Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2008, Page 72

Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2008, Page 72
n Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra fór í frí til Afr- íku á dögunum. Þangað fór hann í safaríferð og hafði alla fjölskyld- una með sér í ferðalagið. Ráð- herrann og fjölskylda hans hafa væntanlega haft nóg að gera því í Keníu er meðal annars að finna ljón, hlébarða, vísunda, flóðhesta og fíla. Heilbrigðisráðherrann skeleggi ætti því að koma fíl- hraustur aft- ur til lands- ins til að takast á við þá kreppu sem skollin er á íslensku þjóðinni. Fílar hann Afríku? Fréttaskot 512 70 70 DV borgar 2.500 krónur fyrir fréttaskot sem leiðir til fréttar. fyrir fréttaskot sem Verður aðalfrétt á forsíðu greiðast 25.000 krónur. fyrir besta fréttaskot Vikunnar greiðast allt að 50.000 krónur. alls eru greiDDar 100.000 krónur fyrir besta fréttaskot hVers mánaðar. Poppkóngurinn Bubbi Morthens fékk eina milljón fyrir að spila öll sín bestu lög á sameiningartónleikum Odda, Gutenbergs og Kassagerðar- innar í gærkvöldi. Blásið var til tón- leikanna af því tilefni að þessi þrjú fornfrægu fyrirtæki hafa nú samein- ast undir merkjum Odda. Ákveðið var að fagna samrunanum með stæl og fá sjálfan Bubba til þess að flytja rjómann af lögum sínum í Kassa- gerðinni en þar hljómuðu slagar- ar á borð við Ísbjarnarblús, Stál og hníf, Hiroshima og Fjöllin hafa vak- að. Ekki aldeilis ónýtt í kreppunni að fá verkalýðsþjóðsöngva á borð við Stál og hníf beint frá kónginum sjálf- um en þrátt fyrir að hart sé í ári voru seðlarnir sem Bubbi fékk fyrir söng- inn víst ekki prentaðir hjá Odda og því síður fluttir til Bubba í kassavís. Bubbi hefur látið hressilega að sér kveða í kreppunni enda er hann aldrei betri en þegar á móti blæs og syrtir í álinn. Þannig hefur hann tal- að opinskátt um hrakfarir sínar á hlutabréfamarkaði og hefur brýnt stjórnvöld til þess að fara nú að gera eitthvað róttækt í efnahagsmálun- um. Í gær lét Bubbi þau boð út ganga að hann ætlaði sér að mótmæla að- gerðaleysi stjórnvalda á Austurvelli í næstu viku. n Næntís-popparinn Haddaway mun heiðra og gleðja Íslendinga með nærveru sinni á NASA í kvöld og fjölmargir aðdáendur hans ætla að leggja leið sína niður í bæ til þess að bera „one hit wonderið“ augum. Einn þessara aðdáenda er vöðvatröllið og hljómborðsleikar- inn Gillzenegger sem heldur varla vatni yfir poppstjörnunni. „Ég á lík- legast eftir að stökkva upp á svið og reyna að slumma hann,“ segir Gillz á bloggi sínu. Kappinn þylur síðan upp ævisögu Haddaways en varla hef- ur nokkurs staðar verið skrifað jafnítarlega um söngvarann og á bloggi Gillz. Hann heldur einnig fram að What is love? sé eitt af þekkt- ustu popplögum í heimi ásamt Hey Jude með Bítlunum og It‘s my life með Dr. Alban. n Haffi Haff er nú kominn í sjöttu vinnuna sína en fyrsti þátturinn af I‘m Haffi á Monitor TV er nú kom- inn á netið. Í þessum fyrsta þætti skellir Haffi sér á lesbíuball á Q- bar og reynir að pikka upp lesbíu. Þættirnir eru í „sketcha“-formi og verða eingöngu tæpar fjórar mínút- ur á lengd. Haffi er svo sannarlega einn mesti vinnuþjarkur landsins en að auki starfar hann sem stílisti á Vikunni, útvarpsmaður á Flass, förðunarmeistari og stílisti hjá MAC auk þess að vera að vinna að sinni fyrstu breiðskífu. Hægt er að horfa á I‘m Haffi á heimasíðu Monitors, mon- itor.is Í KenÍa með villidýrum reynir við lesbÍur Bubbi Morthens fékk milljón fyrir bestu lögin sín í Kassagerðinni: HvalreKi Í Kreppunni Bubbi er alltaf bestur í kreppu og lætur nú heyra í sér víða og tróð til að mynda upp í kassagerðinni í gær fyrir milljón. Ætlar að „slumma“ Haddaway

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.