Fréttablaðið - 03.12.2014, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 03.12.2014, Blaðsíða 1
UMHVERFISMÁL Úttekt Landgræðsl- unnar á gróðurfari sýnir að ráðast verði í að græða upp eina millj- ón hektara lands. Um 500 þúsund hektarar eru svo illa farnir að mjög brýnt er að ráðast í aðgerðir. „Umræðan um að stöðva jarð- vegseyðinguna og að græða upp örfoka land hvarf í virkjanadeilurn- ar,“ segir Sveinn Runólfsson land- græðslustjóri, um hverju sæti að eitt stærsta umhverfismál þjóðar- innar hafi nær horfið úr þjóðfélags- umræðunni. Hann staðfestir að á síðasta áratug hafi tekist að halda í horfinu – en það sé frekar hag- stæðum veðurskilyrðum að þakka en mannanna verkum. Ákveðið hefur verið að hefja vinnu við frumvarp að nýjum lögum um landgræðslu. Núgildandi lög voru staðfest í apríl 1965. Sveinn bindur miklar vonir við yfirlýst áform ráðherra um aðgerðir í lofts- lagsmálum og að binda kolefni með landgræðslu og skógrækt. Aðgerð- irnar eru í samræmi við stjórnar- sáttmála ríkisstjórnarinnar Árlega er unnið að landgræðslu á um 12.500 hekturum lands og er þá allt talið. „Við höfum sagt að í þessu góða tíðarfari þá séum við með vinninginn á móti eyðingaröfl- unum. Það þarf hins vegar ekki að kólna mikið aftur til þess að sú staða snúist við,“ segir Sveinn. Umtalsvert eða alvarlegt jarð- vegsrof er metið á 40 prósentum landsins, eða 52 prósentum lands- ins þegar hæstu fjöll, jöklar, ár og vötn eru undanskilin. Þessi staða sé óbreytt frá þeim tíma. Samkvæmt gögnum Nytjalands, gagnagrunns Landbúnaðarháskól- ans, má áætla að umfang þessarar landhnignunar gæti verið meira en 30.000 ferkílómetrar, sem þýðir að um 30 prósent landsins eru fokin á haf út – óbætt að mestu. - shá / sjá síðu 12 MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* *Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup apríl-júní 2014 Miðvikudagur 16 P akkar og töskur með Meguiar’s-bóni og -hreinsivörum frá Málningarvörum eru vinsælar jólagjafir til bíleigenda sem vilja sjá bílinn sinn skínandi fínan. Kristján Þór Karlsson, sölumaður hjá Málningarvörum, segir marga koma til þeirra fyrir hver jól og kaupa pakka enda er um sérlega heppilegar og gagnlegar gjafir að ræða. „Við höfum selt sérstaklega mikið af stóru og veglegu töskunum okkar en þær innihalda flest þessi helstu efni sem bílaáhugamenn þurfa að eiga. Í töskunni eru sápa, bón, felguhreinsir, mælaborðshreinsir dekkj ljáh k helstu hreinsivörur fyrir bíla, bæði að innan sem utan. Viðskiptavinir njóta líka góðs af því að ræða við fagmenn sem hafa svör við öllum spurningum um hreinsun og viðhald bílsins. Hjá Málningarvör- um vinnur hópur reyndra manna sem hafa starfað lengi í þessum bransa og viðskiptavinir okkar eru í góðum höndum.“ Málningarvörur eru í Lágmúla 9 í Reykjavík sem er bakhúsið hjá Nova. Verslunin er opin i k daga milli kl 8 MEGUIAR’S BÓNTASKA Í JÓLAPAKKANNMÁLNINGARVÖRUR KYNNA Meguiar’s-bón og -bílahreinsivörur í veglegum töskum og pökkum eru skemmtilegar jólagjafir fyrir bílaáhugamenn. UNDRAEFNI Meguiar’s pakkarnir innihalda undraefni sem geta t.d. látið felgurnar líta út sem nýjar eða afmáð erfiðustu óhreinindin. VINSÆLAR GJAFIR Kristján Þór Karlsson sölumaður með bóntöskur og tvö af mörgum góðum Meguiar’s hreinsiefnum sem fylla