Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.2012, Page 16
Þetta vilja nýju flokkarnir
16 Fréttir 13.–15. júlí 2012 Helgarblað
n Fjöldi nýrra framboða mun bjóða fram í næstu Alþingiskosningum n DV sendi nokkrar spurningar á forsvarsmenn nýju flokkanna
Þ
ann 27. maí árið 2013 kýs
íslenska þjóðin nýtt Al-
þingi. Þótt enn sé tæpt
ár í kosningar og úti sé
stillt blíðskaparveður
blása vindar breytinga kröftug-
lega úti um allt land. Traust á Al-
þingi er í sögulegu lágmarki og
fylgi stjórnar flokkanna tveggja
hefur verið í frjálsu falli síðan þeir
mynduðu saman ríkisstjórn árið
2009. Spurningin er ekki hvort
þjóðin vilji breytingar heldur í
hvaða formi þær verða. Í stöðunni
eru tveir kostir. Annars vegar að
veita þeim, sem bylt var úr valda-
stóli með búsáhöldum, vald sitt á
ný; Framsóknarflokknum og Sjálf-
stæðisflokknum. Sú hugmynd
virðist falla landsmönnum vel í
geð, ef marka má nýjustu skoð-
anakannanir. Hins vegar stend-
ur þjóðinni til boða nýr valkostur,
róttækari valkostur. Átta nýir flokk-
ar hafa boðað þátttöku sína í vænt-
anlegri kosningabaráttu. Þeir eru
jafn fjölbreyttir og þeir eru margir.
En fyrir hvað standa þeir? DV leit-
aði til forsvarsmanna flokkanna og
sendi þeim nokkrar spurningar.
Svörin má sjá hér að neðan.
Spurningar
1 Hvar staðsetjið þið ykkur á hinum pólitíska
skala (hægri/vinstri)?
2 Hvað aðgreinir ykkur frá:
a. Þeim flokkum sem sæti eiga á
Alþingi?
b. Hinum nýju framboðunum?
3 Á Ísland að ganga í Evrópusambandið?
4 Hvers vegna á fólk að kjósa ykkur?
Guðmundur Franklín
Jónsson Vill afnema tolla.
1 Hægri grænir, flokkur fólksins (HG) er til hægri við XD ( ef XD er 6 á skal
anum 1 til 10 eru HG 7,5). Hægri grænir er
raunsæisflokkur og leggur áherslu á sjálf
bærni og að njóta náttúrunnar án þess að
ganga á möguleika komandi kynslóða til
hins sama.
2 a. Munurinn á HG og fjórflokknum (X4) er: HG vill beint lýðræði og hafa
tvær þjóðaratkvæðagreiðslur á ári með níu
spurningum í hvert skipti um umdeild mál
efni og leggja síðan niðurstöðurnar fyrir
Alþingi.
b. HG heldur uppi vörnum fyrir markaðshag
kerfið, eignarétt, trausta peningaútgáfu,
friðsöm milliríkjaviðskipti, lága skatta og
sem minnst ríkisafskipti.
3 HG er alfarið á móti inngöngu Íslands í ESB. Aðlögunarferlinu að ESB verður
umsvifalaust að hætta, draga umsóknina til
baka og framhaldið eingöngu eftir bindandi
þjóðaratkvæðagreiðslu.
4 Ef þú vilt leiðréttingu á verðtryggðum húsnæðislánum, afnám tolla,
vörugjalda og 30% lækkun á eldsneytis
verði þá kýstu Hægri græna.
Hægri grænir
1 Utan fjórflokksins.
2 a. Við ætlum að stjórna hagsmunaaðilum en ekki vera undir þeirra
stjórn.
Við ætlum að innleiða frelsi með ábyrgð.
Við ætlum að verja almenning gegn
viðskiptasjúski.
Við ætlum að stunda stjórnmál sem þola
dagsljós.
Við ætlum að halda öllu landinu í byggð.
b. Við höfum ekki enn náð fullum kjör
þokka.
3 Sé það vilji þjóðarinnar í þjóðaratkvæðagreiðslu, annars ekki.
4 Það byrjar á að horfa í spegil, spyr: Vil ég búa í svona samfélagi?
Sé svarið ekki afdráttarlaust JÁ, ætti það
að íhuga DÖGUN sem valkost í næstu kosn
ingum.
1 Lýðfrelsisflokkurinn er hófsamur borgaralegur flokkur á hægri væng
íslenskra stjórnmála. Okkar fyrirmyndir eru
borgaraflokkarnir/hægriflokkarnir á hinum
Norðurlöndunum og í Þýskalandi.
2 a. Sjálfstæðisflokkurinn hefur á síðustu tveimur áratugum flutt áhersl
ur sínar meira og meira í átt að áherslum
í bandarískum stjórnmálum. Margar þær
áherslur eru okkur ekki að skapi. Lýðfrelsis
flokkurinn aðhyllist frelsi einstaklingsins
og trúir á mátt einkaframtaksins eins og
felst í nafni flokksins. Að því leyti eigum við
ekki samleið með miðju/vinstriflokkum eins
Samfylkingunni og Framsókn.
b. Flest nýju framboðanna eru leidd af fólki
sem kemur af vinstri væng stjórnmálanna.
Við eigum takmarkaða samleið með því
fólki. Muninn á Hægri grænum og Sjálf
stæðisflokknum þekkjum við ekki.
3 Ef horft er til hagsmuna launafólks en ekki bara hagsmuna LÍÚ
og ef aðildarsamningurinn stendur undir
væntingum þá teljum við að hagsmunum
launafólks sé best borgið með því að Ísland,
eins og önnur frjáls ríki Evrópu, taki fullan
þátt í efnahagsamstarfi Evrópu og hér verði
tekin upp evra innan 5 til 10 ára.
4 Kynnt þú þér heimasíðuna okkar, lydfrelsisflokkurinn.net. Þá sérð þú
að með því að kjósa Lýðfrelsisflokkinn þá
ert þú að kjósa nýja tíma inn í íslenskt sam
félag því Lýðfrelsisflokkurinn mun standa
fyrir breytingum og uppbyggingu.
Dögun
Lýður Árnason
Vill að fólk líti í
spegil.
Guðbjörn Guðbjörns-
son Vill taka upp evru.Lýðfrelsisflokkurinn
Baldur Eiríksson
blaðamaður skrifar baldure@dv.is