Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2008, Page 36

Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2008, Page 36
Þegar ég var barn fylgdist ég mikið með fréttum og las blöðin upp til agna,“ seg-ir Þórhallur Gunnarsson, dagskrárstjóri Sjónvarps og ritstjóri Kastljóss, sem snemma fékk áhuga á fréttum. „Pabbi var mikill fréttafík- ill og var fréttatíminn heilög stund á mínu heimili, það mátti helst ekki tala á meðan á honum stóð. Ég komst því að þeirri niðurstöðu að fréttir væru stórmerkilegar.“ Rökræddi við foreldrana Eftir að hafa fylgst með þeim átökum sem áttu sér stað í dagleg- um fréttum um tíma fór Þórhallur smátt og smátt að fá aukinn áhuga á stjórnmálum. „Ég fór að rökræða um pólitíkina við foreldra mína, þau Gunnar Þór Þórhallsson vélfræðing og Lillý Guðbjörnsdóttur kennara en þar sem þau voru vel að sér, eldri og vitrari, voru þau fljót að slá mig út af borðinu, en ég reyndi alltaf.“ Þór- hallur segir föður sinn hafa haft mjög sterkar skoðanir og lagði Þórhallur því í vana sinn að vera ósammála honum til þess eins að ná honum á flug. „Stundum leiddi þetta til þess að allt varð brjálað og daginn eftir spurði ég stundum sjálfan mig: Var þetta virkilega það sem mér fannst?“ Af rökræðunum dró Þórhallur þó mikinn lærdóm sem honum hef- ur nýst vel í starfi. „Í rauninni skiptir ekki máli hvert málið er heldur að sjá allar hliðar á því.“ Sjúklegur áhugi Eitt mál hreyfði þó sérstaklega við Þórhalli. „19. nóvember árið 1974, dagurinn sem Geirfinnur hvarf, sit- ur mér fast í minni. Ég gleymi því aldrei þegar blaðið kom sem lýsti eftir manni. Þá gerði ég mér auðvit- að enga grein fyrir hvað myndi ger- ast í framhaldinu.“ Þegar hæstarétt- ardómarnir voru gefnir út í málinu gerði Þórhallur sér ferð upp á Lands- bókasafn til þess eins að komast yfir þá og lesa. Þess má geta að Þórhallur var aðeins unglingur. „Þarna byrjaði einhvers konar sjúklegur áhugi hjá mér á dagblöðum, mér fannst allt í kringum þau svo spennandi.“ Þegar Þórhallur fór á sjóinn nokkrum árum seinna segist hann enn frekar hafa lært að meta góð dagblöð. „Þetta gekk þannig fyrir sig að þegar við komum í land feng- um við öll þau blöð sem höfðu kom- ið út á meðan við vorum til sjós og þau þurfti maður að láta sér duga út næsta túr. Þar af leiðandi las mað- ur þau upp til agna.“ Þetta varð til þess að Þórhallur áttaði sig á hversu margar vel skrifaðar greinar leyndust í blöðunum. „Í dag flettir fólk blöð- um á ógnarhraða og fer þar af leið- andi oft á mis við hinar bestu grein- ar,“ segir hann. Lífið tók u -beygju Með þennan mikla áhuga á fjöl- miðlum varð Þórhallur snemma ákveðinn í að mennta sig á því sviði. „Ég sótti um skóla bæði í Bandaríkj- unum og í Bretlandi og komst inn í þá báða. Bandaríkin freistuðu og var stefnan því tekin þangað.“ Rétt áður en Þórhallur ætlaði út breytti lífið hins vegar um stefnu með þeim af- leiðingum að hann setti námið á bið. „Dóttir mín Gunnur kom í heiminn og má því segja að plönin hafi aðeins breyst, sem betur fer,“ segir Þórhallur og ljómar. Hann sótti því um í Leik- listarskóla Íslands og komst þar inn og hóf nám þrátt fyrir að áhuginn lægi annars staðar. Spurður hvort námið hafi ekki reynst honum vel síðar meir í heimi fjölmiðlanna segir hann það örugg- lega svo. „Ég er ekki mjög meðvitað- ur um það en án efa hefur reynslan úr skólanum hjálpað mér töluvert. Eflaust hefur þetta komið út í formi þess að ég hef átt auðvelt með að hjálpa öðrum þegar kemur að sviðs- framkomu og sviðskrekk.