Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.2012, Qupperneq 54

Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.2012, Qupperneq 54
Erla og Björk fá góðar kveðjur n „Hvað ætlarðu að kaupa fyrir peninginn sem frúin í Strasbourg gaf þér?“ M jömikið [sic] til hamingju! P.S. Hvað ætlarðu að kaupa fyrir peninginn sem frú- in í Strasbourg gaf þér?“ skrifaði Sigrún Ósk Kristjánsdóttir, stjórnandi Ísland í dag, á vegg Erlu Hlynsdóttur, fréttakonu á Stöð 2. Til- efni kveðjunnar var mikill sigur Erlu og Bjarkar Eiðsdóttur, ritstýru Séð og heyrt, fyrir Mannréttindadóm- stól Evrópu þar sem íslenska ríkið var dæmt til að greiða þeim samtals um tíu milljónir króna í skaðabæt- ur vegna dóma Hæstaréttar þar sem þær voru dæmdar fyrir meið- yrði vegna ummæla sem þær höfðu beint eftir viðmælendum sínum í blaðaviðtölum. Skírskotar Sigrún með kveðjunni skemmtilega til leiks- ins frúin í Hamborg þar sem þátt- takendur eru spurðir hvað þeir ætli að kaupa fyrir peninginn sem frúin í Hamborg gaf þeim en svörin mega ekki innihalda ákveðin orð. Mann- réttindadómstólinn er staðsettur í Strassborg svo spurning Sigrúnar gæti ekki hafa verið meira viðeig- andi. Erla svaraði henni um hæl og sagði að peningurinn færi að mestu leyti í lögfræðikostnað. Fjölmargir aðrir hafa skilið eftir skemmtilegar kveðjur á Facebook- síðum þeirra Erlu og Bjarkar, en Tobba Marinós skrifaði stöðuupp- færslu á síðuna sína þar sem hún vís- aði til Bjarkar: „tók utan um hetjuna sína Björk Eiðsdóttur og sagði klökk: ég sagði það alltaf – þú ert hrönn og sein!“ Ekki virtust allir skilja hvað „hrönn og sein“ átti að þýða en Björk útskýrði það: „„Sönn og hrein“ Tobba style!“ 54 Fólk 13.–15. júlí 2012 Helgarblað Sigur Erla og Björk unnu stórsigur fyrir Mannréttindadómstól Evrópu í vikunni. Vill ekki Svein Andra aftur „Nei, það er ekki að fara að gerast,“ segir Kristrún Ösp Barkardóttir í viðtali í Barnablaðinu, aukablaði Vikunnar, aðspurð hvort hana langi ekki til að byrja aftur með Sveini Andra Sveinssyni, barnsföður sín- um. Hún segir þau þó vera sátt og ágætisvini í dag þrátt fyrir að hún hafi farið hörðum orðum um hann í viðtali í Vikunni í fyrra. Að sögn Kristrúnar náðu þau að vinna úr sínum málum, en hún áttaði sig á því að það væri ekki gott ef þau væru ósátt ef hann væri barnsfaðir hennar, sem kom svo á daginn. Í viðtalinu í Barnablaðinu viðurkennir Kristrún að hún beri tilfinningar til ákveðins manns en hafi þó nóg annað að gera þessa dagana en að sinna ástarlífinu. Hún sé ekki á neinni hraðferð og vilji ekki flana að neinu. Fær sér ís annan hvern dag Knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson, sem nýlega skrifaði undir samning við knattspyrnu- liðið Tottenham, fer í ísbúðina annan hvern dag þegar hann er staddur á Íslandi. Þetta viður- kennir hann í viðtali í Monitor. „Ég er ekki enn kominn með reikn- ing en ég ætti kannski að fara að redda því,“ sagði knattspyrnumað- urinn. Hann er þó ekki það mikill egóisti, að eigin sögn, að hann láti loka ísbúðinni og þrífa hana fyrir sig áður en hann mætir og fær sér einn með dýfu – líkt og sagt var í gríni að Tom Cruise hefði gert í Ís- búð Garðabæjar á dögunum. Hafa aldrei spilað Lykke Li Hallfríður Þóra Tryggvadóttir skrifaði á dögunum pistil í Frétta- blaðið sem hún lét heita „Lykke Li lætur mig „hvíla eyrun““ og þar er hún með ádeilu á útvarpsstöðv- arnar sem hún segir að ofspili vin- sæl lög. Jafnframt segir hún frá því að útvarpsstöðin X-ið sé að ofspila lag Lykke Li, I Follow Rivers, og segist hún jafnvel stundum þurfa að leggja bílnum sínum úti í kanti og gráta. Máni Pétursson og félagar hans á X-inu voru síður en svo sátt- ir við þessa staðhæfingu hennar og segja að nefnt lag hafi aldrei verið spilað á X-inu og settu færslu þar að lútandi inn á Facebook-síðu stöðvarinnar á fimmtudag. Fitnessdrottning á frystitogara Þ etta er mjög erfitt en ótrúlega skemmtilegt,“ segir fitness- drottningin Kristrún Svein- björnsdóttir en hún er háseti á Baldvini Njálssyni GK 400. Kristrún er Íslandsmeistari unglinga í fitness en þessi 19 ára Borgfirðingur veigrar sér ekki við að slá úr 30 kílóa frystipönnum um borð. Hún er eina konan í 25 manna skipshöfn en segir strákana um borð taka sér vel. „Þeir taka mér æðislega vel, strák- arnir um borð. Þeir eru mjög ljúfir við mig. Hlógu reyndar aðeins að mér þegar þeir sáu mig fyrst upp á dekki en svo bara sýndi ég þeim hvað ég gat. Þannig að þeir eru bara ánægðir með mig. En hlífa mér ekki neitt, sem er mjög fínt.“ Kristrún segir það ekki skemma að vera í formi í há- setastarfinu. „Nei, það skemmir sko ekki. Þetta er mjög erfitt og það tekur á að vera að meðhöndla pönnur sem eru flestar í kringum 30 kíló,“ en þetta er í fyrsta skipti sem Kristrún er til sjós. Hún hélt í sinn annan túr í gær, fimmtudag. Kristrún stefnir á að keppa í fit- ness í haust og þarf hún því að passa matarræðið til að halda línunum í lagi. „Það er svolítið erfitt að passa matarræðið mikið um borð. Ég verð bara að borða það sem er í matinn hverju sinni. En ég borða reyndar aldrei máltíðina eftir vakt, áður en ég fer að sofa. Þá fæ ég mér bara minn prótínsjeik,“ segir Kristrún sem vinn- ur á átta tíma vöktum um borð og því ýmist 8 eða 16 tíma á sólarhring. Kristrún hefur náð glæsilegum árangri í fitness þrátt fyrir að hafa að- eins stundað sportið í tæpt ár. „Ég keppti á mínu fyrsta móti í nóvem- ber í fyrra, þá í módel-fitness. Ég lenti þar í öðru sæti og keppti svo úti á Arnold Classic í Bandaríkjunum og lenti þar í fimmta sæti,“ en Arnold Classic er eitt stærsta vaxtarræktar- og fitnessmót heims. „Ég ákvað svo þegar ég kom heim að breyta í fit- ness,“ en þar er lögð áhersla á meiri vöðvamassa og „skurð“ eins og það er kallað. Sú breyting heppnaðist heldur betur því Kristrún varð Ís- landsmeistari unglinga í greininni.“ Þó að Kristrún sé einungis nýbyrj- uð að stunda fitness hefur hún alltaf hreyft sig mikið og verið í góðu formi. „Ég var í samkvæmisdansi í átta ár áður en ég fór að lyfta,“ en hún segir það án efa hafa hjálpað sér að ná ár- angri. Kristrún stefnir á að keppa á bikar- mótinu í fitness í nóvember en hún íhugar einnig að fara aftur á Arnold Classic. „Það er ekki ákveðið en ég er að spá í að fara á Arnold Classic á Spáni í september,“ segir þessi harð- duglegi sjómaður að lokum. asgeir@dv.is n Kristrún er Íslandsmeistari í Fitness n „Strákarnir mjög ljúfir við mig“ Kristrún Sveinbjörnsdóttir Togarajaxl og Íslandsmeistari unglinga í fitness. Frábær árangur Kristrún hefur bara stundað fitness í tæpt ár.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.