Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2009, Blaðsíða 30
um helgina
ljóð, skáldsaga, ævisaga Góðir gestir koma
í stofuna á Gljúfrasteini á sunnudag. Lesin verða ljóð, brot úr ævisögu og
skáldsögu. Eyþór Árnason les úr ljóðabók sinni Hundgá úr annarri sveit,
Vilborg Davíðsdóttir les úr Auði, bók sinni um Auði djúpúðgu, Sigurður
Pálsson úr Ljóðorkuþörf og loks leyfir Sólveig Arnardóttir gestum að heyra
brot úr skáldsögu Steinunnar Sigurðardóttur, Góða elskhuganum. Aðgang-
ur er ókeypis og allir velkomnir. Upplestrarnir hefjast klukkan 16.
jólafagnaður
kimi records
Kimi Records heldur árlegan útgáfu-
og jólafagnað sinn á Sódómu á laug-
ardagskvöld. Þar stíga á svið fimm
kynngi- og rafmagnaðar hljómsveit-
ir sem allar hafa gefið út plötu hjá
Kimi á árinu. Þetta eru þær Sudden
Weather Change, Retrön, Me, The
Slumbering Napoleon, Morðingj-
arnir og Kimono. Miðaverð er 1000
krónur. Í tilefni af tónleikunum og
degi íslenskrar tónlistar á laugar-
daginn ætlar Kimi Records að gefa
áhugasömum jólasafnskífu á raf-
rænu formi. Hún nefnist Jólasteik
Kimi Records 2009 og inniheldur tvö
lög frá þeim hljómsveitum sem gáfu
út plötu hjá Kimi Records á árinu.
Skífuna má nálgast á kimirecords.
net og kimi.grapewire.net.
jólatónleikar
í langholts-
kirkju
Hinir árlegu jólatónleikar Gradu-
ale Nobili verða haldnir í Lang-
holtskirkju á sunnudagskvöldið
klukkan 22. Flutt verða verkin
Dancing Day eftir John Rutter og
Ceremony of Carols eftir Benja-
min Britten en þeir Britten og
Rutter eru meðal fremstu tón-
skálda okkar tíma. Graduale No-
bili var stofnaður árið 2000 og er
skipaður 24 stúlkum völdum úr
hópi þeirra sem sungið hafa með
Gradualekór Langholtskirkju.
Kórinn hefur hlotið hástemmt lof
gagnrýnenda, unnið til verðlauna
í alþjóðlegum kórakeppnum og
verið tilnefndur til Íslensku tón-
listarverðlaunanna og Menning-
arverðlauna DV. Stjórnandi er Jón
Stefánsson.
falsað eða
ófalsað?
Falsað eða ófalsað - sérðu muninn?
Listasafn Íslands býður gestum að
skyggnast á bak við tjöldin á laugar-
daginn þegar Ólafur Ingi Jónsson,
forvörður safnsins, mun fræða gesti
um falsanir og fjalla um þær í tengsl-
um við það sem kennt hefur verið
við „stóra málverkafölsunarmálið.“
Enn fremur mun rithöfundurinn og
listgagnrýnandinn Ragna Sigurð-
ardóttir kynna skáldsögu sína Hið
fullkomna landslag sem fjallar um
hvaða atburðarás fer af stað þegar
falsað verk ratar inn á gólf í virtu
safni. Nú stendur yfir sýning á verk-
um listmálarans Svavars Guðna-
sonar í safninu og mun Ólafur Ingi
skoða höfundarverk hans í þessu
samhengi.
Aukasýning verður á gamanleiknum Heilsugæslunni eftir Lýð Árnason:
Heilsugæslan á Café Catalinu
30 föstudagur 11. desember 2009 fókus
Aukasýning á Heilsugæslunni
verður á Café Catalinu í Kópavogi
í kvöld, föstudagskvöld. Leikurinn
hefur verið sýndur í leikhúsi í Arn-
ardal síðustu mánuði en var svo
sýndur fyrir skömmu á Catalinu
fyrir troðfullu húsi og því hefur ver-
ið bætt við aukasýningu.
