Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2008, Page 54

Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2008, Page 54
föstudagur 3. október 200854 Helgarblað DV Sakamál „Manson-fjölskyldan“ Charles Manson predikaði blóðuga byltingu og leiddi söfnuð djöfladýrkenda sem myrtu að hans skipun. Hann var óskilgetinn sonur vænd- iskonu og komst ungur að árum í kast við lögin. Þegar Manson var ellefu ára var hann settur í endurhæfingarskóla og eyddi næsta 21 ári á hegningarstofnunum. Þegar hann kom út í frelsið var hann 32 ára, hafði aldrei haft náin kynni við kvenmann og aldrei bragðað bjór. frelsið gerði hann ringlaðan og fyrir tilviljun endaði hann í langferðabifreið sem var á leið til san francisco. borgin átti eftir að verða vettvangur morða sem seint gleymast. Lesið um Manson og „fjölskyldu“ hans í næsta helgarblaði dV.uMsjón: koLbeinn Þorsteinsson kolbeinn@dv.is Þríhyrnda herbergið Læknirinn Marcel Petiot ákvað að notfæra sér óttann sem einkenndi París í síðari heimsstyrjöldinni til að auðgast. Undir því yfirskini að hann væri tengdur frönsku andspyrnuhreyfingunni tókst honum að leiða tugi gyðinga og annarra í dauðann. Hann komst yfir mikil verðmæti, en fékk ekki notið þeirra sökum hrokafullrar ákvörðunar þegar stríðinu í Evrópu var að ljúka. Marcel Petiot vissi ungur að árum hvað hann vildi verða þegar hann yrði stór, í það minnsta lék ekki mikill vafi á hvert hugur hans leitaði. Þeg- ar hann var ungur að árum, í Auxer- re í Frakklandi, varð vart kvalalosta hjá honum sem hann fékk útrás fyr- ir á dýrum og yngri börnum. Á meðan fyrri heimsstyrjöldin stóð yfir vann hann á neyðarmót- töku í Dijon, þar sem hann seldi fíkniefnaneytendum stolið morfín, en síðar starfaði hann á geðsjúkra- hæli þar sem hann nam lækning- ar. Árið 1921 útskrifaðist hann sem læknir og opnaði sína eigin stofu í Villeneuve-sur-Yonne. Petiot hafði læknaeiðinn ekki í hávegum, en rukkaði þá ríku um háar fjárhæð- ir og sinnti þeim fátæku ókeypis og fljótlega var það almannarómur í þorpinu að hjá honum væri hægt að fá fíkniefni eða fóstri eytt. Dularfullt hvarf ungrar, óléttrar ráðskonu hans og undarleg vein frá heimili hans urðu ekki nema rétt til- efni smáslúðurs. En um 1930 var farið að hitna um of undir fótum góða læknisins. Einn sjúklinga hans var drepinn og rændur og grunur féll á Petiot, en ekkert var hægt að sanna. Einn sjúklinga hans þráaðist við að saka lækninn um aðild að morðinu, en hélt, merkilegt nokk, áfram að leita að bót sinna meina hjá honum. Sjúklingurinn dó og Petiot sagði dánarorsökina vera „af eðlilegum orsökum“, en lagði síðan land undir fót og fór til Parísar. skuggaverk í skjóli virðingar Þess var ekki langt að bíða að stofa Petiots í Rue Caumartin yrði ein sú arðbærasta í borginni og hann kom sér upp hópi tryggra sjúklinga, enda ekki vandamál að fá hjá hon- um fíkniefni og fóstureyðingu. Petiot kom sér upp ímynd fyrir- myndarborgara og fjölskylduföður. Hann sótti messur hvern sunnu- dag og sú ímynd forðaði honum frá ákærum vegna fíkniefnabrota og hvarfs konu einnar sem hafði sak- að hann um að bera ábyrgð á því að dóttir hennar hefði orðið fíkniefn- um að bráð. Árið 1940 marseruðu nasistar inn í borgina og Petiot sá sér leik á borði og ákvað að koma sér upp smá hliðargrein sem myndi hvort tveggja í senn færa honum auð og fullnægja kvalalosta hans. Gestapo, leynilögregla Þriðja ríkisins, hafði sömu áhrif