að greiða á annað hundrað dala sekt vegna umferðaróhappsins. Á sama tíma kjaftar hver tuska á nokkrum meintra ástkvenna hans. Sumar segja safaríkar sögur af sam- skiptum þeirra í sturtunni eða bíl- skúrnum, en aðrar fara fínna í sak- irnar. Rachel Uchitel var fyrsta konan sem nefnd var í tengslum við kyn- lífsævintýri Tigers og hefur hún ekki farið varhluta af almenningsálitinu síðan. „Allar sögur þurfa skúrk og hetju. Ég er gerð að skúrki. Fólk hef- ur kallað mig hjónabandsdjöful, gull- grafara, skækju, hóru. Ég hef gert mistök en þannig er ég ekki. Ég bý yfir Auglýsendur virðast ekki ætla að fyrirgefa Tiger Woods þann siðferðisbrest sem einkennt hefur líf hans og heims- byggðin hefur verið upplýst um undanfarna daga. Samkvæmt vinum Elinar Nordegren, eiginkonu Tigers, hyggst hún þó ekki fórna hjónabandinu að sinni. Án efa verður þó erfitt að bæta þá bresti sem komnir eru í sambandið. SKÖMM TIGERS WOODS „Elin hafði talað við aðra golfara og konur þeirra um villtu partíin hans Tigers.“ „VaRlEGa OG MEð lEynD VERðuM VIð áVallT SaMan“ - Daðursleg SMS-skilaboð á milli Tigers Woods og kokteilgengilbeinunnar Jaimee Grubbs, í lauslegri þýðingu. 26. júlí, klukkan 23.22 Jaimee (J): ég fór út í kvöld til að koma vini mínum á óvart í afmælinu hans Tiger (T): hvaða gjöf gafstu nakinn líkama þinn J: haha nei armbandsúr ég svaf ein T: ein með honum meinarðu J: haha ég hefði óskað þess 27. september, klukkan 18.38: J: sakna þín T: það er æsandi og hver er nýja strákaleikfangið þitt J: ekkert nýtt strákaleikfang ... er enn tómhent ... verið á 2 alvörustefnumótum síðustu 2 mánuði :( T: ég þarfnast þín J: komdu þá og heimsæktu mig! ég þarfnast þín T: ég mun gera þig uppgefna bráðum J: hvenær bráðum? ég er komin með nýtt húðskart T: í alvöru. Hvar J: ég var að senda þér mynd af því... á kinninni fyrir neðan augað... lítill demantur T: sendu hana aftur. É fékk hana ekki T: þú þarft að fá smá athygli frá mér 27. september, klukkan 20.45 T: áttu nýjan kærasta J: ég hitti ekki einu sinni nokkurn... nei... þú getur verið kærastinn minn ;) T: þá er ég hann J: ég óska þess T: varlega og með leynd verðum við ávallt saman 18. október, klukkan 15.40 T: sendu mér eitthvað óþekktarlegt J: sumir hlutir eru þess virði að bíða eftir lol... svo er ég í vinnunni T: farðu inn á bað og taktu hana [myndina?] J: haha þú gengur fram af mér TIGER WOODS Eldrick Tont „Tiger“ Woods, fæddur 30 . desember 1975, í Cypress í Kaliforníu. Vann sinn fyrsta stóra titil 1997 í Masters-mótaröðinni Státar af 71 sigri á mótum PGA, sambands atvinnukylfinga og er í þriðja sæti með tilliti til sigra Hefur unnið á fjórtán stórmótum atvinnukylfinga og er í öðru sæti í því tilliti. Álitinn auglýsingavænsti íþróttamað- ur sögunnar, og um 90 prósent tekna koma frá auglýsingasamningum. Fyrsti íþróttamaðurinn sem verður milljarðamæringur, í dölum talið, samkvæmt tímaritinu Forbes, og var í fjórða sæti á lista Forbes yfir hæst launaða fræga fólkið 2009. KolBEinn þorsTEinsson blaðamaður skrifar: kolbeinn@dv.is Gatorade hefur rift samningi við Tiger Tiger Woods mun þurfa á andlegum styrk að halda nú sem aldrei fyrr. Mynd Af vEfsíðu GATorAdE „þú færð til baka það sem þú gefur“ Gillette-auglýsingar með Tiger hafa horfið af sjónvarpsskjám vestanhafs. Mynd Af vEfsíðu GillETTE Klámmyndaleikkona númer eitt Holly Sampson, önnur tveggja klám- myndaleikkvenna sem tengjast Tiger. Jaimee Grubbs Iðrast og biður eiginkonu Tigers fyrirgefningar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.