Við hrósum okkur af háum með-
alaldri, þjónustu í hæsta gæðaflokki
og frábærum læknum. En er kerfið
eins gott og af er látið? Er það hugs-
anlega farið að vinna gegn tilgangi
sínum? Er aukinni eftirspurn sjúk-
dóma svarað með meira framboði?
Hvaða tilgangi þjónar góð heilsa?
Metum við líf í magni eða gæðum?
Leikritið er samið og því er leik-
stýrt af Lýð Árnasyni lækni og gef-
ur áhorfandanum sýn inn í þetta
völundarhús og það sem býr að
tjaldabaki. Heilsugæslan er gaman-
leikur og um leið hápólitískt leikrit
og umfjöllunarefnið brennur á ís-
lensku þjóðfélagi, ekki síst núna í
skugga niðurskurðar.
Öll hlutverk, tíu talsins, eru í
höndum tveggja leikara, þeirra Elf-
ars Loga Hannessonar og Margrét-
ar Sverrisdóttur. Margir kannast
vafalítið við Elfar Loga vegna Kóm-
edíuleikhússins sem hann setti á
laggirnar árið 1997. Hann er með-
al annars maðurinn á bak við Act
Alone-einleikjahátíðina sem hald-
in hefur verið á Vestfjörðum síð-
ustu ár.
Heilsugæslan tekur klukkustund
í sýningu. Miðasala er á Café Catal-
inu og er miðaverð 1900 krónur.
Elfar Logi Hannesson Leikur fimm hlutverk í Heilsugæslunni. Mótleikkona hans,
Margrét Sverrisdóttir, gerir annað eins.
Ísfirðingurinn Eiríkur Örn Norð-
dahl hefur að mestu haldið sig fjarri
Íslands ströndum síðustu þrjú ár
og missti því meðal annars af bús-
áhaldabyltingunni fyrir utan það að
hann fylgdist með Austurvelli brenna
á internetinu. Efnahagshrunið og af-
leiðingar þess eru honum þó engu að
síður yrkisefni í Gæsku, þriðju skáld-
sögunni sem þessi rúmlega þrítugi
ólátabelgur sendir frá sér.
„Málið með bókina er að ég byrj-
aði á henni töluvert áður en hrunið
varð. Allur fyrri hlutinn er skrifað-
ur fyrir hrun,“ segir Eiríkur en í þeim
hluta skáldsögunnar verður afdrifa-
ríkt krónufall sem síðar varð að bitr-
um raunveruleika. Þótt krónan falli
í bók Eiríks og æstir mótmælend-
ur fylli Austurvöll fer höfundurinn
að vissu leyti með þessa atburði út í
fantasíu þar sem Esjan logar og þykk-
an mökkinn leggur yfir Reykjavík auk
þess sem skæðir sandstormar geisa
á Skerinu. Eiríkur segir fantasíuna
að vissu leyti hafa verið viðbragð við
því þegar raunveruleikinn fór að líkja
eftir skáldskap hans.
