Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.2012, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.2012, Side 8
Félag Karls gjaldþrota n Gert að greiða upp í skuldir til Arion banka H áttur ehf. verður tekinn til gjaldþrotaskipta til að greiða upp í skuldir til Arion banka. Þetta var niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur í dag, en að auki er fé- laginu gert að greiða 300 þúsund krónur í málskostnað. Háttur ehf. í eigu Karls Wernerssonar. Félaginu var stefnt af Arion banka vegna skuldastöðu þess. Samkvæmt síð- asta birta ársreikningi félagsins, frá árinu 2008, var tap upp á nærri 1.200 milljónir króna. Í árslok 2008 var eigið fé félagsins orðið neikvætt um nærri þúsund milljónir króna. Skuldirnar eru í ársreikningnum sagðar vera við Kaupþing og eru þær í japönskum jenum og sviss- neskum frönkum. Þessi staðreynd skýrir tap félagsins sem rekja má til verðhruns íslensku krónunn- ar í samanburði við þessa gjald- miðla. Félagið átti að greiða nærri 560 milljónir króna af skuldum sínum árið 2009. Háttur hélt utan um hlutabréfaeign Karls Werners- sonar í ýmsum fyrirtækjum, svo sem Hljóðfærahúsinu, Grand Spa og Hrossaræktunarbúinu Feti ehf. Þá á Háttur ehf. fimm fasteignir í Síðumúla auk jarðarinnar Efri- Rauðalækjar við Hellu. Eignir voru metnar á rúmlega 1.700 milljónir króna. Þar af var viðskiptavild fé- lagsins metin á rúmlega 600 millj- ónir króna og fasteignir félags- ins á nærri 850 milljónir króna. Karl Wernersson var stærsti eig- andi eignarhaldsfélagsins Milesto- ne sem meðal annars var einn af stærstu hluthöfunum í Glitni fyrir hrunið 2008. Háttur skuldaði Karli, eða félagi í hans eigu, rúmlega 1.200 milljónir króna árið 2009. 8 Fréttir 13.–15. júlí 2012 Helgarblað R íkisendurskoðun er enn með gámamálið svokallað til skoðunar. DV greindi frá málinu á síðasta ári en það snýst um tugmilljóna króna bætur sem íslenska ríkið hefur greitt hjónunum Skafta Jónssyni og Krist- ínu Þorsteinsdóttur vegna gáms sem utanríkisráðuneytið flutti fyrir þau til Bandaríkjanna en skemmdist á leiðinni. Ríkið flutti gáminn þar sem Skafti er sendiráðsnautur í íslenska sendiráðinu í Washington D.C., höf- uðborg Bandaríkjanna. Í flutningun- um komst sjór inn í gáminn og olli tjóni. Sveinn Arason ríkisendurskoð- andi staðfesti við DV í mars síðast- liðnum að rannsókn á gámamálinu væri vel á veg komið. Samkvæmt upplýsingum frá Ríkisendurskoðun er rannsókninni þó ekki lokið og er ekki séð fyrir endann á henni. Ekki náðist í Svein sjálfan vegna málsins þar sem hann er í sumarfríi. Íslenska ríkið borgaði samtals 74 milljón- ir króna í tjónabætur vegna tjónsins og skoðar Ríkisendurskoðun með- al annars af hverju ríkið tryggði ekki gáminn hjá tryggingafélagi og hvaða reglur gildi um slíka flutninga. Furðar sig á málsmeðferðartímanum „Ég bíð eftir því að fá niður- stöðu,“ segir Vigdís Hauksdótt- ir, þingkona Framsóknarflokks- ins, en hún kom af stað umræðu um gámamálið á Alþingi eftir að greint var frá því. Hún kallaði eftir því að málið yrði rannsak- að af Ríkisendurskoðun en það var stofnunin sjálf sem ákvað að taka málið til umfjöllunar. Vig- dís hefur fylgst með málinu frá því að Alþingi samþykkti auka- fjárveitingu til utanríkisráðu- neytisins til að standa straum af bótagreiðslunni