Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2009, Síða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2009, Síða 36
36 föstudagur 11. desember 2009 helgarblað í Svíþjóð,“ útskýrir Edda sem ber þjálfaran- um, Richard Holmlund að nafni, afskaplega vel söguna. Aðstoðarþjálfarinn tók við liðinu þeg- ar Holmlund hvarf á braut og gekk liðinu brös- uglega fyrst eftir skiptin en svo lagaðist gengið til muna. Með endurkomu Holmlunds er sama þjálfarateymi með liðið og þegar Edda og Ólína voru fengnar til liðsins og ríkir mikil ánægja í herbúðum Örebro með þessa þróun mála. Edda segir það fínt að vera í sama liði og kær- astan. „Reglan er líka að það sem gerist á æfingu gerist bara á æfingu. Þótt hún gefi mér olnboga- skot í magann þá fer ég ekkert í fýlu eða hreyti einhverju í hana heldur dingla ég bara í hana á móti.“ Edda þagnar í örskotsstund en bætir svo við. „Ekki heima sko, bara á æfingunni!“ segir hún og hlær hátt. „Konur eru samt auðvitað þannig að þær þurfa alltaf að tala svo mikið um allt. Við ger- um það þá bara strax eftir að við komum heim af æfingu og þá er það bara afgreitt. En ég held að í lífi þeirra sem eru atvinnumenn í fótbolta sé lífið einfaldlega fótbolti. Og auðvitað á maður að njóta þess á meðan svo er því eftir nokkur ár verður það ekki þannig.“ Fattaði ekki hriFningu Ólínu Edda og Ólína búa saman, vinna saman og fara saman í landsleikjaferðir þar sem þær eru báðar fastamenn. Blaðamaður spyr því hvort þær stöll- ur verði aldrei þreyttar hvor á annarri. „Nei, nei, okkur semur svo vel,“ segir Edda. „Við erum líka ólíkar týpur. Ólína er léttari í lund, meira út á við og „spjalla-við-alla-týpan“. Ég er meira melló í því, meiri svona grúskari. Og án þess að vita það er ég kannski oft upptekin við það.“ Hvernig skiptið þið húsverkunum með ykk- ur? „Meinarðu hvor okkar er karlinn?“ spyr Edda um hæl. Blaðamaður verður vandræðalegur og reynir að böggla upp úr sér setningu sem er eitt- hvað á þá leið að hann myndi nú ekki vilja orða það þannig. En Edda heldur ótrauð áfram. „Ég er kannski meira í þrifum og þvottum, Ólína meira í eldhúsinu,“ segir hún og hlær lymskulega. „En ef það springa einhverjar leiðslur eða eitthvað slíkt þá hringjum við í einhvern fagmann.“ Nú í desember hafa Edda og Ólína verið sam- an í sjö ár. „Það er talað um að það sé örlagaárið í öllum samböndum, bæði hjá gagnkynhneigð- um og samkynhneigðum, þannig að nú reynir á,“ segir Edda í léttum dúr og brosir. Þær kynnt- ust óbeint í gegnum boltann, Edda var þá í KR en Ólína í Breiðabliki. „Ég fattaði fyrst ekkert að hún væri hrifin af mér. Hún er rosa sæt, svona „stelpustelpa“, en ég var samt ekkert að fatta þetta,“ segir Edda og brosir út í annað. „En þegar hún var búin að ganga á eftir mér í smátíma þá loksins fattaði ég þetta.“ Ólína fékk nýverið réttindi sem meðferðar- sálfræðingur en hefur enn ekki fengið vinnu við fagið. „En það stendur til,“ segir Edda. „Það er í samningnum hennar sem tekur gildi frá og með janúar að félagið aðstoði hana í því þannig að ég geri ekki ráð fyrir öðru en að staðið verði við það.“ MaMMa og systurnar vissu aF stelpuáhuganuM Edda segir það hafa verið á unglingsárunum sem hún í fyrsta skiptið sagði frá því að hún væri hrifnari af stelpum en strákum. „Ég sagði systur minni það sem er næst mér í aldri þegar ég var svona 14 eða 15 ára. Þetta var mjög vandræða- legt hjá mér en hún sagði að þetta væri eitthvað sem hún og hinar systur mínar og mamma vissu alveg. Og ég vissi alltaf að ég myndi aldrei vilja vera með strák. Það var samt ekki eins og ég hefði alltaf verið að hugsa um að mig langaði að vera með stelpu, en ég vissi samt alltaf af því að stelpur höfðuðu frekar til mín en strákar.