Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2009, Qupperneq 48

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2009, Qupperneq 48
48 föstudagur 11. desember 2009 helgarblað Á engilsaxnesku er það kallað mondegreen þegar fólk misheyr- ir eða misskilur texta, hvort held- ur sem er í ljóði eða sönglagi, með þeim afleiðingum að textinn fær aðra og ólíka merkingu. Tilurð orðs- ins má rekja til bandaríska rithöf- undarins Sylvíu Wright og ritgerðar hennar „The Death of Lady Mond- egreen“ sem var gefin út 1954. Í ritgerðinni lýsti Sylvía Wright hvernig hún, sem ung stúlka, mis- heyrði síðustu línuna í fyrsta erindi 17. aldar ballöðunnar „The Bonnie Earl O’Murray“. Það sem Sylvia Wright heyrði var svohljóðandi: Ye Highlands and ye Lowlands, Oh, where hae ye been? They hae slain the Earl Amur- ray, And Lady Mondegreen. Í raun er síðasta línan svohljóð- andi: „And laid him on the green.“ Orðið „mondegreen“ hefur síðan þá nánast öðlast viðurkenningu sem fullgilt hugtak í enskri tungu. Baðherbergi á hægri hönd Í gegnum tíðina hafa sum mondeg- reen orðið frægari en önnur, en af nógu er að taka. Reyndar eru sum þeirra ótrúverðug og bera þess vott að vera afurð viðleitni fólks til að heyra annað en það sem sagt er. Á meðal hinna frægustu er ódauðlegur texti í lagi Jimi Hendr- ix Purple Haze þar sem hann syng- ur: „‘Scuse me while I kiss the sky.“ Margir sem ekki þekkja tónlist Hendrix til hlítar telja sig hins veg- ar heyra: „‘Scuse me while I kiss this guy“. Sá texti væri kannski ekki út í hött ef söngvarinn héti Adam Lambert, en flestir eru án efa sam- mála um að hann ætti illa heima í lagi eftir Hendrix. Annað frægt mondegreen má rekja til lags Greedence Clearwater Revival, Bad Moon Rising eftir John Fogerty. Í texta lagsins er að finna eftirfarandi línu: „There’s a bad moon on the rise“, sem sumir hafa skilið sem leiðbeiningar um leið- ina á baðherbergið: „There’s a bat- hroom on the right“. Þess má geta að bæði Jimi Hendrix og John Fogerty hentu gaman að þessum misskilningi og settu mondegreen-in inn í viðkom- andi lög á hljómleikum. Rangeygur björn Minna þekkt dæmi um mondeg- reen er að finna í sálmi eftir Fanny Crosby sem var þekktur bandarísk- ur textahöfundur á 19. öld. Í sálm- inum „Keep Thou My Way“ segir: „Kept by Thy tender care, gladly the cross I’ll bear“ og þar sem um er að ræða sálm er erfitt að skilja hvernig fólki tókst að heyra orðin: „Gladly the cross-eyed bear.“ En jafnhnytt- ið og það virðist er einnig hægt að skrifa þetta mondegreen „Gladly the cross I’d bear“ og er það nokk- uð nærri upphaflegu merkingunni. Meistara Bob Dylan var þó nokkuð brugðið þegar hann bauð Bítlunum marijúana á sínum tíma. Dylan komst að því, þrátt fyrir að hafa verið sannfærður um ann- að, að Bítlarnir höfðu aldrei próf- að efnið. Misskilning Dylans mátti rekja til lags Bítlanna I Want to Hold Your Hand, þar sem Dylan taldi sig heyra orðin „I get high“ þegar Bítlarnir syngja „I can’t hide“, sem er öllu sakleysislegra. Hjákátlegar tilraunir til hnyttni Sem fyrr segir er að finna mikinn fjölda mondegreen-a sem eru af- skaplega ósannfærandi og virðast tilkomin vegna tilraunar fólks til að vera fyndið. Sem dæmi um það má nefna lag Bobs Dylan Blowing in the Wind, þar sem einhverjum tókst að heyra „the ants are my friends, they’re blowing in the wind“ í stað „the