Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2008, Page 39

Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2008, Page 39
föstudagur 3. október 2008 39Helgarblað DAVÍÐ SVEIK Sægreifinn sem „Afburðaduglegur og klár,“ eru fyrstu orðin sem einn viðmælenda DV nefn- ir þegar hann er beðinn um að lýsa Þorsteini Má Baldvinssyni. „Metnað- argjarn og góður maður,“ bætir hann við en viðkomandi hefur þekkt Þor- stein frá barnæsku. Hann segir út- gerðarkónginn harðan í viðskiptum. Og stundum of harðan. Veikleiki hans er skapið. Kveikiþráðurinn er stutt- ur. Mannleg samskipti mættu líka stundum vera betri. „En ég hef fylgst með honum í havaríinu í fjömiðlum undanfarna daga og finnst hann hafa komið mjög vel frá því.“ Akureyringurinn Þorsteinn Már er í röð virtustu útgerðarmanna á Ís- landi en hann hefur gegnt stöðu for- stjóra Samherja frá árinu 1983. Hann hefur verið einn umtalaðasti maður landsins þessa vikuna því fyrir utan að stjórna langstærsta sjávarútvegs- fyrirtæki landsins er hann stjórnar- formaður Glitnis sem ríkisstjórnin tók til þjóðnýtingar í upphafi vikunn- ar. Davíð vanhæfur? Þorsteinn fór hörðum orðum um yfirtöku ríkisins á Glitni í Kastljósinu á þriðjudaginn. Sagðist hann meðal annars velta því fyrir sér hvort Dav- íð Oddsson seðlabankastjóri væri hæfur í málinu. Hann benti á ósætti þeirra Davíðs og Jóns Ásgeirs Jóhann- essonar, sem átti stóran hlut í Glitni, og sagði það lögfræðinga að svara því hvort aðgerðir Davíðs stæðust stjórn- sýslulög. Einnig kom fram í Kastljósi að blaðamannafundurinn á mánu- dagsmorgun hafi verið haldinn áður en stjórnarmenn Glitnis höfðu skrif- að undir pappíra. „Ég talaði við Davíð Oddsson á fimmtudeginum og bað hann um að hitta mig vegna þess að ég óttaðist að það væri eitthvað að gerast vegna þess að það er vitað mál að samskipti ákveðinna eigenda í hópi Glitnis við seðlabankastjóra hafa verið ekki góð, vægt til orða tekið,“ sagði Þorsteinn. Hann, Lárus Welding, forstjóri Glitnis, og tilteknir starfsmenn bank- ans voru svo kallaðir á fund starfs- manna Seðlabankans á föstudeginum til að fara yfir málið. Á laugardaginn hittu Þorsteinn og Lárus síðan Geir H. Haarde forsætisráðherra og efna- hagsráðgjafa hans. Á sunnudeginum kom í ljós að sá veðpakki sem Þor- steinn hafði sent til Seðlabankans var ekki nægjanlegur svo að starfs- menn Glitnis sendu nýjan veðpakka. Á sunnudeginum sögðu starfsmenn Seðlabankans að hann væri kominn í pósthólfið en ekki hefði verið tími til að fara yfir hann. „En við undirrituðum þennan samning á mánudagsmorgni, ég bað stærstu hluthafa Glitnis að undir- rita þennan samning og menn voru í mjög miklum vafa um það,“ sagði Þorsteinn. Davíð hafi svo boðað til blaðamannafundar klukkan korter yfir níu. Þorsteinn hringdi þá í Ingi- mund Friðriksson seðlabankastjóra kristján hrafn guðmunDsson blaðamaður skrifar kristjanh@dv.is Þorsteinn már Baldvinsson er í röð virtustu út- gerðarmanna á Íslandi. Hann hefur gegnt stöðu forstjóra Samherja á Akureyri frá árinu 1983 og efnast vel á þeim rekstri. Þor- steinn hefur verið einn um- talaðasti maður landsins þessa vikuna því fyrir utan að stjórna lang- stærsta sjávarút- vegsfyrirtæki landsins er hann stjórnarformaður Glitnis sem ríkis- stjórnin tók til þjóðnýtingar í upphafi vikunnar. Fólk sem þekkir vel til Þorsteins Más lýsa honum sem skapstórum og stálheiðarlegum manni. Hann er líka