“ Edda er fædd í Reykavík í júlímánuði árið 1979 og varð því þrítug síðastliðið sumar. For- eldrar hennar eru Bergþóra Óskarsdóttir og Garðar Sigurðsson sem er látinn. Edda er yngst fjögurra systra auk þess sem hún á einn hálf- bróður og eina hálfsystur sem pabbi hennar átti áður. Þegar Edda fæddist bjó fjölskyldan í Skeið- arvogi. Garðar var kennari og seinna skólastjóri við Gagnfræðaskólann í Vestmannaeyjum á sjö- unda áratugnum áður en hann fór út í pólitík. Hann var þingmaður Alþýðubandalagsins fyr- ir það sem nú kallast Suðurlandskjördæmi frá 1971 til ´87 og var því með lögheimili í Eyjum þegar Edda kom í heiminn. Edda segir fjölskyld- una þar af leiðandi hafa verið svolítið á milli lands og Eyja á þessum árum. vildi Frekar byssÓ en barbie Edda byrjaði níu ára að æfa fótbolta með Þrótti með 6. flokki karla þar sem enginn var kvenna- flokkurinn. Hún man eftir einni annarri stelpu, annars voru þetta bara strákar. Edda lítur já- kvæðum augum á þá reynslu að hafa æft og keppt með strákum í upphafi ferilsins. „Það var fínt. Ég hafði nákvæmlega sömu áhugamál, horfði auðvitað á fótbolta eins og þeir og vildi líka frekar vera úti í byssó og stríða stelpunum en að vera inni í Barbie.“ Ári seinna flutti fjölskyldan í Vesturbæinn og byrjaði Edda þá í KR sem hafði á að skipa stelpu- flokkum. „Mér fannst það glatað fyrst að spila fót- bolta með stelpum,“ segir Edda og hlær og bætir við að hún hafi orðið undrandi þegar hún komst að því að svona margar stelpur æfðu virkilega fótbolta. Hún var þó fljót að sætta sig við að vera í „stelpubolta“. „Það tók ekki langan tíma. Síðan fann ég líka þarna stelpur sem voru eins og ég, dolfallnar yfir fótbolta og stelpur sem vildu ekki bara vera í bleikum gallabuxum og mála sig. Og það var mjög vel haldið utan um þetta og frábær- ir þjálfarar í KR eins og Guðrún Jóna [Kristjáns- dóttir] og Helena Ólafs og fleiri.“ Edda var mjög sigursæl í yngri flokkum KR, vann alla titla sem hægt var að vinna. Fyrsta leik sinn með meistaraflokki spilaði hún 1992, aðeins þrettán ára að aldri. „Ég fékk að koma inn á í ein- um leik á KR-vellinum það sumar. Það var rosa- legt!“ segir Edda með áherslu. Aðspurð kveðst hún ekki vita hvort það sé eða hafi verið met sem yngsti leikmaður á Íslandsmóti kvenna. Stelp- ur byrji oft svo snemma að spila með meistara- flokki, og kannski sérstaklega á þessum árum. Eins og áður segir lék Edda lengstum með KR og Breiðabliki en hún tók eitt tímabil með Val á Reyðarfirði þegar hún var sextán ára. Og sig- urandinn sem sveif yfir vötnum þegar Edda lék með yngri flokkunum hélst á sínum stað þegar í meistaraflokk var komið. Sex Íslandsmeistara- titlar og fimm bikarmeistaratitlar eru til marks um það auk þess sem Edda var valin leikmað- ur ársins hjá KR 2004 og svokallaður leikmaður leikmanna hjá Breiðabliki 2005 og 2006. Leikir með A-landsliðinu eru orðnir 78 talsins frá árinu 1997 auk 27 leikja með yngri landsliðum. tÓk veikinduM pabba illa Eins og sjá má hafa sigrarnir verið miklir á fót- boltasviðinu hjá Eddu. Lífið var hins vegar erf- iðara heima fyrir. Þegar Edda var að komast á unglingsaldur greindist pabbi hennar með Alzheimer. „Ég var svona tólf, þrettán ára þegar pabbi fékk greiningu. Þá var hann tæplega sextugur sem er mjög lágur aldur fyrir einstakling með Alzheimer. Hann var vinnufær í einhvern tíma eftir það en svo varð hann að hætta. Og hann var veikur mjög