Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2009, Síða 54

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2009, Síða 54
54 föstudagur 11. desember 2009 NafN og aldur? „Ólöf Hugrún Valdimarsdóttir, 26 ára.“ atviNNa? „Leikari.“ Hjúskaparstaða? „Í sambandi.“ fjöldi barNa? „Núll.“ Hefur þú átt gæludýr? „Þegar ég var lítil átti ég fressinn Teit, tíkina Týru og nokkra gullfiska. Einn fiskur hét Speedy og framdi sjálfsmorð með því að henda sér upp úr fiskabúrinu. Í dag á ég köttinn Fjalar sem ég kalla samt alltaf Kisa.“ Hvaða tóNleika fórst þú á síðast? „Tónleika með Söru Blandon og Ármanni Guð- mundssyni sem skipa hljómsveitina Band on Stage. Þrusuflott dæmi á Rósenberg um daginn.“ Hefur þú komist í kast við lögiN? „Nei.“ Hver er uppáHaldsflíkiN þíN og af Hverju? „Nýja dúnúlpan mín af því ég er kulsækin og hún heldur á mér hita. Einnig skósíður, marglitur kjóll sem ég keypti í vintage-búð í Hereford í Englandi. Það vakti mikla ánægju hjá mér þegar ég skoð- aði kjólinn betur og sá að hann var merktur Priory Theatre Kennilworth, sem sagt gamall búningur.“ Hefur þú farið í megruN? „Já.“ Hefur þú tekið þátt í skipulögðum mótmæl- um? „Já.“ trúir þú á framHaldslíf? „Já, ég held að tilveran endi ekki bara þegar við deyjum, eitthvað annað tekur við.“ Hvaða lag skammast þú þíN mest fyrir að Hafa Haldið upp á? „Lagið með barnastjörnunni Jordy, Oh la la baby. Skelfilegt lag sem mér þótti æði á sínum tíma.“ Hvaða lag kveikir í þér? „Africa með Toto kyndir undir lífsgleðinni minni enda albesta lag í heimi.“ til Hvers Hlakkar þú NúNa? „Að sýna næstu sýningu af Let’s talk Christmas, jólanna, afmælisins míns og að fara norður um áramótin.“ Hvaða myNd getur þú Horft á aftur og aft- ur? „Love actually.“ afrek vikuNNar? „Að búa til unaðslegan súkkulaðijólaís.“ Hefur þú látið spá fyrir þér? „Já, ég fór til talnaspekings í vetur. Hann skoðaði allar stjörnunar mínar og sagði mér alveg heilan helling út frá þeim.“ spilar þú á Hljóðfæri? „Nei, en ég á gítar, pínulitla flautu og munnhörpu.“ viltu að íslaNd gaNgi í evrópusambaNdið? „Óákveðin.“ Hvað er mikilvægast í lífiNu? „Hamingjan.“ Hvaða ráðamaNN muNdir þú vilja Hella full- aN og fara á trúNó með? „Davíð Oddsson. Hann lumar örugglega á fullt af skemmtilegum og krassandi sögum og gæti pott- þétt líka farið með ljóð og smásögur fyrir mig í leið- inni.“ Hvaða fræga eiNstakliNg myNdir þú Helst vilja Hitta og af Hverju? „Kate Winslet. Mig langar til að við verðum bestu vinkonur.“ Hefur þú ort ljóð? „Já, ljóð hafa stundum sprottið upp þegar ég bíð eftir flugi á flugvöllum hér og þar.“ Nýlegt prakkarastrik? „Að pota óvart en samt pínu viljandi í augað á mót- leikara mínum við tökur á sjónvarpsauglýsingu um daginn. Ég átti erfitt með að hætta að hlæja sem var óheppilegt vegna þess að þegar ég fæ hressilegt hláturskast, flæða tárin í stríðum straumi og þar sem ég var stífmáluð og dubbuð upp á tíu, þá hefði þessi húmor minn mátt bíða betri tíma.“ Hvaða fræga eiNstakliNgi líkist þú mest? „Mér hefur nokkrum sinnum verið líkt við Kather- ine Heigl, ég er sátt við það því hún er í uppáhaldi hjá mér.“ ertu með eiNHverja leyNda Hæfileika? „Get blakað vinstra eyranu.“ á að leyfa öNNur vímuefNi eN áfeNgi? „Nei.“ Hver er uppáHaldsstaðuriNN þiNN? „Kirkjuholtið í Kópavoginum, það er hinn full- komni staður til að láta hugann reika. Annars verð ég að segja Snæfellsnesið, bróðurpartur föðurfjöl- skyldunnar minnar býr þar og mér finnst það vera fallegasti staðurinn á landinu.“ Hvað er það síðasta sem þú gerir áður eN þú ferð að sofa? „Bursta og nota ALLTAF tannþráð. Nema þegar hann er búinn.“ Hver er leið íslaNds út úr kreppuNNi? „Veit það ekki. Því miður.“ Ólöf Hugrún er leikkona sem leikur áttatíu barna móður í einleiknum Let‘s talk Christmas á Restaurant Reykjavík. Ólöf Hugrún hefur aldrei komist í kast við lögin. Hún á köttinn Fjalar og elskar nýju dúnúlpuna sína. getur blakað viNstra eyraNu Púl er kúl Kúlu fyrir kúlu verður byrjandinn að meistara Hágæða 6 vasa púlborð www.billiard.is Suðurlandsbraut 10. 2. hæð Reykjavík Sími 568 3920 & 897 1715 Betulic birkilaufstöflurnar innihalda 98% birkilaufsduft og eru framleiddar af natni með aðferð sem varðveitir upprunalega eiginleika birkilaufs sem allra best. Það er mikil og gömul hefð fyrir því að nota birkilauf sem fæðubótarefni til að hraða efnaskiptum og losa vatn úr líkamanum, draga úr bólgum og afeitra líkamann (detox). Birkilauf hefur góð áhrif á bæði vökvajafnvægi líkamans og húð, auk þess sem það örvar starfsemi nýrna og þvagfæra. Ráðlagður dagskammtur 2 til 4 töflur er samsvarar 980 - 1960 mg. af birkilaufi. Betulic inniheldur hvorki laktósa, glúten, sætuefni né ger. BETULIC - BIRKILAUF www.birkiaska.is Umboðs- og söluaðili Birkiaska ehf. sími: 551 9239 www.birkiaska.is Birkilauf NICOLAI Véla- og hjólastillingar Tímareimar - Viðgerðir BIFREIÐASTILLINGAR Faxafeni 12 Sími 588-2455

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.