Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.2012, Síða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.2012, Síða 37
Afþreying 37Helgarblað 13.–15. júlí 2012 Sakamál 30 manns lágu í valnum í Bogotá þann 4. desember 1986 í kjölfar morðæðis sem hafði runnið á uppgjafahermanninn Campo Elías Delgado. Fyrstu fórnarlömbin voru stúlka sem var nemandi hans og móðir hennar. Síðan stakk hann eigin móður til bana og myrti 6 manns í sama húsi. Þá fór hans á veitingastaðinn Pozzetto þar sem hann fékk sér ríkulega máltíð. Síðan lét hann kúlum rigna yfir gesti á veitingastaðnum og myrti þar 20 manns og einum betur. Málalyktir urðu þær að hann féll fyrir kúlum lögreglunnar.U m s j ó n : K o l b e i n n Þ o r s t e i n s s o n k o l b e i n n @ d v . i s R ifrildi Woo Bum-kon, suður-kóresks lögreglumanns, og kærustu hans, Chun Mal-soon, síðdegis 26. apríl, 1982, átti eftir að hafa afdrifaríkar afleiðingar – og banvænar. Tilefni rifrild- isins var ekki merkilegt og óhætt að segja að Woo hafi gert úlfalda úr mýflugu – nán- ast í orðsins fyllstu merkingu – því Chun hafði vakið hann með því að slá til flugu sem var á bringu hans. Í bræði rauk Woo á dyr, tilkynnti sig kláran til vinnu á lögreglustöð sinni, klukkan fjögur síðdegis, og settist þar að mikilli drykkju. Þegar hann kom heim klukkan hálf átta um kvöldið lét hann hendur skipta, gekk í skrokk á kærustu sinni og braut allt og bramlaði. Síðan lá leið hans í vopnabúr lögreglunnar þar sem honum tókst fyrir slembilukku að komast yfir nokkuð magn vopna og skotfæra. Um klukkan hálf tíu um kvöldið hófst blóðbaðið þegar Woo hóf skothríð á gang- andi vegfarendur á markaðstorgi í þorp- inu Torongni. Kærasta hans særðist í skot- hríðinni, en hún hafði heyrt skothríðina og ákveðið að kanna hverju sætti. Næsti áfangastaður Woo var pósthús nágrannaþorpsins Kungryu þar sem hann skaut til bana þrjá starfsmenn og skar á símaleiðslur. Síðan fór Woo þorp úr þorpi og nýtti sér að hann var í einkennisbún- ingi lögreglunnar. Þannig komst hann inn á heimili fólks þar sem hann skaut það miskunnarlaust til bana. Með þessum hætti tókst Woo að myrða átján manns í Ungye og 24 í Pyongchon. Í einu þorpanna skipaði hann sextán ára dreng að færa sér gosdrykk úr verslun í grenndinni. Eftir að hafa fengið drykkinn skaut hann drenginn og alla fjölskyldu hans. Flest fórnarlamba Woo féllu fyrir byssu kúlum en í einu tilviki myrti hann heila fjölskyldu með handsprengju. Þrátt fyrir að lögreglu hefði borist vit- neskja um ódæðisverkin strax í upphafi tókst Woo að halda uppteknum hætti í átta tíma. Árla morguns 27. apríl eftir að hafa gengið berserksgang í fimm þorpum festi Woo tvær síðustu handsprengjurnar við sig. Hann faldi sig á bóndabýli þar sem hann hélt öldruðum bónda og fjölskyldu hans föngnum. Þegar lögreglan nálgað- ist bæinn sprengdi Woo sjálfan sig og fjöl- skylduna í loft upp, en bóndinn sjálfur slapp með skrekkinn, illa særður. Alls féllu 57 fyrir hendi Woo og 35 særðust. Á dauðadeild Texas í Bandaríkjunum dvelur um þessar mundir kona nokkur sem hefur ríkis- borgararétt í hvort tveggja Bandaríkjunum og Bretlandi. Um- rædd kona, Linda Anita Carty, var sakfelld og dæmd til dauða í febrúar 2002 fyrir mannrán og morð á konu á þrítugsaldri, Joönu Rodriques. Talið var að tilgangur Lindu hafi verið að ræna nýfædd- um syni Joönu. Sjálf segist Linda hafa ver- ið fórnarlamb eiturlyfjasala sem hugsuðu henni þegjandi þörfina því hún hefði verið uppljóstrari. Linda hefur áfrýjað dauðadómn- um en ekki haft erindi sem erfiði og er nú svo komið að áfrýjunar- möguleikar hennar eru uppurnir. Ef fer sem horfir gæti Linda orðið fyrsta breska konan sem tekin er af lífi í Bandaríkjunum síðan 1955 er Ruth Ellis var tekin af lífi, en það er önnur saga. Einnig yrði Linda fyrsta breska blökkukonan sem tekin væri af lífi í meira en eina öld – en það er einnig önnur saga. Villti á sér