lengi áður en hann dó,“ segir Edda. Hún bætir við að sjaldgæft sé að Alzheimer-sjúk- lingar lifi svo lengi eftir að veikindin gera vart við sig. Garðar lést 2004, rúmlega sjötugur að aldri. Hvernig upplifðirðu það að sjá pabba þinn svona veikan af Alzheimer? Edda hugsar sig aðeins um. En segir svo: „Þessi veikindi voru rosalega erfið hjá honum. Hann missti til dæmis málið mjög snemma. Alzheimer byrjar á mismunandi stöðum í heila fólks, þessi rýrnun sem á sér stað, en vinnur sig síðan inn á við. Hjá pabba var greinilega blettur á talsvæðinu þannig að málið fór mjög fljótt hjá honum. En þetta var náttúrlega baráttukall og heilsuhraustur þannig að hann lifði mjög lengi.“ Edda á vart nógu sterk orð til að lýsa því hversu vel mamma hennar stóð sig á þessum erfiðu tímum. „Hún var ótrúleg í þessu öllu. Hún gerði það sem hún átti að gera og þúsund sinnum meira en það. Það er misjafnt hvað ger- ist í fjölskyldum þegar svona veikindi koma upp. Stundum verður algjör sundrung en hjá okk- ur mömmu og systrunum þjappaði þetta okkur saman. Við erum mjög nánar allar saman, enda allar yndislegar manneskjur, og ég er því mjög heppin með fjölskyldu. En þetta var náttúrlega mjög erfitt, sérstaklega þegar sjúkdómurinn var að byrja en þá var ég á erfiðasta aldrinum. Ég tók þessu einstaklega illa og held að þetta hafi haft mjög mikil áhrif á unglingsár mín.“ „leyFi Mér að þykja vænt uM FÓlk“ Edda minnist þess ekki að hafa tekið eftir ein- kennum hjá pabba sínum áður en hann var greindur, hvort hann hafi verið að gleyma hlut- um eða eitthvað slíkt, þar sem hún var það ung. Og henni finnst leitt að hafa ekki fengið tækifæri til að kynnast pabba sínum eftir að hún komst á fullorðinsár. „Samband sem maður myndar við foreldra sína sem barn og unglingur er öðruvísi en þeg- ar maður kemst til vits og ára. Ég missti alveg af því. Ég kynnist honum hins vegar að ýmsu leyti í gegnum það sem mamma segir mér um hann. Svo fæ ég líka ákveðna mynd af honum þegar ég hitti fólk sem þekkti hann, til dæmis fólk sem hann kenndi. Þá fæ ég oft að heyra sögur af því hvað hann var fluggáfaður, æðislegur kennari og sem karakter. Sama er þegar ég hitti fólk sem var með honum á þingi. Og ég hefði nú alveg viljað kynnast þessum karli,“ segir Edda og brosir. Hún fékk líka að heyra umsagnir um föður sinn á meðan hann var enn á lífi og fannst Eddu það stundum svolítið skrítið. Af þeim sögum að dæma sem Edda heyrir frá fólki sem kynnt- ist Garðari sem pólitíkus var hann ekki týpan sem talaði undir rós eða forðaðist að takast á um mál. „Hann var frægur fyrir að liggja ekkert á skoð- unum sínum og segja hlutina hreint út. Og yfir- leitt einblíndi hann þá ekki of mikið á hver stefna flokksins væri. Hann var mjög ákveðinn í sínum skoðunum og sagði þær bara hreint út, hvað sem öðrum fannst um það.“ Erfðir þú þessa ákveðni? „Já, ég held að ég hafi erft skapið frá honum karli föður mínum,“ segir Edda og brosir í kamp- inn. „Ég er rétt að læra það núna þegar ég er orð- in þrítug hvenær á að halda kjafti. En stundum er enn mjög erfitt að sitja á sér,“ bætir hún við og hlær. Alzheimer er arfgengur sjúkdómur og lést móðir Garðars einnig úr honum. Edda segist því vissulega hafa leitt hugann að því að sá mögu- leiki sé til staðar að hún veikist af Alzheimer. „Já, ég hef gert það. Og hef ég lesið allt sem ég kemst í sundur og saman um sjúkdóminn. Líka það að pabbi fékk þetta svo ungur og þá er talað um að líklegra sé að það gangi í arf. Þar af leiðandi hef- ur maður auðvitað hugsað um þetta. Í gegnum þetta hef ég lært að meta lífið og fólkið í kringum mig. Ég reyni að lifa lífinu lifandi á mínum eigin forsendum og leyfi mér að þykja vænt um fólk. Það átti ég erfitt með lengi vel.