Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.2012, Page 13

Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.2012, Page 13
Fréttir 13Helgarblað 13.–15. júlí 2012 Brjálaðar útrásir n Ætluðu að byggja borg á Indlandi n Framleiða átti 20 þúsund tonn af lakkrís í Kína n Íslenska vatnið í ítrekaðri útrás Wernersbræður keyptu sig inn í gríðarmikið fast- eignaverkefni árið 2006 í Makaó í Suðaustur-Asíu fyrir um sjö milljarða króna. Með því að nýta viðskiptasnilldina stóð til að græða milljarða með tiltölulega lítilli fyrirhöfn. Ætlunin var að reisa turn með lúxusíbúðum í hjarta Makaó, eiga hann í nokkur ár og selja svo á uppsprengdu verði. Eignarhaldsfélagið Vafn- ingur keypti verkefnið árið 2008 og þar átti Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðis- flokksins, hlut að máli eins og frægt er orðið. Turn Vafnings var eitt af sjö há- hýsum sem hýsa áttu ungt og ríkt fólk á framabraut. Um var að ræða rúmlega 40 hæða turn með 68 lúxusíbúðum. Íbúar turnsins áttu að hafa aðgang að fimm hæða hárri íþrótta- og tómstundamið- stöð með 50 metra sund- laug, heilsulind, fullkomnum líkamsræktarsal og ýmsum íþróttaleikvöllum. Íbúðirnar voru sömuleið- is auglýstar með stórfenglegu 180 gráðu útsýni. Í heildina var turninn 16.500 fermetrar. En draumurinn um milljarðana snerist upp í martröð. Þegar upp var staðið þurftu íslenskir skattgreiðendur að taka á sig milljarðatap. Sjó- vá tapaði um þremur milljörðum á viðskiptum sínum með Vafningi og skömmu síðar lagði ís- lenska ríkið tólf milljarða inn í Sjóvá til að bjarga fyrirtækinu frá þroti. Samkvæmt grófum reikn- ingum má því segja að hver Íslendingur hafi greitt að meðaltali tíu þúsund krónur út af tapi Vafnings í Makaó. Wernersbræður áttu Sjóvá í gegn- um Milestone og Sjóvá átti rúm- lega helming í Vafningi. Eigend- ur N1 eignuðust svo stóran hlut í Vafningi. Makaó, Suðaustur-Asía – 2006 One Central-turnaþyrpingin Vafningur, Milestone, Sjóvá, N1 Ævintýri í Makaó Glæsihýsi Vafnings var eitt af þessum sjö. Rúmlega 40 hæða lúxus- turninn kostaði skattgreiðend- ur milljarða. Turninn er þó ekki lengur í eigu Vafnings. Hvatvís Samkvæmt grófum reikningum þurfti hver Íslendingur að greiða um tíu þúsund krónur vegna útrásarverkefnis Vafnings í Makaó. Á tíunda áratugnum ætluðu Íslendingar sér stóra hluti í lakkrísframleiðslu. Reisa átti risa- vaxna lakkrísverksmiðju í Kína sem framleiða átti 20 þúsund tonn af lakkrís á ári. Ætlunin var að vinna markaði í Bandaríkjunum og Kína. Á sínum tíma fjallaði Helgarpósturinn um málið. Þar kemur fram að vinningsuppskriftin hafi að mati eigendanna verið hinn séríslenska lakk- rísuppskrift „sem vegna landfræðilegrar einangrunar innihélt ennþá upphafleg bragðgæði á meðan lakkrís erlendis var orðinn útvatnaður.“ Þetta kemur fram í umfjöllun Helgarpóstsins um endalok lakkrísdraumanna. Þar kemur einnig fram að kín- verskir starfsmenn verksmiðjunnar hafi átt inni verulegar launakröfur vegna málsins. Kína og Bandaríkin – 1990 Lakkrísútrásin Guðmundur Viðar Friðriksson og Stefán Jóhannsson Sótti verksmiðjuna heim Halldór Blöndal, þáverandi sam- gönguráðherra, lét sig ekki vanta og heimsótti lakkrísverksmiðjuna. Fallegt í Kína Árni Johnsen, þingmaður Sjálfstæð- isflokksins, fór til Kína og var viðstaddur opnun verk- smiðjunnar og skrifaði svo um ævintýrið í Morgunblaðið. London, England – 1965 Iceland Food Center Íslenska ríkið og Sambandið Íslendingar eru gríðarlega umsvifa- miklir í veiðum við strendur Afríku en fyrirtækin Samherji, Úthafsskip, Sjólaskip, Sæblóm og Blue Wave hafa verið nefnd í því samhengi. DV fjallaði fyrr á árinu ítarlega um Afríkuveiðar íslenskra útgerða sem meðal annars eru fjármagnaðar af íslenskum lífeyrissjóðum. Afríku- veiðarnar geta varla fallist undir fjárhagslega óhagkvæma útrás en tekjur Samherja af veiðunum eru milli 30 til 40 prósent af tekjum samsteypunnar. Þó hefur siðferði veiðanna verið dregið í efa. Hagn- aðurinn af veiðum Íslendinga við strendur Vestur-Afríku verður hins vegar ekki eftir í þeim löndum sem veiðarnar fara fram í nema að litlu leyti. Greiddi eru veiðigjöld til land- anna, annaðhvort frá Evrópusam- bandinu eða beint frá útgerðun- um, en þau eru lág miðað við þær tekjur sem útgerðirnar geta haft upp úr veiðunum. Til að mynda hefur Evrópusambandið greitt ríkisstjórn Marokkó um 36 milljónir evra fyrir veiðiréttindi fyrir um 120 skip úti fyrir ströndum landsins en bara tekjur Samherja af Afríkuveiðun- um við Marokkó, Vestur-Sahara og Mári taníu nema um 140 milljónum evra. Líkt og Ólafur Ragnar nefndi í tilfelli þorskastríðanna er það því „erlendur togarafloti“ sem drottnar á heimamiðum þessara Afríkuþjóða og hirðir arðinn af þeim. Vestur-Sahara, Marokkó, Máritanía, Namibía og Senegal Afríkuveiðar Samherji, Úthafsskip, Sjólaskip, Sæblómið og Blue Wave Moka upp fiski Verksmiðjutogararnir sem Íslendingar nota við strendur Vestur-Afríku eru mikil ferlíki og geta tekið á milli tvö og þrjú þúsund tonn af frystum fiski í lestar sínar. Stærstir Samherji er með langstærstu íslensku útgerðina við strendur Vestur-Afríku. Þorsteinn Már Baldvinsson er forstjóri Samherja. Blanda sem gekk ekki upp Helgarpósturinn fjallaði um lakkrís ævintýrið sem endaði i ítarlegri fréttaskýringu árið 1995.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.