vegna málsins. Hún furðar sig á því hversu lengi málið hefur verið til meðferðar hjá Ríkisendurskoðun. „Þetta er náttúrulega alltof langur málsmeðferðartími sem Ríkis- endurskoðun hefur tekið sér í þetta mál,“ segir Vigdís. Vigdís hefur sjálf spurt ríkisend- urskoðanda um málið þegar hann hefur komið fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd sem hún á sæti í. „Ég hef verið að spyrja hann að því og þá hefur hann talað um að niður- staða muni koma fljótlega,“ segir Vig- dís um viðbrögð Sveins við spurn- ingum sínum. „Sem sýnir að málið er allt hið dularfyllsta.“ Þrískiptar greiðslur Greiðslunum var skipt niður í þrennt. Fyrsta greiðslan var greidd strax 6. júlí 2011 en þá voru fjórar milljónir greiddar til hjónanna frá tryggingafé- laginu sem tryggði lítinn hluta gáms- ins. Þann 16. ágúst sama ár fengu þau svo greiddar fimmtán milljónir króna frá ríkinu og svo 16. nóvember fengu þau 59 milljónir króna til við- bótar frá ríkinu. Tjónið er að mestu tilkomið vegna listaverka sem voru um borð í gámnum en mörg þeirra voru hátt metin af bandaríska fyrir- tækinu Amrestore Inc., sem sá um að meta tjónið á listmunum fyrir ríkið. Í svörum Eimskips við fyrirspurn DV um málið frá því fyrr á árinu kom fram að sjór flæddi inn í tvo aðra gáma í umræddu tilviki. Það varð hins vegar ekkert tjón á farminum í þeim gámum. Gámamálið enn hjá Ríkisendurskoðun n Milljóna bætur frá ríkinu skoðaðar n Langur málsmeðferðartími gagnrýndur „Ég bíð eftir því að fá niðurstöðu Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður skrifar adalsteinn@dv.is Eina sem skemmdist Gámur Skafta og Kristínar var sá eini sem skemmdist í flutningun-um en sjór kom inn í tvo aðra gáma. Bíður Vigdís Hauksdóttir þingkona bíður eftir niður- stöðu rannsóknar Ríkisendur- skoðunar. Mynd SiGtryGGur Ari Kannabisræktun í Háleitishverfi Lögreglan á höfuðborgarsvæð- inu stöðvaði kannabisræktun í íbúð í fjölbýlishúsi í Háaleitis- hverfi eftir hádegi á miðvikudag. Við húsleit á áðurnefndum stað fundust tæplega 50 kannabis- plöntur á ýmsum stigum rækt- unar. Húsráðandi, kona um fer- tugt, viðurkenndi aðild sína að málinu, að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglu. Sem fyrr minnir lögreglan á fíkniefnasímann 800-5005. Í hann má hringja nafnlaust til að koma á framfæri upplýsingum um fíkniefnamál. Fíkniefnasím- inn er samvinnuverkefni lög- reglu og tollyfirvalda og er liður í baráttunni við fíkniefnavand- ann. Skref í rétta átt Neytendasamtökin fagna breytingu á reglugerð þar sem dregið er úr innflutnings- hömlum á landbúnaðarvöru. Nú er ferðamönnum heimilt að flytja til landsins allt að einu kílói af ógerilsneyddum osti og allt að þremur kílóum af hráu kjöti sé það frosið og vottað sem salmonellufrítt. Ekki þarf að greiða aðflutningsgjöld vegna þessa né leggja fram vottorð vegna innflutnings á soðnum kjötvörum eins og áður var. Neytendasamtökin segja þetta skref í rétta átt þótt ekki sé það stórt. Hvetja Neytendasam- tökin stjórnvöld til að ganga lengra og fella niður tolla af innfluttum ostum. „Slíkt væri fyrsta skrefið í átt að aukinni samkeppni á íslenskum búvörumarkaði,“ segir á heimasíðu samtakanna. Gjaldþrota félag Arion banki stefndi félagi Karls sem nú hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.