“ MaMMa stoð og stytta Fótboltaáhugann virðist Edda hins vegar ekki hafa fengið í arf frá foreldrum sínum þar sem hvorugt þeirra var í fótbolta. Þó má ætla að ekki hafi reynt á það þar sem ekki „tíðkaðist“, ef svo er hægt að orða það, að stelpur væri í tuðrusparki þegar mamma Eddu var að alast upp. Hún var meira fyrir það að synda í sundlauginni í Nes- kaupstað, þar sem Bergþóra er fædd og uppalin, að sögn Eddu. „Ég vil hins vegar að það komi fram að ég lít gríðarlega upp til mömmu og mér þykir rosa- lega vænt um hana. Hún er minn helsti og besti stuðningsmaður og hringir alltaf til að róa mig þegar ég er stressuð fyrir til dæmis stóra leiki, þótt hún sé jafnvel stressaðri en ég. Hún hef- ur alltaf stutt við bakið á mér og hjálpað mér í gegnum allt þetta dæmi,“ segir Edda og leggur áherslu á orð sín. Pabbi Eddu var farinn að sækja sjóinn með- fram námi þrettán ára gamall og því ekki mikill tími til að elta bolta. Eldri systurnar þrjár hafa heldur ekki verið í fótbolta, né í öðrum keppn- isíþróttum eftir að barnæskunni lauk. „Ein var í dansi og djassballett þegar hún var yngri og önn- ur er reyndar mikið í hlaupum nú til dags. Hún og maðurinn hennar plástra á sér geirvörturnar og fara svo út að hlaupa í fimm klukkutíma. Það er eitthvað sem ég á aldrei eftir að skilja,“ segir Edda og hlær dátt. Blaðamaður ákveður því að vera ekkert að viðurkenna smávegis fikt við slík- ar plástranir og langhlaup. Elsta systirin er síðan mjög mikil útivistarmanneskja og fjallageit. dreyMir uM tvíbura En hvað ætli þessi mikla afrekskona hafi í hyggju að taka sér fyrir hendur þegar ferlinum er lokið? „Mig dreymir um að eignast tvíbura,“ segir Edda og hlær aftur. Blaðamaður hváir og hlær svo með. En Eddu virðist fúlasta alvara. „Ég segi svona, en ef ég get eignast börn þá væri fínt að klára þetta í einni meðgöngu. En það eru ekki tvíburar í ættinni hjá okkur Ólínu þannig að þetta er kannski borin von.“ Hvað starfsframa snertir er Edda langspennt- ust fyrir þjálfun. „Já, ég ætla að fara út í þjálfun. Mér finnst það ótrúlega gaman,“ segir hún en Edda kveðst hafa fengið bakteríuna þegar hún þjálfaði 3. flokk kvenna í Breiðabliki og 2. flokk kvenna í KR til skamms tíma. „Við Ólína vorum svo með fótboltanámskeið fyrir stelpur á aldrinum 13 til 17 ára í Grinda- vík nýlega og það var mjög gefandi, og um leið ánægjulegt að fá að koma í uppeldisfélagið hennar Ólínu og kynnast stemmingunni þar. Fótbolti er svo æðislegur og síðan er svo gam- an að sjá fólk meðtaka það sem maður reynir að kenna því,“ segir kennaradóttirin Edda. „Maður þarf auðvitað fyrst að fá reynsluna en ég hef allt- af fylgst grannt með þeim sem mér finnst góðir þjálfarar og vonandi skilar það einhverju seinna meir.“ kristjanh@dv.is erfið unglingsár Faðir Eddu greindist með Alzheimer þegar hún var að komast á unglingsár. Edda segir það tímabil í lífi sínu hafa verið mjög erfitt. Mynd heiða helgadÓttir snemma beygist krókurinn Edda steig inn í strákaheim fótboltans ung að árum. Hér er hún á Shellmótinu í Vestmannaeyjum, sem þá hét Tommamótið, 1988 eða ´89 þar sem hún lék með 6. flokki karla hjá Þrótti. Fótboltakonan Edda í leik Ís- lands og Serbíu á Laugardalsvelli í ágúst síðastliðnum. Nokkrum dögum síðar fór hún á EM, fyrsta stórmótið sem íslenskt A-landslið í knattspyrnu hefur tekið þátt í. Mynd karl petersson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.