töskurnar. MYNDIR/GVA ÍSLAND – ALLT ÁRIÐRíkisstjórn Íslands veitir á næstu tveim árum allt að 200 milljónir króna á ári til markaðsverkefnisins Ísland – allt árið. Verkefnið er markaðs- og kynningarverkefni fyrir Ísland og íslenska ferðaþjónustu á erlendum mörkuðum. Þeir sem vilja taka þátt í verkefninu geta sent póst á island alltarid@islandsstofa.is fyrir 15. desember. Ice scraping is a thing of the past! With a Webasto parking heater. Enjoy the comfort and safety provided with a parking heater and choose from different control options with great useability. Aldrei að skafa! Með Webasto bílahitara.Þú hitar bílinn með fjarstýringu og þannig getur þú notið þæginda og öryggis. www.visir.is Sími: 512 5000 | Miðvikudagur 3. desember 2014 | 34. tölublað | 10. árgangur 2.500 milljóna velta Sagafi lm Velta kvikmyndaframleiðslufyrirtækisins Saga-film jókst úr 1.077 milljónum króna árið 2012 í 2.485 milljónir króna árið 2013. Guðný Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri félags-ins, segir að veltuaukningin stafi af því að verk-efni fyrir erlenda framleiðendur hafi verið mörg á árinu 2013, en verkefnastaðan sé ólík á milli ára. Þessi gríðarlega veltuaukning skilaði þó ekki auknum hagnaði fyrirtækisins. Hagnaðurinn var 66 milljónir króna árið 2013 en 96 milljónir árið á undan. ➜ SÍÐA 2 Tryggja hreint vatn í Teheran Útbúnaður og mælitæki Stjö nu- Odda eru notuð til þess að afa eft-irlit með drykkjarvatni í Teheran íÍ Prentgripur F Y R S TA F L O K K S Þ JÓNUSTA ➜ Fyrirtækið áætlar ð tafi r á framkvæmdum við raforkufl utninga- kerfið geti kostað þjóðarbúið um sex milljarða króna á ári. ➜ Sprengisandslínan er DEILT UM ÖLL STÓRU VERKEFNI LANDSNETS 2 SÉRBLÖÐ Markaðurinn | Fólk MARKAÐURINN FRÉTTIR Sími: 512 5000 3. desember 2014 284. tölublað 14. árgangur eru fokin á haf út.30% MENNING Eggert Þór Bernharðsson heillaðist af sveitinni í borginni. 22 SPORT Stelpurnar okkar geta tryggt sér sæti í HM- umspili í kvöld. 30 Opið allan sólarhringinn í Engihjalla, Vesturbergi og Arnarbakka SKOÐUN Segir ríkisstjórn- ina sýna læknum og heil- brigðiskerfi fingurinn. 17 LÍFIÐ Ígló&Indý kynna nýja lífræna barnafatalínu sem er væntanleg í janúar. 34 Græða þarf upp yfir milljón hektara lands Umtalsvert eða alvarlegt jarðvegsrof er hér á 40% lands. Umhverfisvandi gleymdur landsmönnum, segir landgræðslustjóri. Landgræðslustarf nú rétt heldur í horfinu. LÍFIÐ Bjarki Karlsson, skáld og málfræðingur, og Erpur Eyvindar- son rappari hafa leitt saman hesta sína fyrir nýja útgáfu Bjarka, Árleysi árs og alda. Þá fékk Bjarki Erp til að fylla upp í eyðurnar á gömlu klám- kvæði frá mið- öldum, sem talið er að hafi verið ritskoðað stuttu eftir siðaskiptin. „Grettir er ruglaður. Ég hef aldrei farið með jafn dónalegan texta. Þetta er bókmenntaarfur- inn okkar, svo er verið að væla yfir því að ég segi hitt eða þetta,“ segir Erpur. Bjarki segir brag og innihald Grettisfærslu keimlíkt rappi Erps. „Þá fannst mér trúverðugasta end- urgerðin á þulunni vera að fá Erp til að gera þetta.