„Ég lagði upp með að skrifa pólit-
íska hysteríu og svo dansaði veruleik-
inn bara einhvern veginn upp í fang-
ið á mér einhvers staðar um miðja
bók. Þetta var enginn raunveruleiki
þegar ég byrjaði að skrifa bókina. Það
sem átti að vera myndlíkingar og hafa
einhvern symbólískan kraft, eins og
krónufallið eða eitthvað, breyttist á
einhverjum tímapunkti í asnaleg-
ar tíðarandaveiðar. Þetta var ágæt-
is ástæða til að sitja í taugaáfalli úti
í Finnlandi yfir því að það væri bara
búið að eyðileggja bókina mína.“
Lof og last
Gæska hefur fengið misjafna dóma
og eiginlega má segja að þar sé ým-
ist í ökkla eða eyra. Bókmenntafræð-
ingurinn Jón Yngvi Jóhannsson gef-
ur bókinni fjórar stjörnur á vefnum
pressan.is og segir að Eiríkur sé „fá-
dæma stílisti“ og sýni mikil tilþrif í
bókinni. Þá gaf Hrund Ólafsdóttir
bókinni einnig fjórar stjörnur í Morg-
unblaðinu en þau Páll Baldvin Bald-
vinsson og Kolbrún Bergþórsdóttir,
sem koma saman vikulega í Kilju Eg-
ils Helgasonar til þess ýmist að gefa
höfundum líf eða slá þá af, voru ekki
jafn hrifin.
En hvernig fara svona köflóttir
bókadómar með sálarlíf rithöfundar
í miðju jólabókaflóði?
„Langar mann ekki alltaf til að
drepa alla sem tala illa um mann?“
spyr Eiríkur og skellir upp úr. „Ég veit
það ekki. Svo kemur alltaf fólk líka
og klappar á bakið á manni og segir
að það sé svo gott að vera umdeild-
ur, þá sé eins og maður hafi eitthvað
að segja. Ég held að þetta hafi minnst
með bækurnar mínar að gera. Ég fæ
það á tilfinninguna. Ég sé ekki hvern-
ig fólk ætti að geta verið svona pirr-
að út í bækurnar mínar og þá sér-
staklega ljóðabækurnar. Hver verður
pirraður út í ljóðabækur? En það
gerist nú samt. Eins og Páll Baldvin
kom inn á í Kiljunni þá hefur stund-
um verið svolítill gassagangur á mér.
Ég hef verið með dálítið mikil læti og
það held ég að hafi pirrað fólk. Miklu
frekar en það sem ég hef skrifað.“
Spurning um að halda í sér
Páll Baldvin sagði í áðurnefndum
Kiljuþætti að þeim ungu höfundum
að Eiríki meðtöldum, sem nú kæmu
fram með hrunsbækur sínar, væri
mikið mál en þeir hefðu ekki nokk-
urn skapaðan hlut að segja. Þess-
ir ungu menn ættu því að íhuga að
halda í sér í nokkur ár þangað til þeir
geti sagt fólki eitthvað nýtt um það
sem gerðist.
„Jú, jú. Hann sagði það,“ segir
Eiríkur þegar meiningar Páls ber á
góma. „Páll les náttúrlega svo mik-
ið að hann tekur kannski ekki alveg
eftir öllu. Aftast í bókinni er sem sagt
tekið fram hver ritunartími bókar-
innar er. Þessi bók átti upphaflega
Veruleikaflótti Íslendinga Eftir hrun minna Íslendingar á úlfinn Wile E. Coyote úr
Looney Tunes sem hleypur óhikað fram af hengiflugi og heldur ótrauður áfram svo
lengi sem hann gerir sér ekki grein fyrir að hann er í lausu lofti.
Rithöfundurinn Eiríkur Örn Norðdahl flutti til Finnlands fyrir
þremur árum og ætlar að búa í Svíþjóð næstu tvö ár með sænskri
eiginkonu sinni og nýfæddum syni þeirra. Á meðan eiginkonan
stundar nám í Svíþjóð ætlar Eiríkur að halda áfram að „harka“.
Skrifa, þýða og reyna að krækja sér í einhverjar evrur með því
að sækja ljóðahátíðir. Hann er nýbúinn að senda frá sér sína
þriðju skáldsögu, Gæsku, sem fjallar um upplausnarástand á Ís-
landi í kjölfar efnahagshruns. Hann var byrjaður á bókinni fyrir
hrun en þurfti að hugsa sinn gang þegar heimurinn breyttist og
veruleikinn varð skrýtnari en skáldskapurinn.
Gat ekki haldið
í sér lengur