“ Þórhall- ur leggur einnig áherslu á að maður leiki seint í fjölmiðlum. Þar gildi að vera sannur sjálfum sér. Tólf ára í útvarpinu Fyrsta reynsla Þórhalls af störfum við fjölmiðla var áður en hann komst í fullorðinna manna tölu. „Aðeins tólf ára gamall var ég beðinn um að lesa jólakveðjur á Rás 2,“ segir hann og hlær. „Það var mikil upplifun að koma inn í stúdíó og finna fyrir öllum þjóðþekktu röddunum sem þarna höfðu hljómað sem og finna lyktina þarna innandyra, sem var sérstök.“ Síðar meir varð það útvarpsþátt- urinn Glataðir snillingar á Rás 2 sem varð hin raunverulega frumraun Þór- halls. „Ég og Fjalar Sigurðsson vinur minn slógum á létta strengi í þessum frábæra þætti að okkar mati og vor- um svo hápólitískir þess á milli. Okk- ur fannst við ógurlega sniðugir en út- varpsráð var ekki alveg á sama máli.“ Í framhaldi af útvarpsþættinum byrjaði Þórhallur með þátt í sjón- varpinu ásamt fjölmiðlakonunni Súsönnu Svavarsdóttur. Þar fjölluðu þau um mörg hitamál þjóðfélagsins, samanber mál eldri borgara, ein- elti og samskipti kynjanna. Þáttur- inn sem fékk gífurlegt áhorf var mjög umdeildur að sögn Þórhalls. „Sumir fussuðu og sveiuðu yfir okkur, aðrir nutu þess að horfa á okkur og aðrir horfðu eingöngu á okkur í þeim til- gangi að hneykslast,“ segir Þórhallur sem virðist hafa gaman af því að rifja upp þessi fyrstu ár ferilsins. Lét drauminn rætast Eftir viðkomu bæði í útvarpi og sjónvarpi ásamt því að hafa verið fastráðinn leikari í Borgarleikhús- inu í ein fimm ár var komið að því að láta gamlan draum rætast. Þórhall- ur hélt því til London þar sem hann hóf mastersnám í sjónvarpsfrétta- mennsku. „Þetta var svolítið frels- andi tími og bara frábær í alla staði enda búinn að ganga með þennan draum í maganum lengi.“ Þórhallur hefur þægilega nær- veru og státar af einstaklega öruggri framkomu og skal því engan undra að hann hafi verið ráðinn á Stöð 2 strax að náminu í sjónvarpsfrétta- mennsku loknu. Ásamt Jóhönnu Vil- hjálmsdóttur stjórnaði hann morg- unsjónvarpinu í tvö farsæl ár. Úr morgunsjónvarpinu hélt dúettinn vinsæli í Ísland í dag þar sem hann hélt áfram að gleðja áhorfendur með nærveru sinni í tvö ár til viðbótar. Þrátt fyrir mikla velgengni á Stöð 2 hikaði Þórhallur ekki við að taka nýju atvinnutilboði þegar breyting- ar urðu á stöðinni. „Sjónvarpsstöð- in NFS varð til og mér leist satt best að segja mjög illa á þá hugmynd að stofna einhverja hliðarsjónvarpsstöð sem gerði ekkert annað en að þynna út það efni sem fyrir var á Stöð 2. Mér hefði fundist réttast á þessum tíma að styrkja Stöð 2 og þá þætti sem þar voru.“ Ný tækifæri „Fljótlega eftir að Páll Magnússon tók við sem útvarpsstjóri RÚV bauð hann mér vinnu sem ritstjóri Kast- ljóssins. Ég tók því boði og hafði að- eins eina tíu daga til að búa til nýjan þátt. Það tók alla tíu dagana að kynn- föstudagur 3. október 200836 Helgarblað DV Dagskrárstjóri Sjónvarps og ritstjóri Kastljóss Þórhallur gunnars- son gegnir stóru hlutverki hjá rÚV.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.