í París og annars staðar og borgin varð óttan- um að bráð. Gyðingar hurfu í útrým- ingarbúðir og gasklefa, vinnufærir Frakkar voru sendir í vinnubúðir og þeir sem eftir voru lærðu fljótlega að ekki var vænlegt að halda uppi fyr- irspurnum um afdrif annarra. Að- stæður hentuðu Petiot fullkomlega. Þríhyrnt hebergi með gægjugötum Petiot keypti herragarð sem stóð auður og hófst þegar handa við að breyta honum svo hann hentaði tilganginum. Eitt þess sem útbú- ið var var þríhyrnt, hljóðeinangrað herbergi með gægjugötum. Iðnað- armönnunum sagði Petiot að her- bergið væri ætlað geðsjúklingum. Miðstöðvarofn var settur í kjall- arann og skömmu fyrir jólin 1941 var Petiot ekkert að vanbúnaði. Hann lét þær upplýsingar berast að hann væri í samvinnu við and- spyrnuhreyfinguna og gæti komið þeim sem Gestapo leitaði undan til Spánar eða jafnvel Kúbu. Örvænt- ingarfullt fólk setti sig strax í sam- band við lækninn og var sagt að flóttinn væri kostnaðarsamur, og að það þyrfti bólusetningu til að því yrði hleypt inn í nýtt land. Fólk lét ekkert aftra sér frá að nýta þjónustu Petiots. Það seldi all- ar sínar eigur eða lét honum þær eftir. Hvað á fætur öðru bretti fólk- ið upp ermarnar og fékk hina nauð- synlegu bólusetningu. Síðan sagði Petiot því að hraða sér í þríhyrnda herbergið. Ekkert þeirra kom þaðan lifandi út. Þegar læknirinn var þess fullviss að eitrið hefði virkað dró hann lík fólksins niður í kjallara þar sem hann kalkaði þau og tróð þeim svo inn í brennsluofninn. Að því loknu tók við nosturs- legt bókhald; greiðslur frá hverju og einu fórnarlambanna, skartgripir, loðkápur, gull og silfur. Gestapo grunar góða lækninn Um átján mánaða skeið tókst Marcel Petiot að samræma það að lækna sjúklinga sína í Rue Caum- artin og drepa þá á herragarðin- um. Reyndar fannst eiginkonu hans hann oft vera þreyttari en góðu hófi gegndi. Petiot kom jafnvel vini sín- um, Paul Braumberger lækni, fyr- ir kattarnef. Braumberger var svo ólánsamur að vændiskonan sem hann hafði gert út, hafði verið tek- in traustataki af þýskum hermönn- um og gat því ekki aflað honum fjár til að fullnægja fíkniefnaþörf hans lengur. En 1943 kom snurða á þráð- inn hjá Petiot. Gestapo furðaði sig á hvarfi nokkurra gyðinga sem þeir hugðust taka. Rannsókn leiddi í ljós að allir höfðu haft einhver tengsl við Petiot og leynilögreglan þýska fyllt- ist grun um að Petiot væri jafnvel sá sem hann þóttist vera; samverka- maður frönsku andspyrnuhreyfing- arinnar. Gestapo sendi einn af sín- um mönnum til Petiots undir því yfirskyni að hann yrði að komast af landi brott. Petiot hafði enga ástæðu til að gruna manninn um græsku og fékk hann því sömu meðferð og aðr- ir viðskiptavinir, dauðann. Nasistar tóku Petiot fastan og héldu honum um nokkurra mánaða skeið, en vörn Petiots færði honum frelsið; hann var einungis að gera það sama og nasistar, drepa gyðinga og andstæð- inga nasista. Hvernig sem á því stóð var honum sleppt og hann sneri aft- ur til dauðaverksmiðju sinnar og líkbrennslu. svartur reykur vekur viðbrögð En Marcel Petiot var í vandræð- um. Á meðan hann var í haldi Gest- apo hafði Maurice, bróðir hans, ætlað að heimsækja hann á setrið. Maurice fann ekki Petiot, en komst hins vegar að hryllingnum sem hafði átt sér stað í kjallarum. Vegna tryggðar við bróður sinn og andúðar í garð Þjóðverja ákvað hann þá að þegja yfir vitneskju sinni. En hann hafði séð Petiot fyrir