mikill handboltaáhuga- maður með sterkar skoð- anir á dómgæslu í þeirri íþrótt. Það sterkar að eitt sinn lagði hann sig nánast í lífshættu til að komast að tveimur handboltadóm- urum og lesa þeim pistilinn. og sagðist ekki vera kominn með þessar undirritanir og því mætti ekki halda fundinn fyrr en fullljóst væri að hann næði þeim. „Þegar Davíð hélt þennan blaðmannafund var ég ekki búinn að ná undirritun á þessa pappíra,“ sagði Þorsteinn í Kastljós- þættinum. Seinna í þessu títtnefnda viðtali sagði hann svo bljúgur: „Ég get eingöngu sagt við hluthafa í dag: Ég bið ykkur afsökunar vegna þess að stærri mistök hef ég ekki gert lengi.“ Þorsteinn hefur ekki gefið upp hvort hann hyggist sitja áfram sem stjórn- arformaður en í Kastljósinu kvaðst hann hafa hugleitt að segja af sér. stálheiðarlegur þrátt fyrir „gugguna gulu“ Þegar horft er til þess sem fólk sem þekkir Þorstein vel segir um hann má telja líklegt að lýsing hans á atburða- rásinni sé sönn. „Ég hef ekki unnið með betri manni á ævinni,“ segir Ás- geir Guðbjartsson á Ísafirði sem átti Guðbjörgina svokölluðu þar til Sam- herji tók yfir útgerð hennar árið 1996. „Hann er stálheiðarlegur. Það stóð allt sem hann sagði.“ Fleyg eru þó orð Þorsteins „Gugg- an verður áfram gul og gerð út frá Ísa- firði“ þegar Samherji tók yfir Guð- björgina, sem oft var kölluð Guggan. Skömmu seinna var hún hins veg- ar flutt til Akureyrar og var svo mál- uð í öðrum lit en þeim gula sem hún hafði skartað lengi. „Ég sat það lengi í stjórn og útgerð að ég veit að þegar menn eru að reka fyrirtæki eru þeir í því til að reyna að ná inn einhverjum peningum,“ segir Ásgeir. „Það voru því engin særindi í þessu fyrir mig. Ég fékk líka það út úr þessu sem ég hafði hugsað mér í byrjun,“ segir hann. Sagan af þessari fullyrðingu Þor- steins um Gugguna, og því sem svo varð úr í þeim efnum, er ávallt rifj- uð upp þegar menn vilja komi höggi á hann. Samkvæmt heimildum DV tekur það Þorstein mjög sárt í hvert sinn sem það er gert. Þorsteinn hefur hingað til verið harður sjálfstæðismaður. Einhverj- ir muna líkast til eftir því þegar hann lýsti fyrirlitningu sinni á Samfylking- unni fyrir kosningarnar 2003 þeg- ar flokkurinn boðaði fyrningarleið í kvótamálum. Það fór vægast sagt ekki vel í sægreifann og sjálfstæðismann- inn Þorstein. Hvaða áhrif trúnað- arbresturinn á milli hans og Davíðs Oddssonar, sem sumir segja að hafi sett Glitni endanlega á hliðina, hefur á pólitíska afstöðu Þorsteins í fram- tíðinni er erfitt að segja til um. En það hefur nú klárlega borið skugga á þá bláu áru sem umlukið hefur Þorstein alla tíð. flugríkir frændur Þorsteinn er fæddur 7. október árið 1952 á Akureyri og verður því 56 ára næstkomandi þriðjudag. Hann er sonur hjónanna Baldvins Þorvalds Þorsteinssonar, skipstjóra og hafn- arvarðar á Akureyri, og Bjargar Finn- bogadóttur húsmóður. Þorsteinn varð stúdent frá MA 1973, fékk skipstjórn- arréttindi frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík ári seinna og útskrifað- Davíð oddsson seðlabankastjóri og Lárus Welding, forstjóri glitnis Þorsteinn Már efast um hæfi davíðs oddssonar í yfirtöku ríkisins á glitni. Þorsteinn már Baldvinsson Heiðarlegur og skapstór að sögn þeirra sem þekkja hann. „Hann hefur yfirburða- þekkingu í sjávarútvegi og þor til að gera hluti.“ Framhald á næstu síðu NÆRMYND

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.