answer my friend is blowing in the wind“. Annað dæmi er lag hljómsveit- arinnar R.E.M. Losing My Religion þar sem sungið er: „That’s me in the corner, that’s me in the spotl- ight“, en sumir segjast heyra „Let’s pee in the corner, let’s pee in the spotlight“. Robert Palmer átti vinsælt lag, Addicted To Love, fyrir allmörg- um árum og í ljósi heiti lagsins er ekki að undra að í texta þess sé vís- að í heitið: „Might as well face it, you’re addicted to love“. Í ljósi þess má telja frekar ósennilegt að ein- hverjum hafi tekist að heyra „Might as well face it, you’re a dick with a glove“. Fjögur hundruð börn Í laginu Lucille syngur sveitasöngv- arinn Kenny Rogers um sambands- slit, brostið hjarta á bar í Toledo og mann sem segir við konu: „You picked a fine time to leave me, Luc- ille, with four hungry children and a crop in the field.“ Í ljósi orða mannsins er ekki að undra að hann sé niðurdreg- inn, skilinn eftir með fjóra svanga munna að metta og óunna upp- skeru á akrinum. En depurð mannsins væri enn skiljanlegri ef orð hans hefðu verið, eins og marg- ir hafa heyrt: „You picked a fine time to leave me, Lucille, with four hundred children and a crap that won’t heal.“ Sé leitað á netinu má finna ara- grúa mondegreen-a og eru sum sennilegri en önnur. Á einum spjall- þræði segir Jerry í Toronto að hon- um hafi misheyrst í lagi Bítlanna Paperback Writer og heyrst þeir syngja: „Pay for my Chrysler“ í stað „Paperback Writer“. Hversu lík- leg slík misheyrn er verður hver og einn að meta fyrir sig. Á sama þræði tjáir Jen sig um sama lag og Jerry og segir að í lang- an tíma hafi hún talið Bítlana segja „Take a back right turn“. Stundum kemur fyrir að fólki misheyrist þegar það hlustar á ljóð eða sungin lög og fyrir vikið verður til nýr texti sem oftar en ekki breytir upprunalegu inntaki. Breytingin getur verið til batnaðar eða einfaldlega bölvað bull. Misheyrn af þessum toga er kölluð mondegreen á engilsaxnesku. lafði Mondegreen Flytjandi lag MondegReen RéttuR texti Troggs Wild Thing Wild thing! You twang my heartstrings! Wild thing! You make my heart sing! Doors Riders on the Storm Take Halite by the day Take a long holiday Beatles Lucy in the Sky With Diamonds The girl with colitis goes by The girl with the kaleidoscope eyes Beatles Norwegian Wood Isn’t it good, knowing she would Isn’t it good, Norwegian Wood Allman Brothers Band Ramblin’ Man Lord I was born a family man Lord I was born a ramblin’ man Rolling Stones Beast of Burden I’ll never leave your pizza burnin’ I’ll never be your beast of burden Eagles Hotel California When your rabitt dies What a nice surprise U2 Mysterious Ways Shamu the mysterious whale She moves in mysterious ways Bon Jovi Living on a Prayer It doesn’t make a difference if we’re naked or not It doesn’t make a difference if we make it or not Foo Fighters My Hero There goes my hero, he’s old and hairy There goes my hero, he’s ordinary Nokkur dæmi um moNdegreeN, sum seNNi- legri eN öNNur Heimild: Wikipedia og víðar „You picked a fine time to leave me, Luc- ille, with four hundred children and a crap that won’t heal.“ „Mauravinurinn“ Bob dylan Bauð Bítlunum maríjúana vegna misheyrnar. Hljómsveitin u2 á tónleikum Hvort lagið fjallar um dularfulla hvalinn Shamu skal ósagt látið. Wile E. Coyote
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.