heimildir Linda fæddist á St. Kitts 1958 og er breskur ríkisborgari því á þeim tíma laut eyjan breskum yfirráð- um. Hún flutti til Bandaríkjanna árið 1982 og fékk bandarískan rík- isborgararétt. Árið 1992 var Linda sakfelld fyrir bílþjófnað og fyrir að þykjast vera starfsmaður bandarísku al- ríkislögreglunnar FBI. Linda fékk tíu ára skilorðs- bundinn dóm gegn því að ger- ast uppljóstrari fyrir fíkniefna- deildina. Sem uppljóstrari kom hún upplýsingum á framfæri sem leiddu til handtöku í tveimur mál- um. En uppljóstraraferill Lindu rann sitt skeið þegar hún var sjálf handtekin vegna fíkniefna. Sjálf hélt Linda því fram að hún hefði verið ráðin af vini sín- um hjá lögreglunni í Houston og að vinna hennar hafi leitt til þess að fjöldi fíkniefnasala hafi verið handtekinn og hald lagt á fíkni- efni að andvirði þúsunda Banda- ríkjadala. Þóttist vera þunguð Samkvæmt málskjölum réð- ust Linda og þrír vitorðsmenn hennar, Gerald Anderson, Chris Robinson, og Carlos Williams, inn á heimili Lindu þann 16. maí 2001. Höfðu fjórmenningarnir hana á brott með sér og þriggja daga gamlan son hennar, en tveir aðrir sem voru á heimilinu voru keflaðir og skildir eftir. Linda var kefluð með einangr- unarlímbandi auk þess sem plast- poki var settur um höfuð hennar og festur um háls hennar. Henni var síðan fleygt í farangursrými bifreiðar þar sem hún kafnaði. Grunsemdir lögreglunnar í garð Lindu vöknuðu þegar í ljós kom að hún hafði ítrekað fullyrt að hún myndi brátt eignast barn – en ekkert benti til þungunar. Nágranni sem lögregla talaði við sagðist hafa setið í bíl með Lindu og rekið augun í barnabílstól. Linda hafði fullyrt að hún væri barnshafandi, en bar þess engin merki, að mati nágrannans. Í kjölfarið hafði lögreglan sam- band við Lindu og bað hana að koma á lögreglustöðina í smá spjall. Í viðtalinu fullyrti Linda að bæði bifreið hennar og dóttur hennar kynnu að hafa verið nýttar í glæpsamlegum tilgangi og vísaði lögreglunni á báðar bifreiðirnar. Í annarri var barn – á lífi – en í hinni var kvenmaður í skottinu – látinn. Fingraför Lindu var að finna út um allt í báðum farartækjunum auk ýmiss dóts sem tengist hvítvoð- ungnum. Sönnunargögn Við réttarhöldin kom ýmislegt í ljós, meðal annars það að Linda og eiginmaður hennar höfðu skil- ið að borði og sæng snemma í maí 2001 og þá hafði Linda tilkynnt honum að hún bæri barn hans undir belti. Daginn fyrir morðið, 15 maí, hafði Linda upplýst ná- granna sinn um að hún ætti að fæða daginn eftir, en ekkert við líkamsástand Lindu benti til þess. Slíkt hið sama hafði hún sagt við eiginmann sinn. Reyndar hafði Linda sagt kunn- ingjakonu sinni, þann 15. maí, að hún væri búin að eiga. Eiginmaður Joönu bar að þegar ráðist var inn á heimili þeirra hjónanna hefði einn inn- rásarmannanna svarað farsíma sínum og sagt: „Við erum komn- ir inn. Viltu það?“ Síðan hefði hann kallað að „hún“ væri fyrir utan. Síðan hurfu þeir á brott með barnið með sér. Móðir Lindu sagði að dóttir sín hefði aldrei minnst á að hún væri barnshafandi og hefði aldrei litið út fyrir að vera það heldur. Að auki kom vitnisburð- ur Söruh nokkurrar Hernandez, sem hafði kynnst Lindu í fangelsi Lindu ekki vel. Linda hafði beðið Söruh að skrifa fyrir sig bréf, því hún vildi ekki að rithöndin þekkt- ist. Bréfið átti að vera frá ein- hverjum Óskari og staðfesta að „Chris“ og „Zeb“ hyggðust koma Lindu í klípu. Þeir hefðu tekið bif- reið Lindu traustataki og komið barninu fyrir í henni. Linda Carty var sakfelld fyr- ir morð þann 16. febrúar, 2002, og dæmd til lífláts með banvænni sprautu. n Linda gekk langt til að eignast barn n Það kostaði eina konu lífið missti vitið Gerði úlfalda úr mýflugu Bíræfið Barnsrán „Bréfið átti að vera frá ein- hverjum Óskari og staðfesta að „Chris“ og „Zeb“ hygðust koma Lindu í klípu. Linda Carty Bíður örlaga sinna á dauðadeild í Texas.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.