kalkinu, án þess þó að vita til hvers það var notað. Hann var ekki reiðu- búinn til að halda því áfram vegna þess sem hann þá vissi. Kalkið var nauðsynlegt til að brenna líkamsleifarnar án þess að svartur þykkur reykur bærist upp um skorsteininn. Petiot var ekki á því að láta staðar numið þrátt fyr- ir kalkskortinn og ekki leið á löngu þar til nágranni hans hringdi í lög- regluna vegna lífshættulegs reykj- armakkar. Bæði lögregla og slökkvilið mættu á staðinn, en Petiot var ekki heima. Orðsending á hurðinni sagði að hann væri að finna á læknastofu sinni í Rue Caumartin. Lögreglan fór á læknastofuna, en slökkviliðs- mennirnir brutu sér leið inn. Þeir fundu fljótlega brennsluofninn, en það var annað sem skaut þeim skelk í bringu því úti um allt gólf voru sundurlimuð lík; brjóstkassar, fót- leggir og höfuð, allt í einni bendu. Petiot nýtur vafans Líkamsleifar tuttugu og sjö manns fundust í kjallaranum, en Petiot fullyrti að allir hefðu verið samverkamenn nasista, sem hefðu svikið málstað Frakklands og hefðu átt skilið að vera teknir af lífi. Lögreglan var reiðubúin til að leyfa honum að njóta vafans, hún var frönsk og þrátt fyrir að hún væri undir hæl Þjóðverja bar hún þá von í brjósti að bandamenn myndu inn- an tíðar frelsa þá undan oki nasista. Lögreglan yfirgaf vettvanginn án Petiots. En læknirinn vissi að leikur- inn var úti og yfirgaf París og lét lít- ið fyrir sér fara úti á landi. Á þeim tíma sneri einn lögreglumaður aft- ur á vettvang og fann mikil verð- mæti og nákvæmt bókhald Petiots. Í ljós kom að sextíu og þrjár mann- eskjur höfðu endað ævi sína í þrí- hyrnda herberginu, og engin þeirra var svikari við Frakkland. Frásagn- ir af ódæðum Petiots voru í öllum blöðum, en engu að síður kaus Pet- iot ekki að láta sig hverfa í óreiðunni sem einkenndi undanhald Þjóð- verja og sókn bandamanna. Hann hafði áður talað sig út úr erfiðu máli og treysti því að hann gæti gert það enn á ný. Hann hafði samband við dagblaðið Resistance (Andspyrna) og hélt því fram að nasistar hefðu komið á hann sök með því að fylla ofninn af líkum á meðan hann var í varðhaldi þeirra. Síðan gekk hann til liðs við sveitina Frjálsa Frakka undir fölsku nafni. Í fylgd með de Gaulle hershöfðingja Mál Petiots var forgangsmál hjá lögreglunni þegar öldur stríðsins hafði lægt og lögregluna grunaði að hún myndi rekast á hann aft- ur. Og mikið rétt. Þegar de Gaulle hershöfðingi fór fyrir hermönnum sínum í sigurgöngu niður Champs Elysees, hver var það sem var í hópnum nema Marcel Petiot, stolt- ur með bringuna þakta stolnum heiðursmerkjum. Hann hafði látið sér vaxa skegg, en tilraunin til að dyljast var of aug- ljós. Við réttarhöldin hélt hann því fram að hann hefði aðeins drep- ið samverkamenn nasista, en kvið- dómur lét ekki blekkjast, til þess voru sönnunargögn of afgerandi. Að morgni 26. maí 1946 var höf- uð hans skilið frá búknum með fall- öxi. Hann hafði aflað sér mikils auðs með ódæðum sínum, en heimsku- legur hroki varð til þess að hann gat ekki notið síns illa fengna fjár. Þegar læknirinn var þess fullviss að eitr- ið hafði virkað dró hann lík fólksins nið- ur í kjallara þar sem hann kalkaði þau og tróð þeim svo inn í brennsluofninn. Marcel Petiot gat flúið en hélt sig geta talað sig út úr klípunni líkt og áður. Marcel Petiot gat flúið en hélt sig geta talað sig út úr klípunni líkt og áður.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.