“ - þij / sjá síðu 54 Fylltu í eyður í gamalli þulu: Svæsið miðalda- ljóð endurvakið BJARKI KARLSSON Jólablað Símans fylgir með blaðinu í dag SKYNDIHJÁLP Flestir grunnskólar landsins hafa nýtt sér boð Rauða krossins á Íslandi um kennslu í skyndihjálp. Rauði krossinn fagnar 90 ára afmæli sínu með áherslu á skyndihjálp. Gunnhildur Sveinsdóttir, verk- efnastjóri skyndihjálpar, segir mikil vægt að kenna börnum skyndi- hjálp. „Þetta er risavaxið verkefni sem tugir sjálfboðaliða komu að. Meðal annars fjöldi hjúkrunar- og læknanema,“ segir hún. Nú þegar hafi flestir skólar á höfuðborgar- svæðinu verið heimsóttir auk fjöl- margra úti á landi. „Krakkarnir hafa mikinn áhuga á skyndihjálp. Ég fór í heimsókn í einn skóla og þar fékk maður að heyra margar skemmtilegar hrak- falla- og slysasögur. Krakkarnir eru síðan sendiherrar á sínum heimil- um og tala um það sem þeim finnst áhugavert,“ segir Gunnhildur. - vh Áhersla lögð á skyndihjálp: Sjálfboðaliðar mæta í skólana LÆRÐU RÉTTU HANDTÖKIN Nemendur í Hólabrekkuskóla lærðu í gær grunnatriði í skyndihjálp. Gunnhildur Sveinsdóttir, verkefnis- stjóri hjá Rauða krossinum, segir heimsóknir í grunnskóla hafa gengið vonum framar. „Við vitum að þessari fræðslu er ekki alltaf sinnt í skólunum þótt skyndihjálpin sé vissulega inni í aðalsnámskrá, en vonandi verður breyting til batnaðar eftir þetta átak.“ FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Bolungarvík 0° SV 11 Akureyri 0° SV 9 Egilsstaðir 1° SV 7 Kirkjubæjarkl. 2° SV 7 Reykjavík 3° SV 10 STREKKINGUR Í dag verða suðvestan 8-15 m/s og slydduél eða él S- og V-til, en úrkomulítið NA-lands. Hiti víða í kringum frostmark. 4 Deilt um stóru verkefnin Guðmundur Ingi Ásmundsson, aðstoðarforstjóri Landsnets, segir deilt um öll fimm stærri verkefni fyrirtækisins og því gangi illa að efla raforkuflutningskerfið hér á landi. SVEITARSTJÓRNARMÁL Oddviti Skorradalshrepps telur að hreppn- um yrði akkur í að fólki yrði heim- ilað að flytja lögheimili sitt í frí- stundahús í hreppnum. Í hreppnum er lægsta útsvarshlutfall landsins, 12,44 prósent. Dæmi eru um að fólk skrái lögheimili sitt þar þrátt fyrir að búa annars staðar að staðaldri. „Hér í Skorradalshreppi eru um 60 skráðir íbúar, það er svo sem teygjanlegt hvar fólk nákvæmlega sefur,“ segir Árni Hjörleifsson odd- viti. Hann segir fólk hafa fengið leyfi til að breyta sumarbústöðum í heilsársbústaði til að fá að vera með lögheimili í hreppnum, en það eigi síðan afdrep í bænum. „Þetta er að verða svolítið ríkjandi. Við þurfum hins vegar að breyta deiliskipulagi til þess að þetta geti orðið að veru- leika.“ Árni segist heyra á höfuðborgar- svæðinu að betra sé að búa í Skorra- dalshreppi en annars staðar. „Fyrir suma skiptir þetta litlu máli en fyrir aðra sem eru með einhverjar tekjur að ráði þá vigtar þetta,“ segir hann. - sa / sjá síðu 8 Oddviti Skorradalshrepps segir tekjuháa muna um lægra útsvarshlutfall: Fólk finnur skattaskjól í Skorradal Það er svo sem teygjanlegt hvar fólk nákvæmlega sefur. Árni Hjörleifsson, oddviti Skorradalshrepps. Óku spottakorn í lúxusjeppum Tónlistarfólkið Beyoncé Knowles og Jay Z, sem þessa dagana sækja landið heim, létu fara vel um sig í Bláa lóninu í gær. 2 Rotþróaseyra í uppgræðslu Land- græðslan og Ölfus ætla í viðræður um notkun seyru úr rotþróum sumar- bústaða og annarra mannabústaða til uppgræðslu lands. 4 Eru á móti náttúrupassa Land- vernd og Ferðaklúbburinn 4x4 telja að lög um frjálsa för ferðafólks um landið eigi að gilda. 6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.